Jólaveðrið hvasst og blautt með gulum og appelsínugulum viðvörunum

Jólaveðrið hvasst og blautt með gulum og appelsínugulum viðvörunum

Sunnan hvassviðri eða stormur gengur yfir stóran hluta landsins í dag, aðfangadag jóla. Hvassast verður norðanvert á landinu. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að spáð sé talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir stærstan hluta landsins og Veðurstofan hvetur fólk til að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurstofan varar við að lausamunir geti fokið, flóðum, skriðuföllum og auknu álagi á fráveitukerfi. Víða getur skapast hætta fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að gæta varkárni í ljósi þeirrar miklu rigningar og hlýinda sem spáð er á Vestfjörðum og Vesturlandi. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur varað við auknum líkum á grjóthruni og skriðum yfir vegi sem liggja undir bröttum hlíðum. Landsnet varar við að rafmagnslínum geti slegið saman á vestanverðu Norðurlandi og truflunum, einkum vegna sviptivinda í sunnanáhlaupinu sem gengur þar yfir. Hins vegar verður lengst af þurrt norðaustan- og austantil á landinu. Óvenju hlýtt verður í dag, sjö til átján stiga hiti, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Á morgun, jóladag, dregur smám saman úr vindi með sunnanstinningskalda, allhvössum vindi eða hvassviðri síðdegis. Áfram rignir talsvert eða mikið á sunnan- og vestanverðu landinu, en léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi og áfram hlýtt í veðri. Skil fara yfir landið aðfaranótt föstudags og þá dregur loksins aðeins úr vætu. Líklegt þykir að öllu innanlandsflugi Icelandair verði aflýst í dag vegna veðursins. Síðustu flugferð gærkvöldsins hjá Icelandair var aflýst vegna veðurs og segir Guðni Sigurðsson, upplýsingsfulltrúi Icelandair svipaða veðurspá fyrir daginn í dag. Allt flug til og frá Keflavík er á áætlun samkvæmt upplýsingum á vef Isavia .

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

Það er eitthvað töfrandi við aðventuna. Þrátt fyrir eril, innkaupa- og gátlista, endalaus þrif og ákveðið stress, þá fylgir henni á einhvern undarlegan og þversagnarkenndan hátt líka ákveðin innri ró. Í sítengdri veröld sem krefst þess að við svörum skilaboðum samstundis og stöðugrar kröfu um afköst, er kærkomið að leyfa sér smá kæruleysi. Það má Lesa meira

„KR er langstærsti klúbburinn á Íslandi“

„KR er langstærsti klúbburinn á Íslandi“

Fótboltakappinn Arnór Ingvi Traustason er genginn til liðs við KR í efstu deild karla. Koma Arnórs heim bar hratt að og segir hann Vesturbæjarliðið langstærsta klúbb á landinu. Arnór ræðir samtöl við Óskar Hrafn, „pressu“ tengdafjölskyldunnar, sögusagnir um Keflavík og þyngsli KR treyjunnar. „Tilfinningin er mjög góð. Ég er rosalega peppaður að fá að byrja. Ég er búinn að tala við þau sem eru mér næst og mér líður ekkert eins og ég sé að fara heim. Mér líður bara eins og ég sé að fara í næsta verkefni og það er stórt verkefni fyrir framan mig,“ sagði Arnór. Bar hratt að Arnór lék síðast með Norrköping í Svíþjóð og var þar fyrirliði. Liðið féll nokkuð óvænt og heimkoma Arnórs bar hratt að. Hann sagði ýmsa möguleika hafa verið í stöðunni en að samtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara KR hafi breytt öllu. „Það voru aðrir möguleikar í stöðunni en þetta gerðist fljótt. Ég sjálfur var ótrúlega spenntur fyrir þessu, að fá að spila fyrir KR og komast í KR. Mig langaði til þess eftir öll samtölin við Óskar og Indriða Sigurðsson og fleiri.“ Það var ekki hugsunin fyrir mánuði síðan að þetta yrði lendingin. Svo ákváðum við bara að kýla á þetta. Við tökum þessu með opnum hug og jákvæðninni. Þetta verður geðveikt.“ Engin pressa en tengdafjölskyldan sátt Það má segja að Arnór sé giftur inn í KR. Maki Arnórs er Vesturbæingurinn Andrea Röfn Jónasdóttir en faðir hennar Jónas Kristinsson, var framkvæmdastjóri KR í fjölda ára. Þá er Rúnar Kristinsson náfrændi Andreu. Hann fann ekki fyrir neinni pressu en segist spenntur fyrir áskoruninni að spila með KR. Félagið sé það stærsta á landinu, með skemmtilegustu söguna og því fylgir pressa. „Þau eru sátt með mig. En þau voru ekkert að pressa á mig eða neitt svoleiðis. Að ég færi heim þyrfti ég að fara í KR. En að sama skapi er ég búinn að vera mikið inni í þessari fjölskyldu og uppi í KR. En KR er fyrir mér langstærsti klúbburinn á Íslandi. Liðið hefur langskemmtilegustu söguna. Það er pressa að spila fyrir KR og það eru þyngsli í treyjunni. Það er gaman að vera í svoleiðis liði.“ Keflavík í raun aldrei í myndinni Arnór lék með Keflavík áður en hann hélt út en hann fór að hluta til í gegnum yngri flokka Njarðvíkur. Hann segir sögusagnir um endurkomu í Keflavík ekki hafa verið sannar. „Það var aldrei neitt þannig. Ég heyrði í Halla Guðmunds sem er félagi minn og við þekkjumst þokkalega vel. Ég heyrði í honum fyrir nokkuð löngum tíma. Hann var að heyra í mér hljóðið og hvernig hugur minn væri.“ „Á þeim tíma var þetta ekki komið langt hjá neinum og við vorum ekkert að hugsa um að koma heim þá. En svo hef ég ekkert heyrt meira frá þeim, þó svo að það væru sögusagnir um að við værum nálægt hvort öðru. Hvort ég væri á leiðinni í Keflavík. En meira var það ekki en eitt smá símtal við Halla.“ Á nóg eftir Arnór skrifar undir þriggja ára samning og er 32 ára gamall. Hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013 og hefur síðan leikið fyrir fimm lið í fjórum löndum. Hann var á mála hjá Rapid Wien, New England Revolution, Malmö, AEK Aþenu og Norrköping. Auk þess á hann 67 landsleiki og hefur skorað sex mörk. Hann ætlar sér stóra hluti með KR. „Ég er kominn heim til að vera stór leikmaður fyrir þetta félag, bæði innan sem utan vallar. Ég á fullt að gefa og á nóg eftir. Ég byrja á þessum þremur árum svo tökum við stöðuna eftir það. Ef mér líður vel þá held ég áfram að hjálpa og vera til staðar fyrir KR.“ Lítur ekki á KR sem fallbaráttulið KR átti nokkuð erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Liðið tryggði sæti sitt í Bestu deild í lokaleik tímabilsins. Þrátt fyrir það lítur Arnór ekki á KR sem fallbaráttulið. Hann sjálfur hefur reynslu af því hvernig viðsnúningur getur orðið milli tímabila. „Alveg 100% ekki. Ég sjálfur hef reynslu af því að vera í svoleiðis stöðu, árið 2014 með Norrköping. Við vorum nálægt því að falla. Það er þessi reynsla sem þessir ungu leikmenn fengu og búa að núna. Þeir búa að þessari reynslu sem þeir voru ekki með fyrir síðasta tímabil. Að spila í efstu deild og spila fyrir KR á hæsta stigi.“ „Þeir geta tekið það með sér í þetta tímabil núna og byggt ofan á það. Við unnum sænsku deildina árið eftir, árið 2015. Ég er ekki að segja að við ætlum að fara að vinna Íslandsmeistaratitilinn. En að sama skapi býrðu yfir ótrúlega mikilli reynslu sem þú tekur inn á næsta tímabil. Ég kem líka að borðinu með hellings hluti, mína hæfileika og leiðtogahæfileika, sem ég vona að nýtist vel,“ bætti Arnór við. Evrópa kallar Arnór hefur fylgst með deildinni úr fjarska síðustu 12 ár en segir hana alltaf verða sterkari. Hann dreymir um Evrópuævintýri með KR. „Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það sést líka á því hvað Víkingur og Breiðablik eru að gera í Evrópu, sem er geðveikt. Það er geggjað fyrir deildina og Ísland, að koma Íslandi á kortið, byggja upp þessa deild og gera hana enn þá sterkari. Ég held að það sé markmið allra að komast út í Evrópu og fá skerf af Evrópufénu. Fleiri lið munu gera það á næstu árum,“ sagði Arnór að lokum.

Fimm háttsettum Evrópumönnum meinað um vegabréfsáritun

Fimm háttsettum Evrópumönnum meinað um vegabréfsáritun

Frakkinn Thierry Breton er meðal fimm Evrópumanna sem Bandaríkjastjórn hefur meinað um vegabréfsáritun þangað. Nokkrir þeirra vinna fyrir stofnanir sem ætlað er að draga úr upplýsingaóreiðu. Utanríkisráðherrann Marco Rubio sakar þá um ritskoðunartilburði í garð þarlendra hátæknifyrirtækja með það markmið að hamla útbreiðslu bandarískra viðhorfa, sem þeim líki ekki. Þannig hafi lengi háttað í Evrópu. Fimmmenningarnir eru kallaðir öfgafullir andófsmenn í yfirlýsingu stjórnvalda. Breton átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og var einn af valdamestu embættismönnum hennar, fór meðal annars með málefni innri markaðarins. Hann sagði skyndilega af sér í september 2024. Breton segir nornaveiðar McCarthy-tímabilsins snúnar aftur vestra, þegar stjórnvöld ofsóttu fólk grunað um að vera hallt undir kommúnisma eða hliðhollt Sovétríkjunum.

Hert á skotvopna- og hryðjuverkalöggjöf Nýja Suður-Wales

Hert á skotvopna- og hryðjuverkalöggjöf Nýja Suður-Wales

Skotvopnalöggjöf hefur verið hert í ástralska fylkinu Nýja Suður-Wales, hálfri annarri viku eftir að feðgarnir Sajid og Naveed Akram skutu fimmtán til bana á ljósahátíð gyðinga á Bondi-ströndinni. Löggjafarþing fylkisins herti einnig ákvæði hryðjuverkalaga. Héðan í frá má almenningur ekki eiga fleiri en fjögur skotvopn en bændum verður heimilað að eiga allt að tíu byssur. Lögregla fær jafnframt auknar heimildir til að draga úr eða banna mótmælasamkomur í allt að þrjá mánuði eftir hryðjuverkaárás. Einnig verður óheimilt að bera merki bannaðra hryðjuverkasamtaka á almannafæri. Ný ákvæði hryðjuverkalaga banna einnig að hrópuð verði slagorð til stuðnings uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum, sem þingið segir kynda undir ofbeldi. Alríkisstjórnin hefur boðað herta löggjöf og er þegar tekin að kaupa umframskotvopn af almenningi. Akram-feðgarnir eru taldir hafa undirbúið atlögu sína mánuðum saman, þeir hafi meðal annars æft skotvopnanotkun og herkænsku í sveitum Nýja Suður-Wales. Lögregla skaut föðurinn til bana en sonarins bíða réttarhöld fyrir 15 morð og 40 morðtilraunir.

Hert á skotvopna- og hryðjuverkalöggjöf Nýja Suður-Wales

Hert á skotvopna- og hryðjuverkalöggjöf Nýja Suður-Wales

Skotvopnalöggjöf hefur verið hert í ástralska fylkinu Nýja Suður-Wales, hálfri annarri viku eftir að feðgarnir Sajid og Naveed Akram skutu fimmtán til bana á ljósahátíð gyðinga á Bondi-ströndinni. Löggjafarþing fylkisins herti einnig ákvæði hryðjuverkalaga. Héðan í frá má almenningur ekki eiga fleiri en fjögur skotvopn en bændum verður heimilað að eiga allt að tíu byssur. Lögregla fær jafnframt auknar heimildir til að draga úr eða banna mótmælasamkomur í allt að þrjá mánuði eftir hryðjuverkaárás. Einnig verður óheimilt að bera merki bannaðra hryðjuverkasamtaka á almannafæri. Ný ákvæði hryðjuverkalaga banna einnig að hrópuð verði slagorð til stuðnings uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum, sem þingið segir kynda undir ofbeldi. Alríkisstjórnin hefur boðað herta löggjöf og er þegar tekin að kaupa umframskotvopn af almenningi. Akram-feðgarnir eru taldir hafa undirbúið atlögu sína mánuðum saman, þeir hafi meðal annars æft skotvopnanotkun og herkænsku í sveitum Nýja Suður-Wales. Lögregla skaut föðurinn til bana en sonarins bíða réttarhöld fyrir 15 morð og 40 morðtilraunir.

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sautján ára sænskur piltur hefur verið handtekinn í Þýskalandi grunaður um að hafa ætlað að taka að sér launmorð í borginni Köln. Innanríkisráðherrann Alexander Dobrindt heilsar upp á grímuklædda liðsmenn sambandslögreglunnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.EPA / CLEMENS BILAN Hann var handtekinn eftir ábendingu frá sænsku lögreglunni. Þýski miðillinn WDR hefur eftir saksóknara að ungi maðurinn hafi boðið fram þjónustu sína á samfélagsmiðlum og að ónafngreindur maður hafi leitað til hans. Honum hafi verið ætlað að skjóta annan ónafngreindan mann til bana. Lögregla gerði húsleit í híbýlum sænska drengsins í Köln og gerði þar upptæk skotvopn og skotfæri. Þýskir miðlar segja ráðabruggið geta tengst tilraun til að myrða liðsmann Hells Angels vélhjólaklúbbsins um helgina.

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sautján ára sænskur piltur hefur verið handtekinn í Þýskalandi grunaður um að hafa ætlað að taka að sér launmorð í borginni Köln. Innanríkisráðherrann Alexander Dobrindt heilsar upp á grímuklædda liðsmenn sambandslögreglunnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.EPA / CLEMENS BILAN Hann var handtekinn eftir ábendingu frá sænsku lögreglunni. Þýski miðillinn WDR hefur eftir saksóknara að ungi maðurinn hafi boðið fram þjónustu sína á samfélagsmiðlum og að ónafngreindur maður hafi leitað til hans. Honum hafi verið ætlað að skjóta annan ónafngreindan mann til bana. Lögregla gerði húsleit í híbýlum sænska drengsins í Köln og gerði þar upptæk skotvopn og skotfæri. Þýskir miðlar segja ráðabruggið geta tengst tilraun til að myrða liðsmann Hells Angels vélhjólaklúbbsins um helgina.

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sautján ára sænskur piltur hefur verið handtekinn í Þýskalandi grunaður um að hafa ætlað að taka að sér launmorð í borginni Köln. Innanríkisráðherrann Alexander Dobrindt heilsar upp á grímuklædda liðsmenn sambandslögreglunnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.EPA / CLEMENS BILAN Hann var handtekinn eftir ábendingu frá sænsku lögreglunni. Þýski miðillinn WDR hefur eftir saksóknara að ungi maðurinn hafi boðið fram þjónustu sína á samfélagsmiðlum og að ónafngreindur maður hafi leitað til hans. Honum hafi verið ætlað að skjóta annan ónafngreindan mann til bana. Lögregla gerði húsleit í híbýlum sænska drengsins í Köln og gerði þar upptæk skotvopn og skotfæri. Þýskir miðlar segja ráðabruggið geta tengst tilraun til að myrða liðsmann Hells Angels vélhjólaklúbbsins um helgina.

Aldurinn helsta ástæða þess að Bubbi heldur ekki tónleika á Litla-Hrauni í ár

Aldurinn helsta ástæða þess að Bubbi heldur ekki tónleika á Litla-Hrauni í ár

Bubbi Morthens verður ekki með aðfangadagstónleika á Litla-Hrauni þetta árið líkt og nánast óslitið frá árinu 1982. Hann þurfti að sleppa tónleikahaldi í kórónuveirufaraldrinum og einu sinni vegna veðurs. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bubbi aldur sinn meginástæðuna en nefnir jafnframt hve margir útlendingar séu orðnir meðal fanga á Litla-Hrauni, um og yfir helmingur jafnvel. Það hafi gert ákvörðunina auðveldari, þeir þekki hvorki tónlist hans né textana. „Ég hef auðvitað séð þetta ár frá ári en þegar kominn er helmingur, jafnvel meira en helmingur, af fólki sem talar ekki og skilur ekki íslensku þá er orðið erfitt að skila því sem mann langar að skila svo þetta var tvíþætt ástæða, að minnsta kosti,“ segir Bubbi. Tónlistarmaðurinn segir þó að auðvitað væri gustukaverk að reyna að létta þeim daginn líkt og innlendum föngum. Bubbi verður sjötugur í júní og hefur gefið út tónlist frá því Ísbjarnarblús kom 17. júní 1980. „Aðalástæðan er nú sú að ég er kominn á þann stað að ég er að eldast og ég er kannski farinn að sofa klukkan fjögur-fimm á aðfangadagsmorgun og hef svo þurft að vakna þremur tímum seinna til að smala saman öllu til að fara á Litla-Hraun.“ Bubbi segir stjórnendur fangelsisins hafa sýnt ákvörðun hans fullan skilning, sem líklega sé endanleg. Hann hélt árlega Þorláksmessutónleika sína í gær og sagðist í vikunni stefna á að halda þá í 20 ár í viðbót.

Sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta má búast við köldum viðtökum

Sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta má búast við köldum viðtökum

„Allar ákvarðanir um framtíð Grænlands eru í höndum þarlendra stjórnvalda.“ Þetta áréttaði Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnarinnar, í langri færslu á samfélagsmiðlum eftir að Donald Trump ítrekaði að Bandaríkin þörfnuðust Grænlands af öryggisástæðum. Nielsen sagði Grænland meira virði en að vera bitbein í deilum um öryggi og völd, þannig sjái landsmenn sig ekki. Hann þakkaði landsmönnum fyrir að taka orðum Trumps með reisn og ró og öðrum leiðtogum fyrir stuðninginn. „Við erum greinilega ekki ein á báti,“ sagði Nielsen. DR fjallaði um málið. Donald Trump hefur skipað Jeff Landry ríkisstjóra Louisiana sérstakan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Sá hét því umsvifalaust að sölsa Grænland undir Bandaríkin og það vakti reiði danskra yfirvalda sem kölluðu sendiherra landsins á teppið. „Það markmið Landrys veldur því að hann getur ekki búist við miklum fagnaðarlátum láti hann sjá sig,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður IA á danska þinginu. Þótt Grænlendingar séu almennt gestrisnir megi Landry búast við hörðum mótmælum. Margir séu reiðir vegna þrýstings Bandaríkjanna. Grænlendingurinn Orla Joelsen skipulagði fjölmenn mótmæli í mars þar sem Trump var gert ljóst að Grænland væri ekki til sölu. Hann áréttar í færslu á samfélagsmiðlum að Landry beri að virða sjálfsákvörðunarrétt og stöðu landsins gagnvart Danmörku. Ákvörðun um sjálfstæði verði tekin eftir samningaviðræður þeirra í milli en ekki af Bandaríkjastjórn.

Tímabundin lög um heimild til uppbyggingar varna renna sitt skeið um áramót

Tímabundin lög um heimild til uppbyggingar varna renna sitt skeið um áramót

Lög sem veita dómsmálaráðherra tímabundnar heimildir til uppbyggingar varnargarða fyrir mikilvæga innviði á Reykjanesi renna sitt skeið í árslok. Það á einnig við um aðrar sambærilegar framkvæmdir í þágu almannavarna. Ný löggjöf er í undirbúningi. Ekki stendur til að framlengja gildistíma laganna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins , heldur er ný löggjöf í undirbúningi. Þar er tekin hliðsjón af breyttum aðstæðum, reynslu og því að staðbundnum vörnum hefur þegar verið komið upp á Reykjanesskaga. Meðal annars hafa verið reistir varnargarðar fyrir Svartsengi og Grindavík. Þeir gegni lykilhlutverki við varnir samfélagsins og mikilvægra innviða. Án þeirra hefðu hrauntungur runnið inn í byggð og valdið verulegu tjóni á húsum, vegum og öðrum mikilvægum innviðum. Áformað er að starfshópur hlutaðeigandi ráðuneyta taki til starfa í upphafi árs um undirbúning að almennri löggjöf um fyrirbyggjandi ráðstafanir til verndar mikilvægum innviðum, nátengdri vinnu við ný heildarlög um almannavarnir. Þar yrði lögð aukin áhersla á þol innviða gegn áföllum. Löggjöfin yrði sambærileg þeirri sem gildir um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Stjórnvöld geta þó almennt gripið til aðgerða, þegar nauðsyn krefur, á grundvelli neyðarréttar meðan náttúruváratburðir standa yfir. Stjórnvöld fengu víðtækar heimildir til að grípa hratt til aðgerða í þágu almannavarna þegar lögin voru sett haustið 2023. Þá ríkti mikil óvissa um þróun jarðhræringanna á Reykjanesskaga og því voru meðal annars veittar undanþágur frá hefðbundinni málsmeðferð.

Sex sjálfsvíg á Grænlandi á þremur dögum

Sex sjálfsvíg á Grænlandi á þremur dögum

Sjálfsvígstíðni á Grænlandi er sú hæsta í heiminum. Síðustu helgi féllu þar sex manns fyrir eigin hendi á þremur dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Grænlandi, danska ríkisútvarpið DR greinir frá . Sjálfsvígin voru ótengd og áttu sér stað víðs vegar um landið samkvæmt tilkynningunni. Að meðaltali falla 40 til 50 manns fyrir eigin hendi á Grænlandi árlega. Fjöldi fólks sem fellur árlega fyrir eigin hendi á Íslandi er svipaður, um 40. Á Grænlandi búa einungis um 56 þúsund manns. Fjöldi sjálfsvíga á Grænlandi jafngildir því um 88 sjálfsvígum á hverja 100.000 íbúa. Það er næstum níu sinnum hærra hlutfall en í Danmörku og átta sinnum hærra en á Íslandi. Melina Rosenkilde, skrifstofustjóri hjá hjálparsímanum Tusaannga í Nuuk, segir símtöl vegna sjálfsvígshugsana tíðust yfir vetrarmánuðina. „Það er oft mikið að gera hjá okkur við árstíðaskipti en einnig fyrir jólin. Fjölskyldur koma saman víðs vegar um landið og ef fólk hefur misst nána ástvini er þetta að sjálfsögðu erfiður tími,“ segir Rosenkilde. Hún segir einmanaleika ríkjandi tilfinningu hjá þeim sem hringi í hjálparsímann og deili sjálfsvígshugsunum. „Grænland er gríðarstórt land, þannig að margir bæir og byggðir eru afskekktar. Þess vegna getur tilfinningin um einmanaleika verið lífsskilyrði,“ segir Rosenkilde, sem leggur áherslu á að hún geti ekki sagt neitt almennt um hvað fær suma Grænlendinga til að grípa til sjálfsvígs. Mörg grænlensk ungmenni upplifi áföll Grænlendingar sem falla fyrir eigin hendi eiga það margir sameiginlegt að hafa átt erfiða æsku. Í skýrslu frá Lýðheilsustofnun Danmerkur frá árinu 2021 kom í ljós að mörg grænlensk ungmenni höfðu upplifað áföll í formi áfengisvanda á æskuheimili, ofbeldis og kynferðisofbeldis í æsku. Meirihluti þeirra sem höfðu upplifað áföll í æsku hafði glímt við sjálfsvígshugsanir. Frá janúar 2024 til september sama árs bárust 470 erindi til hjálparsímans Tusaannga sem sneru eingöngu að sjálfsvígum. 60 þeirra voru frá börnum yngri en 18 ára. 19 þeirra voru frá börnum á aldrinum 10 til 12 ára. Flestir þeir sem falla fyrir eigin hendi á Grænlandi eru menn á aldrinum 20 til 24 ára.