Tíu látnir eftir sprengingu á fjölförnu svæði
Minnst tíu eru látnir og fjöldi er særður eftir bílasprengingu í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í gærkvöldi.
Minnst tíu eru látnir og fjöldi er særður eftir bílasprengingu í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í gærkvöldi.
Tindastóll leikur í kvöld sinn fjórða leik í Norður-Evrópudeild karla í körfuknattleik þegar Manchester frá Englandi kemur í heimsókn á Sauðárkrók. Liðin eru jöfn í þriðja og fjórða sæti B-riðils keppninnar og hafa bæði unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, er afdráttarlaus í skoðunum sínum og lætur þær flakka í Spjallinu við Frosta Logason. Hann starfaði lengi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þar sem hann tókst meðal annars við Baugsmálið umdeilda og síðar rak hann mörg af stærstu bankahrunsmálunum fyrir Hæstarétti. Hann ræðir umdeild ummæli, áminningar, starfslok og hvernig hann horfir á Lesa meira
Það er alltaf mikið fjör, mikið grín og mikið gaman í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Stundum er þó aðeins of mikið gaman fyrir umsjónarmanninn Guðmund Benediktsson.
„Þegar ríkið byrjar að fikta á fasteignamarkaðinum, keyptu hlutabréf“.
Scott McTominay, miðjumaður Napoli, hefur hvatt stjóra liðsins, Antonio Conte, til að reyna að fá Kobbie Mainoo frá Manchester United í janúar. McTominay hefur verið einn af lykilmönnum Napoli síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir síðastu leiktíð og var valinn leikmaður tímabilsins í Serie A eftir að hafa hjálpað liðinu að vinna ítalska Lesa meira
Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV.
Magnae Malachi ferðaðist til Íslands á dögunum og birti á TikTok-síðu sinni myndskeið af börnum sem alda í Reynisfjöru var næstum búin að hrífa með sér á haf út.
Knattspyrnu- og landsliðskonan Guðný Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni ásamt sambýlismanni sínum Pétri Hrafni Friðrikssyni 27. apríl.
Í það minnsta átta fórust og sautján særðust þegar bíll sprakk í Nýju Delhí í gærkvöld. Yfirvöld hafa ekkert fullyrt um orsök sprengingarinnar en grunur leikur á að sprengju hafi verið komið fyrir í bílunum. Bíllinn var á gatnamótum þegar sprengingin varð. Hún olli skemmdum á nálægum bílum og minni farartækjum. Eldur kviknaði í sex bílum. Kennsl hafa verið borin á sex af átta líkum. Indverska fréttaþjónustan Press Trust of India segir að tólf hafi farist í sprengingunni og eldinum sem kviknaði. Það hefur ekki verið staðfest af yfirvöldum. Sprengingin varð nærri Rauða virkinu, sögufrægum stað og einu þekktasta kennimerki Indlands. Rajnat Singh, varnarmálaráðherra Indlands, sagði að helstu rannsóknarstofnanir landsins væru að kanna atvikið og lofaði því að upplýst yrði um það sem fyrst. Hann fullyrti að þeir sem bæru ábyrgð á harmleiknum yrðu látnir svara til saka og sagði að þeim yrði ekki undir nokkrum kringumstæðum þyrmt.
Síðastliðinn föstudagur verður líklega lengi í minnum hafður hjá bandaríska rapparanum Rod Wave. Hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna um morguninn fyrir lag sitt Sinners en síðar um daginn var hann handtekinn af lögreglunni í Atlanta. Wave, sem heitir réttu nafni Rodarius Green, er grunaður um vopnalagabrot, vörslu fíkniefna og ógætilegan akstur. Þurfti hann að dúsa Lesa meira
Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun efna til leiðtogaprófkjörs meðal flokksmanna í borginni í janúar og uppstillingar kjörnefndar í kjölfarið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári.
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld fjárveitingar svo hægt væri að hefja fulla starfsemi ríkisstofnana á ný eftir 41 dags lokanir. Fulltrúadeild þingsins á þó eftir að greiða atkvæði um fjárveitingarnar. Ekki er talið að það verði gert fyrr en á morgun í fyrsta lagi. Átta þingmenn Demókrata tóku höndum saman við Repúblikana um að samþykkja fjárveitingarnar. Þar með viku þeir af stefnu flokks síns sem vildi ekki samþykkja frumvarp Repúblikana fyrr en tryggt yrði áframhald á niðurgreiðslu vegna sjúkratrygginga sem eiga að renna út í árslok. John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, ræðir við fréttamenn eftir atkvæðagreiðsluna.EPA / ANNABELLE GORDON
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra heimsótti Menntaskólann á Ísafirði í gær, mánudaginn 10. nóvember, í tengslum við boðað samráð um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi opinberra framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að efla framhaldsskólastigið, styrkja starfsemi skólanna og bæta þjónustu við nemendur um land allt. Í heimsókninni ræddi ráðherrann við kennara, starfsfólk og nemendur um starfsemi skólanna […]
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og jókst skráð atvinnuleysi úr 5,6% í september í 7,1% í október samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið á landinu.