Arna Sif aftur í Þór/KA

Arna Sif aftur í Þór/KA

Þór/KA er að fá mikinn liðsstyrk fyrir næsta tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Þór/KA þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn 14 ára. Arna Sif er 33 ára og hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár en stutt er síðan hún sneri aftur á völlinn eftir krossbandaslit og barnsburð. Arna Sif á að baki 19 A-landsleiki og 425 meistaraflokksleiki, þar af 290 leiki fyrir Þór/KA sem hún varð Íslandsmeistari með árið 2012. Hún lék með Þór/KA árin 2007-2015 og aftur 2018-2021 eftir að hafa spilað með Val og í atvinnumennsku í Svíþjóðar og á Ítalíu. Þór/KA varð í 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og í efsta sæti neðri hlutans.

Meintar mútugreiðslur Samherja umtalsvert hærri en áður var talið

Meintar mútugreiðslur Samherja umtalsvert hærri en áður var talið

Í Namibíu sitja tíu menn í varðhaldi og bíða þess að réttarhöld hefjist í máli þeirra. Í þeim hópi eru tveir ráðherrar, ríkisforstjóri og stjórnarformaður sama ríkisfyrirtækis. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa þegið milljarða frá Samherja, nýtt sér aðstöðu sína og áhrif, til að færa íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu aðgang að verðmætum auðlindum namibísku þjóðarinnar. Verði þeir sakfelldir gæti þeirra beðið áratuga fangelsisvist. Sex ár eru liðin frá því að Kveikur fjallaði fyrst um ásakanir um stórfelld mútubrot og vafasamt viðskiptasamband Samherja við hátt setta namibíska áhrifamenn, í samstarfi við Wikileaks, Stundina, Al-Jazeera og namibíska dagblaðið The Namibian. Fjallað var um málið í Speglinum í kvöld. Skemur á veg komið á Íslandi Á Íslandi er málið hins vegar skemur á veg komið. Formlegri rannsókn er lokið og saksóknari er að fara yfir niðurstöðu hennar. Þegar yfirferð hans lýkur ákveður hann hvort og þá hverjir verða mögulega ákærðir. Níu fyrrverandi eða núverandi stjórnendur eða starfsmenn Samherja eru með réttarstöðu sakbornings og í þeim hópi eru Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og þar til nýlega forstjóri Samherja, og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi undirmaður Þorsteins í Namibíu. Jóhannes er uppljóstrarinn í málinu og um leið sá eini sem hefur viðurkennt lögbrot, hvort heldur sem er í hópi grunaðra hér á landi eða þeirra sem bíða dóms í Namibíu. Aðrir í hópi grunaðra hér á landi, Þorsteinn Már þar með talinn, hafa verið yfirheyrðir alla vega þrisvar á undanförnum árum. Allir neita þeir að hafa brotið nokkuð af sér en flestir hafa líka neitað að tjá sig nokkuð efnislega eða svara spurningum um málið. Sakborningar eiga fullan rétt á að tjá sig ekki eða neita að svara spurningum; það að þeir nýti sér þann rétt er hins vegar ekki algengt; en á sér þó fordæmi úr nokkrum af hrunmálunum svokölluðu. Um hvað snýst þetta allt saman aftur? Í einfaldri mynd má segja að það snúist um hvernig íslensku útgerðarfyrirtæki tókst á undraverðum tíma að verða að stórveldi í namibískum sjávarútvegi. Óvenjugreitt aðgengi og óvanalega góð kjör sem Samherji naut, sættu furðu hjá þeim sem til þekktu en á fáeinum árum tókst Samherja að komast yfir þriðjung alls hrossamakrílkvóta Namibíumanna. Umsvif Samherja jukust í beinu samhengi við ákvarðanir fámenns hóps namibískra ráðamanna, sem seinna kom í ljós að höfðu þegið háar fjárhæðir frá fyrirtækinu. Hátt í 3 milljarðar í mútugreiðslur Samkvæmt gögnum sem Spegillinn hefur séð er það niðurstaða rannsakenda hér á landi, eins og í Namibíu, að meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra áhrifamanna voru talsvert hærri en áður hafði verið talið. Í umfjöllun Kveiks fyrir sex árum voru hinar meintu mútugreiðslur sagðar nema jafnvirði eins og hálfs milljarðs króna á árunum 2012-2019. Við rannsókn málsins komu fleiri og hærri greiðslur í ljós og umfang meintra mútugreiðslna Samherja er nú talið tvöfalt hærra, eða jafnvirði hátt í 3 milljarða króna á sama árabili. Sex ár eru frá fyrstu umfjöllun um ásakanir um stórfelld mútubrot og vafasamt viðskiptasamband Samherja við namibíska áhrifamenn. Rannsakendur telja upphæð meintra mútugreiðslna tvöfalt hærri en áður var talið. Þetta jafngildir því að Samherji hafi greitt sem nemur einni milljón króna í mútur, hvern einasta dag sem félagið gerði út í Namibíu. Samkvæmt yfirlitum sem tekin hafa verið saman af rannsakendum hér á landi voru viðtakendur þessara greiðslna Samherja, fimmtán félög og sjóðir, í Namibíu og Dúbaí, oft með litla eða enga starfsemi, en í eigu eða undir stjórn namibísku sakborninganna. Þetta eru 200 greiðslur og langoftast skýrðar sem ótilgreind ráðgjöf. Skjóta skuldinni á uppljóstrara sem var hættur Forsvarsmenn Samherja hafa í yfirlýsingum fullyrt að þessar greiðslur hafi allar verið eðlilegar. Fyrirtækið hefur hins vegar líka beðist afsökunar á ámælisverðum viðskiptaháttum í Namibíu, eins og það var orðað, en varpað allri ábyrgð á uppljóstrarann Jóhannes. Yfirlit rannsakenda sýna að stærstur hluti þessara greiðslna var greiddur síðustu þrjú árin sem Samherji rak útgerð í Namibíu, eða á árunum 2016-2019, sem er eftir að Jóhannes hætti hjá félaginu. Ríflega 2 milljarðar af ætluðum 2,8 milljarða mútugreiðslum voru því greiddir eftir að Jóhannes lét af störfum, af félögum sem Jóhannes stýrði aldrei og voru jafnvel ekki starfandi þegar hann hætti. Eftir ítrekaðar tafir er nú talið líklegt að réttarhöldin í Namibíu hefjist upp úr áramótum en á Íslandi er beðið eftir ákvörðun saksóknara hvort gefin verði út ákæra eða ekki. En þótt formlegri rannsókn sé lokið hér á landi og það styttist í réttarhöldin í Namibíu eru aðrir angar málsins enn til skoðunar. Samherji hafi svikið namibíska ríkið Fyrir rúmri viku var upplýst um ásakanir namibíska skattsins í garð Samherja í dagblaðinu The Namibian . Málið rataði á dögunum fyrir dóm og um leið var upplýst hvernig namibísk skattayfirvöld haldlögðu í byrjun árs 2020 fjármuni á bankareikningi dótturfélags Samherja í Namibíu. Þetta voru upphæðir upp á annað hundrað milljónir króna sem Samherji er sagður hafa svikist um að greiða í skatt. Lögmenn Samherja hafa mótmælt þessum ásökunum og reynt að fá peningana til baka, en án árangurs. Áður hafði komið fram í umfjöllun Heimildarinnar að namibíski skatturinn hefði gert kröfur á Samherja um greiðslu hátt í þriggja milljarða króna árið 2020. Yfirmaður skattrannsóknarinnar í Namibíu lýsti því yfir að þar hefði Samherji „ólöglega og af ásetningi, með stórfelldum sviksamlegum hætti, svikið namibíska ríkið“. Stærstur hluti þessara þriggja milljarða krafna namibíska skattsins verður aldrei innheimtur, jafnvel þó Samherji hafi ekki mótmælt þeim. Í yfirlýsingu fyrir dómi sagði starfsmaður Samherja að í því fælist ekki samþykki, heldur tæki því ekki að taka til varna, þar sem kröfunni væri beint gegn eignalausu Samherjafélagi í Namibíu. Skatturinn namibíski náði þó að leggja hald á peninga sem eftir voru á bankareikningi annars félags, jafnvirði 150 milljóna króna, í febrúar fyrir fimm árum. Rökin voru þau að Samherji hefði með ólögmætum hætti komið sér hjá því að greiða skatt árið 2018, með því að eyða út hagnaði namibískrar útgerðar sinnar. Samherji hafði gert það með því að telja fram hátt í 400 milljóna króna ráðgjafagreiðslur, sem rekstrarkostnað. Upphæð sem var ekki bara óvanalega há í samhengi við veltu félagsins, að mati skattsins, heldur töldu yfirvöld að þar væri verið að reyna að nýta greiðslur, sem menn hafa nú verið ákærðir fyrir að þiggja sem mútur. Spegillinn leitaði viðbragða hjá Samherja vegna málsins. Í skriflegu svari sagði félagið: Samherji hefur engin viðbrögð við þessari frétt. Við horfum til framtíðar og sem íslenskt fyrirtæki í dag einbeitum við okkur að rekstrinum hér á landi og þeim áskorunum sem honum fylgja.

Stefnt að því að flutningaskipið sigli í lok vikunnar

Stefnt að því að flutningaskipið sigli í lok vikunnar

Flutningaskipið Amy sem siglir undir portúgölskum fána var á leiðinni frá Tálknafirði eftir að hafa flutt þangað fóðurpramma Arctic Fish þegar skipið tók niðri og göt komu á botn þess. Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum er á lokametrunum en ólíklegt er að um sé að ræða brot á siglingalögum. Skipið var ekki á mikilli ferð og var að vinna eðlilega vinnu. Enginn hafnsögumaður fór um borð í skipið en allur gangur er á því hvort þörf þykir á slíku, segir Elvar Steinn Karlsson, hafnarstjóri á Tálknafirði. Hann segir ekki hafa verið óskað eftir lóðs en það sé alltaf ákvörðun skipafélagsins. Viðgerðir standa yfir og vonast er til þess að skipið geti siglt burt í lok vikunnar.

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, er staddur í Bakú að fylgja eftir íslenska karlalandsliðinu sem mætir Aserbaísjan í undankeppni HM annað kvöld. Hann kannaði aðstæður á leikvanginum í dag og eitt vakti athygli. Þetta er afar mikilvægur leikur fyrir Strákana okkar. Sigur þýðir líklega að jafntefli muni duga gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar til að Lesa meira