Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Hörður Snævar Jónsson fór yfir fréttir síðustu daga með Helga Fannari í Íþróttavikunni á 433.is. Hörður velti því upp í þættinum hvort virkilega væri nauðsynlegt að yngri landsliðsþjálfarar væru allir í fullri vinnu hjá KSÍ. „Það er ekki langt síðan að starf þjálfara yngri landsliða var hlutastarf, með öðru fyrir þá sem nenntu að vinna Lesa meira

„Það er ljós í myrkrinu, þó það sé allt dimmt úti“

„Það er ljós í myrkrinu, þó það sé allt dimmt úti“

„Það sem við finnum mest fyrir á þessum árstíma er að fólk er að velta fyrir sér samskiptum, það er missir og sorg,“ útskýrir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Önnur algeng símtöl á þessum árstíma snúa að einmanaleika og kvíða. Spurð hvort það sé viðbúið að slík mál komi upp á þessum tíma árs...

Fórna jólaboðum til að koma á rafmagni

Fórna jólaboðum til að koma á rafmagni

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða vinna hörðum höndum að því koma rafmagni á norðanverðan Dýrafjörð eftir að rafstrengur fór í sundur í nótt. Verkstjóri segir menn hafa stokkið til og telur það ekki eftir sér að fresta jólaboði til morguns. Hátt í tíu sveitabæir í Dýrafirði hafa verið án rafmagns síðan á öðrum tímanum á jólanótt. Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða voru ræstir í bilanaleit um leið. Hjörtur Traustason, verkstjóri hjá orkubúinu, segir að þeir hafi verið komnir af stað upp úr tvö þegar búið var að hringja út mannskap. „Það eru náttúrulega menn í fríi, jólafríi. En þeir eru bara svo duglegir þessir strákar. Þeir henda öllu frá sér, þegar þetta er sérstaklega svona. Það er leiðinlegt að missa rafmagnið, en á jólunum, það er alveg glatað,“ segir Hjörtur. Rafmagnsleysið olli því meðal annars að ekkert varð af guðsþjónustu í Mýrarkirkju á jóladag, þar sem kirkjan var orðin mjög köld og hvorki hægt að kveikja ljós né á hljóðfærum. Eftir nokkurra klukkustunda leit kom í ljós að strengur hafði farið í sundur í miklum leysingum í Hjarðardalsá. Lítið var hægt að gera í morgunsárið vegna vonskuveðurs og mikils vatnsmagns í ánni og menn fengu því að fara heim að leggja sig í nokkra tíma. Ekkert verra að éta jólasteikina á morgun Staðan var tekin aftur skömmu fyrir hádegi og nú vinna níu manns að því að koma á bráðabirgðalausn sem vonandi dugar fram yfir áramót. „Nú erum við búin að setja niður staura sitthvoru megin við bakkann. Við ætlum að leggja línu hérna þvert yfir, svo hengjum við strenginn á línuna og tengjum hann saman hérna sitthvoru megin við bakkann,“ segir Hjörtur. Eruð þið búnir að missa af öllum jóladagsboðunum? „Ég er búinn að allavega afboða mitt, ég ætlaði að vera með fólk í mat hjá mér en ég er búinn að slaufa því. Það verður bara á morgun. Það er ekkert að því að éta jólasteikina á annan í jólum. Þetta er líka bara vinnan okkar og við þurfum alltaf að gera ráð fyrir svona. Það er enginn skipaður til að koma en það voru allir tilbúnir að koma og hjálpa.“

Vann 1,8 milljarða dala í lottó á aðfangadag

Vann 1,8 milljarða dala í lottó á aðfangadag

Bandaríkjamaður er 1,8 milljörðum dala ríkari eftir að hafa hneppt næststærsta lottóvinning fyrirtækisins Powerball í sögu Bandaríkjanna í gær. Powerball greindi frá þessu í dag. Sá heppni býr í Arkansas og getur valið milli þess að fá vinninginn greiddan út í þrjátíu árlegum greiðslum eða að fá eingreiðslu upp á 834,9 milljónir dala fyrir skatt. Það jafngildir rúmlega hundrað milljörðum íslenskra króna. Stærsti lottóvinningur Bandaríkjanna var 2,04 milljarðar dala árið 2022 og var sá miði keyptur í Kaliforníu. Mynd er úr safni.Pexels / Karola G