Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Þjóðkirkjan er langsamlega fjölmennustu félagasamtök á Íslandi með um 250 þúsund félaga. Á síðustu árum hafa orðið stórfelldar breytingar á stjórnskipulagi Þjóðkirkjunnar og er hún nú orðin nær alfarið sjálfstæð og aðskilin íslenska ríkinu. Prestar eru t.d. ekki lengur opinberir embættismenn. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar á jólum. Lesa meira

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Toni Kroos, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur valið sitt fimm manna draumalið skipað fyrrum leikmönnum liðsins. Kroos hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum hjá Real en aðeins einn fyrrum samherji fær sæti sem er markmaðurinn Iker Casillas. Það er ekkert pláss fyrir Cristiano Ronaldo í liði Kroos en hann er markahæsti leikmaður í sögu spænska Lesa meira

Grasrótarjól í jólátagarði

Grasrótarjól í jólátagarði

Í Ólátagarði á Rás 2 er venja að finna óhefðbundnustu og óvæntustu jólalögin þegar jólin nálgast. Í þessum einstaka Jólátagarðs-þætti má finna margt nýtt sem og gamalt og gott, þar á meðal lög eftir Hjalta Jón, Lausar Skrúfur, lúpínu, symfaux og fleiri. Gleðileg grasrótarjól!

Mögulega hægt að opna aftur í Hlíðarfjalli eftir helgi

Mögulega hægt að opna aftur í Hlíðarfjalli eftir helgi

Útlit er fyrir að hægt verði að komast á skíði í Hlíðarfjalli aftur eftir helgina um leið og vind tekur að lægja. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður tók stöðuna í fjallinu í dag og telur að aðstæður fyrir skíðaiðkun verði góðar um leið og vind lægir og hægt er að vinna í brekkunum. Veður hefur leikið skíðasvæðið grátt síðustu tvo daga og var lokað þar í gær og í dag. Fjallinu var einnig lokað á Þorláksmessu vegna veðurs. Brynjar segir þó ekki allan snjó farinn. „Við gætum alveg opnað ef við næðum að vinna fjallið. Þá gætum við opnað einhverjar brekkur. En það er bara lægð enn þá yfir í 500 metra hæð og er alveg fram á sunnudag,“ segir hann. Þegar veðrinu sloti verði hægt að ráðast í að þétta brekkur og ýta snjó að þeim stöðum þar sem hann vantar. Sem stendur sé vindhraði í fjallinu á bilinu 10 til 20 metrar á sekúndu. „Við erum ekkert með troðara á ferðinni í þessu veðri,“ segir Brynjar. „Eina ástæðan fyrir því að við erum með lokað núna er aðallega vegna veðurs en ekki vegna snjóleysis.“ Brynjar segir þó vissar brekkur orðnar snjólitlar eftir veðrið og því verði eflaust ekki hægt að opna allar brekkur þegar vindinn lægir. „En við erum með meiri snjó í öðrum brekkum,“ segir hann. Þrátt fyrir þetta hafi skíðaveturinn farið vel af stað í Hlíðarfjalli og hafði alls verið opið í 19 daga fyrir jól. „Mér sýnist á öllum veðurspám að þessi vindur muni detta niður miðjan dag á sunnudag og þá ættum við að geta sent út troðara,“ segir Brynjar. Því sé útlit fyrir að skíðasvæðið opni á mánudag eða þriðjudag ef allt gangi eftir.