Aukin svikastarfsemi í netverslun í tengslum við tilboðsdaga

Aukin svikastarfsemi í netverslun í tengslum við tilboðsdaga

Netverslun eykst á tilboðsdögum á þessum tíma árs og fleiri lenda í svikum henni tengdum. Bankar hafa sent viðskiptavinum sínum leiðbeiningar um hvernig megi best tryggja öryggi við netverslun. Ráðleggingar um öryggi í netverslun Bankarnir eru allir með nýlegar færslur um öryggi í netviðskiptum ofarlega á vefsíðum sínum þessa dagana. Sumir þeirra hafa sent viðskiptavinum sérstakan póst til að brýna fyrir þeim góð ráð í aðdraganda tilboðsdaganna í nóvember. Ráðleggingar á vef Íslandsbanka Ráðleggingar á vef Arion banka Ráðleggingar á vef Landsbankans Dagur einhleypra er á morgun og síðar í mánuðinum auglýsa verslanir tilboð í nafni svarts föstudags og rafræns mánudags. Bjarney Anna Bjarnadóttir hjá Íslandsbanka segir netverslun aukast í kringum þessa daga. „Með aukinni verslun þá fjölgar tilfellum netsvika en svo er það líka það að óprúttnir aðilar hugsa sér gott til glóðarinnar þegar vitað er af fólki sem er að leita uppi afslætti og nýta tækifærið og búa til gerviverslanir og gervi-afsláttarsölur sem fólk hefur lent í.“ Bjarney segir að það mikilvægasta sem neytendur geri sé að vera vakandi, ef eitthvað líti út fyrir að vera of gott til að vera satt þá sé raunin sennilega einmitt sú að það sé ekki satt. „Þetta er bara spurning um að vera vakandi, gefa sér góðan tíma og kynna sér seljendur og passa að skrá sig ekki inn með rafrænum skilríkjum nema ætlun hafi staðið til þess, ekki opna grunnsamlega tengla, hlekki eða viðhengi. Gefa ekki upp kreditkortanúmer eða aðrar bankaupplýsingar og kanna netföng þeirra sem senda póst og þar fram eftir götunum.“ Gruni fólk að það hafi orðið fyrir barðinu á svikahröppum leggur Bjarney áherslu á að það bregðist hratt við með því að frysta öll greiðslukort í gegnum bankaapp, skrá sig út í öllum tækjum og hafa samband við sinn banka.

Átta látin eftir sprengingu í Nýju Delí

Átta látin eftir sprengingu í Nýju Delí

Frá vettvangi í Nýju Delí í dag.AP / Manish Swarup Að minnsta kosti átta eru látin og 19 slösuð eftir að bíll sprakk í loft upp í miðborg Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, í dag. Ekki er vitað hvort sprengingin var slys eða viljaverk, en hryðjuverkadeild lögreglu er meðal þeirra sem rannsaka vettvanginn. Sprengingin varð síðla dags nálægt lestarstöð á fjölförnum stað í gömlu borginni þar sem fjöldi fólks var á leið heim frá vinnu. Bíllinn sem um ræðir nam staðar á rauðu ljósi og sprakk. Sex aðrir bílar urðu eldi að bráð, sem og fjölmargar litlar farþegakerrur.

Átta látin eftir sprengingu í Nýju Delí

Átta látin eftir sprengingu í Nýju Delí

Frá vettvangi í Nýju Delí í dag.AP / Manish Swarup Að minnsta kosti átta eru látin og 19 slösuð eftir að bíll sprakk í loft upp í miðborg Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, í dag. Ekki er vitað hvort sprengingin var slys eða viljaverk, en hryðjuverkadeild lögreglu er meðal þeirra sem rannsaka vettvanginn. Sprengingin varð síðla dags nálægt lestarstöð á fjölförnum stað í gömlu borginni þar sem fjöldi fólks var á leið heim frá vinnu. Bíllinn sem um ræðir nam staðar á rauðu ljósi og sprakk. Sex aðrir bílar urðu eldi að bráð, sem og fjölmargar litlar farþegakerrur.

Takk!

Takk!

Síðustu daga hafa björgunarsveitir landsins sent Neyðarkall til landsmanna. Í ár var því neyðarkalli svo sannarlega svarað og svarað hátt og skýrt.Það er ekki hægt annað en að fyllast auðmýkt yfir þeim viðtökum sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg hlutu hjá landsmönnum þegar þeir buðu til sölu Neyðarkall 2025.

Ný húsaleigulög samþykkt

Ný húsaleigulög samþykkt

Ný húsaleigulög voru samþykkt á Alþingi í dag. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að þau auki húsnæðisöryggi í langtímaleigu og gefi fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Meðal annars er óheimilt að semja um að leigufjárhæð í tímabundnum samningum taki breytingum á fyrstu 12 mánuðum samningsins, skylda til að skrá leigusamninga í leiguskrá HMS nær til allra sem leigja út húsnæði til íbúðar og leigusamningar verða ekki undanþegnir upplýsingarétti. Stjórnarandstaðan er gagnrýnin og segir nýju lögin auka skrifræði, draga úr framboði á leiguhúsnæði og á endanum hækka leiguverð sem sé þvert á tilgang laganna. Inga Sæland segir lögin auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda.RÚV / Ragnar Visage

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Manchester United stefnir á að styrkja miðjuna í janúarglugganum og eru tveir leikmenn efstir á óskalistanum samkvæmt enskum blöðum. Conor Gallagher og Angelo Stiller eru nefndir til sögunnar. Gallagher, 25 ára, er nú hjá Atletico Madrid eftir dvöl hjá Chelsea og hefur vakið athygli United vegna vinnusemi og dugnaðar. Angelo Stiller, 24 ára þýskur landsliðsmaður Lesa meira

Trump hótar málsókn

Trump hótar málsókn

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu (BBC) milljarða dala málsókn vegna klippingar fjölmiðilsins á ræðu sem hann hélt skömmu fyrir árásina á þinghúsið í Washington árið 2021.

Tókust á um afsögn Sigríðar

Tókust á um afsögn Sigríðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra út í mál ríkislögreglustjóra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann furðaði sig á því að ríkislögreglustjóri, sem sagði af sér í dag, hefði verið ráðinn inn í ráðuneytið á sömu kjörum en í annað verkefni.

Tókust á um brotthvarf Sigríðar

Tókust á um brotthvarf Sigríðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra út í mál ríkislögreglustjóra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann furðaði sig á því að ríkislögreglustjóri, sem sagði af sér í dag, hefði verið ráðinn inn í ráðuneytið á sömu kjörum en í annað verkefni.