Rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk sem lagði sjálf til að koma í ráðuneytið

Rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk sem lagði sjálf til að koma í ráðuneytið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafa tekið rétta ákvörðun með því að segja af sér embætti ríkislögreglustjóra. Ákvörðunin hafi alfarið verið hennar. Sigríður Björk tilkynnti um afsögn sína í tilkynningu í morgun. Tvær vikur eru síðan RÚV birti frétt sína um að ríkislögreglustjóri hefði keypt þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Intru-ráðgjöf fyrir 160 milljónir á fimm árum. Hart var deilt á störf Sigríðar og fjármálastjórn embættisins eftir að fréttin var flutt. „Ég hef verið býsna skýr hvað mér finnst um alvarleikastigið á málinu. Hún kom til mín og upplýsti mig um það að hún ætlaði að segja af sér embætti,“ segir Þorbjörg Sigríður. Var þetta óumflýjanleg niðurstaða? „Ég held þetta sé rétt niðurstaða og rétt ákvörðun hjá henni. Ég held þetta sé farsæl niðurstaða í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Þorbjörg Sigríður og bendir á að Sigríður Björk komi nú til starfa í ráðuneytinu. „Sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Þar á hún mjög góða sögu og mikla reynslu.“ Dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk Guðjónsdóttur axla ábyrgð með því að láta af embætti ríkislögreglustjóra. Það sé rétt niðurstaða. Sigríður Björk lagði sjálf til að hún kæmi til starfa í ráðuneytinu. Segir Sigríði Björk hafa axlað ábyrgð Aðspurð hvort brotthvarf Sigríðar Bjarkar sé fyrst og fremst vegna viðskipta við Intru-ráðgjöf, eða hvort hallarekstur embættisins spili þar inn í segir Þorbjörg að Sigríður Björk þurfi sjálf að svara því. En staðan sem kom upp í kjölfar umfjöllunar um viðskiptin var til umræðu þeirra á milli. „Hvað mig varðar þá hefur hún núna axlað ábyrgð, sagt af sér embætti sem æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu öllu. Það er býsna stór ákvörðun.“ Telurðu að þetta mál hafi skaðað traust almennings til embættis ríkislögreglustjóra? „Svona umræða er ekki góð. Hún ógnar hagsmunum lögreglunnar í landinu og lögreglunnar í heild sinni. Ég sem ráðherra var upptekin af þeim punkti, að verja traust til lögreglunnar.“ En var það sjálfgefið að Sigríður Björk kæmi til starfa í ráðuneytinu? „Þetta var niðurstaða af okkar samtali og reyndar hugmynd sem kom fram hjá henni sjálfri. Hún lagði þetta til. Hún er skipuð og átti fjögur ár eftir af skipunartímanum,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir það því ekki vera þannig að Sigríður Björk sitji heima á starfslokasamningi. Það sé fagnaðarefni að hún haldi áfram störfum sínum fyrir ríkið,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.

Heldur fullum launum

Heldur fullum launum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum.

Sarkozy segir lífið í fangelsinu erfitt og gæti losnað í dag

Sarkozy segir lífið í fangelsinu erfitt og gæti losnað í dag

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, segir dvöl sína í fangelsi í París vera martröð. Hann afplánar fimm ára dóm fyrir spillingu, fyrir að hafa lagt á ráðin um að þiggja fé frá Muammar heitnum Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, til að nota í kosningabaráttu sína. „Þetta er erfitt, mjög erfitt, fyrir hvaða fanga sem er,“ sagði Sarkozy í gegnum fjarfundarbúnað fyrir dómstóli í dag. Saksóknarar í spillingarmáli hans vilja fá hann lausan, til að betur megi rétta yfir honum á æðra dómstigi. Sarkozy hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu. Carla Bruni, ofurfyrirsæta og eiginkona hans, var viðstödd meðferð málsins í dag og studdi þar eiginmann sinn, rétt eins og 21. október þegar hún fylgdi eiginmanni sínum áleiðis í lögreglubíl við heimili þeirra í París, þaðan sem hann var fluttur í fangelsi. Frönsk lög heimila aðeins að sakborningar séu hafðir bakvið lás og slá ef ómögulegt er annars að vernda sönnunargögn í málinu og koma í veg fyrir að sakborningur brjóti af sér aftur. Takist að sanna að svo sé ekki í tilfelli Sarkozys eru líkur á að honum verði sleppt úr fangelsi strax í dag. Hann á þó enn yfir höfði sér dóm fyrir spillingu og það á æðra dómstigi. Líklega yrði Sarkozy þó undir eftirliti, til dæmis með ökklabandi, verði honum sleppt. Sarkozy hefur verið í fangelsi í tvær vikur og tveir öryggisverðir eru hafðir í klefa við hliðina á hans, til þess að tryggja öryggi hans. Hann er fyrsti fyrrverandi leiðtogi Evrópusambandsríkis til þess að vera dæmdur og settur í fangelsi. Á samfélagsmiðlareikningum hans voru nýlega birtar myndir af aðdáendabréfum sem Sarkozy er sagður hafa fengið í fangelsi. Þar mátti jafnvel sjá úrklippubækur og súkkulaðistykki. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi fjölmenntu að heimili Sarkozys þegar hann var fluttur í fangelsi og sungu þjóðsöng Frakka honum til heiðurs.

Sarkozy verður sleppt úr haldi eftir aðeins nokkra daga í fangelsi

Sarkozy verður sleppt úr haldi eftir aðeins nokkra daga í fangelsi

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, verður sleppt úr fangelsi síðar í dag, þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir spillingu. Um þetta úrskurðaði franskur dómstóll um hádegisbil í dag. Sarkozy verður undir eftirliti þar til réttað verður í máli hans á æðra dómstigi. Aðeins má halda sakborningum í haldi í Frakklandi á meðan niðurstöðu áfrýjunardómstóls er beðið ef rannsóknarhagsmunir eru taldir í hættu eða ef hætta er talin á að sakborningur brjóti af sér að nýju. Ekki eru þrjár vikur síðan Sarkozy hóf afplánun. Þessi tíðindi voru að berast. Á meðan fréttin er uppfærð má hér að neðan lesa fréttina eins og hún birtist áður en dómstóll í málinu kynnti niðurstöðu sína. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, segir dvöl sína í fangelsi í París vera martröð. Hann afplánar fimm ára dóm fyrir spillingu, fyrir að hafa lagt á ráðin um að þiggja fé frá Muammar heitnum Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, til að nota í kosningabaráttu sína. „Þetta er erfitt, mjög erfitt, fyrir hvaða fanga sem er,“ sagði Sarkozy í gegnum fjarfundarbúnað fyrir dómstóli í dag. Saksóknarar í spillingarmáli hans vilja fá hann lausan, til að betur megi rétta yfir honum á æðra dómstigi. Sarkozy hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu. Carla Bruni, ofurfyrirsæta og eiginkona hans, var viðstödd meðferð málsins í dag og studdi þar eiginmann sinn, rétt eins og 21. október þegar hún fylgdi eiginmanni sínum áleiðis í lögreglubíl við heimili þeirra í París, þaðan sem hann var fluttur í fangelsi. Frönsk lög heimila aðeins að sakborningar séu hafðir bakvið lás og slá ef ómögulegt er annars að vernda sönnunargögn í málinu og koma í veg fyrir að sakborningur brjóti af sér aftur. Takist að sanna að svo sé ekki í tilfelli Sarkozys eru líkur á að honum verði sleppt úr fangelsi strax í dag. Hann á þó enn yfir höfði sér dóm fyrir spillingu og það á æðra dómstigi. Líklega yrði Sarkozy þó undir eftirliti, til dæmis með ökklabandi, verði honum sleppt. Sarkozy hefur verið í fangelsi í tvær vikur og tveir öryggisverðir eru hafðir í klefa við hliðina á hans, til þess að tryggja öryggi hans. Hann er fyrsti fyrrverandi leiðtogi Evrópusambandsríkis til þess að vera dæmdur og settur í fangelsi. Á samfélagsmiðlareikningum hans voru nýlega birtar myndir af aðdáendabréfum sem Sarkozy er sagður hafa fengið í fangelsi. Þar mátti jafnvel sjá úrklippubækur og súkkulaðistykki. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi fjölmenntu að heimili Sarkozys þegar hann var fluttur í fangelsi og sungu þjóðsöng Frakka honum til heiðurs.