Hvessir norðvestantil og við suðausturströndina

Hvessir norðvestantil og við suðausturströndina

Hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina í dag. Útlit er fyrir dálitla snjókomu eða rigningu norðan- og austanlands en á Vesturlandi er upp runnin bjartviðristíð. Norðaustan fimm til þrettán, en tíu til átján norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil snjókoma eða rigning norðan- og austanlands, en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti frá frostmarki að átta stigum, mildast syðst. Norðan- og norðaustan fimm til þrettán á morgun. Dálítil él norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti um eða undir frostmarki. Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, annars bjart með köflum. Frystir um allt land. Hægur vindur og þurrt á fimmtudag, en líkur á éljum norðvestantil. Hlýnar vestast, en áfram kalt annars staðar.

Starfshættir Isavia og Samgöngustofu verði metnir

Starfshættir Isavia og Samgöngustofu verði metnir

„Sú staðreynd að það hafi mistekist að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð áður en nauðsynlegt reyndist að loka flugbrautinni getur bent til þess að þessum opinberu aðilum hafi ekki tekist nægjanlega vel að gæta að þessum meginskyldum sínum,“ segir í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni alþingismanni.

Engin áætlun gerð um tap ríkissjóðs vegna séreignarsparnaðarleiðarinnar

Engin áætlun gerð um tap ríkissjóðs vegna séreignarsparnaðarleiðarinnar

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hyggst festa í sessi séreignarsparnaðarleiðina svokölluðu, þá almennu heimild að ráðstafa megi séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána. Þessi aðgerð er hlutiaaf húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur hins vegar ekki gert návæma áætlun um hversu miklum framtíðarskatttekjum ríkissjóður verður af vegna þessa. Sjá einnig Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu Úrræðið var...

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Abby Zwerner, kennari sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum, fær tíu milljónir dollara, tæplega 1,3 milljarða króna á núverandi gengi, í bætur eftir árásina. Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem hún höfðaði gegn skólayfirvöldum í Virginíu í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað þann 6. janúar 2023 þegar nemandi hennar gekk upp Lesa meira

Brú yfir Breiðholtsbraut var steypt um helgina

Brú yfir Breiðholtsbraut var steypt um helgina

Handagangur var í öskjunni um helgina þegar ný brú yfir Breiðholtsbraut í Reykjavík, sem verður hluti af Arnarnesvegi, var steypt. Hræran sem þurfti var alls 1.650 rúmmetrar og hún var flutt á staðinn í 205 ferðum steypubíla. Verkið sjálft var átján tíma törn og allt gekk eins og í sögu.

„Ég var meira stressaður á móti mömmu heldur en Luke Littler“

„Ég var meira stressaður á móti mömmu heldur en Luke Littler“

Grindvíkingurinn Alexander Veigar Þorvaldsson er einn fremsti pílukastari landsins en hann leikur einnig körfubolta með úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Hann mætti nýlega móður sinni í úrvalsdeildinni og hins vegar heimsmeistaranum Luke Littler. Við hittum Alexander í vikunni og fengum að kynnast honum aðeins nánar. „Ég byrjaði óvænt að kasta, kannski svona 2017. Alex Máni sem vinnur með mér dró mig inn í þetta í grunnskólanum. Síðan var ég óvænt valinn inn í unglingalandsliðið því það voru margir sem sögðu nei,“ segir Alexander Veigar sem er úr Grindavík, líkt og margir af bestu pílukösturum landsins. „Eins og er, erum við allir á topp þrjú úr Grindavík. Það er byrjað að kenna pílu í grunnskólanum sem valfag. Þannig komst ég inn í píluna. Þetta er alltaf að stækka og ég held að það sé píluspjald á nánast hverju heimili.“ Alexander Veigar Þorvaldsson er á meðal bestu pílukastara landsins. Hann mætti nýlega heimsmeistaranum Luke Littler en hann segir hafa tekið meira á taugarnar að keppa við mömmu sína í úrvalsdeildinni. Stefnir á Ally Pally Pílan hefur stækkað ört á Íslandi undanfarin ár og heldur áfram að dafna. Heimsmeistaramótið í pílu er alltaf haldið í Alexandra Palace í London, eða Ally Pally. Þangað flykkjast tugþúsundir áhorfenda ár hvert og markmið Alexanders er að keppa á þessu stóra sviði einn daginn. „Ég stefni á Ally Pally, það væri toppurinn en ég held að byrjunin sé að taka eitthvað erlent mót og komast aðeins lengra í því,“ segir Alexander sem stefnir á atvinnumennsku. „Já, það er planið. Ég er kominn núna með góðan styrktaraðila og við ætlum að reyna að kýla á þetta á næstu mánuðum.“ Auðveldara að mæta heimsmeistaranum en mömmu Á síðasta heimsmeistaramóti sló Englendingurinn Luke Littler í gegn þegar hann fór alla leið og varð heimsmeistari, aðeins 17 ára gamall. Alexander mætti Littler í síðasta mánuði á HM ungmenna. „Ég var nú örugglega minna stressaður á móti honum heldur en flestum öðrum. Það var lítil pressa að keppa á móti heimsmeistaranum sjálfum. Þetta er dálítið svona, óraunverulegt kannski,“ segir Alexander sem spilaði vel gegn heimsmeistaranum en tapaði þó. Stuttu seinna keppti hann svo í úrvalsdeildinni hér heima og lenti þar á móti móður sinni. Erfiðasti leikurinn á ævinni „Ég var eiginlega bara meira stressaður á móti mömmu heldur en á móti Luke Littler. Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki geta giskað á fyrir nokkrum árum. Að spila á móti mömmu í beinni útsendingu fyrir framan þjóðina,“ segir Alexander sem átti erfitt með að gíra sig upp í leikinn gegn móður sinni. „Þetta var örugglega erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ævinni. -En þú vannst. -Ég vann frekar örugglega já. Því miður, á móti mömmu. Þegar maður mætir í leiki langar mann til að rústa leikjunum en það var erfitt að vilja rústa mömmu sinni í beinni útsendingu fyrir framan alla.“ Spilar líka með körfuboltaliðinu Auk pílunnar spilar Alexander körfubolta með Grindavík sem reynist að sjálfsögðu ákveðið púsluspil. „Það hefur verið frekar auðvelt hingað til. Jóhann, þjálfarinn í körfunni, sýnir góðan stuðning og bara skilning yfir höfuð. En undanfarið hafa utanlandsferðirnar orðið fleiri og það er svona aðeins erfiðara að ná þessu öllu saman með vinnu og öllu. En þetta er búið að ganga hingað til.“ Alexander viðurkennir að metnaðurinn sé meiri fyrir pílu en körfubolta. „Ég stefni ekkert langt í körfunni. Þetta er eiginlega bara félagsskapurinn og reyna að sýna smá lit á æfingum.“ Stefnir á heimsmótaröðina Stærsta mótaröð heims er PDC-mótaröðin. Til þess að komast þangað þarf að fara í gegnum sérstaka undankeppni sem Alexander ætlar að reyna við á næsta ári. Hann er bjartsýnn á að komast inn á mótaröðina. „Ég er búinn að vera að taka góða æfingatörn núna þannig að ég held að það séu góðar líkur á því.“