„Sjálfsagt að gefa samfélaginu til baka“
Svanhildur Heiða Snorradóttir segir jólin snúast um að hægja á heiminum, skapa stemningu og eiga góðar stundir með ástvinum.
Svanhildur Heiða Snorradóttir segir jólin snúast um að hægja á heiminum, skapa stemningu og eiga góðar stundir með ástvinum.
Fótbolti á Englandi fylgir iðulega öðrum degi jóla og engin breyting er á í dag. Þó er hann af skornum skammti hvað ensku úrvalsdeildina varðar.
Undanfarna mánuði hafa mótmæli fólks sem starfar í grunninnviðum eins og matvælaframleiðslu og dreifingu á nauðsynjavörum orðið sífellt meira áberandi víða um Evrópu. Skýr hápunktur birtist í Brussel þann 18. desember sl. með fjölmennum mótmælum bænda frá öllum löndum sambandsins.
Ef við notum sjónlist til að fegra rýmið, þá hljótum við að nota tónlist til að fegra tímann. Ég man ekki hvar ég las þetta. Ég þykist í það minnsta viss um að þessi viska sé ekki frá mér sprottin. Það sem okkur þykir jólalegast er hefðin. Við virðumst stöðugt spenna bogann að því marki Lesa meira
Karen Guðmundsdóttir er mikið jólabarn og hefur, eftir að hún útskrifaðist sem ljósmóðir, lært að meta samverustundir með fjölskyldunni enn meira.
Lögregla var jafnframt til kölluð vegna óvelkomins gests uppi á háalofti.RÚV / Ragnar Visage Maður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar í nótt eftir að hafa verið barinn í höfuðið með glasi. Samkvæmt pósti frá lögreglu er ekki vitað hve alvarlegir áverkar hans eru. Búið er að handtaka einn einstakling sem grunaður er í málinu og hefur hann verið vistaður í þágu rannsóknar. Annars staðar var óskað eftir aðstoð lögreglu í nótt þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir uppi á háalofti.
Sergej Údaltsov, leiðtogi rússnesku Vinstrifylkingarinnar, var á fimmtudag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „réttlætingar á hryðjuverkum“. Údaltsov er leiðtogi rússnesku Vinstrifylkingarinnar og á í tengslum við Kommúnistaflokk Rússlands. Hann er ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta en styður engu að síður innrásina í Úkraínu. Hann hefur talað um innlimun Rússlands á hlutum Úkraínu sem nauðsynlegt skref í átt að endurreisn Sovétríkjanna. Údaltsov var handtekinn og ákærður í janúar í fyrra. Ákæran gegn Údaltsov snýst um grein sem hann birti á netinu til stuðnings annars hóps marxískra aðgerðasinna í Úfa sem höfðu verið sakaðir um að mynda hryðjuverkasamtök. Aðgerðasinnarnir voru sakfelldir fyrr í desember og dæmdir í 16 til 22 ára fangelsi. Údaltsov hafnaði dómnum á fimmtudag og sagði hann skammarlegan. Hann tilkynnti jafnframt að hann ætlaði í hungurverkfall vegna dómsins. Sergej Údaltsov var einn af leiðtogum fjöldamótmæla gegn Pútín árin 2011-12. Þetta er ekki fyrsti fangelsisdómur hans. Hann var dæmdur í 40 klukkustunda samfélagsþjónustu í desember 2023 fyrir að brjóta gegn reglum um skipulagningu fjöldafunda og árið 2014 var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hlutverk sitt í mótmælunum gegn Pútín árið 2012. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2017.
Bandaríkin gerðu loftárásir á hryðjuverkamenn á vegum Íslamska ríkisins í norðvesturhluta Nígeríu á jóladag. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti árásirnar í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. „Ég hef áður varað þessa Hryðjuverkamenn að ef þeir hættu ekki að slátra Kristnu fólki myndu þeir gjalda þess dýrum dómi og það gerðu þeir í nótt,“ skrifaði Trump. „Guð Blessi Herinn okkar. GLEÐILEG JÓL til allra, líka dauðu Hryðjuverkamannanna, sem verða mun fleiri ef slátrun þeirra á Kristnu fólki heldur áfram [hástöfun hans].“ Utanríkisráðuneyti Nígeríu staðfesti að árásirnar hefðu verið gerðar og sagði þær hafa verið nákvæmnisárásir á skotmörk hryðjuverkamanna. Afríkuherstjórn bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði „nokkra ISIS-hryðjuverkamenn“ hafa verið drepna í Sokoto-fylki. Tekið var fram að árásirnar hefðu verið gerðar að beiðni nígerískra stjórnvalda. Þetta er í fyrsta sinn í forsetatíð Trumps sem Bandaríkin gera árásir í Nígeríu. Trump úthúðaði nígerískum stjórnvöldum í október og nóvember vegna morða á kristnum Nígeríumönnum og líkti ástandinu við þjóðarmorð. Stjórnvöld í Nígeríu hafna því að hryðjuverkaógnin í landinu beinist sérstaklega gegn kristnu fólki og benda á að múslimar og fólk af öðrum trúarhópum verði líka reglulega fyrir árásum í landinu. Nú síðast á miðvikudag fórust að minnsta kosti sjö manns þegar sprengja sprakk í mosku í borginni Maiduguri.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru búnir að koma á rafmagni á Dýrafirði á ný. Rafmagnslaust varð á hátt í tíu sveitabæjum eftir að rafstrengur fór í sundur í Hjarðadalsá á jólanótt. Rafmagnsleysið olli því meðal annars að ekkert varð af guðsþjónustu í Mýrarkirkju á jóladag, þar sem kirkjan var orðin mjög köld og hvorki hægt að kveikja ljós né á hljóðfærum. Hjörtur Traustason, verkstjóri hjá Orkubúinu, segir að rafmagn hafi komist um tuttugu mínútur eftir miðnætti. Hann segir starfið hafa verið krefjandi vegna mikillar rigningar og að margir bílar hafi staðið fastir. Um það bil sólarhring tók að koma rafmagninu aftur á. Starfsmenn orkubúsins fórnuðu margir hverjir jólaboðum til að gera við rafstrenginn en Hjörtur segir það bestu jólagjöfina að vera búinn að koma honum í lag.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru búnir að koma á rafmagni í Dýrafirði á ný. Rafmagnslaust varð á hátt í tíu sveitabæjum eftir að rafstrengur fór í sundur í Hjarðadalsá á jólanótt. Rafmagnsleysið olli því meðal annars að ekkert varð af guðsþjónustu í Mýrarkirkju á jóladag, þar sem kirkjan var orðin mjög köld og hvorki hægt að kveikja ljós né á hljóðfærum. Hjörtur Traustason, verkstjóri hjá Orkubúinu, segir að rafmagn hafi komist um tuttugu mínútur eftir miðnætti. Hann segir starfið hafa verið krefjandi vegna mikillar rigningar og að margir bílar hafi staðið fastir. Um það bil sólarhring tók að koma rafmagninu aftur á. Starfsmenn orkubúsins fórnuðu margir hverjir jólaboðum til að gera við rafstrenginn en Hjörtur segir það bestu jólagjöfina að vera búinn að koma honum í lag.
Donald Trump forseti sagði í dag, jóladag, að bandarískar hersveitir hefðu gert banvænar árásir á „óþverra“ Íslamska ríkisins í norðvesturhluta Nígeríu og hét fleiri árásum ef vígamennirnir héldu áfram að drepa kristna. Æðsti yfirmaður heraflans sagði, án þess að gefa upp nánari upplýsingar, að „stríðsmálaráðuneytið hefði framkvæmt fjölmargar fullkomnar árásir“ á jóladag gegn skotmörkum Íslamska ríkisins. „Ég hef áður varað...
Mazloum Abdi, leiðtogi Lýðræðissveita Sýrlands (SDF), hers kúrdíska sjálfsstjórnarsvæðisins í norður- og austurhluta landsins, segir allt vera lagt í sölurnar til að bjarga samkomulagi sem Kúrdar hafa gert við sýrlensku ríkisstjórnina í Damaskus. Abdi undirritaði samkomulag með Ahmed al-Sharaa, forseta bráðabirgðastjórnar Sýrlands, í mars um að aðlaga kúrdísku stjórnina og herinn að nýrri stjórn landsins fyrir árslok. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að koma samkomulaginu til framkvæmdar, einkum vegna vafa um það hver staða Lýðræðissveitanna eigi að vera innan sýrlenska hersins. Tyrkir, sem eru mikilvægir bakhjarlar stjórnar Sharaa, vilja alls ekki að SDF hafi sérstöðu innan hersins eða stjórnsýslunnar vegna tengsla sveitanna við Verkalýðsflokk Kúrdistan (PKK). Abdi áréttaði áframhaldandi stuðning SDF við samkomulagið skömmu eftir að mannskæð átök brutust út milli hermanna stjórnarhersins og Lýðræðissveitanna í Aleppó. Hann sagði að samningsaðilar ættu í áframhaldandi viðræðum um samhæfingu heraflans og að samkomulaginu hefði ekki fylgt neinn lokafrestur.
Bandaríkjaher hefur í kvöld hafið árásir á liðsmenn Ríkis íslams í norðvesturhluta Nígeríu.
Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.
Köldu andar milli fyrrum heimsmeistara í pílukasti. Hollendingurinn Michael van Gerwen fór ófögrum orðum um Skotann Peter „Snakebite“ Wright.
„Woe to you, oh earth and sea...“ Breska þungarokkshljómsveitin Iron Maiden fagnar í dag 50 ára afmæli sínu og hefur heldur betur slitið barnsskónum góðu frá löngu liðnum tíma í Leyton í Austur-London og öldurhúsinu The Cart and Horses. Fyrir þá kerru er engum hestum lengur beitt.