Rússlandstengslin í Vélfagsmálinu: „Getur verið mjög erfitt að henda reiður á hvernig þessi tengsl eru“

Rússlandstengslin í Vélfagsmálinu: „Getur verið mjög erfitt að henda reiður á hvernig þessi tengsl eru“

„Þetta er eins og með ísjakann og við sjáum bara rétt glitta í toppinn á öllu því sem er í gangi,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur um þá njósna- og undirróðursstarfsemi sem stjórnvöld í Rússlandi stunda í Evrópu. Erlingur heldur áfram: „Mér er hugleikið og ég vitna oft í fyrrverandi yfirmann bresku leyniþjónustunnar MI6 sem sagði á opnum fundi í fyrra að Rússar rækju gríðarlega ósvífna herferð njósna og skemmdarverka í Evrópu og hefðu gert frá upphafi Úkraínustríðsins 2022. Ég held að almenningur og flestallir stjórnmálamenn kannski líka geri sér ekki grein fyrir öllu því sem er í gangi undir yfirborðinu.“ Erlingur er spurður út í njósna- og undirróðursstarfsemi Rússa í tengslum við umræðu um mál íslenska tæknifyrirtækisins Vélfags. Málið snýst um efnahagsþvinganir sem íslenska ríkið setti á tæknifyrirtækið Vélfag á Akureyri vegna eigendatengsla fyrirtækis rússneska auðmannsins Vitaly Orlov við Vélfag. Fyrirtæki Orlovs heitir Norebo og var fyrirtækið sett á lista Evropusambandsins yfir ríki sem eru beitt efnahagsþvingunum fyrr á árinu. Ástæðan er sú að Norebo er talið stunda njósnir og undirróðursstarfemi fyrir rússnesk stjórnvöld í Evrópu. Evrópusambandið hefur sett 2700 fyrirtæki og einstaklinga á þennan lista yfir þá sem sæta efnahagsþvingunum. Fjallað er um Vélfagsmálið og rætt við Erling og Bjarna Braga Kjartansson alþjóðastjórnmálafræðing um njósnastarfsemi Rússlands í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag. Þáttinn má hlusta á hér: Niðurstaða í Vélfagsmálinu mun koma í vikunni. Málið er án hliðstæðu á Íslandi. Vélfag er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sætir efnahagsþvingunum vegna Rússlandstengsla. Deilt um við skipti með Vélfag Til að taka af allan vafa um það þá kom ekkert fram fyrir dómi í máli Vélfags í síðustu viku sem bendir til þess að Vélfag sjálft hafi verið misnotað eða að fyrirtækið hafi með einhverjum hætti komið að njósna- eða undirróðursstarfsemi rússneskra stjórnvalda. Málið snýst einfaldlega um það að Norebo er á þessum lista Evrópusambandsins yfir fyrirtæki sem sæta efnahagsþvingunum. Þess vegna á Vélfag líka að sæta slíkum þvingunum samkvæmt íslenska ríkinu. Vörn Vélfags er hins vegar þessi. Bankamaðurinn Ivan Nicolai Kaufman frá Lichtenstein keypti Vélfag af Norebo í maí fjórum dögum áður en fyrirtækið var sett á lista Evrópusambandsins yfir fyrirtæki sem sæta þvingunaraðgerðum. Vélfag og svissneski bankamaðurinn vilja meina að þessi kaup Kaufmanns hafi verið eðlileg viðskipti og að Orlov tengist Vélfagi ekki lengur. Bæði Vélfag og Kaufmann höfðuðu því mál gegn íslenska ríkinu til að fá efnahagsþvingunum hnekkt. Málflutningur ríkisins byggist hins vegar á því að salan á Vélfagi hafi verið málamyndagerningur. Tilgátan er því sú að Orlov og þar með mögulega rússnesk stjórnvöld séu í reynd ennþá á bak við eignarhald Vélfags á Akureyri. Hvaða segir Erlingur Erlingsson um það hversu algengt það sé að slík leppun, eins og málflutningur íslenska ríkisins byggir á, fyrir rússnesk stjórnvöld eigi sér stað Evrópu í dag? Erlingur tekur fram að hann þekki Vélfagsmálið ekki í smáatriðum en að algengt sé að rússnesk stjórnvöld beiti leppum og milliliðum fyrir sig. „Þetta er vel þekkt aðferðafræði að þeir nota efnahagsleg verkfæri, bæði peninga eins og ég nefndi til þess að fá fólk til að vinna verkefni fyrir þá, en kannski enn frekar eignahald sitt eða eignarhluta í fyrirtækjum til að afla upplýsinga eða beita pólitískum þrýstingi. Það getur verið mjög erfitt að henda reiður á hvernig þessi tengsl eru.“ Erlingur tekur svo spánýtt dæmi um það frá Búlgaríu og Rúmeníu þar sem rússnesk stjórnvöld eru talin tengjast eignarhaldi á olíuhreinsunarstöðvum í gegnum svissneskt fjárfestingarfélag.

Ísafjörður: dagur íslenskrar tungu á laugardaginn

Ísafjörður: dagur íslenskrar tungu á laugardaginn

Laugardaginn 15 nóv klukkan 13:00 verður dagskrá í Hömrum Ísafirði á vegum Gefum íslensku séns í tilefni af degi íslenskrar tungu.  Dagskrá í Hömrum Ísafirði klukkan 13:00 Dagskrá: •Tónlist: Barnakór Tónlistarskólans •Ávarp:  Catherine Chambers, frá Háskólasetri Vestfjarða •Tónlist:  Anna Þuríður og Linda Björg Guðmundsdóttir •Íslenskusénsinn:   Viðurkenning afhent. • Vaida Braziunaite:“Ég trúi ekki á heiminn, en á […]

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Jana Stein­gríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý

Jana Stein­gríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý

Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar.

Mikill léttir að uppfæra 18 ára gamlan kjarasamning

Mikill léttir að uppfæra 18 ára gamlan kjarasamning

Það er mikill léttir að að nýr kjarasamningur lyfjafræðinga sé í höfn, að sögn Sigurbjargar Sæunnar Guðmundsdóttur, formanns Lyfjafræðingafélags Íslands. „Vegna þess að þetta er búin að vera svakaleg barátta og með svona gamlan samning þá eru kannski væntingarnar svo miklu meiri,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. Félagsmenn hafi því viljað ná miklu fram í nýjum samningi. „Sem var kannski ekki alveg raunhæft en við erum að stíga skref í rétta átt,“ segir Sigurbjörg. Bjóst allt eins við verkföllum Nýr samningur við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 90 prósentum atkvæða félagsmanna sem starfa í lyfjaiðnaði og 62 prósentum atkvæða þeirra sem starfa í apótekum. Fyrri samningur var orðinn 18 ára gamall og kjarabarátta lyfjafræðinga hefur staðið yfir í um tvö ár. Í vor var nýr samningur felldur með um 90 prósentum atkvæða. Sigurbjörg segir baráttuna fyrir nýjum samningi hafa verið harða. Óvissa hafi verið um niðurstöðuna allt fram á síðustu stundu. „Við vorum búin að gera drög að verkfallsáætlun og sáum í rauninni ekki fyrir okkur að það væri hægt að klára þetta öðruvísi.“ Samningurinn fækkar vinnustundum um 8 á mánuði Hingað til hafa lyfjafræðingar þurft að vinna 19 dögum meira á ári en aðrar háskólastéttir fyrir laununum sínum, að sögn Sigurbjargar. „Það er mikil eftirspurn eftir lyfjafræðingum og þar af leiðandi mikið álag á þeim. Þarna er aðeins verið að komast nær hinni svokölluðu styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sigurbjörg og bendir á að vinnustundum fækki um átta á mánuði með samningum sem sé mesta kjarabótin. „Síðan er verið að leiðrétta fyrir alls konar hlutum sem hafa ekki verið í lagi. Það hefur ekki verið greitt rétt í sjúkrasjóð. Það hefur ekki verið til neinn endurmenntunarsjóður og það er verið að leiðrétta þetta núna með þessum samningi sem er mikil kjarabót.“

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Borussia Dortmund skoðar möguleikann á að fá Jadon Sancho aftur til félagsins í janúar. Þýska blaðið Bild segir frá. Sancho er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United en hefur átt erfitt uppdráttar. Englendingurinn lék á láni hjá Chelsea síðasta tímabili og stóð sig ágætlega en hefur ekki tekist að fylgja því eftir. Dortmund Lesa meira

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í máli sem fyrirtæki sem er eigandi landareignar á Suðurlandi höfðaði gegn fjórum íbúum orlofshúss, sem stendur á eigninni, í því skyni að fá fjórmenningana borna út og húsið fjarlægt. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að fyrri eigendur landsins hafi gert langtíma leigusamning við fyrri eigendur hússins sem enn Lesa meira

Forsetinn náðar maka þingmanns

Forsetinn náðar maka þingmanns

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað eiginmann þingkonunnar Díönu Harshbarger, repúblikana frá Tennessee, samhliða fjölda náðana sem veittar voru bandamönnum. Eiginmaður þingmannsins, Robert Harsbarger yngri, játaði sig sekan um svik í heilbrigðiskerfinu og dreifingu á rangt merktu lyfi árið 2013. Lyfin voru nýrnalyf, sem sum komu frá Kína, og höfðu ekki verið samþykkt til notkunar af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. New York...