Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans

Lúxuseign hins látna Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, hefur verið seld á verulegu undirverði þar sem fjölskylda hans reynir að greiða niður miklar skuldir hans. Húsið, sjö svefnherbergja setur við vatn í Torsby í Värmland í Svíþjóð, var upphaflega sett á sölu fyrir tvær milljónir punda eftir andlát hans úr briskrabbameini. Fjölskyldan neyddist þó til Lesa meira

Sig­ríður Björk segir af sér

Sig­ríður Björk segir af sér

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið.

Tengsl námsins við atvinnulífið mikilvægt

Tengsl námsins við atvinnulífið mikilvægt

„Þetta er ofboðsleg viðurkenning fyrir það mikla starf sem er unnið í skólanum. Þetta vekur hjá okkur stolt og kraftinn til að gera enn betur. Þetta skiptir miklu máli fyrir starfsfólkið okkar, nemendur og bara Eyjasamfélagið allt,” segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Skólinn fékk Íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Skólinn þykir á undanförnum árum hafa markað sér sterka stöðu í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tenging námsins við atvinnulífið í Vestmannaeyjum er mjög mikil. „Það er mjög mikilvægt að hafa tenginguna við atvinnulífið. Þetta er 4.500 manna eyja og margir sem þurfa að hafa marga hatta. Við sjáum það alveg að ef við værum ekki með þetta kröftuga atvinnulíf sem tæki svona vel á móti nemendum okkar og hlustaði svona vel á okkur þá værum við ekki með þetta öfluga nám sem við erum með,” segir Helga. „Sérstaða námsins hér er myndi ég segja fjölbreytnin miðað við staðsetningu. Hér erum við með 95% nemenda sem koma úr grunnskólanum og upp,” segir Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Vestmannaeyjum. Hún segir nemendur vera á breiðu aldursbili, sá yngsti fæddur 2009 og sá elsti árið 1964. „Svo eru það tengslin við atvinnulífið. Nemendur fá að koma úr vinnunni og í tíma og atvinnurekendur eru mjög duglegir að vera í þeirri vinnu með okkur. Svo erum við líka að fá kennara úr atvinnulífinu sem að er líka ekki síður dýrmætt,” segir Thelma. „Að hafa allt þetta gerir okkur kleift að vera sterkt og gott samfélag þannig skólinn hér er mjög mikilvægur til þess að við getum gefið atvinnulífinu tilvonandi atvinnumenn og konur.” „Sérstaðan er fyrst og fremst nálgunin, hvernig það er nálgast námið sjálft. Láta nemendur sjálfa uppgötva hlutina. Hvernig þetta er. Ekki mata þá alveg, þetta er svona og svona og á að vera svona. Ekki negla sig alveg í þetta,” segir Gísli Sigurður Eiríksson, kennari við málm- og véltæknibraut FÍV. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin fyrir að hafa markað sér sterka stöðu í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Hægt er að horfa á umfjöllun um námið í spilaranum hér fyrir ofan og hér er hægt að horfa á Íslensku menntaverðlaunin.

Óttast um örlög nær 300 manns

Óttast um örlög nær 300 manns

Ekki er enn ljóst hve margir farendur fórust þegar bátur á leið frá Mjanmar með um 300 manns innanborðs sökk í Indlandshaf undan strönd Malasíu, nærri landamærunum við Taíland, í nýliðinni viku en aðeins eitt lík fannst auk þess sem áhafnir björgunarskipa björguðu tíu manns

„Við vinnum ekki hjá Leiðindum hf.“

„Við vinnum ekki hjá Leiðindum hf.“

„Þriðjungur mannkyns er börn og yfirleitt er fyrirfram ákveðið hvernig leiksvæði þeirra á að vera“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, listrænn stjórnandi hönnunarteymisins Þykjó. Verkefni Þykjó eru fjölmörg. Teymið veitir börnum hlýtt og skapandi umhverfi í almannarými og sækir hugmyndir oft til barnanna sjálfra. Nýverið var opnað leiksvæði á Keflavíkurflugvelli fyrir yngstu ferðalangana. Þar má sjá litríkt ævintýralandslag og öll form eru mjúk og ávöl. „Það er skrýtið hvað fullorðinsheimurinn er grár og kassalaga og það finnst okkur leiðinlegt. Við viljum gleðja fólk“ segir Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður. „Skjáir eru góðir fyrir sitt leyti, eins og þegar börnin þurfa að sitja kyrr í vélinni, en það er svo gott að geta hreyft sig vel og duglega áður en barn fer í flug“ segir Embla.

Losum okkur við 10 tonn af fötum á dag: „Getum ekki endurunnið okkur út úr þessu vandamáli“

Losum okkur við 10 tonn af fötum á dag: „Getum ekki endurunnið okkur út úr þessu vandamáli“

Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag og aðeins fimm til tíu prósent komast í endurnotkun innanlands. Mikilvægasta skrefið í að draga úr sóun er að draga úr neyslu, innkaupin ráðast að miklu leyti af löngun en ekki þörfum í dag. 90 til 95 prósent fata og textíls eru send úr landi í stórar flokkunarstöðvar í Evrópu. Þar er lítill hluti sem fer í endurvinnslu og um helmingurinn fer í sorpbrennslu. „Vandamálið liggur í að við getum kannski ekki endilega flokkað, eða endurunnið okkur út úr þessu vandamáli því magnið er bara það mikið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun. Mikilvægt er að flokka og koma dóti í endurvinnslu. „En þegar magnið er svona mikið þá er eftirspurnin miklu minni en framboðið, það er kannski lykillinn að þessu.“ Lausnin liggur í að fólk kaupi minna Á heimasíðunni Saman gegn sóun má sjá ýmsar upplýsingar og ráð um neyslu og flokkun fata. Þar er bent á mikinn kostnað sem fylgi því að safna, flytja og meðhöndla úrganginn. Sveitarfélög hafa frá 2023 borið ábyrgð á því en það hefur reynst mörgum þeirra íþyngjandi og kostnaðarsamt. „Í rauninni er það það sem við viljum vekja athygli á, það er að lausnin liggur í að fólk kaupi minna og að neyslan sé stýrð meira eftir þörfum heldur en löngun. Það er í raun auðveldasta leiðin til að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum og líka kostnaði, það er bara að draga úr innkaupum.“ Kaupa eftir þörfum ekki löngunum Tilboðsdagar eru auglýstir í röðum í nóvembermánuði og á morgun býður fjöldi verslana tilboð og afslætti undir yfirskriftinni dagur einhleypra. „Það sem við erum að leggja áherslu á er að kaupa minna en líka bara að kaupa notað, nota skiptimarkaði í vinnunni. Hringrásarverslun á Íslandi hefur aukist gríðarlega.“ Neytendur þurfi líka að hugsa um hvað þeir séu að versla. „Upp á gæðin en líka kannski ekki vera að bæta einhverju við í körfuna til að fá ókeypis sendingakostnað.“ Markaðsfræðin og auglýsingarnar séu settar upp til að ýta undir að neytendur kaupi meira „Þannig að kannski bara vera með varann á og hugsa tvisvar áður en við göngum frá kaupunum. Frekar að ígrunda hvað við erum að gera og kaupa eitthvað sem við virkilega teljum að við þurfum.“

Langmest ánægja með störf Kristrúnar

Langmest ánægja með störf Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er eini flokksformaðurinn á þingi sem meirihluta landsmanna finnst hafa staðið sig vel á þessu kjörtímabili. Meirihluta finnst allir formenn stjórnarandstöðuflokka hafa staðið sig illa. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Fólk var spurt hversu vel eða illa því þætti formenn flokkanna hafa staðið sig. Kristrún er bæði sá formaður sem flestum finnst hafa staðið sig vel og fæstum finnst hafa staðið sig illa. 60 prósentum svarenda finnst Kristrún hafa staðið sig vel. Næst kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. 46 prósentum finnst hún hafa staðið sig vel. Langt er í næstu flokksformenn. 24 prósent lýsa ánægju með störf Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formanns Flokks fólksins. 21 prósent segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, hafa staðið sig vel og 14 prósent segja Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, hafa staðið sig vel. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rekur lestina. 12 prósent segja hann hafa staðið sig vel. Stjórnarandstöðuformenn standa ekki aðeins frammi fyrir því að fáum þyki þeir hafa staðið sig vel heldur líka því að flestir telja þá hafa staðið sig illa. Sigmundur Davíð og Guðrún hafa staðið sig verst að mati svarenda. 61 prósent segja þau hafa staðið sig illa. Sigurður Ingi stendur sig litlu betur, 58 prósent segja hann hafa staðið sig illa. Af formönnum stjórnarflokkanna ríkir mest óánægja með störf Ingu Sæland, 47 prósent segja hana hafa staðið sig illa. Næst kemur Þorgerður Katrín sem 33 prósent segja hafa staðið sig illa. Fæstir segja Kristrúnu Frostadóttur hafa staðið sig illa, 22 prósent. Könnunin var gerð 8. til 15. október og svöruðu 1.232 spurningunni.

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Bandaríski áhrifavaldurinn Amanda, frá New York, heimsótti Ísland fyrir stuttu og skemmti sér konunglega, en hún hefur oft fengið sömu spurninguna: „Ísland er svo dýrt, hvernig hafðir þú efni á því?“ Hún segir leyndarmálið felast í matarkostnaðinum, en frekar en að fara út að borða fór hún í lágvöruverslanir eins og Bónus og Krónuna. Amanda Lesa meira

Stjórnmálamenn sammála í gagnrýni á BBC

Stjórnmálamenn sammála í gagnrýni á BBC

Fréttastjóri BBC, sem sagði af sér í gær vegna umfjöllunar miðilsins um Donald Trump, segir breska ríkisútvarpið ekki vera hlutdrægan miðil. Hún og útvarpsstjórinn sögðu af sér vegna hneykslisins - eitthvað sem Trump sjálfur fagnar. Í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC, hafði verið átt við myndband af ræðu Trumps frá í janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghús Bandaríkjanna. Þar virtist Trump hvetja stuðningsmenn sína til þess að marsera að þinghúsinu annars vegar og berjast við hlið sér hins vegar. Í reynd liðu þó 50 mínútur milli þessara tveggja talpunkta í ræðu hans. Breska blaðið Telegraph svipti hulunni af þessu nýverið og síðan þá hafa fréttastjóri BBC og útvarpsstjóri sagt af sér. Þar er þó meira sagt koma til; til dæmis sú ákvörðun BBC að skrúfa ekki fyrir útsendingu frá Glastonbury-tónlistarhátíðinni í sumar, þegar einn listamannanna hvatti opinberlega til þess að ísraelskir hermenn yrðu drepnir, og umfjöllun um hernað Ísraela á Gaza, sem margir segja að hafi verið Ísraelum meira í vil. Gertt er ráð fyrir að stjórnarformaður BBC biðjist afsökunar vegna hneykslisins síðar í dag. Tim Davie útvarpsstjóri segir að mistök hafi verið gerð, sem hann axli ábyrgð á. Deborah Turness fréttastjóri segir að enga stofnanavædda hlutdrægni sé að finna innan veggja BBC. Þau sögðu bæði af sér í gær, of seint segja sumir gagnrýnendur. Stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum í Bretlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir að nýir stjórnendur BBC verði að svara fyrir röð mistaka að undanförnu og gera viðeigandi breytingar. Í svipaðan streng tekur leiðtogi Frjálslyndra demókrata og Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, segir að þetta sé síðasta tækifæri miðilsins til þess að gera breytingar, annars fjölgi þeim skattgreiðendum sem kjósa að greiða ekki útvarpsgjaldið. Þjónustusamningur breska ríkisins við BBC verður endurnýjaður árið 2027 og víst þykir að þetta hneyksli hafi áhrif á viðræður þar um.

Hvar er danska útgáfan af Matador?

Hvar er danska útgáfan af Matador?

Líkt og margir sem haldnir eru söfnunaráráttu á Felix erfitt með að skilja að aðrir hafa ekki sama áhuga á safninu hans og hann sjálfur. Þegar Klara vill losna við borðspilasafnið sem fyllir geymsluna þeirra fær Felix þá hugmynd að útbúa spilasal í húsinu og safnar enn fleiri spilum, Klöru til mikillar mæðu.