Dæmd í fangelsi fyrir að syngja lög

Dæmd í fangelsi fyrir að syngja lög

Rússneskur dómstóll dæmdi í dag 18 ára gamlan götutónlistarmann, sem flutti lög gegn stríðinu, í fangelsi í þriðja sinn á meðan stjórnvöld í Kreml grípa til takmarkalausra aðgerða gegn hvers kyns merkjum um andóf eða andstöðu. Öll opinber gagnrýni á hernaðaraðgerðir Moskvu í Úkraínu, Vladimír Pútín forseta eða herinn er bönnuð samkvæmt víðtækum ritskoðunarlögum sem mannréttindasamtök hafa líkt við lög...

Tilboðsdagar gott tækifæri til að kaupa jólagjafir

Tilboðsdagar gott tækifæri til að kaupa jólagjafir

Dagur einhleypra er í dag og síðar í mánuðinum auglýsa verslanir tilboð í nafni svarts föstudags og rafræns mánudags. Viðmælendur fréttastofu sem staddir voru í Smáralind í Kópavogi og við Norðurtorg á Akureyri í dag höfðu margir hverjir verslað eitthvað á tilboði eða voru komnir til að gera góð kaup. Þau sögðust þó ekki finna fyrir kvíða sem stundum hefur verið lýst í tengslum við mikið auglýsta tilboðsdaga á þessum árstíma, kvíða eða pressu að ná að kaupa allt sem vantað gæti eða missa af kostaboði. Gyða Mjöll Brynjólfsdóttir segist í fyrstu ekki beinlínis finna fyrir slíkum kvíða. „En maður fer að horfa meira í kringum sig og svona, skoða hvað er í boði og maður vill auðvitað ná að nýta það, nýta nóvembermánuðinn - það er mikið í gangi þá. Þannig að jú að einhverju leyti,“ segir Gyða Mjöll. Það er gott að nýta nóvembermánuð til að versla það sem þarf að versla segja viðmælendur fréttastofu, þeir finna ekki fyrir kvíða eða stressi að ná að nýta tilboðin sem bjóðast á degi einhleypra.

Stöðva starfsemi Vélfags tímabundið

Stöðva starfsemi Vélfags tímabundið

Starfsemi fyrirtækisins Vélfag hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan beðið er dóms í máli þess gegn íslenska ríkinu. Stjórnendur Vélfags tilkynntu um þetta á Facebook -síðu fyrirtækisins. Ástæðan er sögð ákvörðun utanríkisráðuneytisins að framlengja ekki undanþágu Vélfags frá þvingunaraðgerðum ESB. Öll starfsemi fyrirtækisins verður stöðvuð á meðan beðið er dóms í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu. Vélfag varð á þessu ári fyrsta og eina íslenska fyrirtækið sem féll undir efnahagsþvinganir ESB. Vélfag, sem var áður í eigu rússneska útgerðarfélagsins Norebo, hefur haldið því fram að engin tengsl séu lengur við Norebo og eigendur þess Vitaly og Nikita Orlov. Fyrirtækið hefur hingað til getað starfað á undanþágum frá utanríkisráðuneytinu en í gær hafnaði ráðuneytið frekari framlengingu á henni. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær var sú ákvörðun tekin á þeim forsendum að fyrirtækið hafi ekki skilað Arion banka gögnum sem staðfest gætu að sala á fyrirtækinu frá Norebo hafi verið raunveruleg og sönn. Í tilkynningu Vélfags segir að ákvörðun ráðuneytisins hafi svipt fyrirtækið aðgengi að eigin fjármunum og gert því ómögulegt að sinna daglegum rekstri. Þar með talið greiðslum til starfsfólks og þjónustu við viðskiptavini. „Við erum miður okkar að geta ekki sinnt íslenskum og erlendum viðskiptavinum okkar á meðan, þar á meðal útgerðum sem reiða sig á þjónustu okkar og varahluti,“ segir í tilkynningu Vélfags.

Flokkur fólksins tapaði 39 milljónum í fyrra

Flokkur fólksins tapaði 39 milljónum í fyrra

Flokkur fólksins tapaði 39,4 milljónum króna árið 2024 samanborið við 38,9 milljónir króna árið 2023. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem staðfestur hefur verið af Ríkisendurskoðun. Stærsti kostnaðarliður flokksins í fyrra voru Alþingiskosningar sem boðað var til óvænt og á undan áætlun. Flokkurinn eyddi 70 milljónum króna í tengslum við kosningarnar, þar af 55,5 milljónum í auglýsingar og kynningar....