Björk flytur jólaguðspjallið árið 1976

Björk flytur jólaguðspjallið árið 1976

Á jóladag 1976 flutti Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona jólaguðspjallið í tali og tónum í Jólastundinni okkar á RÚV, þá 11 ára gömul. „Jólin snúast ekki bara um okkur jólasveinana heldur höldum við heilög jól vegna þess að á jólum fæddist Jesús Kristur,“ sagði jólasveinninn og kynnti krakkana. Við fundum þennan gullmola í safni RÚV og það er sannarlega viðeigandi að deila honum á jóladag. Jón Sigurbjörnsson var í hlutverki jólsveinsins. Börn úr Barnamúsíkskólanum undir stjórn Sigríðar Pálmadóttur komu fram ásamt nemendum Helgu Kirchberg: Anna Kristín Bjarnadóttir, Oddný Ágústdóttir, Jónína Gísladóttir og píanóundirspil annaðist Magnús Kjartansson. Annar hljóðfæraleikur: Gunnar Þórðarson, Finnbogi Kjartansson og Þórhallur Sigurðsson.

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Það er líklega engum ­ofsögum sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð ­dagsins. Það hvað við borðum á morgnana hefur áhrif á líðan okkar þann daginn og því er mikilvægt að borða rétt áður en haldið er út í amstur dagsins. En hvað eigum við að borða til að tryggja líkamanum góða og heilbrigða næringu? Næringarfræðingurinn Lesa meira

Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu

Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu

Ungt fólk, einkum karlar, virðist vera farið að sækja kirkju í auknum mæli. Í Neskirkju hefur orðið vart við áhuga ungs fólks eftir heimsfaraldurinn og að sögn sóknarprests eru kollegar hans að sjá þá þróun annars staðar. „Flest eru þetta piltar. En það eru einhverjar stúlkur líka,“ segir séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Í hverri messu segir Skúli yfirleitt...

Þvinganir Bandaríkjanna muni ekki breyta stefnu ESB

Þvinganir Bandaríkjanna muni ekki breyta stefnu ESB

Stéphane Séjourné, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í málefnum innri markaðar sambandsins, gagnrýndi refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn embættismönnum ESB á samfélagsmiðlum á miðvikudag. Hann hét því að engar refsiaðgerðir myndu koma í veg fyrir að hann ynni vinnuna sína. „Forveri minn @ThierryBreton vann samkvæmt almennum evrópskum hagsmunum, í trausti umboðsins sem kjósendur veittu árið 2019,“ skrifaði Séjourné á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). „Engin refsiaðgerð þaggar niður í fullveldi evrópsku þjóðanna. Fullkomin samstaða með honum og öllum Evrópumönnum sem verða fyrir áhrifum.“ Séjourné skrifaði þetta einum degi eftir að bandarísk stjórnvöld frystu eignir forvera hans, Thierry Breton, og bönnuðu honum ásamt fjórum öðrum embættismönnum ESB að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn kölluðu Breton „öfgafullan andófsmann“ og sökuðu hann um að reyna að þvinga bandaríska samfélagsmiðla til að ritskoða skoðanir sem séu honum óþóknanlegar. Breton var aðalmaðurinn á bak við lög ESB um stafræna þjónustu, sem setja ýmsar reglur um birtingu efnis á samfélagsmiðlum og ábyrgð miðlanna á efninu sem birt er á þeirra vettvangi. Samfélagsmiðillinn X var sektaður um 120 milljónir evra á grundvelli laganna fyrr í mánuðinum, sem vakti harða gagnrýni bandarískra ráðamanna. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kom Breton einnig til varnar. „Ég er nýbúinn að ræða við @ThierryBreton og þakkaði honum fyrir mikið framlag í þjónustu við Evrópu,“ skrifaði hann á X. „Við stöndum keik gagnvart þrýstingi og munum vernda Evrópubúa.“ Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tók í sama streng. „Málfrelsi er burðarstólpi okkar öfluga og líflega evrópska lýðræðis,“ skrifaði hún á X. „Við erum stolt af því. Við munum vernda það.“

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Konur koma miklu oftar fyrir í Biblíunni en flestir halda en konurnar eru yfirleitt nafnlausar. Karlarnir eru nafngreindir en konurnar eru nafnlausar. Enda voru fyrstu guðfræðingarnir karlar. Nú hefur þetta breyst, allavega í íslensku Þjóðkirkjunni, og hlutfallið milli kvenna og karla í prestastétt er nokkurn veginn jafnt. Það stefnir þó í að konurnar taki forystu. Lesa meira