Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Jóhann Haukur Gunnarsson, sem var með tekjuhærri mönnum landsins, á síðasta ári hefur fengið nóg af skattheimtu íslenskra yfirvalda og segist vera að íhuga að flytja af landi brott. Jóhann var með árstekjur upp á 120.898.660 krónur í fyrra sem skilaði honum í 370. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar. „Ég hef borgað allt of mikið í Lesa meira

Vinnumálastofnun grípur til aðgerða vegna aukins atvinnuleysis á Suðurnesjum

Vinnumálastofnun grípur til aðgerða vegna aukins atvinnuleysis á Suðurnesjum

Yfir 6,5 prósenta atvinnuleysi mælist á Suðurnesjum. Vinnumálastofnun hefur gripið til aðgerða og opnað atvinnutorg til að styðja þá sem hafa misst vinnuna. Ýktari niðursveifla en hefur verið Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist mikið milli mánaða, að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Árstíðarbundin sveifla er alltaf yfir vetrarmánuðina, frá nóvember og út febrúar. „Sérstaklega kemur hún oft niður á Suðurnesjum þegar ferðaþjónustan dregst saman en þetta er ýktari niðursveifla heldur en við erum vön að sjá á milli mánaða.“ Gjaldþrot flugfélagsins Play í lok september spilar inn í. „Það er ekki nokkrum blöðum um það að fletta. Það eru ýmis afleidd störf sem hafa fallið niður. Það er ekki nokkur spurning. Það er náttúrulega bara mikill samdráttur í ferðaþjónustunni í bili. Bæði er það árstíðarbundinn samdráttur en svo líka hægt að rekja töluverðan samdrátt í kjölfar falls Plays.“ Aðgerðir næstu þrjá til fjóra mánuðina Í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að þessi þróun gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar. Unnur segir að búið sé að setja á fót atvinnutorg þar sem fólk getur komið og fengið aðstoð við að sækja um atvinnuleysistryggingar og uppfærða ferilskrá sína. „Við erum í auknu samstarfi við fræðsluaðila með virkni fyrir fólk sem er að lenda í atvinnuleysi, við reynum að auka aðgengi að ráðgjöfum okkar og vinnumiðlun og vera til staðar fyrir þetta fólk.“ Atvinnutorgið er opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga yfir mesta álagstímann. „Það er hægt að koma þar og kíkja í tölvur og fá aðstoð við að sækja um störf og fá leiðbeiningar um hvernig er best að standa að því.“ Unnur býst við því að þessar aðgerðir standi yfir næstu þrjá til fjóra mánuðina. „Þá er ég bara að horfa til þessarar árstíðarbundnu niðursveiflu sem er í ferðaþjónustunni yfir háveturinn en við vonum að landið fari að rísa eins og áður í mars og apríl og þá fari að glæðast atvinnuástandið á Suðurnesjunum aftur.“

Píeta-samtökin fá 35 milljóna króna styrk

Píeta-samtökin fá 35 milljóna króna styrk

Heilbrigðisráðuneytið og Píeta-samtökin hafa gert með sér samkomulag sem miðar að því að styrkja starf samtakanna til að vinna gegn sjálfsvígum og efla forvarnir og fræðslu vegna sjálfsvígshættu og sjálfsskaða. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, og Hjálmar Karlsson og Gunnhildur Ólafsdóttir fyrir hönd Píeta-samtakanna, hafi undirritað Lesa meira

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Boðaðar hafa verið breytingar á Hlíðarenda en Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku. Boðað hefur verið að yngja upp liðið á Hlíðarenda. Málið var til umræðu í Þungavigtinni í dag og talað um að félagið hefði áhuga á að losa sig við fimm leikmenn sem eru samningsbundnir. „Aron Jó, Hólmar Örn, Kristinn Lesa meira

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Grím Hergeirsson tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Grímur er hokinn reynslu og mætti kalla hann þúsundþjalasmið en sem hefur einstaklega sterkar taugar til Suðurlands, lögreglunnar og handbolta. Grímur er fæddur árið 1969 og uppalinn á Selfossi. Hann lét ungur að sér kveða í handboltanum, enda kemur hann úr mikilli handboltafjölskyldu. Skemmst Lesa meira

Sér engin rök fyrir því að þjóðin sé á röngum tíma

Sér engin rök fyrir því að þjóðin sé á röngum tíma

Á þriðja þúsund hafa skrifað undir undirskriftarlista um að seinka klukkunni. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur, er ábyrgðarmaður undirskriftarlistans og segir morgunbirtu mikilvæga fyrir heilsu og líðan fólks. Hún segir Íslendinga vakna á undan náttúrulegri birtu og það seinki líkamsklukkunni, fjölgi dimmum morgnum og hafi áhrif á svefn, orku og líðan, sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Klukkunni var breytt árið 1968 þegar ákveðið var að festa Ísland á sumartíma. Rannsóknir í dag sýna aftur á móti að líkamsklukkan lagi sig að sólargangi. Það sé misjafnt eftir landshlutum hversu mikil skekkjan sé. Hún sé um 50 mínútur á austanverðu landinu en 90 mínútur á suðvestanverðu landinu. „Þannig það þýðir að þegar við vöknuðum í morgun klukkan 7:00 þá er líkamsklukkan í rauninni 5:30 og heilinn segir okkur: Það er ennþá nótt,“ segir Erla í Morgunútvarpinu á Rás 2. Ungmennin fái raunverulega meiri svefn Fái fólk meiri birtu á morgnana eigi það einnig auðveldara með að sofna fyrr á kvöldin. Verði klukkunni seinkað um eina klukkustund myndu landsmenn vakna í birtu sex vikum lengur á ári. „Auðvitað erum við ekki að fjölga birtustundum á sólarhring en það er spurning um hvenær við fáum birtuna. Það sem er mikilvægast fyrir líkamsklukkuna okkar er morgunbirta. Hún stillir líkamsklukkuna.“ Erla segir marga telja að það hefði lítil áhrif á svefnhegðun ungs fólks að breyta klukkunni. Það séu svipuð rök og hún hafi heyrt í baráttu sinni um að seinka skóladegi unglinga. „Þá sagði fólk: Hvaða máli heldurðu að það skipti, þau fara bara seinna að sofa. Við erum aftur á móti bara með mjög góð vísindaleg gögn sem sýna að svo er ekki. Þau raunverulega sofa lengur ef þau mæta seinna í skólann og það er það sama með þetta.“ Svefnsérfræðingur kveðst vongóður um að ný ríkisstjórn beiti sér fyrir því að seinka klukkunni um klukkustund. Morgunbirtan sé mikilvægust fyrir líkamsklukku fólks. Grænlendingar hafi lært hraðar af mistökunum Starfshópur heilbrigðisráðherra lagði til árið 2018 að klukkunni yrði breytt, svo að fólk gæti farið klukkustund síðar á fætur og birtustundum á morgnana myndi fjölga í svartasta skammdeginu. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar tveimur árum síðar varð aftur á móti að klukkan skyldi vera óbreytt, þar sem ókostirnir þóttu vega þyngra en kostirnir. Erla sat sjálf í starfshópnum á sínum tíma og segist bjartsýn á að umræðan taki við sér og að ný ríkisstjórn beiti sér í málinu. „Ég er bjartsýn fyrir því að við náum að gera þetta og ég sé bara engin rök fyrir því að vera á röngum tíma.“ Grænlendingar hafi fest sína klukku á sumartíma árið 2022, en óánægja hafi verið mikil, einkum meðal foreldra sem finni fyrir neikvæðri breytingu á svefni barna sinna. Málið sé því aftur komið á grænlenska þingið, þar sem til standi að snúa breytingunni við. „Þannig eitthvað sem hefur tekið okkur 60 ár að leiðrétta tók þau tvö ár að leiðrétta.“

Rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk sem lagði sjálf til að koma í ráðuneytið

Rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk sem lagði sjálf til að koma í ráðuneytið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafa tekið rétta ákvörðun með því að segja af sér embætti ríkislögreglustjóra. Ákvörðunin hafi alfarið verið hennar. Sigríður Björk tilkynnti um afsögn sína í tilkynningu í morgun. Tvær vikur eru síðan RÚV birti frétt sína um að ríkislögreglustjóri hefði keypt þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Intru-ráðgjöf fyrir 160 milljónir á fimm árum. Hart var deilt á störf Sigríðar og fjármálastjórn embættisins eftir að fréttin var flutt. „Ég hef verið býsna skýr hvað mér finnst um alvarleikastigið á málinu. Hún kom til mín og upplýsti mig um það að hún ætlaði að segja af sér embætti,“ segir Þorbjörg Sigríður. Var þetta óumflýjanleg niðurstaða? „Ég held þetta sé rétt niðurstaða og rétt ákvörðun hjá henni. Ég held þetta sé farsæl niðurstaða í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Þorbjörg Sigríður og bendir á að Sigríður Björk komi nú til starfa í ráðuneytinu. „Sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Þar á hún mjög góða sögu og mikla reynslu.“ Dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk Guðjónsdóttur axla ábyrgð með því að láta af embætti ríkislögreglustjóra. Það sé rétt niðurstaða. Sigríður Björk lagði sjálf til að hún kæmi til starfa í ráðuneytinu. Segir Sigríði Björk hafa axlað ábyrgð Aðspurð hvort brotthvarf Sigríðar Bjarkar sé fyrst og fremst vegna viðskipta við Intru-ráðgjöf, eða hvort hallarekstur embættisins spili þar inn í segir Þorbjörg að Sigríður Björk þurfi sjálf að svara því. En staðan sem kom upp í kjölfar umfjöllunar um viðskiptin var til umræðu þeirra á milli. „Hvað mig varðar þá hefur hún núna axlað ábyrgð, sagt af sér embætti sem æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu öllu. Það er býsna stór ákvörðun.“ Telurðu að þetta mál hafi skaðað traust almennings til embættis ríkislögreglustjóra? „Svona umræða er ekki góð. Hún ógnar hagsmunum lögreglunnar í landinu og lögreglunnar í heild sinni. Ég sem ráðherra var upptekin af þeim punkti, að verja traust til lögreglunnar.“ En var það sjálfgefið að Sigríður Björk kæmi til starfa í ráðuneytinu? „Þetta var niðurstaða af okkar samtali og reyndar hugmynd sem kom fram hjá henni sjálfri. Hún lagði þetta til. Hún er skipuð og átti fjögur ár eftir af skipunartímanum,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir það því ekki vera þannig að Sigríður Björk sitji heima á starfslokasamningi. Það sé fagnaðarefni að hún haldi áfram störfum sínum fyrir ríkið,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.