Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Hin oft á tíðum skæða og víðsjárverða skordýrategund moskítófluga fannst nýlega í fyrsta sinn á Íslandi. Sú tiltekna moskítótegund sem fannst hér í fjarska norðursins mun þó ekki vera jafn hættuleg og aðrar tegundir þessarar frekar óvinsælu flugu sem geta til að mynda borið með sér sjúkdóma í mannfólk. Vísindamenn eru nú með nýtt vopn Lesa meira

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

John Terry hefur viðurkennt að hann sé stressaður yfir möguleikanum á að Arsenal slái met Chelsea fyrir fæst mörk fengin á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Terry var lykilmaður í liði José Mourinho tímabilið 2004-05 þegar Chelsea fékk aðeins á sig 15 mörk á leið sinni að Englandsmeistaratitlinum met sem hefur staðið í 20 ár. Lesa meira

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Gunnar Dan, rithöfundur og verslunarstjóri Handverkshússins, segist hafa séð flygildi í fyrsta skipti fyrir um tveimur vikum síðan, en á dögunum kom út bókin UFO101 eftir hann þar sem hann fjallar um geimverur, fljúgandi furðuhluti og sögu samskipta mannkyns við ójarðneskar verur. Hann ræðir um málið í Fókus, viðtalsþætti DV. Textabrot úr þættinum má lesa Lesa meira

Yfir 1.400 flugferðum aflýst

Yfir 1.400 flugferðum aflýst

Yfir 1.400 flugferðum til og frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í gær eftir að flugfélögum var sagt draga þyrfti úr flugumferð um að minnsta kosti tíu prósent vegna lokana bandarískra ríkisstofnana, sem ná til flugumferðarstjóra og starfsfólks samgönguöryggisstofnunar.

Þrír látnir í öldugangi á Tenerife

Þrír látnir í öldugangi á Tenerife

Þrír eru látnir og að minnsta kosti fimmtán slasaðir vegna mikils öldugangs og sjávarhæðar á Tenerife. Spænski miðillinn EFE hefur eftir lögreglu að þau sem létust hafi virt viðvaranir að vettugi sem settar voru upp á strandlengjunni. Sex franskir ferðamenn slösuðust þegar alda hreif þá með sér á Roques de Las Bodegas-ströndinni í Taganana, norður af höfuðborginni Santa Cruz. Öldugangurinn einskorðast við norðurhluta eyjarinnar, en ferðamenn dvelja alla jafna á suðurhluta eyjarinnar. Viðvörun er í gildi á Tenerife vegna óveðurs við ströndina og er fólk beðið um að sýna aðgát og hætta sér ekki nærri sjónum þar sem öldugangur er mikill.