Leiðtogaval Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor verður 31. janúar. Kjörstjórn flokksins í Reykjavík ákvað þetta á fundi sínum í dag. Í tilkynningu kemur fram að allir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík, hafi rétt til atkvæðagreiðslu í prófkjörinu. Þeir þurfa að hafa skráð sig í flokkinn að minnsta kosti tveimur dögum fyrir upphaf prófkjörs. Haft er eftir Natan Kolbeinssyni, formanni Viðreisnar í Reykjavík, að leiðtogavalið sé „fyrsta skrefið í því byggja upp lið sem mun tryggja Viðreisn í Reykjavík sigur í vor. Borgarbúar vilja sjá nýja tíma í borginni okkar og ætlum við okkur að svara því kalli.” Ráðhús Reykjavíkur.RÚV / Ragnar Visage
Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni eru hættir að eltast við enska varnarmanninn Marc Guéhi.
Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni eru hættir að eltast við enska varnarmanninn Marc Guéhi.
Erfiðar samningaviðræður við landeigendur, flókin skipulagsmál og samningar við sveitarfélög, ásamt alls kyns leyfismálum, hafa gert það að verkum að undirbúningur fyrir Blöndulínu 3 hefur dregist langt umfram fyrstu áætlun. Hefði allt gengið eftir eins og kerfisáætlun gerði ráð fyrir væri þessi nýja Blöndulína búin að flytja rafmagn í tæplega eitt ár því framkvæmdum átti að vera lokið um síðustu áramót. Flókið verkefni að finna ásættanlega lausn í samstarfi við Akureyrarbæ Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets, var nýkomin af fundi með Akureyrarbæ þegar Spegillinn ræddi við hana. Frá upphafi hefur bærinn krafist þess að Blöndulína 3 fari í jörðu þá tæpa tvo kílómetra sem hún fer um bæjarlandið, en Landsnet vill leggja loftlínu. Línan er skipulögð í næsta nágrenni við tvö íbúðahverfi á Akureyri og yrði aðeins sex til sjö hundruð metra frá næstu íbúðarhúsum. Húseigendur hafa brugðist illa við og óttast verðfall á sínum eigum, og Akureyrarbær frábiður sér allar mögulegar skaðabætur. Hún segir Landsnet eiga í góðu samtali við fulltrúa Akureyrarbæjar. Verkefnið sé að finna sem besta lausn í staðinn fyrir jarðstreng sem ekki sé hægt að leggja. „Við erum búin að margreikna þetta og við getum einfaldlega ekki rekið kerfið ef það bætist við tveggja kílómetra jarðstrengur sem er af þessari stærðargráðu, eð 220 kílóvolt. Þá er það okkar verkefni að finna út úr því hvernig hægt er að leysa málið með bráðabirgðalausn.“ Eftir nærri fimm ára tafir segir forstjóri Landsnets kominn tíma til að ljúka undirbúningi fyrir Blöndulínu 3, háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þótt enn sé ósamið við þriðjung landeigenda á línuleiðinni sé eignarnám ekki uppi á borðum. Skipulagsmálin á lokametrunum hjá öðrum sveitarfélögum Blöndulína 3 fer í gegnum fjögur sveitarfélög; Húnabyggð, Skagafjörð, Hörgársveit og Akureyrarbæ. Og eins og heyra má er enn langt í niðurstöðu í viðræðunum við Akureyri, en málin eru lengra komin hjá hinum sveitarfélögunum þremur. „Skipulagsmálin þar eru á lokametrunum, getur maður sagt. Í Húnabyggð verður skipulagið auglýst fljótlega, í Skagafirði býður skipulagstillagan staðfestingar Skipulagsstofnunar og í Hörgársveit er skipulagstillagan í auglýsingu. Þannig að þau eru öll komin frekar langt, og Akureyri þar af leiðandi styst.“ Samningum lokið við tæplega 60% landeigenda á línuleiðinni Það er löng leið frá Blöndustöð til Akureyrar og á háspennulínan að liggja yfir 90 jarðir. Ragna segir samningum lokið við tæplega 60% landeigenda. Viðræður við suma þeirra hafa gengið illa og einstaka landeigendur hafa sagt að línan fari aldrei í gegnum þeirra land. „En auðvitað er það þannig að á endanum ef ekki semst, þá erum við komin á annan stað. En við erum ekki komin þangað enn þá.“ Því sé ekki uppi á borðinu að fara í eignarnám, reynt verði til þrautar að ná samningum og leysa málin með þeim hætti. Það er orðin fjögurra til fimm ára og seinkun við undirbúning Blöndulínu 3, miðað við hvað gert var ráð fyrir í upphafi. Ragna segir þessar tafir afar óæskilegar því það sé bráðnauðsynlegt að styrkja flutningskerfið. „Þetta er sameiginlegt verkefni Landsnets, stjórnvalda, sveitarstjórna og íbúa þessa lands. Við þurfum einfaldlega að gera betur, þetta er ekki æskilegt.“ „Sporin hræða með Suðurnesjalínu 2 og við viljum ekki fá svoleiðis dæmi aftur upp á borðið. Þannig að það þarf að hugsa í lausnum, Íslendingar eru dálítið hrifnir af skyndilausnum en því miður eru þær ekki á hverju strái en það þarf að gera eitthvað til þess að þetta leysist. Það er að segja að svona framkvæmdir sem eru þjóðhagslega mikilvægar, nauðsynlegar, að þær geti gengið hraðar fyrir sig.“ Væri óskandi að hægt yrði að taka Blöndulínu 3 í notkun 2029 Og hún segir að helsta hindrunin við að ljúka undirbúningi fyrir Blöndulínu 3 séu leyfismál. „Við þurfum að ná lendingu í þessum skipulagsmálum og við þurfum að ná lendingu með landeigendum. Svo náttúrulega koma framkvæmdirnar sjálfar og það þarf auðvitað að bjóða út og fá aðföng. Aðföng eru ekki á hverju strái í heiminum í dag en við munum leysa það þegar þar að kemur.“ „Þannig að við erum kannski að tala um mörg ár í viðbót?“ „Ja, segjum að hún verði tekin í rekstur 2029. Það væri óskandi að það mundi ekki dragast lengur en það.“
Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum.
Andrés Andrésson hefur tekið við af Heiðari Karlssyni sem framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Vista.
Líf hlaupadrottningarinnar fyrrverandi Marion Jones hefur ekki verið neinn dans á rósum á undanförnum árum. Á sínum tíma var hún fljótasta kona heims og vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Verðlaunin voru aftur á móti tekin af henni árið 2007 eftir að í ljós kom að hún hafði notað stera. Þá Lesa meira
Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn.
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð.
Ferðamenn koma til Íslands í leit að ævintýrum, en stundum taka þau óvænta stefnu. Ferðamaður einn lýsir raunum sínum í hópnum Visting Iceland á Reddit og segir hann að um sé að ræða skólabókardæmi um hvernig ekki eigi að skoða landið. „Árið 2020, í fyrstu Íslandsferðinni minni, leigðum við kærastan mín (sem er harðkjarna aðdáandi Lesa meira
Lionel Messi og fjölskylda hans vilja flytja aftur til Barcelona í framtíðinni. Messi neyddist til að fara frá Barcelona vegna fjárhagsvandræða félagsins sumarið 2021 og hélt til Paris Saint-Germain. Hann er hjá Inter Miami í Bandaríkjunum í dag. „Mig langar að fara aftur þangað. Við söknum Barcelona mikið. Við eiginkonan og börnin tölum mikið um Lesa meira
Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul.
Húsið hýsti sendiráð Ítalíu í London á þriðja áratug síðustu aldar.
Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði.
Trevoh Chalobah, varnarmaður Chelsea, og James Trafford, markvörður Manchester City, hafa verið kallaðir inn í enska landsliðshópinn í fótbolta sem mætir Serbíu og Albaníu í K-riðli undankeppni HM 2026.