Foreldrar skipverja sem drukknaði fá að áfrýja skaðabótamáli til Hæstaréttar

Foreldrar skipverja sem drukknaði fá að áfrýja skaðabótamáli til Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra ungs skipverja sem drukknaði árið 2020 um skaðabótaskyldu ónafngreindrar útgerðar og TM trygginga hf. Vísi r greindi fyrst frá og segja útgerðina vera Brim hf. Skipverjinn, Axel Jósefsson Zarioh, var á nítjánda aldursári þegar hann féll frá borði í maí 2020 þegar skipið Erlingur KE 140 var á leið til hafnar í Vopnafirði. Umfangsmikil leit fór fram á sínum tíma en líkamsleifar hans fundust í apríl ári síðar. Málið byggir einkum á því að foreldrar Axels telji útgerðina hafa brugðist bæði eftirlits- og öryggisskyldu sinni. Öryggismyndavélar um borð hafi ekki verið virkar og skipverjar áttað sig seint á hvarfi Axels og tilkynnt það enn síðar til lögreglu. Þá hafi sonur þeirra ekki setið öryggisfræðslunámskeið. Fengu ekki að flytja mál sitt munnlega Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms Reykjavíkur í október þar sem fyrirtækin voru bæði sýknuð af skaðabótakröfu gagnvart foreldrunum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna og án munnlegs málflutnings. Foreldrar Axels byggðu málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem það varði skaðabótaskyldu útgerðar og starfsmanna hennar og þá sönnunarstöðu sem aðstandendur sjómanna sem látast á sjó standi frammi fyrir. Málið hafi auk þess verulega almenna þýðingu á sviði einkamálaréttarfars í ljósi annmarka á málsmeðferð Landsréttar. Leyfisbeiðendur hafi hvorki fengið að flytja mál sitt munnlega né leiða nánar tilgreind vitni fyrir réttinn. Af sömu ástæðu sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi til. Kunna að vera annmarkar á málsmeðferð Landsréttar Dómur Landsréttar sé auk þess rangur að efni til að þeirra mati og er þar vísað til þess að ekki hafi verið lagt til grundvallar að sonur þeirra hafi látist í slysatburði þótt það hafi verið óumdeilt í málinu. Þá hafi ekki verið leyst úr öllum málsástæðum þeirra. Loks er á því byggt að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda enda varði það andlát sonar þeirra og miska. Hæstiréttur féllst á beiðni foreldranna og segir í ákvörðun dómsins að á málsmeðferð Landsréttar kunni að vera þeir annmarkar að rétt sé að heimila áfrýjun málsins.

Þau giftu sig árið 2025

Þau giftu sig árið 2025

Ástin sveif yfir árinu 2025 og samfélagsmiðlum. Fjölmörg pör staðfestu ást sína með hjónabandi frammi fyrir vinum og vandamönnum, mörg eftir margra ára samband og sambúð. Hér má sjá nokkur pör sem sögðu já og settu upp hringa á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson, Lesa meira

Tíðar flugferðir Trumps um borð í þotu Epsteins í nýjum skjölum

Tíðar flugferðir Trumps um borð í þotu Epsteins í nýjum skjölum

Oftar er minnst á Donald Trump en áður í nýjustu Epstein-skjölunum, sem birt voru í gær. Hann á meðal annars að hafa flogið oftar með einkaþotu Epsteins en áður var talið. Enn stendur til að birta fleiri skjöl. Frestur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna til að birta öll Epstein-skjölin rann út á föstudag. Þá var sægur skjala birtur, en þó ekki öll og töluvert mikið af upplýsingum höfðu verið máðar út, sem sætti gagnrýni. Athygli vakti að nafn Trumps var ekki fyrirferðamikið. Mörg þúsund skjöl voru svo birt til viðbótar í gærkvöld. Í einu skjali sem aðstoðarmaður saksóknara í New York undirritar , segir að Trump hafi flogið átta sinnum um borð í einkaþotu Epsteins árin 1993-96. Ghislaine Maxwell, kærasta og samverkamaður Epsteins, var sömuleiðis um borð í fjórum þeirra. Stundum voru Epstein og Trump þeir einu um borð og að minnsta kosti einu sinni var tvítug kona með þeim, nafn hverrar hefur verið afmáð. Saksóknari telur einnig að í tveimur flugferðum hafi konur verið um borð sem síðar gætu hafa borið vitni gegn Maxwell. Hún var dæmd fyrir nokkrum árum fyrir aðild að barnaníði kærastans. Umrætt skjal var undirbúið í tengslum við málssókn gegn henni. Trump og Epstein voru félagar á tíunda áratugnum en Trump segist hafa slitið vinskap við hann og sagt hann hafa verið ógeð. Segja má að birting Epstein-skjalanna hafi átt að skera úr um hvort þeir hafi verið nánari en Trump hefur látið í veðri vaka. Hingað til hefur engin bein sönnun um glæpsamlegt athæfi Trumps birst og í raun hefur gustað minna um Trump en margir ef til vill töldu. Trump-stjórnin sætir þó einna helst gagnrýni fyrir að hafa ekki birt öll Epstein-skjölin á tilskildum tíma og án þess að nokkuð sé afmáð. Enn stendur til að birta meira.

Gleðileg jól 2025

Gleðileg jól 2025

Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár. Árið hefur í meginatriðum verið Vestfirðingum farsælt til lands og sjávar rétt eins og árið á undan. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum fjölgaði, einkum þar sem áhrifa […]