Ætla að hreinsa olíumengun við íbúðarhús eftir tveggja ára bið

Ætla að hreinsa olíumengun við íbúðarhús eftir tveggja ára bið

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hyggst ráðast í olíuhreinsun á tveimur lóðum á Eskifirði, eftir ítrekaðar tilraunir til að fá fyrirtækið Mógli ehf. til að fjarlægja mengaðan jarðveg. Það telst nú fullreynt og verða lóðirnar hreinsaðar á kostnað fyrirtækisins á nýju ári. Það fer að nálgast tvö ár síðan íbúar á Eskifirði urðu varir við olíumengun á tveimur lóðum. Á öðru þeirra stendur hús í eigu fyrirtækisins Mógli ehf. og þar eru gamlir tankar frá tímum olíukyndingar. Í næsta húsi hefur fjölskylda búið við megna olíulykt síðan í mars 2024, og eftir að börn komu olíublaut heim eftir útileiki barst grunurinn fljótt að tönkunum á næstu lóð. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands segir þau strax hafa reynt að hindra frekari mengun. Þau hafi meðal annars látið tæma tankana og næst farið fram á að eigandi hússins myndi hreinsa olíumengaðan jarðveg. Í október rannsakaði Efla jarðveginn við húsvegg nágranna þeirra, sem reyndist 28 sinnum mengaðri en leyfilegt er í íbúabyggð. Í tæp tvö ár hefur verið pressað á forsvarsmenn Mógli að hreinsa olíuna. Lára segir biðina fyrir löngu orðna óviðunandi. Þvingunarúrræði gegn eiganda teljast fullreynd „Heilbrigðisnefndin er í raun búin að beita öllum þeim þvingunarúrræðum sem þau hafa án þess að þau hafi skilað árangri, það er að segja þau hafa beitt dagsektum og þau hafa veitt áminningu,“ segir Lára. Dagsektirnar telja nú tæpar fjórar milljónir en ekkert heyrist af hreinsun. Framundan er fundur með fulltrúum Fjarðabyggðar um hreinsun lóðanna, sem heilbrigðiseftirlitið vill gera strax á nýju ári á kostnað Mógli. Sú hreinsun felur í sér til dæmis jarðvegsskipti, en einnig hreinsun á húsgrunninum að Strandgötu 59.

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Það eru taldar miklar líkur á því að Robert Lewandowski muni segja skilið við Barcelona á næstu mánuðum. Samkvæmt AS á Spáni er umboðsmaður Lewandowski, Pini Zahavi, byrjaður í viðræðum við lið í Sádi Arabíu. Lewandowski er 37 ára gamall og nálgast endalok ferilsins en hann gæti endað hann í Sádi og fengið vel greitt Lesa meira

Ívið færri fjölskyldur sóttu styrk hjá Mæðrastyrksnefnd

Ívið færri fjölskyldur sóttu styrk hjá Mæðrastyrksnefnd

Alls sóttu um 1500 heimili um hjálp frá Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól. Anna H. Pétursdóttir, formaður nefndarinnar, segir þetta ívið lægra en á síðasta ári en aðsókn hafi verið mjög svipuð. Stærsta úthlutun fór fram 16. og 17. desember en Anna segir fólk enn vera að hafa samband til að fá styrki yfir hátíðirnar. „Við vorum fram á síðasta dag að úthluta. Það eru margir sem gleyma sér,“ segir Anna. Sem dæmi nefnir hún einnig að ráðist hafi verið í úthlutun þann 22. desember eftir að Mæðrastyrksnefnd hafi borist 100 kassar af hamborgarhryggjum frá fyrirtækinu Eldum rétt. „Það eru náttúrulega ofsalega margir sem hafa verið rausnarlegir við okkur, bæði fyrirtæki og einstaklingar,“ segir hún. Anna segir að eitthvað hafi verið um símtöl til nefndarinnar frá fólki sem taldi hana vera að hætta störfum. Bæði hafi símtöl borist frá fólki sem hugðist sækja um styrk en einnig öðrum sem hugðust styrkja nefndina sjálfa. Mögulega hafi það verið þar sem Fjölskylduhjálp hætti starfsemi fyrr á árinu. „Það er nú ekki svoleiðis að við séum að fara að hætta þar sem við höfum verið að störfum frá því árið 1928 og það hefur ekki staðið til að leggja niður Mæðrastyrksnefnd,“ segir hún. Anna segir að úthlutunum sé lokið en alltaf sé eitthvað til af mat ef fólk lendir í neyð. „Fólk er að hafa samband við okkur enn þá,“ segir Anna. „Sem er bara eðlilegt og þá hjálpum við fólki ef við getum það.“

Undirbúa loðnuleit strax eftir áramót

Undirbúa loðnuleit strax eftir áramót

Hjá Hafrannsóknastofnun er nú verið að undirbúa leiðangur til loðnuleitar, en þeir eru jafnan farnir í upphafi hvers nýs ár. Miðað er við að rannsóknarskipið Árni Friðriksson fari út 4.-6. janúar. „Við miðum einkum við að fá upplýsingar um…

Íslendingar eru fyrirferðarmiklir

Íslendingar eru fyrirferðarmiklir

Sé horft til þeirra sem tóku lán hjá sjóðnum fyrir fasteignakaupum á Spáni árið 2024 voru einungis Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn fjölmennari en Íslendingar í þeim hópi. Auður Hansen, löggiltur fasteignasali hjá Perla Investment, bendir Morgunblaðinu á þessa athyglisverðu staðreynd.

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Haustið 2018 höfðu nágrannar Brian Eggs fengið nóg. Enginn hafði séð Brian síðan um vorið og undarlegir menn virtust hafa komið sér fyrir á heimili hans. Þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið lögreglu að kanna málið var það ekki fyrr en í ágúst sem örlög Brians urðu ljós. Enn hefur enginn verið ákærður vegna málsins, Lesa meira

Yfirburðir íslensku drengjanna

Yfirburðir íslensku drengjanna

Íslenska U18 ára landslið drengja vann alla leiki sína í riðlakeppninni á alþjóðlegu móti í Hollandi í dag. Sigur á heimamönnum, 31:18, tryggði liðinu sæti í undanúrslitum.