Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, sem Sigurður Björgvin skrifaði, var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag að ræða um Geirfinnsmálið. Auk þess að endurtaka fyrri tilgátur um afdrif Geirfinns, sem útlistaðar eru í bókinni, varpaði Jón fram nýjum staðhæfingum um málið. Jón segir kenningar sínar í málinu byggja á gögnum en rannsókn lögreglu Lesa meira

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

Mikið fjaðrafok hefur verið undanfarin ár í kringum Lauryn Goodman, fyrrum hjákonu og barnsmóður knattpyrnumannsins Kyle Walker. The Upshot rifjaði dramatíkina upp. Walker hefur reglulega verið sparkað út af eiginkonu sinni, Annie Kilner, vegna stöðugra framhjáhalda og annarra atvika. Walker á fjögur börn með Kilner en hefur tekist að barna Goodman tvisvar í hjáverkum. Í Lesa meira

Afhjúpuðu spillingu í Úkraínu

Afhjúpuðu spillingu í Úkraínu

Orkumálaráðherra og dómsmálaráðherra Úkraínu sögðu af sér í dag vegna meintrar aðildar þeirra að umfangsmiklu spillingarmáli í orkugeira landsins. Rannsakendur halda því fram að náinn bandamaður Volodymyrs Zelenskys forseta hafi skipulagt 100 milljóna dala (12,6 milljarða króna) mútufléttu til að sölsa undir sig fjármuni, sem hefur vakið reiði almennings á sama tíma og víðtækt rafmagnsleysi ríkir vegna árása Rússa. Úkraína...

Veit ekki hvort hann skilaði sér um borð í skemmtiferðaskipið

Veit ekki hvort hann skilaði sér um borð í skemmtiferðaskipið

Móðir ungs Íslendings sem ekki hefur spurst til í rúma þrjá mánuði segir það mjög ólíkt honum að láta ekki vita af sér. Hún hefur ekki fengið upplýsingar frá spænsku lögreglunni um það hvort hann hafi raunverulega ráðið sig í vinnu á skemmtiferðaskipi líkt og hann tjáði henni áður en hann hvarf. Pedro Snær Riveros er 25 ára gamall og hefur búið stærstan hluta ævinnar á Spáni. Í byrjun ágúst tjáði hann móður sinni, Hörpu Halldórsdóttur, að hann hefði ráðið sig í vinnu sem kokkur á skemmtiferðaskipinu Allure of the Seas. Til hans hefur ekki spurst síðan. Harpa vakti athygli á máli Pedros Snæs á Facebook í morgun, en hún tilkynnti lögreglu um hvarf hans í september. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra á í samskiptum við spænsku lögregluna vegna málsins og borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins er meðvituð um það. Í samtali við fréttastofu segist Harpa upplifa að málið vinnist hægt hjá spænsku lögreglunni. Um viku eftir að hún tilkynnti hvarfið fór lögregla um borð í Allure of the Seas þegar skipið var við bryggju á Ítalíu. Pedro var ekki um borð og var ekki á lista yfir áhafnarmeðlimi. Harpa segir að illa gangi að fá upplýsingar um það frá lögreglunni hvort hann hafi nokkurn tímann ráðið sig í vinnu á eða verið um borð í skipinu. Pedro Snær bjó í Barcelona ásamt systur sinni áður en hann hvarf. Harpa segir hann ekki í neinni óreglu og smakki ekki áfengi.

Engin merking á bak við „six - seven“ önnur en að vera fyndið

Engin merking á bak við „six - seven“ önnur en að vera fyndið

Krakkar og unglingar mega ekki heyra tölurnar sex og sjö án þess að góla „six - seven“ og gera ákveðna handahreyfingu um leið. Grunnskólakennarar verða þó eflaust mest fyrir barðinu á þessu æði. „Ég var pínu stressuð að það væri einhver illkvittin merking á bak við það en svo róaðist maður þegar maður áttaði sig á að það var engin merking á bak við þetta. En þetta verður leiðigjarnt til lengdar og truflar oft,“ segir Ásta Björg Björgvinsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla. „Þetta meikar ekki sens og á ekki að meika sens og það er eiginlega það fyndna við þetta,“ segir Haraldur Jóhannsson, nemandi í 9. bekk Réttarholtsskóla. En vita foreldrar og kennarar hvað þetta þýðir? „ Ég held ekki, annars væri þessi frétt ekki“ segir Rósmarý Lilja Arnarsdóttir, 10. bekk Laugalækjarskóla.

Glódís skoraði sigurmarkið á móti Arsenal

Glódís skoraði sigurmarkið á móti Arsenal

Bayern München vann Arsenal í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, 3-2. Bayern lenti 0-2 undir og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið. Emily Fox kom Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, yfir á fimmtu mínútu og Mariona Caldentey tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu. Alara Şehitler minnkaði muninn fyrir Bæjara á 67. mínútu og Pernille Harder jafnaði á 80. mínútu. Þegar rétt tæplega fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma stýrði Glódís Perla svo fyrirgjöf Klöru Bühl í netið og tryggði 3-2 sigurinn. Bühl lagði upp öll mörk Bayern í leiknum. Eftir slæmt tap Bayern fyrir Barcelona í fyrstu umferð er liðið nú búið að vinna tvo leiki í röð en Arsenal er einungis með einn sigur úr fyrstu þremur leikjunum. Barcelona er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á OH Leuven, með betri markatölu en Lyon sem er einnig með níu stig. Staðan í deildinni . Amanda Andradóttir er á varamannabekk Twente sem sækir Benfica heim en sá leikur byrjaði kl. 20:00.