„Ég held að maðurinn minn sé að halda framhjá“

„Ég held að maðurinn minn sé að halda framhjá“

„Ég hef verið með manninum mínum síðan í menntaskóla en við erum á fimmtugsaldri. Fyrir um ári fór ég í vinkonuferð til útlanda og við skemmtum okkur vel í viku. Þegar ég kom heim fann ég ilmvatnslykt í húsinu okkar og nokkrum vikum seinna fann ég kvittun úr vínbúðinni dagsetta þegar ég var úti.“

Söfnun hafin fyrir Kjartan sem berst fyrir lífi sínu í Suður-Afríku

Söfnun hafin fyrir Kjartan sem berst fyrir lífi sínu í Suður-Afríku

Hafin er söfnun fyrir Kjartan Guðmundsson, mann sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku eftir umferðaslys þar í landi. Hann er faðir drengs sem er í fíknimeðferð hjá stofnuninni Healing Wings í Suður-Afríku. Þrír íslenskir drengir hafa undanfarið verið í meðferð hjá stofnuninni. Mæður þeirra sendu þá þangað eftir að hafa mætt lokuðum dyrum á Íslandi. Fjölskylda eins þeirra hélt utan í síðustu viku til að vera með honum yfir hátíðirnar. Fjölskylda drengsins var nýkomin til Suður-Afríku þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi. Það er Ómar Sigurðsson, vinur Kjartans, sem blés til söfnunarinnar í dag á Facebook-síðu sinni. Hann segir ljóst að ef Kjartan nær sér bíði hans löng og krefjandi endurhæfing. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera til staðar fyrir Kjartan og fjölskyldu hans,“ segir Ómar í færslu sinni og bendir öllum þeim sem vilja leggja Kjartani og fjölskyldu hans lið að þau geti lagt inn á reikning Sigurvalda, bróður Kjartans. Reikningsnúmer Sigurvalda er: 0123-15-238284 Kennitala: 260790-2939 Áður hefur verið blásið til söfnunar fyrir móður drengsins sem standa. Ingibjörg Einarsdóttir, vinkona hennar, blés til þeirrar söfnunar.

Tveir hafa látið lífið í óveðrinu í Svíþjóð

Tveir hafa látið lífið í óveðrinu í Svíþjóð

Tveir hafa látið lífið vegna óveðursins Jóhannesar, sem gekk yfir Svíþjóð í nótt og í morgun. Sænska ríkisútvarpið SVR greinir frá þessu . Sá fyrsti var karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir tré þegar hann var úti á gangi rétt yfir utan Sandviken, norður af Stokkhólmi. Annar maður lést eftir að hann festist undir tré í bænum Härnösand sem er við austurströnd Svíþjóðar. Á vef SVT segir að talið sé að maðurinn hafi verið að störfum á svæðinu þegar Jóhannes gekk yfir. Þar kemur fram að vinnuveitandi mannsins hafi staðfest dauðsfallið en að lögregla hafi ekki gert það. Óveðrið Jóhannes hefur valdið miklum skaða í Svíþjóð og Noregi.EPA / Nisse Schmidt