Ráðherra segir jafngildi orkunotkunar tvö þúsund heimila hafa sparast með orkusparandi aðgerðum í gróðurhúsum

Ráðherra segir jafngildi orkunotkunar tvö þúsund heimila hafa sparast með orkusparandi aðgerðum í gróðurhúsum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum garðyrkjubænda. Markmiðið er að bæta orkunýtni og draga úr orkunotkun með innleiðingu LED-ljósa og annars orkusparandi búnaðar. Þannig lækki rekstrarkostnaður bænda og orkuþörf alls samfélagsins. Jóhann Páll segir mat Umhverfis- og orkustofnunar vera að 8,3 gígavattstundir hafi sparast frá því í vor sem nemi árlegri raforkunotkun tvö þúsund heimila. Á vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um frekari framlög hafi verið tekin vegna góðs árangurs af fyrri styrkúthlutun, sem Loftslags- og orkusjóður hefur umsjón með. Megináhersla verði lögð á að styrkja verkefni sem falli að hlutverki sjóðsins. Þeir fá forgang við úthlutun sem meðal annars skila mestum orkusparnaði á hverja krónu sem veitt er, koma með lausnir sem auka tæknivæðingu í rekstri gróðurhúsa, auka hagkvæmni í rekstri og séu fyrirmynd annarra í greininni. Sölufélag garðyrkjumanna skoraði á stjórnvöld í apríl að grípa inn í bráðavanda garðyrkjunnar vegna hækkana á raforkuverði. „Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í skipulegan fjárfestingarstuðning við framleiðendur garðyrkjuafurða, og styrkirnir skila sér í lækkandi orkukostnaði og aukinni framleiðni í greininni,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.

Forsætisráðherrann við að skólastjórnendur geti vísað ofbeldisfullum nemendum frá námi

Forsætisráðherrann við að skólastjórnendur geti vísað ofbeldisfullum nemendum frá námi

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur vill að grunnskólastjórum verði færðar auknar heimildir til að vísa ofbeldisfullum eldri bekkingum frá námi án aðkomu sveitastjórna. Frederiksen sagði þetta í samtali við Berlingske sem hefur undanfarið ár flett ofan af mikilli ofbeldisöldu sem gengur yfir danska grunnskóla. Berlingske segir að vísa megi nemendum úr skóla í allt að fimmtíu daga verði þeir uppvísir að glæp, beiti þeir aðra vísvitandi ofbeldi og viðvarandi áreiti eða fremji alvarleg skemmdarverk. Viðbrögð séu orðin of flókin að mati Frederiksen og réttast sé að skólastjórnendur hafi stjórn á aðstæðum sjálfir. Forsætisráðherrann sagði orðið alltof torvelt að bregðast við ef til dæmis fimmtán ára unglingur kýlir einhvern í andlitið á skólatíma. Auðvitað eigi skólastjórar að geta brugðist skjótt við og vísað viðkomandi úr skólanum, tímabundið til að byrja með, að mati Frederiksen. Þeir eigi líka að geta bannað nemandanum að snúa aftur og ráðherrann segir réttast að ekkert ofbeldi verði umborið í skólum. Þó þurfi að taka tillit til nemenda með sérþarfir eða greiningar sem geta leitt af sér mikil reiðiköst.

Forsætisráðherrann vill að skólastjórnendur geti vísað ofbeldisfullum nemendum frá námi

Forsætisráðherrann vill að skólastjórnendur geti vísað ofbeldisfullum nemendum frá námi

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur vill að grunnskólastjórum verði færðar auknar heimildir til að vísa ofbeldisfullum eldri bekkingum frá námi án aðkomu sveitastjórna. Frederiksen sagði þetta í samtali við Berlingske sem hefur undanfarið ár flett ofan af mikilli ofbeldisöldu sem gengur yfir danska grunnskóla. Berlingske segir að vísa megi nemendum úr skóla í allt að fimmtíu daga verði þeir uppvísir að glæp, beiti þeir aðra vísvitandi ofbeldi og viðvarandi áreiti eða fremji alvarleg skemmdarverk. Viðbrögð séu orðin of flókin að mati Frederiksen og réttast sé að skólastjórnendur hafi stjórn á aðstæðum sjálfir. Forsætisráðherrann sagði orðið alltof torvelt að bregðast við ef til dæmis fimmtán ára unglingur kýlir einhvern í andlitið á skólatíma. Auðvitað eigi skólastjórar að geta brugðist skjótt við og vísað viðkomandi úr skólanum, tímabundið til að byrja með, að mati Frederiksen. Þeir eigi líka að geta bannað nemandanum að snúa aftur og ráðherrann segir réttast að ekkert ofbeldi verði umborið í skólum. Þó þurfi að taka tillit til nemenda með sérþarfir eða greiningar sem geta leitt af sér mikil reiðiköst.

Frakkar hyggjast aðstoða Palestínumenn við gerð stjórnarskrár

Frakkar hyggjast aðstoða Palestínumenn við gerð stjórnarskrár

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðið Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, liðsinni við gerð stjórnarskrár fyrir framtíðarríki Palestínumanna. Þetta kom fram í gær á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra meðan á heimsókn Abbas til Frakklands stóð. Macron sagði heimastjórnina og frönsk yfirvöld ætla að skipa stjórnlaganefnd til að draga upp stjórnarskrárdrögin. Henni er ætlað að bera ábyrgð á öllum lagalegum þáttum stjórnarskrárinnar. Macron sagði Frakka jafnframt ætla að leggja fram hundrað milljónir evra til mannúðaraðstoðar á Gaza. Frakkar voru meðal nokkurra vestrænna ríkja sem formlega viðurkenndu Palestínuríki í september. Þær ákvarðanir má meðal annars rekja til vaxandi andúðar alþjóðasamfélagsins á stríðsrekstri Ísraela á Gaza og vonar um að tveggja ríkja lausnin geti leitt til varanlegs friðar. Ísraelsstjórn er afar andvíg stofnun palestínsks ríkis. Viðkvæmt vopnahlé hefur síðan komist á milli Hamas og Ísraels með milligöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Það heldur enn þrátt fyrir nokkur brot af beggja hálfu.

Konungi Asanti-þjóðarinnar afhent þjófstolin verðmæti

Konungi Asanti-þjóðarinnar afhent þjófstolin verðmæti

Yfir 130 gull- og bronsmunum hefur verið skilað til konungs Asanti-þjóðarinnar í Gana samkvæmt ákvörðun breskra og suðurafrískra einstaklinga og fyrirtækja. Þeim var stolið þaðan á seinni hluta 19. aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Í tilkynningu frá hirð Otumfuo Osei Tutu II konungs fékk hann munina afhenta á sunnudaginn við hátíðlega athöfn í listasafni hallar sinnar í Kumasi, höfuðborg Asanti-fólksins. Breski listsagnfræðingurinn Hermione Waterfield lét 25 muni af hendi, en hún stofnaði ættbálkalistadeild uppboðshússins Christie's árið 1971. Meðal þeirra er trumba sem talið er að stolið hafi verið í umsátri breska hersins um Kumasi árið 1900. Auk þess komu 110 hlutir frá Barbier-Muller-safninu í Genf, sem svissneski listasafnarinn Josef Müller sankaði að sér snemma á 20. öld. Meðal gripanna var konunglegt skraut, trommur og gulllóð með myndskreytingum sem lýsa stjórnkerfi Asanti-þjóðarinnar, andatrú og því hlutverki sem gull gegndi í samfélagi hennar. Konungur þakkaði suðurafríska námufyrirtækinu AngloGold Ashanti sérstaklega fyrir að hafa keypt nokkra munanna á opnum markaði og fært þá Asanti-fólkinu. Fyrirtækið afhenti einnig nokkra gripi í fyrra. Mjög hefur verið þrýst á að söfn og stofnanir á Vesturlöndum skili gripum sem nýlenduveldi á borð við Bretland, Frakkland, Þýskaland og Belgíu stálu í Afríku.

Karlmaður grunaður um að hvetja til morða á stjórnmála- og embættismönnum

Karlmaður grunaður um að hvetja til morða á stjórnmála- og embættismönnum

Lögregla í Þýskalandi handtók tæplega fimmtugan þýsk-pólskan karlmann á mánudaginn í Dortmund sem sakaður er um að hafa á huldunetinu hvatt til morða á embættis- og stjórnmálamönnum. Þeirra á meðal eru Angela Merkel og Olaf Scholz, fyrrverandi kanslarar, samkvæmt upplýsingum heimildarmanna AFP innan dómskerfisins, dómarar og saksóknarar. Ríkissaksóknari segir manninn, sem hefur að þýskum hætti verið nafngreindur sem Martin S., hafa birt dauðadóma sem hann samdi sjálfur auk viðkvæmra persónuupplýsinga um væntanleg skotmörk. Hann er sagður hafa verið einn að verki en hafi tengsl við hægrisinnuð samtök samsæriskenningasmiða og hafi tekið að hvetja til árása á þekkta einstaklinga í júní. Martin hafi einnig birt leiðbeiningar um sprengjusmíði og beðið um framlög í rafmynt sem yrðu notuð sem verðlaunafé. Vefútgáfa Spiegel segir listann telja tuttugu nöfn auk þess sem að á vefsíðu mannsins hafi mátt sjá stuðning við öfgahægri hugmyndafræði og margs konar samsæriskenningar, meðal annars tengdar kórónuveirufaraldrinum. Martin S. bíður ákæra fyrir fjármögnun hryðjuverka og hvatningu til ofbeldisverka sem ógnað gætu stöðugleika ríkisins. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum barist gegn samtökum sem kalla sig Reichsbürger, eða Ríkisborgarar, sem hafna lögmæti þýska lýðveldisins. Þau þykja nú mikil öryggisógn eftir að hafa lengi verið álitinn hópur óánægðra furðufugla sem aðhylltust samsæriskenningar af mörgu tagi. Árið 2022 voru nokkrir meðlimir hópsins handteknir, þar á meðal fyrrverandi þingmaður og nokkrir hermenn, fyrir að skipuleggja valdarán til að koma kaupsýslu- og aðalsmanninum Heinrich XIII. prins af Reuss til valda.

20 fórust þegar tyrknesk herflutningavél hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

20 fórust þegar tyrknesk herflutningavél hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

Lockheed Hercules C-130 flugvél sömu tegundar og hrapaði.PAP / EPA-EFE Tuttugu hermenn fórust þegar tyrknesk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaísjan í gær. Hún var á leið frá Aserbaísjan til Tyrklands, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytis Tyrklands á samfélagsmiðlinum X. Myndskeið sem birtust í aserskum miðlum virðast sýna flugvélina snúast í hringi í loftinu áður en hún skellur til jarðar. Þá hafa þarlendir miðlar einnig birt myndir af brennandi flakinu og nokkurn fjölda fólks standa nærri. Tyrknesk stjórnvöld hafa beðið fjölmiðla um að birta ekki myndir af flakinu og Erdogan forseti segir náið unnið með georgískum yfirvöldum við að endurheimta flakið.

Tyrknesk herflutningavél fórst á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

Tyrknesk herflutningavél fórst á landamærum Georgíu og Aserbaídsjan

Lockheed Hercules C-130 flugvél sömu tegundar og hrapaði.PAP / EPA-EFE Tyrknesk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 hrapaði á landamærum Georgíu og Aserbaísjan í gær. Hún var á leið frá Aserbaísjan til Tyrklands, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytis Tyrklands á samfélagsmiðlinum X. Hvorki er greint frá hve margir voru um borð né hvort einhver hafi slasast eða týnt lífi. Björgunaraðgerðir standa yfir.

Rússar segjast hafa kæft samsæri Úkraínumanna og Breta gegn sér í fæðingu

Rússar segjast hafa kæft samsæri Úkraínumanna og Breta gegn sér í fæðingu

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa stöðvað í fæðingu samsæri Breta og Úkraínumanna um að ræna MIG35 orrustuþotu sem ber ofurhljóðfráa eldflaug. Ætlunin hafi verið að sviðsetja „stórfellda ögrunartilburði“ með því að fljúga þotunni í átt til NATO-herstöðvar við Svartahaf í Rúmeníu. Þar hefði hún verið skotin niður. Úkraínumenn og Rúmenar þvertaka fyrir ásakanirnar og segja Rússa með þeim dreifa áróðri. Það sé dæmigerð hegðun þarlendra njósnastofnana og tilgangurinn sé að ógna vestrænum samfélögum og grafa undan stuðningi við Úkraínumenn. Rúmenska utanríkisráðuneytið segir ásakanirnar uppspuna sem minni helst á njósnasögu frá Sovéttímanum. Rússar hafa iðulega sakað Úkraínumenn og evrópska samherja þeirra um skemmdarverk á rússneskri grundu, oft án nokkurra sannana. FSB segir varnarmálaráðuneyti Úkraínu standa að baki samsærinu og að það hafi ætlað að ginna rússneska flugmenn til samstarfs með loforði um þriggja milljóna bandaríkjadala greiðslu og ríkisborgararétt í vestrænu ríki. Ríkismiðlar í Rússlandi birtu myndskeið þar sem rússneskur hermaður með andlitið hulið sagðist hafa fengið tölvupóst frá úkraínskum leyniþjónustumanni sem reyndi að ráða hann til starfans.

Rússar segjast hafa kæft samsæri Úkraínumanna og Breta gegn sér í fæðingu

Rússar segjast hafa kæft samsæri Úkraínumanna og Breta gegn sér í fæðingu

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa stöðvað í fæðingu samsæri Breta og Úkraínumanna um að ræna MIG35 orrustuþotu sem ber ofurhljóðfráa eldflaug. Ætlunin hafi verið að sviðsetja „stórfellda ögrunartilburði“ með því að fljúga þotunni í átt til NATO-herstöðvar við Svartahaf í Rúmeníu. Þar hefði hún verið skotin niður. Úkraínumenn og Rúmenar þvertaka fyrir ásakanirnar og segja Rússa með þeim dreifa áróðri. Það sé dæmigerð hegðun þarlendra njósnastofnana og tilgangurinn sé að ógna vestrænum samfélögum og grafa undan stuðningi við Úkraínumenn. Rúmenska utanríkisráðuneytið segir ásakanirnar uppspuna sem minni helst á njósnasögu frá Sovéttímanum. Rússar hafa iðulega sakað Úkraínumenn og evrópska samherja þeirra um skemmdarverk á rússneskri grundu, oft án nokkurra sannana. FSB segir varnarmálaráðuneyti Úkraínu standa að baki samsærinu og að það hafi ætlað að ginna rússneska flugmenn til samstarfs með loforði um þriggja milljóna bandaríkjadala greiðslu og ríkisborgararétt í vestrænu ríki. Ríkismiðlar í Rússlandi birtu myndskeið þar sem rússneskur hermaður með andlitið hulið sagðist hafa fengið tölvupóst frá úkraínskum leyniþjónustumanni sem reyndi að ráða hann til starfans.

Stöðumælavörður og grínari á netinu

Stöðumælavörður og grínari á netinu

„Það er kominn einhver meðbyr og ég er búinn að gera eitthvað með þetta. En ég er bara stöðumælavörður og er bara að gera þetta á TikTok og njóta mín akkúrat núna. Svo veit maður aldrei hvað er að fara að gerast.“ Kjartan Logi Sigurjónsson hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum með grínsketsum á undanförnum mánuðum. Hann hefur verið áberandi á TikTok og Instagram og segir samfélagsmiðla vera frábæran vettvang fyrir fólk sem vill koma sínu efni á framfæri, hann segist sjálfur vera sáttur með sitt en að markmiðið sé að búa til efni fyrir sjónvarp. „En það sem ég vil gera er að gera eitthvað fyrir sjónvarp. Mér finnst það vera aðeins stærra, þá get ég stækkað myndina sem ég hef.“