„Er hún með Downs-heilkenni?“

„Er hún með Downs-heilkenni?“

Þegar Anna Ester Óttarsdóttir gekk með sitt þriðja barn fór hún í fósturskimun á 14. viku meðgöngu, líkt og áður, þar sem hún er með sykursýki af tegund 1 og því í nánu eftirliti. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar mátti lesa að líkur væru einn á móti átta á því að barnið væri með Downs-heilkenni.

Níu handtekin grunuð um fjármögnun hernaðararms Hamas-hreyfingarinnar

Níu handtekin grunuð um fjármögnun hernaðararms Hamas-hreyfingarinnar

Níu manns eru í haldi lögreglu á Ítalíu fyrir að safna alls sjö milljónum evra til stuðnings Hamas seinustu tvö ár undir yfirskyni fjársöfnunar fyrir stríðshrjáða Palestínumenn. Í frétt BBC segir að þangað hafi peningarnir ekki borist heldur til Hamas gegnum flókið fjáröflunarkerfi, með höfuðstöðvar í Genúa og útibú í Mílanó. Hin handteknu eru grunuð um að hafa látið fjármunina renna sérstaklega til hryðjuverkastarfsemi á vegum Hamas. Í yfirlýsingu lögreglu segir að þau hafi tekið við framlögum ætluðum almenningi á Gaza en á daginn hefði komið að yfir sjötíu af hundraði fjárins runnu til hernaðarvængs Hamas, fjölskyldna sjálfsmorðssprengjumanna og fólks í haldi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sameiginleg aðgerð fjársvika- og hryðjuverkadeilda lögreglunnar Handtökurnar voru hluti sameiginlegra aðgerða fjársvikadeildar og hryðjuverkadeildar ríkislögreglunnar, sem hófust eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Lögregla kveðst hafa greint fjölda tilkynninga um „grunsamlegar fjármagnsfærslur“ sem tengdust einhverjum þeirra sem grunaðir eru um skipulagningu árásarinnar. Samhliða handtökunum voru eignir gerðar upptækar að andvirði meira en átta milljóna evra. Innanríkisráðherrann Matteo Piantedosi segir Mohammad Hannoun, forseta Samtaka Palestínumanna á Ítalíu, meðal hinna handteknu. Hann hefur sagt allar ásakanir um að hann fjármagni starfsemi Hamas vera lygi. Ráðherrann þakkaði lögreglu fyrir uppljóstrunina í færslu á X en áréttaði jafnframt að allir væru saklausir uns sekt þeirra sannaðist.

Um 140 þúsund heimili enn án rafmagns

Um 140 þúsund heimili enn án rafmagns

Yfir 140 þúsund heimili eru án rafmagns í Finnlandi af völdum óveðursins Jóhannesar. YLE greinir frá þessu og segir straumrof hafa orðið í meira en 220 byggðarlögum. Fólk á göngu í Vesturbotni í Svíþjóð meðan vetrarstormurinn Jóhannes geisar.AP/TT News Agency / Sam Hedman Þúsundir íbúa Svíþjóðar hafa einnig verið án rafmagns vegna illviðrisins. Þar hafa tveir látið lífið af völdum Jóhannesar, karlmaður á fimmtudagsaldri sem varð undir tré rétt yfir utan Sandviken, norður af Stokkhólmi. Annar maður lést eftir að hann festist undir tré í bænum Härnösand við austurströnd Svíþjóðar.

Lavrov segir Taívan óaðskiljanlega hluta Kína

Lavrov segir Taívan óaðskiljanlega hluta Kína

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.EPA / VYACHESLAV PROKOFYEV/KREMLIN / POOL Rússlandsstjórn lítur á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta Kína og er andvíg öllum sjálfstæðistilraunum landsins. Þetta sagði utanríkisráðherrann Sergei Lavrov í samtali við ríkisfréttastofuna Tass . Hann telur allan ágreining um framtíð Taívan vera innanríkismál í Kína. Lavrov varaði jafnframt japönsk stjórnvöld við að taka skyndiákvarðanir á hernaðarsviðinu þótt ljóst væri að landið væri að hervæðast. Forsætisráðherrann Sanae Takaichi reitti kínverska ráðamenn til reiði þegar hún sagði Japansher grípa til vopna legðu þeir til atlögu að Taívan.

Maður grunaður um hnífaárás í jarðlestarkerfi Parísar vistaður á geðsjúkrahúsi

Maður grunaður um hnífaárás í jarðlestarkerfi Parísar vistaður á geðsjúkrahúsi

Hálfþrítugum karlmanni sem grunaður er um hnífaárás á þrjár konur í jarðlestakerfi Parísar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og fluttur á geðsjúkrahús. Saksóknarar sögðu í gær ekki við hæfi að vista manninn í fangelsi í ljósi andlegrar heilsu hans. Konurnar hlutu ekki alvarlega áverka eftir að maðurinn réðst á þær á þremur lestarstöðvum í miðborg Parísar. Lögreglumenn fundu manninn þremur klukkustundum eftir seinustu atlöguna í Val d'Oise hverfinu, með því að fylgja eftir ferðum hans gegnum eftirlitsmyndavélar og rakningu á síma hans. Maðurinn er ættaður frá Malí og hafði verið undir eftirliti frá því honum var sleppt úr fangelsi í júlí vegna dóms fyrir kynferðisbrot og grófan þjófnað. Þá bar honum að yfirgefa Frakkland en það tókst ekki því hann skorti ferðaskilríki. Því hafi honum verið sleppt níutíu dögum síðar, lögum samkvæmt. Innanríkisráðherrann Laurent Nunez kvaðst harma það og sagði markmið stjórnvalda að koma dæmdum útlendingum hratt úr landi. Ráðherrann hafði í liðinni viku hvatt háttsetta embættismenn til að tryggja sérstaka árverkni lögreglu yfir jól og áramót. Það ætti sérstaklega við um öryggi í almenningssamgöngum. Ráðherrann sagði mikla hættu á hryðjuverkaárásum og almennri upplausn.

Kosið í fyrsta sinn frá árinu 2021

Kosið í fyrsta sinn frá árinu 2021

Frá kjörstað í Mjanmar.EPA / NYEIN CHAN NAING Kosningar eru hafnar í Mjanmar og munu standa í heilan mánuð. Eftirlitsstofnanir og Sameinuðu þjóðirnar segjast óttast að kosningunum sé ætlað að festa herforingjastjórn landsins frekar í sessi. Leiðtogar hennar segja kosningarnar til þess gerðar að endurvekja lýðræði í Mjanmar. Herinn rændi völdum árið 2021 og síðan þá hefur ekki verið kosið í Mjanmar. Lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, hefur setið í stofufangelsi allar götur síðan.

Kosið í fyrsta sinn frá árinu 2020

Kosið í fyrsta sinn frá árinu 2020

Frá kjörstað í Mjanmar.EPA / NYEIN CHAN NAING Kosningar eru hafnar í Mjanmar og munu standa í heilan mánuð. Eftirlitsstofnanir og Sameinuðu þjóðirnar óttast að kosningunum sé ætlað að festa herforingjastjórn landsins frekar í sessi. Fámennt hefur verið á kjörstöðum frá því kjörfundur hófst í morgun. Leiðtogar stjórnarinnar segja kosningarnar til þess gerðar að endurvekja lýðræði. Herinn rændi völdum árið 2021 og síðan þá hefur ekki verið kosið í Mjanmar. Lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, hefur setið í stofufangelsi allar götur síðan. Greinendur telja líklegast að Samstöðu- og þróunarflokkurinn, hliðhollur hernum, fá mest fylgi í kosningunum sem taka heilan mánuð.

Evrópusambandið hvetur til virðingar fyrir fullveldisrétti Sómalíu eftir að Ísraelar viðurkenndu Sómalíland

Evrópusambandið hvetur til virðingar fyrir fullveldisrétti Sómalíu eftir að Ísraelar viðurkenndu Sómalíland

Evrópusambandið vill að fullveldisréttur Sómalíu verði virtur eftir að ísraelsk stjórnvöld viðurkenndu fullveldi héraðsins Sómalílands. Ekkert annað ríki hefur gert það. Anouar El Anouni, talsmaður utanríkismáladeildar Evrópusambandsins, segir brýnt að virða fullveldi og landsréttindi Sómalíu í samræmi við stjórnarskrá landsins og sáttmála Afríkusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Það sé grundvöllur friðar og stöðugleika á gjörvöllu Horni Afríku, skaganum sem myndar suðurströnd Adenflóa. Evrópusambandið hvetur leiðtoga Sómalílands og Sómalíu til viðræðna svo leysa megi langvinnan ágreining þeirra á milli. Stjórnvöld í Sómalíu kölluðu viðurkenningu Ísraels á Sómalílandi vísvitandi atlögu að fullveldi sínu auk þess sem Egyptar og Tyrkir fordæmdu hana. Það gerðu einnig samtök ríkja við Persaflóa og samtök 57 ríkja um íslamska samvinnu, sem hafa aðsetur í Sádi Arabíu. Héraðið lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 1991 og sagði sig úr lögum við Sómalíu. Það hefur síðan verið einangrað diplómatískt en hefur eigin gjaldmiðil, her og gefur út sín eigin vegabréf.

Pezeshkian forseti segir Bandaríkin, Ísrael og Evrópu í allsherjarstríði við Íran

Pezeshkian forseti segir Bandaríkin, Ísrael og Evrópu í allsherjarstríði við Íran

Masoud Pezeshkian Íransforseti segir Bandaríkin, Ísrael og Evrópu heyja allsherjarstríð gegn heimalandi hans. Forsetinn lét þessi orð falla í viðtali sem birtist á vefsíðu æðstaklerksins Ali Khamenei hálfu ári eftir loftárásir Ísraela og Bandaríkjanna á Íran. Frakkar, Bretar og Þjóðverjar stóðu að baki endurupptöku viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Íran í september vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Pezeshkian kveðst telja að ætlunin sé að knésetja Íran og sagði styrjöldina nú mun verra en fyrsta Persaflóastríðið við Írak. „Þegar betur er að gáð er þetta stríð mun flóknara og erfiðara,“ sagði Pezeshkian. Hundruð þúsunda týndu lífi í stríði Íraks og Írans sem stóð frá 1980 til 1988. Bandaríkin og samherjar þeirra saka Írani um að ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum, sem þarlend stjórnvöld þvertaka fyrir. Ísraelsher gerði óvænta árás á kjarnorku- og hernaðarinnviði Írans auk borgaralegra svæða í júní og Bandaríkin gerðu þrjár árásir á kjarnorkuver í landinu. Írönsk yfirvöld segja atlögurnar hafa kostað yfir þúsund mannslíf, þá 12 daga sem stríðið varði. Þátttaka Bandaríkjanna varð til þess að stöðva samningaviðræður um kjarnorkuáætlun Írana sem hófust í apríl. Donald Trump hefur endurvakið harða stefnu sína gegn Íran með efnahagsaðgerðum sem ætlað er að lama landið og þurrka upp ágóða þess af olíusölu um heim allan.

YouTube gegnsýrt af gervigreindarsulli og heilafúa

YouTube gegnsýrt af gervigreindarsulli og heilafúa

Nýir YouTube-notendur mega vænta þess að um þriðjungur af stuttum myndskeiðum sem þeir skoða á vefsíðunni séu gervigreindarsull (e. AI slop) eða heilafúi (e. brain rot). Þetta er niðurstaða rannsóknar vefsíðunnar Kapwing á gervigreindarefni á YouTube. Kapwing er þjónusta til að búa til myndefni með hjálp gervigreindar. Aðstandendur vefsíðunnar tóku nýverið saman gögn um vinsælar YouTube-rásir sem birta myndskeið sem flokkast undir gervigreindarsull og heilafúa. Rannsóknin var ekki framkvæmd samkvæmt fræðilegum viðmiðum en varpar engu að síður áhugaverðu ljósi á uppgang lággæða myndefnis. Meðal helstu niðurstaðna rannsóknar Kapwing er að stærstu gervigreindarsullsrásirnar á YouTube eru með margar milljónir áskrifenda. Stærsta rásin er frá Bandaríkjunum og heitir Cuentos Facinantes, en efnið á henni er á spænsku. Hún hefur rétt tæpa sex milljón áskrifendur. Rásin Bandar Apna Dost, sem er indversk, er með flest áhorf af þeim sem rannsóknin náði til, eða yfir tvo milljarða áhorfa. Kapwing áætlar að árlegar tekjur Bandar Apna Dost séu um 4,25 milljónir bandaríkjadala. Suðurkóreska rásin Three Minutes Wisdom nær einnig yfir tvo milljarða áhorfa en gervigreindarsull er afar fyrirferðarmikið í því landi. Alls eru áhorf í Suður-Kóreu, á þær rásir sem rannsóknin náði til og einkennast af gervigreindarsulli, um 8,5 milljarðar. Til samanburðar situr Pakistan í öðru sæti með um 5,3 milljarða slíkra áhorfa. Hvaða sull er þetta? Gervigreindarsull vísar til myndefnis sem er framleitt með hjálp spunagreindar (e. generative AI) og einkennist af metnaðar- og merkingarleysi og er af lágum gæðum. Slíku myndefni er dælt á veraldarvefinn í miklu magni, ýmist í því skyni að safna áhorfum eða í því skyni að hafa áhrif á skoðanir fólks. Ekki allt gervigreindarefni er gervigreindarsull en gervigreindarsull má almennt lýsa sem heilafúa. Heilafúi lýsir bæði efni, sem einkennist af handahófskenndum eiginleikum, og hegðun þeirra sem neyta efnisins og verja svo miklum tíma á netinu að heili þeirra er farinn að rotna, líkt og fréttamaður Vísis orðaði það fyrr á árinu . „Aðaltilgangurinn með gervigreindarsulli og heilafúaefni er að fanga athygli þína, og efni sem þetta verður sífellt erfiðara að forðast,“ segir á vef Kapwing. Myndskeiðin í rannsókninni einkennast af efni sem tengist trúarbrögðum, íþróttum, dýra- og barnaefni. Þriðjungur myndskeiða heilafúi Til þess að rannsaka viðfangsefnið báru rannsakendur kennsl á þær YouTube-rásir sem eru á lista yfir þær hundrað vinsælustu í hverju landi fyrir sig og framleiða efni sem einkennist af gervigreindarsulli og heilafúa. Stuðst var við gögn Socialblade.com til að rýna í áhorfs- og áskrifendatölur og áætlaðar tekjur þessara rása. Því næst bjuggu rannsakendur til nýjan YouTube-aðgang og könnuðu hve mikið af fyrstu 500 myndskeiðunum sem komu upp í YouTube Shorts, þar sem aðeins er að finna stutt myndskeið, voru gervigreindarsull eða heilafúi. Fyrstu sextán myndskeiðin sem hinn nýi aðgangur sá á YouTube shorts voru eðlileg myndskeið, en eftir það fór að bera töluvert á sulli og fúa. Niðurstaða rannsóknarinnar er að 33%, eða 165 myndskeið af 500, voru heilafúi. 104 þessara myndskeiða, eða 21% af fyrstu 500, voru gervigreindarsull.

Bær á Vesturbakkanum í herkví og íbúar sæta útgöngubanni

Bær á Vesturbakkanum í herkví og íbúar sæta útgöngubanni

Ísraelsher hefur fyrirskipað að íbúar bæjarins Qabatiya á Vesturbakkanum skuli sæta útgöngubanni. Bærinn er jafnframt í herkví eftir að maður þaðan myrti tvær manneskjur í Ísrael á föstudag. Varnarmálaráðherrann Israel Katz tilkynnti þetta og sagði markmið hersins að uppræta alla palestínska hryðjuverkamenn í bænum. Palestínska fréttastofan Wafa segir að Ísraelsher hafi yfirtekið skóla í bænum, þar sem fólki var haldið og það yfirheyrt. Jafnframt hafi herinn lokað öllum leiðum að bænum, yfirheyrt fólk heima hjá sér og gert húsleitir. Tæplega hálffertugur Palestínumaður sem hafði starfað með ólögmætum hætti í Ísrael ók bifreið vinnuveitanda síns á 68 ára karlmann og stakk 18 ára stúlku til bana, að sögn ísraelskra lögregluyfirvalda. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Ísraelsher og leyniþjónustumenn Shin Bet húsleit á heimili mannsins og yfirheyrðu fólk. Íbúinn Muhannad Zakarneh segir í samtali við AFP-fréttaveituna hermenn hefðu handtekið hann án útskýringa og haldið honum handjárnuðum klukkustundum saman. Honum hafi ekki verið svarað þegar hann spurði hvert sakarefnið væri. AFP-fréttaveitan hefur tekið saman tölur frá yfirvöldum sem sýna að minnst 38 hafi fallið fyrir hendi Palestínumanna innan Ísraels frá upphafi stríðsins á Gaza, þar af tveir útlendingar. Á sama tíma hefur ofbeldi færst í aukana á Vesturbakkanum sem Ísrael hernam árið 1967. Ísraelskar tölur sýna að 44 þarlendir hermenn og almennir borgarar hafi verið drepnir í árásum Palestínumanna eða við aðgerðir Ísraelshers á Vesturbakkanum. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu segja að ísraelskir hermenn og landtökufólk hafi drepið á annað þúsund Palestínumenn á Vesturbakkanum. Einhverjir vígamenn eru sagðir þar á meðal en jafnframt tugir eða hundruð almennra borgara.

Bær á Vesturbakkanum í herkví og íbúar sæta útgöngubanni

Bær á Vesturbakkanum í herkví og íbúar sæta útgöngubanni

Ísraelsher hefur fyrirskipað að íbúar bæjarins Qabatiya á Vesturbakkanum skuli sæta útgöngubanni. Bærinn er jafnframt í herkví eftir að maður þaðan myrti tvær manneskjur í Ísrael á föstudag. Varnarmálaráðherrann Israel Katz tilkynnti þetta og sagði markmið hersins að uppræta alla palestínska hryðjuverkamenn í bænum. Palestínska fréttastofan Wafa segir að Ísraelsher hafi yfirtekið skóla í bænum, þar sem fólki var haldið og það yfirheyrt. Jafnframt hafi herinn lokað öllum leiðum að bænum, yfirheyrt fólk heima hjá sér og gert húsleitir. Tæplega hálffertugur Palestínumaður sem hafði starfað með ólögmætum hætti í Ísrael ók bifreið vinnuveitanda síns á 68 ára karlmann og stakk 18 ára stúlku til bana, að sögn ísraelskra lögregluyfirvalda. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Ísraelsher og leyniþjónustumenn Shin Bet húsleit á heimili mannsins og yfirheyrðu fólk. Íbúinn Muhannad Zakarneh segir í samtali við AFP-fréttaveituna hermenn hefðu handtekið hann án útskýringa og haldið honum handjárnuðum klukkustundum saman. Honum hafi ekki verið svarað þegar hann spurði hvert sakarefnið væri. AFP-fréttaveitan hefur tekið saman tölur frá yfirvöldum sem sýna að minnst 38 hafi fallið fyrir hendi Palestínumanna innan Ísraels frá upphafi stríðsins á Gaza, þar af tveir útlendingar. Á sama tíma hefur ofbeldi færst í aukana á Vesturbakkanum sem Ísrael hernam árið 1967. Ísraelskar tölur sýna að 44 þarlendir hermenn og almennir borgarar hafi verið drepnir í árásum Palestínumanna eða við aðgerðir Ísraelshers á Vesturbakkanum. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu segja að ísraelskir hermenn og landtökufólk hafi drepið á annað þúsund Palestínumenn á Vesturbakkanum. Einhverjir vígamenn eru sagðir þar á meðal en jafnframt tugir eða hundruð almennra borgara.