Sarkozy laus úr fangelsi

Sarkozy laus úr fangelsi

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag sleppt úr fangelsi í París eftir úrskurð áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir hafa tekið ólöglega við fjármunum frá Líbíu í tengslum við kosningabaráttu sína árið 2007.

Héraðssaksóknari flutti fé í fjársvikamáli yfir á sína reikninga

Héraðssaksóknari flutti fé í fjársvikamáli yfir á sína reikninga

Embætti héraðssaksóknara hefur flutt fé sem lagt var hald á í umfangsmiklu fjársvikamáli, sem kom upp í byrjun nóvember, yfir á reikninga embættisins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að reikningarnir hafi verið losaðir og það komi í veg fyrir að fólk geti náð sér í peninga til framfærslu. Þessi vinna fór fram fyrir helgi. Héraðssaksóknari tók við rannsókn málsins af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudaginn. Minnst fimm eru grunaðir um að hafa nýtt sér kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna til að hafa hundruð milljóna af Landsbankanum og 10 milljónir frá Arion banka. Tveggja til viðbótar var leitað. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.RÚV / Ragnar Visage

Héraðssaksóknari kominn með féð úr fjársvikamálinu

Héraðssaksóknari kominn með féð úr fjársvikamálinu

Embætti héraðssaksóknara hefur flutt fé sem lagt var hald á í umfangsmiklu fjársvikamáli, sem kom upp í byrjun nóvember, yfir á reikninga embættisins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að reikningarnir hafi verið losaðir og það komi í veg fyrir að fólk geti náð sér í peninga til framfærslu. Þessi vinna fór fram fyrir helgi. Héraðssaksóknari tók við rannsókn málsins af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudaginn. Minnst fimm eru grunaðir um að hafa nýtt sér kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna til að hafa hundruð milljóna af Landsbankanum og 10 milljónir frá Arion banka. Tveggja til viðbótar var leitað. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.RÚV / Ragnar Visage

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Heimsþingið skapað mikilvægt samfélag kvenna

Heimsþingið skapað mikilvægt samfélag kvenna

Heimsþing kvenleiðtoga - Reykjavik Global Forum - var sett í morgun en þetta er í áttunda sinn sem þingið er haldið hér á landi. Á heimsþinginu koma saman yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðs vegar að úr heiminum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins, segir áhersluna eins og áður vera á stöðu jafnréttismála. „Hingað eru þessar konur komnar mjög mikið til að læra af Íslandi. Sjá hvað hefur gengið vel hér og hvernig þær geti brugðist svipað við í sínum samfélögum.“ Yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðsvegar að úr heiminum koma saman á áttunda Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu. Framkvæmdastjóri segir mikilvægt að ná einnig til karla. Það er hins vegar nýbreytni í ár að leggja áherslu á drengi og karlmenn. „Það er að segja hvernig við getum virkjað þá frekar í umræðunni. Það er skoðun flestra hér að við náum ekki mikið meiri árangri í jafnréttismálum nema við tryggjum að þeir verði með okkur í þessu,“ segir Hanna Birna. Yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðsvegar að úr heiminum koma saman á áttunda Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu. Framkvæmdastjóri segir mikilvægt að ná einnig til karla. Hún segir heimsþingið hafa skapað mikilvægt samfélag kvenna. Svipmyndir frá fyrri degi má sjá hér að neðan.

Eygló Fanndal frá í nokkra mánuði: „Ég er svolítið óþolinmóð“

Eygló Fanndal frá í nokkra mánuði: „Ég er svolítið óþolinmóð“

Eygló Fanndal Sturludóttir, Evrópumeistari í ólympískum lyftingum, er með útbungun neðst í bakinu. Meiðslin komu í veg fyrir að hún gæti keppt á HM í október og nú er ljóst að þau eru alvarlegri en hún hélt í fyrstu: „Þetta verða einhverjir mánuðir þar sem ég má ekki lyfta neitt en það verður bara að hafa það.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er með útbungun í mjóhrygg. Meiðslin séu alvarlegri en hún hélt í fyrstu en hún sé þó hvergi nærri hætt lyftingum. Læknarnir gáfu henni gróft plan á bataferlinu þó auðvitað sé ekki vitað nákvæmlega hvenær hún getur snúið aftur til keppni: „Ég held að þau hafi gefið mér lengsta planið til að halda mér eins rólegri og þau geta því þau vita að ég er svolítið óþolinmóð og vil bara keyra á þetta um leið og ég má. En við erum kannski að horfa á einhverja fimm mánuði.“ Eygló fór til London því hún fékk ekki skýr svör hjá íslenskum læknum: „Það gekk illa að greina þetta hér. Ég var búin að vera mjög lengi þar sem var bara lítill framgangur og við vorum ekki alveg að komast nær því hvað væri að gerast. Ég var mjög heppin að komast að hjá sérfræðingi í London sem hjálpaði Annie Mist á sínum tíma með hennar bakmeiðsli. Hann fékk frábær meðmæli og ég komst að hjá honum þannig að ég dreif mig bara um leið og ég gat; fór til hans og fékk svör.“ Óvissa með EM en stefnir á HM og Ólympíuleikana Næsta stórmót er EM næsta apríl, þar sem hún á titil að verja, og enn óljóst með þátttöku Eyglóar þar: „Það er kannski ekki sniðugt að setja allan fókusinn á það núna og verða þá fyrir vonbrigðum ef það gengur ekki. Frekar bara að sjá hvernig gengur og ef það gengur þá verður það ótrúlega gaman en frekar að hugsa um HM næsta haust, það er kannski svona aðalmálið núna.“ Þrátt fyrir bakslagið setur Eygló sem fyrr stefnuna á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028. „HM er fyrsta mótið í úrtökuferlinu fyrir Ólympíuleikana þannig að það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ótrúlega gaman að fara á EM og verja titilinn en til lengri tíma litið er það ekki markmiðið sem við erum að stefna á núna, það eru Ólympíuleikarnir. Mig langar að fara þangað og ég ætla bara að gera allt sem ég get til að komast þangað.“

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Fyrirliði Liverpool, Virgil van Dijk, segir að ekki megi gleyma 3-0 tapinu gegn Manchester City á sunnudag, heldur verði það að vera hvatning til að bæta leik liðsins. Liverpool situr nú í 8. sæti úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Arsenal, þegar liðið fer inn í landsleikjahléið. Van Dijk sagði eftir leikinn að frammistaðan á Lesa meira

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Á sama tíma og vextir á framkvæmdalánum til verktaka eru 3,9 prósent á evrusvæðinu eru þeir 16 prósent hér á landi, eða fjórfaldir, og einn stærsti kostnaðarliðurinn við húsbyggingar. Samt eru samtök í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingin lítið að tala um þetta, rétt eins og vextir séu eins og veðrið og ekkert hægt að gera í Lesa meira