England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

Fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á Old Trafford í Manchester. Manchester United fékk þar Newcastle í heimsókn og unnu heimamenn sterkan sigur og lyftu sér upp í fimmta sæti deildarinnar. United spilaði heilt yfir vel í þessum leik og komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Patrick Lesa meira

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári honum á heimili hans þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi.

Norðmaður handtekinn fyrir að reyna að bana föður sínum á aðfangadag

Norðmaður handtekinn fyrir að reyna að bana föður sínum á aðfangadag

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Suður-Noregi en hann er sakaður um að reyna að bana föður sínum á aðfangadagskvöld. NRK greinir frá. Árásin átti sér stað í borginni Arendal sem er í fylkinu Ögðum. Faðirinn, sem er á áttræðisaldri, er með stunguáverka eftir árásina en þó ekki í lífshættulegu ástandi. Sonurinn var upphaflega handtekinn fyrir líkamsárás Sondre Halvorsen, talsmaður lögreglunnar í Ögðum, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um ofbeldisfullt atvik í heimahúsi í Arendal skömmu fyrir 19 á aðfangadagskvöld. Feðgarnir voru staddir á heimili föðursins í jólaboði. Það kom til átaka þeirra á milli vegna þess að faðirinn vildi að sonurinn yfirgæfi heimilið. Faðirinn var færður á sjúkrahús og sonurinn handtekinn, upphaflega fyrir líkamsárás en sökinni var síðar breytt í manndrápstilraun. Faðirinn er ekki sagður vera alvarlega slasaður en lögregla gerði hníf upptækan eftir árásina. Fara fram á að sonurinn verði á sjúkrahúsi yfir varðhaldstímann Sonurinn var færður fyrir héraðsdóm Agða í morgun. Þar lýsti hann yfir sök sinni en verjandi sonarins, Eirik Glad Balchen, sagði skömmu síðar að skjólstæðingurinn hefði enn ekki tekið afstöðu til þess hvort hann sé sekur eða saklaus. Það geri hann ekki fyrr en búið sé að ganga úr skugga um að hann sé sakhæfur vegna andlegra veikinda. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir syninum, sem mótmælti því. Hann fer fram á að vera vistaður á sjúkrahúsi yfir varðhaldstímann. „Hann vill hjálp, hann þarf hjálp og hann vill þá hjálp á sjúkrahúsi,“ er haft eftir Balchen. Sonurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. janúar.

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Kjartan Guðmundsson, 46 ára, er faðirinn sem lenti í alvarlegu bílslysi í Suður-Afríku miðvikudaginn 17. desember. Þrettán ára dóttir Kjartans og móðir hans létust í slysinu. Sjálfur liggur hann illa slasaður á sjúkrahúsi þar ytra. Bróðir Kjartans og tveir vinir hans dvelja þar hjá honum og hafa vinir Kjartans hafið söfnun honum til handa. „Kjartan Lesa meira

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona

Barcelona á Spáni virðist hafa lítinn sem engan áhuga á varnarmanninum öfluga Marc Guehi sem spilar fyrir Crystal Palace. Frá þessu greina spænskir miðlar en Barcelona hafði sýnt enska landsliðsmanninum áhuga síðustu vikur. Launakröfur Guehi eru þó alltof háar að mati Barcelona og mun félagið ekki reyna við hann í janúarglugganum. Guehi verður samningslaus næsta Lesa meira

Metfjöldi eldri borgara skráir sig í háskólanám

Metfjöldi eldri borgara skráir sig í háskólanám

Metfjöldi eldri borgara í Svíþjóð hefur skráð sig í háskólanám. Þeir skrá sig í nám til að hitta fólk í raunheimum og eru hungraðir í að læra meira. Senioruniversitetet er rekið í samstarfi við Folksuniversitetet, fræðslumiðstöð fyrir fullorðna, og um þrjátíu útibú eru um alla Svíþjóð. Þar er boðið upp á námshópa, fyrirlestraraðir og háskólanámskeið. Hægt er að læra tungumál, stjórnmál, læknisfræði og arkitektúr. Vinsældir námsins eru svo miklar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, að um 100 sjálfboðaliðar sjá um námskeið um alla borgina. Vinsælasti viðburður skólans er vikuleg fyrirlestraröð sem er haldin hvern þriðjudag. Um þúsund gestir mæta í hverri viku. Hungur í menntun Dæmi um námskeið sem boðið er upp á eru „Listin að veita Nóbels-verðlaun“, sem er haldið af fyrrum meðlimi nóbelsnefndarinnar, „Upplýsingaóreiða og gervigreind“ og „Frá sápuóperum til menningararfs og öfugt“. Inga Sanner, stjórnarformaður Senioruniversitetet í Stokkhólmi, segir aðsóknina aldrei hafa verið meiri. „Þátttakan minnkaði í heimsfaraldrinum en við höfum náð sömu tölu og fyrir hann og það fjölgar enn. Það hafa aldrei fleiri skráð sig í nám.“ Gunnar Danielsson, framkvæmdastjóri Folksuniversitetet, segir fólk þrá að læra sér til ánægju, það sé fagnaðarefni í þjóðfélagi sem sé sífellt uppteknara af námi og menntun til undirbúnings fyrir vinnumarkaðinn. Hann segir fólk koma á námskeið í skólanum til að hitta annað fólk í raunheimum frekar en netheimum. Sanner er sjálf komin á eftirlaun en er prófessor í sagnfræði. Hún segir eldra fólk árvökult og með gríðarlega löngun og hungur í menntun. „Það er mjög áhugavert hvað það eru margir fróðleiksfúsir sem vilja læra meira um heiminn, það er svo mikil þörf á okkar tímum.“

Metfjöldi eldri borgara skrá sig í háskólanám

Metfjöldi eldri borgara skrá sig í háskólanám

Metfjöldi eldri borgara í Svíþjóð hefur skráð sig í háskólanám. Þeir skrá sig í nám til að hitta fólk í raunheimum og eru hungraðir í að læra meira. Senioruniversitet er rekið í samstarfi við Folksuniversitet, fræðslumiðstöð fyrir fullorðna, og um þrjátíu útibú eru um alla Svíþjóð. Þar er boðið upp á námshópa, fyrirlestraraðir og háskólanámskeið. Hægt er að læra tungumál, stjórnmál, læknisfræði og arkitektúr. Vinsældir námsins eru svo miklar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, að um 100 sjálfboðaliðar sjá um námskeið um alla borgina. Vinsælasti viðburður skólans er vikuleg fyrirlestraröð sem er haldin hvern þriðjudag. Um þúsund gestir mæta í hverri viku. Hungur í menntun Dæmi um námskeið sem boðið er upp á eru „Listin að veita Nóbels-verðlaun“, sem er haldið af fyrrum meðlimi nóbelsnefndarinnar, „Upplýsingaóreiða og gervigreind“ og „Frá sápuóperum til menningararfs og öfugt“. Inga Sanner, formaður Senior-universi-tet í Stokkhólmi, segir aðsóknina aldrei hafa verið meiri. „Þátttakan minnkaði í heimsfaraldrinum en við höfum náð sömu tölu og fyrir hann og það fjölgar enn. Það hafa aldrei fleiri skráð sig í nám.“ Gunnar Danielsson, framkvæmdastjóri Folksuniversitet, segir fólk þrá að læra sér til ánægju, það sé fagnaðarefni í þjóðfélagi sem sé sífellt uppteknara af námi og menntun til undirbúnings fyrir vinnumarkaðinn. Hann segir fólk koma á námskeið í skólanum til að hitta annað fólk í raunheimum frekar en netheimum. Sanner er sjálf komin á eftirlaun en er prófessor í sagnfræði. Hún segir eldra fólk árvökult og með gríðarlega löngun og hungur í menntun. „Það er mjög áhugavert hvað það eru margir fróðleiksfúsir sem vilja læra meira um heiminn, það er svo mikil þörf á okkar tímum.“