Magnús kosinn formaður Leikfélags Reykjavíkur

Magnús kosinn formaður Leikfélags Reykjavíkur

Magnús Ragnarsson var kosinn formaður Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Hann bar sigurorð af Páli Baldvini Baldvinssyni sem bauð sig fram gegn honum. Magnús var formannsefni í tillögu sem kjörnefnd lagði til fyrir fundinn. Önnur í stjórn eru Björgvin Skúli Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Einar Örn Benediktsson. Magnús Ragnarsson.RÚV

Pörupiltar taka á viðkvæmum málum: Vilja fá fólk til að hlæja og skapa þannig umræður

Pörupiltar taka á viðkvæmum málum: Vilja fá fólk til að hlæja og skapa þannig umræður

„Við kunnum að segja frá og kunnum að setja í samhengi,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona og pörupiltur. Pörupiltar standa nefnilega fyrir nýju uppistandi um EKKO-málin svokölluðu en það eru einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppistandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Atriðið er hugsað sem tækifæri til að fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO-málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Gunnar Hansson ræddi við Sólveigu í Mannlega þættinum á Rás 1. Sem konur geta þær sagt hluti sem karlar kæmust ekki upp með í dag Upphaflega voru Pörupiltarnir þrír en „svo tók hún María Pálsdóttir upp á því að flytja norður.“ Uppátækið hófst fyrir rúmlega 20 árum þegar stór hópur leikkvenna sótti drag-námskeið hjá Maríu. „Við vorum að skemmta á Kringlukránni í svolítið langan tíma og svo kvarnaðist úr hópnum. Við vorum þrjár sem fórum og gerðum Homo Erectus sem var um samskipti kynjanna.“ Í þessum sýningum eru þær allar í drag-gervi. „Þetta eru misfúnkerandi drengir, týpur sem allir þekkja. Af því að við erum konur að segja alla þessa hluti þá verður þetta svolítið marglaga og við megum kannski segja hluti sem karlar kæmust ekki upp með að segja í dag.“ „Við erum að skoða alls konar erkitýpur og það sem má og má ekki tala um.“ Sá pörupiltur sem Sólveig túlkar kallast Dóri Maack og er ljóðskáld/rappari. „Þeir eru á milli starfa og á milli kvenna. Baksagan er sú að þeir kynnast á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun og eru náttúrulega alltaf atvinnulausir.“ Þeir séu ekki sérlega vel heppnaðir en meini vel. „Núna vilja þeir gefa af sér út í samfélagið, kenna okkur hinum hvað þeir hafa lært.“ Gott að læra um viðkvæm málefni í gegnum húmor Pörupiltarnir fari þó ekki endilega alltaf með rétt mál og því þurfi að taka orðum þeirra með gagnrýnum hug. Hugmyndin með þetta nýja verkefni hafi þó einmitt verið að kenna með öfugri fyrirmynd. Nýja verkefnið heitir KÁF og stendur fyrir kynferðislegt áreiti fyrirtækja og er úr smiðju þeirra sjálfra. „Það er gott að láta þá bara skrifa þetta. Við erum svolítið að vinna þetta í spuna. Þetta er um EKKO-málin. Fyrirtækjum ber skylda að fræða starfsfólk sitt um þetta, það er bundið í lög. Þeir fara yfir lögin í þessum nýja fyrirlestri sínum og kenna fólki um þetta.“ „Auðvitað er þetta viðkvæmt málefni og mál sem koma upp eru misalvarleg. En það er enn þá svo mikið af týpum sem segja: Hvað, má ekkert lengur? Við hugsuðum að það er kannski allt í lagi, núna á þessum tímapunkti, að byrja að setja þetta í húmorform og tala um þetta og reyna að kenna í gegnum að fá að hlæja.“ Það sé heilmikill fróðleikur í uppistandinu og það skapi umræður. Spennandi þegar leiklistin fer þessa leið í fræðslu Þó svo að málaflokkurinn sé viðkvæmur þá segir Sólveig þær Alexíu hafa grenjað úr hlátri við undirbúning uppistandsins. „Af því að það er svo gaman saman hjá okkur. Við fórum og töluðum við mannauðsfyrirtæki sem heitir Attentus og spegluðum okkur í þeim; hvað er að koma upp á, hvernig tæklar fólk þetta, hvernig eru lögin?“ „Við förum alveg í grunninn á þessu, hvað gerist þegar svona kemur upp á í fyrirtækjum og hvaða leiðir er hægt að fara en svo koma þeir gaurarnir með sín dæmi sem fara út í öfgar, þeir skransa út af. Það er svo gott að fylgjast með fólki sem skransar út af.“ Þær hugsa uppistandið ekki beint sem árshátíðaratriði en það gæti farið vel í árshátíðarviku fyrirtækja eða rétt fyrir jólahlaðborðin til að brjóta upp vinnuvikuna og tekur aðeins 20 mínútur. „Aðeins að fá fólk til að hlæja saman og svo í framhaldi að tala saman.“ Þar sem fyrirtæki eru skylduð til að fræða starfsfólk sitt um mál sem þessi er gott að geta gert það á fjölbreyttan hátt. Þær sjá fyrir sér að það sé hægt að fá þennan skemmtifyrirlestur en síðan sé hægt að para hann við dýpri greiningu og fyrirlestur fyrir stjórnendur eða starfsfólk frá mannauðsfyrirtækjum sem sjá um slíkt. „Mér finnst svolítið spennandi þegar leiklist fer þessa leið í fræðslu. Við kunnum að segja frá og kunnum að setja í samhengi. Eins og Kristín Þóra var að gera með sýninguna Á rauðu ljósi, þetta er önnur nálgun. Þetta er svolítið spennandi.“ „Við megum kannski segja hluti sem karlar kæmust ekki upp með að segja í dag,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir pörupiltur. Þær kynna EKKO-málin fyrir starfsfólki fyrirtækja á gamansaman hátt og skapa þannig umræður. Rætt var við Sólveigu Guðmundsdóttur í Mannlega þættinum á Rás 1. Viðtalið má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Erik ten Hag hefur hafnað möguleikanum á að snúa aftur til Ajax, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Fyrrum stjóri Manchester United hefur verið orðaður við nokkur lið undanfarnar vikur, meðal annars Wolves, áður en félagið valdi Rob Edwards. Eftir að Ajax lét John Heitinga fara í síðustu viku kom upp sú hugmynd að Ten Hag gæti Lesa meira

Er orðið „sjávarútvegur“ blótsyrði?

Er orðið „sjávarútvegur“ blótsyrði?

Þegar ég var peyi var mér kennt að fýlan í loftinu væri peningalykt því bræðslurnar væru að búa til verðmæti. Lærði ég því nokkuð fljótt að hér væri verið að ræða um lifibrauð fólks og að samfélagið nyti góðs af því að í sveitarfélaginu mínu væri sterkur sjávarútvegur.

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er afar pennafær en fréttir hans vekja jafnan eftirtekt fyrir notkun ýmissa eldri orða sem eru ekkert endilega algeng í fjölmiðlum nú til dags. Það hafa komið upp nokkur skipti þar sem blaðamaðurinn er sakaður um að nota gervigreindarforrit við skrif sín, sem hann hefur ætíð neitað staðfastlega fyrir. „Mig Lesa meira