Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Kona á fertugsaldri var handtekin í Flórída fyrir að hafa beitt ókunnugt barn ofbeldi. Atvikið átti sér stað á fjölskylduhótelinu Gaylord Palms, en þangað var Tiffany Griffith komin með fjölskyldu sína til að njóta og hafa gaman. Fríið breyttist þó í martröð þegar Tiffany brást ókvæða við þegar 6 ára drengur fór í ofsafengna skvettukeppni Lesa meira

Ferðamönnum fækkar yfir hátíðarnar og á næstu mánuðum

Ferðamönnum fækkar yfir hátíðarnar og á næstu mánuðum

Heldur færri ferðamenn verða hér á landi yfir jól og áramót heldur en í fyrra. Gistinóttum hefur fækkað og framboð flugsæta til landsins hefur dregist saman um allt að 12 prósent að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir þennan samdrátt vera áþreifanlegan og ýmsar viðvörunarbjöllur séu farnar að klingja. „Í bókunarstöðu núna og inn í næstu vikur og mánuði, þá erum við að tala um meiri niðursveiflu á hótelunum, og því meira sem lengra dregur frá höfuðborgarsvæðinu - því miður,“ segir Jóhannes. „Árstíðarsveiflan er aftur að aukast hjá okkur í fyrsta sinn í 10 ár, og það er verulega mikið áhyggjuefni, því við vitum að sumarið sér um sig sjálft, en við viljum að þetta sé heilsárs atvinnugrein.“ Samdráttar gætir í ferðaþjónustu og færri ferðamenn verða hér á landi yfir hátíðarnar heldur en í fyrra. Gistinóttum hefur fækkað og framboð flugsæta til landsins hefur dregist saman um allt að 12 prósent. Jóhannes segir að slaknað hafi á markaðssetningu hins opinbera undanfarin ár og það eigi stóran þátt í þessari breytingu. Fækkunin nái ekki aðeins nú yfir hátíðarnar, heldur sé það einnig staðan næstu mánuði. „Núna í janúar, febrúar og mars, erum við að sjá tölur í afþreyingarferðum þar sem bókunarstaðan er nokkrum tugum prósenta lægri heldur en hún var í fyrra,“ segir hann. Blikur á lofti í ferðaþjónustunni Bókunarstaða á hótelunum og í þeim gögnum sem ferðaþjónustan hafi, sýni nú á milli 5% og 15% fækkun eftir landshlutum. „Þetta er áhyggjuefni inn í næstu mánuði, að árstíðarsveiflan haldi áfram að aukast,“ segir Jóhannes. Þetta þýði að blikur séu á lofti að ferðaiðnaðurinn geti verið heilsársatvinnugrein um allt land, sem hafi alltaf verið stóra markmiðið. Markaðsetningin, eða vöntun á henni, spili stórt hlutverk í þessum samdrætti. „Inn í þetta blandast svo aðrar samkeppnisáskoranir eins og sterk staða íslensku krónunnar og veik staða norsku krónunnar, sem gerir Ísland enn dýrara heldur en Noreg á alþjóðamarkaði. Það er því meira freistandi fyrir ferðafólk á okkar helstu mörkuðum að velja kannski Noreg heldur í norðurljósaferðir og norðurslóðatúrisma.“

Krónprinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um ásakanir gegn Maríus

Krónprinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um ásakanir gegn Maríus

Mette-Marit krónprinsessa Noregs segist hafa verið borin röngum sökum með gagnrýni sem hún hefur sætt í kjölfar fjölda ásakana á hendur syni hennar, Marius Borg Høiby. Mette-Marit ræddi ásakanirnar í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK . Marius hefur verið ákærður fyrir fjórar nauðganir, ofbeldi í nánu sambandi, líflátshótanir og fjölda annarra brota. Réttarhöldin yfir honum hefjast 3. febrúar og ekki er ljóst hvort krónprinsessan og krónprinsinn verði viðstödd. Mette-Marit hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur Marius hingað til. Hún hefur sætt mikilli gagnrýni og til að mynda verið sökuð um að reyna að hafa afskipti af handtökunni, hafa samband við þolendur og að hafa ekki sinnt Mariusi nægilega vel sem foreldri. „Það hefur verið þungbært að vera sökuð um svo alvarlega hluti, sem ég hef að sjálfsögðu ekki gert,“ segir Mette-Marit við NRK án þess að skýra hvaða ásakanir hún eigi við. Henni finnist hvað erfiðast að vera gagnrýnd fyrir hvernig hún hefur staðið sig sem foreldri. Hún segir gagnrýni um að hún og krónprinsinn hafi ekki tekið málinu alvarlega vera óréttláta. Þau hafi gert sitt allra besta og leitað aðstoðar. Aðspurð hvers vegna hún hafi lítið tjáð sig um málið segir hún að það þurfi fyrst að fá meðferð fyrir dómi.

Nemendum sem var rænt í Nígeríu eru komnir heim

Nemendum sem var rænt í Nígeríu eru komnir heim

Hátt í þrjú hundruð nemendur og kennarar í kaþólskum skóla í Níger-fylki í vesturhluta Nígeríu, sem var rænt í nóvember, eru komnir heim til fjölskyldna sinna á ný. Óttast var að 35 börn hefðu ekki skilað sér heim eftir að samið var um frelsun þeirra allra. Nú hafa yfirvöld staðfest að öll börn og kennarar séu komin til síns heima. Yfirvöld sögðu í nóvember að skólinn hefði ekki farið að opinberum fyrirmælum um að loka menntastofnunum vegna ábendinga um að ránsferðir hryðjuverkahópa væru yfirvofandi. 50 nemendum tókst að flýja skömmu eftir að þeim var rænt en yfirvöld sömdu um lausn allra þeirra sem eftir voru. Bandaríkjaforseti sagði kristið fólk undir árásum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í kjölfar ránsins á nemendunum að kristið fólk sæti undir árásum sem jafngiltu þjóðarmorði. Hann hótaði hernaðaraðgerðum. Trump lét þessi orð falla í harðorðum pósti á Truth Social skömmu áður en nemendunum var rænt. Þá sagði hann jafnframt tilvist kristni og kristinna manna í Nígeríu stórlega ógnað af hálfu róttækra íslamista sem hefðu myrt þúsundir manna. Bola Tinubu, forseti Nígeríu, hefur hafnað því að kristið fólk eigi sérstaklega undir högg að sækja í Nígeríu og segir hryðjuverkamenn herja á alla óháð trúarbrögðum.

Sleppt úr haldi mannræningja

Sleppt úr haldi mannræningja

Hátt í þrjú hundruð nemendur og kennarar í kaþólskum skóla í Níger-fylki í vesturhluta Nígeríu, sem var rænt í nóvember, eru komnir heim til fjölskyldna sinna á ný. Óttast var að 35 börn hefðu ekki skilað sér heim eftir að samið var um frelsun þeirra allra. Nú hafa yfirvöld staðfest að öll börn og kennarar séu komin til síns heima. Yfirvöld sögðu í nóvember að skólinn hefði ekki farið að opinberum fyrirmælum um að loka menntastofnunum vegna ábendinga um að ránsferðir hryðjuverkahópa væru yfirvofandi. 50 nemendum tókst að flýja skömmu eftir að þeim var rænt en yfirvöld sömdu um lausn allra þeirra sem eftir voru. Bandaríkjaforseti sagði kristið fólk undir árásum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar ránsins á nemendunum að kristið fólk sæti undir árásum sem jafngiltu þjóðarmorði. Hann hótaði hernaðaraðgerðum. Trump lét þessi orð falla í harðorðum pósti á Truth Social skömmu áður en nemendunum var rænt. Þá sagði hann jafnframt tilvist kristni og kristinna manna í Nígeríu stórlega ógnað af hálfu róttækra íslamista sem hefðu myrt þúsundir manna. Bola Tinubu, forseti Nígeríu, hefur hafnað því að kristið fólk eigi sérstaklega undir högg að sækja í Nígeríu og segir hryðjuverkamenn herja á alla óháð trúarbrögðum.