Bændur og lofts­lags­mál

Bændur og lofts­lags­mál

„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði.

Yfir þrjú hundruð þúsund án rafmagns í Kyiv

Yfir þrjú hundruð þúsund án rafmagns í Kyiv

Hundruð þúsunda eru án rafmagns í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, eftir loftárásir Rússlandshers á borgina í nótt og morgun. Einn lést í árásunum og nítján særðust, þar á meðal tvö börn. Þriðjungur íbúa borgarinnar er án hita og um þrjú hundruð og tuttugu þúsund eru án rafmagns. Kalt er í borginni og hiti um frostmark. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa skotið nærri fimm hundruð drónum og fjörutíu loftskeytum á borgina. Hann segir aðalskotmark Rússa verða höfuðborgina Kyiv, orkuinnviði og borgaralega innviði þar. Einn lést í árásunum sem entust í tíu klukkutíma og nítján særðust, þar á meðal tvö börn. Tveimur flugvöllum í Póllandi lokað Tveimur flugvöllum í suðaustur-Póllandi var lokað tímabundið og pólski herinn sendi orrustuflugvélar að landamærum Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá hernum voru það fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja öryggi lofthelgi landsins. Zelensky sagði árásir næturinnar sýna að alþjóðlegur þrýstingur á Rússa sé ekki nægilegur. Ætli Rússar að gera hátíðarnar að tíma eyðilagðra heimila, brenndra íbúða og eyðilagðra orkuvera sé aðeins hægt að bregðast við þeim sjúku árásum, eins og hann orðar það, með öflugum aðgerðum. Bandaríkin, Evrópa og margir bandamenn Úkraínu hafi hernaðarmátt til þess.

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, segir að hann hafi reynt sitt besta til að hjálpa landa sínum Gabriel Jesus sem er í dag mættur aftur á völlinn. Jesus skaddaði krossband fyrir þónokkru síðan og var lengi frá en sneri aftur í þessum mánuði gegn Club Brugge í Meistaradeildinni. Martinelli var mikið með Jesus er hann glímdi Lesa meira

Er jólalag Lennons besta Bítlalagið og á það eftir að lifa lengst allra Bítlalaga?

Er jólalag Lennons besta Bítlalagið og á það eftir að lifa lengst allra Bítlalaga?

Í Jólarokklandi í ár var fjallað um lagið happy Xmas war is over sem John Lennon og Yoko Ono gáfu út í dsemember árið 1971 og hefur verið tíður gestur á vinsældalistum heimsins síðustu árin og náði hæst þetta árið í 17. sæti breska listans þegar nýr listi var opinberaður í gær. Bítlarnir lögðu upp laupana árið áður og John ákvað með Yoko að nota frægðina til að láta gott af sér leiða og auglýsa frið um allan heim. Lagið Happy Xmas war is over er hluti af þeirri herferð sem hófst með Bítlalaginu Give peace a chance 1969 og lifir svo í friðarsúlunni í Viðey. Og skilaboðin eru þessi: Stríðið er búið – ef ÞÚ vilt það.

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Við þær breytingar sem orðið hafa á Þjóðkirkjunni undanfarin örfá ár hefur það gerst að í stað þess að bera nú ábyrgð á rekstri Þjóðkirkjunnar getur biskup nú einbeit sér að því sem biskup á að gera, nefnilega kristninni. Samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu eru tekjur Þjóðkirkjunnar í föstum skorðum en ríkið heldur enn í sóknargjöldin. Guðrún Karls Lesa meira

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Það voru tvíburar í leikmannahópi Manchester United í gær er liðið vann Newcastle 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Það eru þeir Tyler og Jack Fletcher en þeir eru synir fyrrum leikmanns United, Darren Fletcher. Margir leikmenn United eru að glíma við meiðsli þessa stundina og fengu strákarnir báðir pláss á bekknum í sigrinum. Jack fékk að Lesa meira

Sala hefst að nýju í Grindavík

Sala hefst að nýju í Grindavík

Mikilvægt er fyrir björgunarsveitina Þorbjörn að geta hafið flugeldasölu að nýju í Grindavík í ár en sveitin hefur ekki getað staðið fyrir slíkri sölu síðustu tvö ár. Flugeldasalan er ein helsta fjáröflun björgunarsveita um land allt og skiptir miklu fyrir rekstur þeirra