Ferðatími á höfuðborgarsvæðinu lengist jafnt og þétt

Ferðatími á höfuðborgarsvæðinu lengist jafnt og þétt

Rannsóknir sýna að ferðatími í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu lengist jafnt og þétt og segir sérfræðingur sem hefur rannsakað þetta að eitthvað verði að gera til að hægja á þeirri þróun. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þekkja það væntanlega flestir af eigin reynslu að umferðin á vissum svæðum getur verið mjög þung, einkum á morgnana og síðdegis og langan tíma getur tekið að fara tiltölulega skamma leið. Sigríður Lilja Skúladóttir, sérfræðingur í umferð og umferðaröryggi hjá Vegagerðinni, hefur undanfarin ár rannsakað umferðartafir á þessu svæði. Hún valdi tiltekna staði eins og Reykjanesbraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsveg og ýmsar styttri leiðir eins og Sæbraut og Kaplakrika, svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hennar hafa staðfest það sem ökumenn hafa upplifað að það eru álagspunktar um morgna og síðdegis eins og á Sæbraut, Ártúnsbrekku, við Kringluna og Kaplakrika, sem lengja ferðatímann. „Hann er að aukast. Af því að ég er búin að bera saman árin, hann er að aukast hægt og þétt og ef við höldum áfram svona verðum við að gera eitthvað, við þurfum að breyta einhverju til að hægja á þessari þróun,“ segir Sigríður Lilja. Hún segir tölurnar sýna að tafirnar eru meiri síðdegis heldur en árdegis. Hún vonast til að aukin ferðatíðni strætó muni bæta ástandið en of skammt er um liðið frá því hún var aukin til að hægt sé að leggja almennilega mat á áhrifin. Hún bendir á að ef að fólk getur ferðast frekar utan helsta annatímans, sem er frá 16:20 til 16:30, gæti það bætt ástandið, einnig með því að vinna frekar heima ef það er kostur eða reyna að hliðra vinnutímanum til eða nota almenningssamgöngur. Vissulega setji leikskólar og skólar almennt fólki tímaramma. Aðspurð hvort að ástandið kalli einnig á breytingar á samgöngumannvirkjum segir Sigríður Lilja: „Það getur vel verið. Það var breyting á ljósum á milli þessara ára í Kaplakrika, þá sá ég smá breytingu, það var rýmkað aðeins fyrir umferð en kannski er komið að mörkum núna.“ Umferðin eykst um 5% á ári Þá minnir hún á að í Samgöngusáttmálanum sé áhersla á samgöngumannvirki á álagspunktum, eins og stokk á Sæbraut og fleira. „Þá er umferð að aukast um 5% á ári þannig að það er líka flöskuhálsinn, að það er alltaf að aukast umferðin, þannig að við verðum eiginlega að dreifa úr henni líka eða velja aðra ferðamáta.“

Fröken Dúlla: Áhugaverð bók sem margir hefðu ánægju af að lesa

Fröken Dúlla: Áhugaverð bók sem margir hefðu ánægju af að lesa

„Jóhanna Knudsen, kölluð Dúlla af ástvinum sínum, er alræmd vegna rannsóknar hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn hafa verið kallaðar umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. En hver var Dúlla Knudsen?“ Svona hefst lýsing á ævisögunni Fröken Dúlla eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Fjallað var um bókina í Kiljunni. „Það má lesa aftan á kápuna og maður veit hvað þessi kona gerði. Þá byrjar maður að lesa. Maður verður kannski pínulítið óþolinmóður í byrjun því það er verið að fjalla um ætt hennar og uppvöxt,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi. Hún hafi hugsað á tímabili hvort ekki mætti fara hraðar yfir sögu. „En þegar ég er búin að lesa bókina er ég sannfærð um að þetta er rétt aðferð hjá Kristínu. Vegna þess að konan er svo sérstök, það sem hún tekur sér fyrir hendur er svo sérstakt og næstum því óskiljanlegt á nútímamælikvarða.“ Ekki vera of viss um að málstaður ykkar sé réttur „Hún er svona íslenskusiðgæðisvörður og ætlar að forða íslenskum konum og stúlkum frá erlendum hermönnum, stundar þarna viðamiklar persónunjósnir, skrifar skýrslur og yfirheyrir þær. Þegar maður er kominn að þessum kafla í bókinni þá er þetta algjörlega sláandi,“ segir Kolbrún. „Ég verð að hrósa höfundi fyrir það að hún er ekki að fordæma söguhetjuna. Maður fær ákveðna samúð með Dúllu vegna þess að hún trúir á það sem hún er að gera. Hún er svo innilega sannfærð um að það sem hún er að gera er rétt. Þetta er nánast eins og trúarhiti.“ „Þetta er enginn vitleysingur, þetta er kona sem er hjúkrunarkona og fer í lögregluna. Svo stofnar hún tímarit sem Halldór Laxness skrifar í. En persónan er svo sérstök og það kemst svo vel til skila að hún lifir í algjörum misskilningi en hún er svo sannfærð.“ Kolbrún segir þessa bók vera hálfgert víti til varnaðar, að fólk ætti ekki að vera ekki allt of sannfært um að málstaður þeirra sé hinn eini rétti. Afraksturinn er góð bók „Dúlla var ákveðin, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Ingibjörg Iða Auðunardóttir. Sagan af njósnum Jóhönnu Knudsen er vel þekkt en það sem stóð upp úr að mati Ingibjargar er æska hennar. „Faðir hennar var stórmerkilegur maður, góðtemplari með meiru, mikill bindindismaður og leikari líka, það fór greinilega saman. Þetta er bara svo nákvæmt en á sama tíma er þetta aldrei stíft.“ „Textinn er aldrei stirður, þetta rennur mjög vel og mér finnst aðdáunarvert hvernig Kristínu Svövu tekst að flétta saman akademískri nákvæmni við einhvers konar flettiorku,“ segir hún. Henni þykir vel haldið utan um mjög áhugavert efni með ýmsum heimildum sem aldrei hafa litið dagsins ljós áður. „Afraksturinn er bara góð bók.“ Er ekki að segja söguhetjan sé vond kona Kolbrún tekur undir orð Ingibjargar og segir Fröken Dúllu mjög góða bók. Það sé mikið af góðum aukapersónum sem ættu skilið eigin sögu. „Svo eru konurnar sem svara Dúllu alveg fullum hálsi og segja: Þetta er rangt sem þú ert að gera, kolrangt. Hún reiðist mjög.“ „Svo er reyndar vert að taka það fram að Kristín Svava blandar sér stundum í frásögnina og það er ekkert auðvelt fyrir sagnfræðing að segja ég en hún gerir þetta óskaplega vel. Ég er sannfærð um að þetta er bók sem margir hefðu ánægju af að lesa. Þetta er mjög áhugaverð bók.“ Ingibjörg segir að hún hafi staðið í þeirri trú að þessar njósnir hafi verið samfélagslega samþykktar á sínum tíma. „En Kristín kemur því mjög vel til skila að þetta var nú bara alls ekki óumdeilt og hún hlaut ekki brautargengi í öllum sínum áætlunum. Og það er gaman líka þegar hún stígur sjálf fram, þá verður þetta manneskjulegt.“ Kolbrún segir að hér sé höfundur ekki að stíga fram og segja að Jóhanna Knudsen hafi verið vond kona, heldur gefi hún innsýn í hvers vegna hún gerði það sem hún gerði. „Þetta er mjög góð bók,“ segja gagnrýnendur Kiljunnar um Fröken Dúllu, ævisögu sem Kristín Svava Tómasdóttir ritaði. Jóhanna Knudsen stundaði nærgöngular yfirheyrslur yfir stúlkum í Reykjavík sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn. Gagnrýnendur fjölluðu um Fröken Dúllu í Kiljunni á RÚV. Þáttinn má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Öryggismál trássuð í Louvre – nafn safnsins notað sem lykilorð

Öryggismál trássuð í Louvre – nafn safnsins notað sem lykilorð

Stjórnendur Louvre-listasafnsins í París hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að vanrækja öryggismál. Þjófnaður á níu gripum úr skartgripasafni Napóleons hefur vakið heimsathygli. Þjófarnir voru íklæddir gulum vestum eins og iðnaðarmenn og notuðu körfubíl til að komast inn um glugga safnsins. Þeir hófu á brott með sér verðmæti sem metin eru á 88 milljónir evra, 12 milljarða króna, og komust undan á rafhlaupahjólum. Þjófnaðurinn tók alls sjö mínútur. Margar spurningar hafa vaknað um hvernig svona geti gerst á einu frægasta listasafni heims. Í vikunni var birt skýrsla endurskoðendaráðs, sem var þó unnin fyrir þjófnaðinn. Niðurstöður skýrslunnar eru á þá leið að stjórnendur safnsins hafi árum saman kosið að fjárfesta í nýjum listaverkum og sýningum frekar en að sinna grunnviðhaldi og öryggismálum. Niðurstöðurnar renna stoðum undir gagnrýni sem safnstjórnin hafði fengið á sig í kjölfar ránsins, meðal annars frá menningarráðherra Frakklands. Meðal þess sem fram hefur komið í umfjöllun franskra fjölmiðla um öryggismál Louvre í vikunni að lykilorðið til að komast inn í öryggismyndavélakerfi safnsins árið 2014 hafi einfaldlega verið nafnið á safninu, Louvre. Þrír hafa verið ákærðir vegna þjófnaðarins, tveir karlar og ein kona. Þýfið er enn ófundið.

Öryggismál trössuð í Louvre – nafn safnsins notað sem lykilorð

Öryggismál trössuð í Louvre – nafn safnsins notað sem lykilorð

Stjórnendur Louvre-listasafnsins í París hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að vanrækja öryggismál. Þjófnaður á níu gripum úr skartgripasafni Napóleons hefur vakið heimsathygli. Þjófarnir voru íklæddir gulum vestum eins og iðnaðarmenn og notuðu körfubíl til að komast inn um glugga safnsins. Þeir hófu á brott með sér verðmæti sem metin eru á 88 milljónir evra, 12 milljarða króna, og komust undan á rafhlaupahjólum. Þjófnaðurinn tók alls sjö mínútur. Margar spurningar hafa vaknað um hvernig svona geti gerst á einu frægasta listasafni heims. Í vikunni var birt skýrsla endurskoðendaráðs, sem var þó unnin fyrir þjófnaðinn. Niðurstöður skýrslunnar eru á þá leið að stjórnendur safnsins hafi árum saman kosið að fjárfesta í nýjum listaverkum og sýningum frekar en að sinna grunnviðhaldi og öryggismálum. Niðurstöðurnar renna stoðum undir gagnrýni sem safnstjórnin hafði fengið á sig í kjölfar ránsins, meðal annars frá menningarráðherra Frakklands. Meðal þess sem fram hefur komið í umfjöllun franskra fjölmiðla um öryggismál Louvre í vikunni að lykilorðið til að komast inn í öryggismyndavélakerfi safnsins árið 2014 hafi einfaldlega verið nafnið á safninu, Louvre. Þrír hafa verið ákærðir vegna þjófnaðarins, tveir karlar og ein kona. Þýfið er enn ófundið.

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

Kvikmyndin O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, hlaut um helgina verðlaun sem kennd er við Rúmensku borgina Târgu Mureș, en verðlaunin voru veitt á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni. Myndin var frumsýnd  á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og eru þetta 19 verðlaun myndarinnar. O (Hringur) er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna 2026. O (Hringur) er ljóðræn Lesa meira

Taldi flest íslensk ættarnöfn málspjöll

Taldi flest íslensk ættarnöfn málspjöll

Frá 1925 til 1955 giltu lög í þessu landi um mannanöfn sem fólu í sér bann við að Íslendingar tækju upp ný ættarnöfn. Þar var einnig ákveðið að þau ættarnöfn, sem tekin höfðu verið upp á árunum 1915-1925, skyldu smám saman falla niður. Í þessum lögum voru hins vegar ekki settar hömlur á að útlendir menn er flyttust til landsins héldu erlendum ættarnöfnum sínum.

Sló heimsmet á Íslandsmótinu í sundi

Sló heimsmet á Íslandsmótinu í sundi

Undanrásir þriðja og síðasta keppnisdags Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug hófust með látum í Laugardalslaug í morgun, þar sem sett voru bæði heimsmet og tvö Íslandsmet í flokki fatlaðra. Snævar Örn Kristmannsson úr Breiðabliki stal senunni þegar hann synti 50 metra flugsund í flokki S19 á nýju heimsmeti, 26,79 sekúndum. Hann bætti þar með fyrra heimsmet Daniel Smith frá Nýja-Sjálandi sem hafði staðið í rúmt ár, 26,96 sekúndur. Þetta var að sjálfsögðu nýtt Íslandsmet hjá Snævari og annað Íslandsmet morgunsins setti Sonja Sigurðardóttir (ÍBR) í 100m skriðsundi í flokki S3, þegar hún synti á 2:40,46 mínútur. Bein útsending hefst frá úrslitahluta lokakeppnisdags Íslandsmótsins á RÚV 2 klukkan 16:30 í dag.

Tvíbætti heimsmet á Íslandsmótinu

Tvíbætti heimsmet á Íslandsmótinu

Undanrásir þriðja og síðasta keppnisdags Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug hófust með látum í Laugardalslaug í morgun, þar sem sett voru bæði heimsmet og tvö Íslandsmet í flokki fatlaðra. Snævar Örn Kristmannsson úr Breiðabliki stal senunni í undanrásunum í morgun þegar hann synti 50 metra flugsund í flokki S19, flokki einhverfra, á nýju heimsmeti, 26,79 sekúndum. Hann bætti þar með fyrra heimsmet Daniel Smith frá Nýja-Sjálandi sem hafði staðið í rúmt ár, 26,96 sekúndur. Snævar þó ekki hættur því hann bætti heimsmteið aftur í úrslitahlutanum síðdegis þegar hann synti á 26.69 sekúndum. Hann bætti því metið sitt frá því í morgun um 27 hundraðshluta úr sekúndu. Þessi frétt var uppfærð síðdegis eftir að Snævar sló metið öðru sinni. Þetta var að sjálfsögðu nýtt Íslandsmet hjá Snævari og annað Íslandsmet morgunsins setti Ólympíufarinn Sonja Sigurðardóttir (ÍBR) í 100m skriðsundi í flokki S3. Hún synti á 2:40,46 mínútum. Flokkar S1 til S10 ná yfir hreyfihamlaða keppendur þar sem fötlunin er mest í flokki 1 og minnst í flokki 10. Bein útsending hefst frá úrslitahluta lokakeppnisdags Íslandsmótsins á RÚV 2 klukkan 16:30 í dag.

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Framherjinn Benjamin Sesko hjá Manchester United þurfti að fara meiddur af velli með hnémeiðsli í 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham, og þjálfarinn Ruben Amorim gaf í skyn að félagið gæti styrkt sóknarlínuna í janúar. Sesko kom inn á sem varamaður á 58. mínútu á Tottenham Hotspur vellinum, en gat aðeins spilað í um 30 mínútur Lesa meira