Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Erling Haaland hvatti liðsfélaga sinn Rayan Cherki til að framkvæma sitt eigið fagn í leik gegn Nottingham Forest um helgina. Cherki skoraði og lagði upp í 2-1 sigri City en hann framkvæmdi ‘jóga fagnið’ sem Haaland gerði frægt á sínum tíma. Það var Haaland sjálfur sem vildi sjá Cherki nota fagnið og var Frakkinn ekki Lesa meira

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham

Seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á Selhurs Park, heimavelli Crystal Palace. Palace tók á móti Tottenham þar sem eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Archie Gray. Gray skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu til að tryggja Tottenham dýrmæt þrjú stig. Palace fékk svo sannarlega sín Lesa meira

„Gott og árangursríkt“ símtal við Pútín

„Gott og árangursríkt“ símtal við Pútín

Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og árangursríkt símtal við forseta Rússlands í dag. Fundur hans og Úkraínuforseta á að hefjast innan skamms. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðli sínum Truth Social að hann hefði átt símtal með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag. Hann sagði fundinn hafa verið góðan og árangursríkan en gaf ekki nákvæmari skýringar. Stjórnvöld í Kreml staðfestu einnig að símtalið hefði átt sér stað en sögðu ekki meira um það. Trump fundar með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Mar-a-Lago í Flórída og átti fundurinn að byrja klukkan sex að íslenskum tíma. Zelensky lenti í Flórída í dag eftir að hafa fundað með Mark Carney forsætisráðherra Kanada í Halifax í gær. Carney tilkynnti svo um 2,5 milljarða Kanadadollara styrk til Úkraínu, sem jafngildir um 230 milljörðum íslenskra króna. Bandaríkjaforseti tekur á móti Úkraínuforseta í setri sínu í Flórída á fundi sem hefst innan skamms. Trump segist hafa átt gott samtal við Rússlandsforseta fyrir fundinn. Zelensky átti fund með Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands í síma þegar hann kom til Bandaríkjanna í dag. Hann sagði þá hafa rætt undirbúning fyrir fundinn með Trump og samskipti við aðra evrópska bandamenn. Zelensky segist hafa upplýst Starmer um stöðuna á víglínunni og afleiðingar umfangsmikilla loftárása Rússa síðustu daga. Búist er við að Zelensky reyni að þrýsta á Trump að styðja tuttugu liða tillögu Úkraínumanna að friðaráætlun. Hún er mikið breytt frá fyrri drögum rússneskra og bandarískra embættismanna - og felur meðal annars í sér að víglínan verði fryst við núverandi staðsetningu og að Rússar skuldbindi sig til þess að ráðast ekki aftur á Úkraínu. Zelensky sagði fyrr í dag að framtíð Úkraínu ylti á að Vesturlönd tryggðu öryggi landsins. Zelensky og Trump hafa ekki hist síðan í október þegar sá síðarnefndi tilkynnti Zelensky að Úkraínuher fengi ekki langdrægar Tomahawk-eldflaugar.