Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

John Terry gæti loksins verið að fá tækifæri sem þjálfari en það er eitthvað sem hann hefur beðið eftir í langan tíma. Terry er goðsögn Chelsea og einn allra vinsælasti leikmaður í sögu félagsins en hann hefur áður reynt fyrir sér sem aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa. Oxford United ku vera að íhuga að ráða Terry Lesa meira

Nýr íbúðakjarni og skammtímavistun mikil bót í þjónustu við fólk með fötlun

Nýr íbúðakjarni og skammtímavistun mikil bót í þjónustu við fólk með fötlun

Í lok nóvember var nýr íbúðakjarni fyrir fólk með fötlun opnaður í Skála á Reyðarfirði og samliða honum skammtímavistun fyrir fötluð börn. Jóna Árný Þórðardóttir, sveitarstjóri Fjarðabyggðar, segir úrræðin fagnaðarefni fyrir málaflokkinn á Austurlandi, þar sem mikil vöntun hafi verið síðustu ár. Kristín Ella Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðumaður Lundar, segir skammtímavistun þar fyrst og fremst vera til þess að létta undir með daglegu lífi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Boðið er upp á dvöl allt frá hluta úr degi upp í fimmtán sólarhringa á mánuði. Kristín segir staðsetninguna á Reyðarfirði hafa orðið fyrir valinu þar sem hún er miðsvæðis í sveitarfélaginu. Hún hvetur fólk úr öðrum sveitarfélögum einnig til að sækja um.

Alvarlegt umferðaslys við Fagurhólsmýri á Suðurlandi

Alvarlegt umferðaslys við Fagurhólsmýri á Suðurlandi

Alvarlegur árekstur tveggja bíla átti sér stað við Fagurhólsmýri á Suðurlandi í kvöld. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta. Þrír voru fluttir með fyrri þyrlu gæslunnar og er búist við því að einn verði fluttur með seinni þyrlunni. Búist er við að fyrri þyrlan lendi innan skamms á Reykjavíkurflugvelli fremur en beint á Landspítalanum vegna skyggnis. Þeir sem eru slasaðir um borð verða svo fluttir áfram með sjúkrabílum. Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, segir tildrög slyssins til rannsóknar.