Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn

Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn

Morgunblaðið reynir sem kunnugt er allt hvað það getur að leggja steina í götu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Sægreifarnir, eigendur blaðsins, beita miðli sínum ákaft fyrir sig en einhvern veginn eykst fylgi stjórnarinnar og stjórnarflokkanna á sama tíma og áskrifendum Morgunblaðsins og kjósendum Sjálfstæðisflokksins fækkar. Í Ásthildar Lóu málinu köstuðu Morgunblaðið og fréttastofa RÚV boltanum á Lesa meira

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Levante hefur hafnað tilboði frá Rússlandi í framherjann eftirsótta Etta Eyong. Spænska blaðið Marca segir frá. Þessi 21 árs gamli Kamerúni hefur verið í flottu formi á tímabilinu og vakið athygli stórliða á borð við Barcelona, Real Madrid, Manchester City, Manchester United og Arsenal ef marka má fréttir. Rússneska stórliðið CSKA Moskva ætlaði hins vegar Lesa meira

Ísafjarðarbær: reksturinn nálægt áætlun

Ísafjarðarbær: reksturinn nálægt áætlun

Rekstrarniðurstaða Ísafjarðarbæjar fyrir 9 mánuði ársins var nálægt fjárhagsáætlun. Niðurstaðan var jákvæð um 1.179 m.kr. en áætlunin gerði ráð fyrir 1.120 m.kr. Afkoman varð því 58 m.kr. betri. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem lagt var fram í gær í bæjarráði. Tekjur urðu tæpir 7 milljarðar króna og voru 127 m.kr. umfram fjárhagsáætlun. Einkum voru […]

Hvatti BBC til að halda áfram að berjast

Hvatti BBC til að halda áfram að berjast

Fráfarandi útvarpsstjóri BBC hvatti starfsfólk í dag til að berjast fyrir sinni blaðamennsku á meðan breska ríkisútvarpið tókst á við það hvernig það ætti að bregðast við hótun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um lögsókn vegna villandi útgáfu á efni sem fjallaði um forsetann.

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Uppfærsla Borgarleikhússins á Hamlet sem nú er til sýningar hefur verið töluvert gagnrýnd en aðrir hafa lýst yfir ánægju með nýstárleg efnistök á þessu sígilda verki. Uppfærslan er í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur en Björg Steinunn Gunnarsdóttir sviðshöfundur og meistaranemi í leikhús- og performansfræðum kemur henni til varnar og segir það eðlilega þróun í leikhúsi að Lesa meira

Hægst hefur á aflögun undir Svartsengi

Hægst hefur á aflögun undir Svartsengi

Aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands sýna að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Þó hefur smám saman dregið úr hraða kvikuinnstreymis. Veðurstofan segir að miðað við fyrri atburði á Reykjanesskaga aukist líkur á kvikuhlaupi og eldgosi þegar ákveðið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi. Um 15 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá því að það síðast gaus í júlí. Magn kviku sem runnið hefur úr Svartsengi í eldsumbrotum frá því í mars 2024 hefur verið mjög breytilegt, allt frá 12 og upp í 31 milljón rúmmetra. Í hættumati Veðurstofunnar segir hins vegar að þar sem hægst hefur á innflæði sé mögulegt að lengra geti verið á milli gosa. Lítil jarðskjálftavirkni Jarðskjálftavirkni við Grindavík og á Sundhnúksgígaröðinni er lítil. Flesta daga mælast aðeins fáeinir smáskjálftar sem eru rétt um 1 að stærð. Aflögunarmælingar sýna að landsig sem hófst í Krýsuvík í sumar hefur hægt mjög á sér og aflögun er nú lítil sem engin á svæðinu. Jarðskjálftar í Krýsuvík mælast enn nokkrir á dag, en virkni hefur dregist verulega saman. Heildarfjöldi skjálfta hefur farið úr 250 niður í 100 til 150 á viku.