Rannís hafnar fleiri umsóknum en áður

Rannís hafnar fleiri umsóknum en áður

Rannís hefur það hlutverk að staðfesta rannsókna- og þróunarverkefni frá nýsköpunarfyrirtækjum. Sú staðfesting veitir rétt til endurgreiðslu ákveðins hlutfalls af rannsókna- og þróunarkostnaði sem fellur til á umsóknarári og er talinn fram á skattframtali fyrirtækis. Rannís hafnaði um 60% nýrra umsókna frá nýsköpunarfyrirtækjum um styrki, sem skila sér sem skattaafsláttur. Alls bárust um 300 nýjar umsóknir. Helsta orsök höfnunar var að lýsing á verkefni eða verkþættir báru með sér að verkefni væri hluti af reglubundinni almennri starfsemi umsóknarfyrirtækis og uppfyllti því ekki þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að Rannís samþykki þau sem rannsókna- og þróunarverkefni. Nemur 16-17 milljörðum króna Ágúst Hjörtur Ingþórsson er forstöðumaður Rannís og segir að umfang styrkja hafi vaxið mjög frá árinu 2011. „Þetta úrræði hefur þróast svolítið á þessum rúma áratug og hefur vaxið mjög að umfangi. Þetta var innan við milljarður á fyrsta árinu en áætluð útgjöld í ár eru milli 16 og 17 milljarðar króna. Stærstu endurgreiðslurnar geta hlaupið á 2-300 milljónum.“ Tafir urðu á afgreiðslu umsókna og biðst Rannís velvirðingar á því gagnvart öllum hlutaðeigandi. Aukinn fjöldi umsókna síðustu ár hefur aukið álag á starfsfólk og þá hefur þurft að kalla eftir ítarlegri gögnum frá fyrirtækjum. „Samhliða þessari aukningu á fjármagni hefur sóknin aukist mjög mikið og það er æ meira af umsóknum þar sem að rannsóknar- og þróunarþátturinn er ekki nægilega skýr. Þess vegna er það að gerast núna í ár að við erum að hafna fleiri nýjum umsóknum en áður. Þetta eru vissulega nýsköpunarfyrirtæki sem sækja um en þau fá höfnun þegar þetta er orðið meira hluti af þeirra innri rekstri.“ 240 fyrirtæki fá styrki Tæpum 58% nýrra umsókna var hafnað í ár og 42% voru samþykktar. Alls bárust um 300 nýjar umsóknir. Tæp 84% framhaldsumsókna voru samþykkt. „Auðvitað verða fyrirtækin svekkt ef við höfnum. Það er mjög vont fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem eru í fjármögnunarferli og gera sér væntingar um þessa endurgreiðslu, sem nemur stundum jafnvel tugum milljóna hjá fyrirtækjum sem eru framarlega í þróunarferli. Þá skiptir það verulegu máli í samtali við fjárfesta hvort þetta kemur eða ekki.“ Ágúst segir að þrátt fyrir að Rannís sé að hafna fleiri umsóknum þá sé samt mikill fjöldi fyrirtækja að njóta þessa stuðnings. Um 240 fyrirtæki fá styrki í ár. Fjöldi þekktra líftækni- og hugbúnaðarfyrirtækja hefur náð flugi vegna styrkjanna. „Þau hefðu aldrei komist þangað sem þau hafa komist og hefðu aldrei skapað þessi útflutningsverðmæti ef ekki hefði verið fyrir þennan stuðning,“ segir Ágúst.

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: 8 m.kr. í greiningarvinnu

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: 8 m.kr. í greiningarvinnu

Fram kemur í fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga að samtökin greiddu KMPG tæpar 8 milljónir króna fyrir greiningarvinnu vegna frumvarps til laga um breytingu á veiðigjöldum samþykkt var í sumar. Stjórnin bókaði af þessu tilefni að hún legði þunga áherslu á mikilvægi þess að fylgjast með áhrifum hækkunar veiðigjalda og að ráðuneytið hafi frumkvæði að þeirri eftirfylgni […]

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Andy Robertson hefur tjáð sig um hugsanleg endalok ferils síns hjá Liverpool. Vinstri bakvörðurinn var magnaður fyrir Liverpool í fjölda ára en undanfarin ár hefur hægst vel á honum. Hefur hann verið orðaður við brottför, til að mynda heim til Skotlands. „Liverpool hefur gert allt fyrir mig. Það sem gerist fer fram á bak við Lesa meira

Upp­götvuðu svikin á fimmtu­degi og kærðu að­fara­nótt laugar­dags

Upp­götvuðu svikin á fimmtu­degi og kærðu að­fara­nótt laugar­dags

Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni.

Dagur B. Eggertsson: Krónan hindrar samkeppni – á bankamarkaði, á tryggingamarkaði og á verktakamarkaði

Dagur B. Eggertsson: Krónan hindrar samkeppni – á bankamarkaði, á tryggingamarkaði og á verktakamarkaði

Krónan stendur í vegi fyrir samkeppni á lána- og bankamarkaði, tryggingamarkaði og á verktakamarkaði. Hagsmunasamtök verða að vera sífellt á vaktinni til að gæta hagsmuna sinna félagsmanna, geta ekki bara beðið eftir einhverjum skýrslum. Umræðan um gjaldmiðilinn verður að byggjast á heimilisbókhaldinu en ekki bara einhverjum þjóðhagslegum stærðum. Háir vextir hér á landi koma í Lesa meira

Tólf drepnir í Islamabad og Talíbanar lýsa yfir ábyrgð

Tólf drepnir í Islamabad og Talíbanar lýsa yfir ábyrgð

Samtök Talíbana í Pakistan lýsa ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárás í höfuðborginni Islamabad í dag þar sem tólf voru drepnir. Minnst 27 voru særðir. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem árás af þessum toga er gerð í borginni. Mikil skelfing greip um sig og segja sjónarvottar við AFP að fjöldi fólks hafi þurft að hlaupa eins og fætur toguðu í öruggt skjól. Þegar mestu ósköpin höfðu gengið yfir komu lík fjölmargra í ljós. „Dómarar, lögmenn og embættismenn sem framfylgja óíslömskum lagabókstaf Pakistans voru skotmark árásarinnar,“ segja Talíbanar í Pakistan (TTP) í tilkynningu. Þar hóta samtökin fleiri árásum, verði íslömsk lög ekki innleidd í landinu. Nokkrar opinberar stofnanir eru með skrifstofur nærri vettvangnum. Hermenn hafa girt hann af. Lögfræðingur sem starfar í grenndinni segir við AFP-fréttaveituna að „allir hafi hlaupið burt skelfingu lostnir. Ég er búinn að sjá fimm lík hið minnsta við anddyrið.“ Annar lögfræðingur segir: „Það varð algjör ringulreið. Lögfræðingar og aðrir hlupu inn fyrir hússins dyr og leituðu skjóls þar. Ég sá tvö lík við hliðið og nokkra bíla sem stóðu í ljósum logum.“ Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Talíbana Pakistans um árásina áður en samtökin lýstu yfir ábyrgð sinni. Hann sakaði einnig aðskilnaðarsinna frá Balokistan-héraði, sem teygir sig frá Pakistan til Afganistans í norðri og til Írans í vestri. Ekki hefur svo mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás verið gerð í Islamabad síðan árið 2022. Nokkuð friðsælt hefur verið í borginni síðan. En árásum hefur fjölgað lítið eitt undanfarin misseri, sem embættismenn segja að megi rekja til þess að vígamenn geti í auknum mæli fundið sér griðarstað í nágrannaríkinu Afganistan. Til viðbótar við árásina í höfuðborginni í dag gerðu vígamenn árásir í Wana-héraði, nærri landamærunum að Afganistan. Þar hafa pakistanskir hermenn staðið í stappi upp á síðkastið og varð það vopnaskak uppsprettan að landamæradeilu Afgana og Pakistana í síðasta mánuði, þeirri verstu og blóðugustu í áraraðir. Meira en 70 voru drepnir og þar af voru 50 almennir borgarar í Afganistan, að því er Sameinuðu þjóðirnar telja. Vopnahlé var gert en ekki tókst að binda lausa enda og því rann það út í sandinn í síðustu viku. Ríkin tvö hafa skipst á ásökunum um engan samningsvilja. Khawaja Asif, varnarmálaráðherra Pakistans, segir að árásin í Islamabad í dag verði að vekja íbúa landsins til umhugsunar. „Í þessu umhverfi væri það tilgangslaust að halda enn í vonina um árangursríkar samningaviðræður við valdhafana í Kabúl.“

Sýn kvartar yfir RÚV

Sýn kvartar yfir RÚV

Sýn hf. hefur lagt fram formlega kvörtun til Fjölmiðlanefndar þar sem Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) er sakað um ítrekuð og kerfisbundin brot á lögum nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Kvörtunin beinist einnig að því að Fjölmiðlanefnd…