Alsír lýsir nýlendustjórn Frakka glæpsamlega

Alsír lýsir nýlendustjórn Frakka glæpsamlega

Alsírska þingið samþykkti einróma frumvarp á miðvikudaginn þar sem nýlendustjórn Frakklands yfir landinu var lýst sem glæpsamlegri og þess var krafist að Frakkland biðji Alsír afsökunar og greiði landinu skaðabætur. Í frumvarpinu kemur fram að Frakkland beri lagalega ábyrgð á gerðum nýlendustjórnar sinnar í Alsír og harmleikjunum sem hún olli. Bent er á kjarnorkutilraunir, aftökur án dóms og laga, líkamlegar og sálrænar pyntingar og kerfisbundið arðrán á auðlindum landsins sem dæmi um glæpi nýlendustjórnarinnar. Þá kemur fram að „fullar og sanngjarnar endurbætur [séu] óumdeilanlegur réttur alsírska ríkisins og þjóðarinnar“. Alsír var undir stjórn Frakklands frá 1830 til 1962 og sá tími einkenndist af fjöldamorðum og nauðungarflutningum á innfæddum. Alsíringar háðu sjálfstæðisstríð gegn Frökkum frá 1954 til 1962 og miða við að ein og hálf milljón manna hafi farist í stríðinu. Franskir sagnfræðingar miða við að 500.000 manns hafi farist, þar af 400.000 Alsíringar. Auk Frakka fordæma lögin svonefnda harka, en það voru Alsíringar sem börðust með franska hernum í Alsírstríðinu, og skilgreina þá sem landráðamenn. Samkvæmt lögunum getur það varðað allt að tíu ára fangelsi að upphefja eða afsaka frönsku nýlendustjórnina. Ibrahim Boughali, forseti alsírska þingsins, sagði ríkisfjölmiðlinum APS að frumvarpið „sendi skýr skilaboð, bæði innanlands og utan, um að þjóðarminning Alsír verði hvorki þurrkuð út né verði samið um hana“. Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur áður talað um nýlendustjórn Frakka í Alsír sem „glæp gegn mannúð“ en hvorki hann né forverar hans hafa beinlínis beðist afsökunar á henni. Franska utanríkisráðuneytið brást við nýju lögunum síðar um daginn og sagði þau „bersýnilega fjandsamlegt framtak, bæði gagnvart viðleitninni til að hefja aftur viðræður milli Frakklands og Alsír og gagnvart yfirveguðu starfi um minningamál“. Lögin eru ekki bindandi gagnvart Frakklandi en eru talin hafa táknrænt gildi. Samskipti Alsír og Frakklands nú eru með því versta síðan Alsír hlaut sjálfstæði. Alsíringar urðu æfir í fyrra þegar Frakkar viðurkenndu fullveldi Marokkó yfir Vestur-Sahara og Frakkar hafa ítrekað gagnrýnt Alsír fyrir að neita að taka við alsírskum ríkisborgurum sem stendur til að vísa frá Frakklandi.

Nasry Asfura lýstur sigurvegari í Hondúras

Nasry Asfura lýstur sigurvegari í Hondúras

Nasry Asfura, frambjóðandi hægrisinnaða Þjóðarflokksins, var lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Hondúras af yfirkjörstjórn landsins á aðfangadag. Samkvæmt niðurstöðum kjörstjórnar vann Asfura nauman sigur á keppinauti sínum, Salvador Nasralla úr Frjálslynda flokknum. Liðnar eru meira en þrjár vikur síðan kosningarnar fóru fram og mikið hefur verið um ásakanir um kosningasvindl. Nasralla hafði farið fram á heildarendurtalningu atkvæða en ekki haft erindi sem erfiði. Héctor Corrales, framkvæmdastjóri rannsóknarstofnunarinnar NODO, sem vann fyrir kosningaeftirlit á vegum Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki hafa séð vísbendingar um útbreitt kosningasvindl. Bandaríkin óskuðu Nasfura til hamingju með sigurinn aðeins fáeinum mínútum eftir tilkynningu yfirkjörstjórnarinnar. „Við hlökkum til að vinna með væntanlegri stjórn hans til að efla tvíhliða og svæðisbundið öryggissamstarf okkar, binda enda á ólöglegan aðflutning fólks til Bandaríkjanna og styrkja efnahagslegt samband ríkjanna okkar tveggja,“ sagði Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna í yfirlýsingu um sigur Asfura. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir stuðningi við Nasfura í kosningunum og hafði hótað að skera niður þróunaraðstoð til Hondúras nema hann ynni. Nasfura hafði varið töluverðum tíma í Washington á meðan á kosningabaráttunni stóð til að rækta samband sitt við stjórn Trumps. Stuttu fyrir kosningarnar náðaði Trump hondúrska fyrrum forsetann Juan Orlando Hernández, flokksbróður Nasfura, sem hafði verið dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að stýra kókaínsmygli til landsins í valdatíð sinni. Hernández hélt því fram að stjórn Joe Biden fyrrum forseta hefði beitt sér sérstaklega gegn honum vegna íhaldssamra stefnumála hans.

Nasry Asfura lýstur sigurvegari í Hondúras

Nasry Asfura lýstur sigurvegari í Hondúras

Nasry Asfura, frambjóðandi hægrisinnaða Þjóðarflokksins, var lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Hondúras af yfirkjörstjórn landsins á aðfangadag. Samkvæmt niðurstöðum kjörstjórnar vann Asfura nauman sigur á keppinauti sínum, Salvador Nasralla úr Frjálslynda flokknum. Liðnar eru meira en þrjár vikur síðan kosningarnar fóru fram og mikið hefur verið um ásakanir um kosningasvindl. Nasralla hafði farið fram á heildarendurtalningu atkvæða en ekki haft erindi sem erfiði. Héctor Corrales, framkvæmdastjóri rannsóknarstofnunarinnar NODO, sem vann fyrir kosningaeftirlit á vegum Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki hafa séð vísbendingar um útbreitt kosningasvindl. Bandaríkin óskuðu Nasfura til hamingju með sigurinn aðeins fáeinum mínútum eftir tilkynningu yfirkjörstjórnarinnar. „Við hlökkum til að vinna með væntanlegri stjórn hans til að efla tvíhliða og svæðisbundið öryggissamstarf okkar, binda enda á ólöglegan aðflutning fólks til Bandaríkjanna og styrkja efnahagslegt samband ríkjanna okkar tveggja,“ sagði Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna í yfirlýsingu um sigur Asfura. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir stuðningi við Nasfura í kosningunum og hafði hótað að skera niður þróunaraðstoð til Hondúras nema hann ynni. Nasfura hafði varið töluverðum tíma í Washington á meðan á kosningabaráttunni stóð til að rækta samband sitt við stjórn Trumps. Stuttu fyrir kosningarnar náðaði Trump hondúrska fyrrum forsetann Juan Orlando Hernández, flokksbróður Nasfura, sem hafði verið dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að stýra kókaínsmygli til landsins í valdatíð sinni. Hernández hélt því fram að stjórn Joe Biden fyrrum forseta hefði beitt sér sérstaklega gegn honum vegna íhaldssamra stefnumála hans.

Ísland er opið 365 daga á ári

Ísland er opið 365 daga á ári

„Við eigum von á því að það verði svipað og undanfarin ár. Þetta eru á milli 30-40 þúsund manns sem eru hérna í einu yfir jól og áramót, þessa viku eða tíu daga,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, við Morgunblaðið, spurður um hversu mörgum erlendum ferðamönnum megi búast við hér á landi yfir hátíðirnar.

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Þessi umfjöllun var áður birt 24. desember 2024 en er nú endurbirt í tilefni jólanna. Að morgni aðfangadags árið 1994 beið flugvél franska flugfélagsins Air France brottfarar á alþjóðaflugvellinum í Algeirsborg, höfuðborg Alsír. Förinni var heitið til Orly flugvallar í nágrenni Parísar, höfuðborgar Frakklands. Um borð voru 220 farþegar og 12 manna áhöfn. Þótt um Lesa meira

Gleymir aldrei örlagaríka símtalinu

Gleymir aldrei örlagaríka símtalinu

„Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun mína í dag,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Birkir Bjarnason í samtali við Morgunblaðið. Birkir, sem er 37 ára gamall, lagði knattspyrnuskóna á hilluna í september en hann hóf atvinnumannaferilinn með Viking í Noregi árið 2006