Sæðisbanki útilokar sæðisgjafa með lága greindarvísitölu

Sæðisbanki útilokar sæðisgjafa með lága greindarvísitölu

Sæðisbanki í Danmörku tiltekur greindarvísitölu sæðisgjafa og hvort þeir hafi hreint sakarvottorð. Sæðisgjafar með lægri greindarvísitölu en 85 verða útilokaðir. Þegar fólk velur sæðisgjafa hjá sæðisbönkum getur það valið til dæmis út frá upplýsingum um augnlit, sjúkrasögu og hæð. Sæðisbankinn Donor Network í Danmörku hefur bætt við upplýsingum um greindarvísitölu og sakarferil. Sæðisgjafar með lægri greindarvísitölu en 85 fá ekki að gefa sæði og ekki heldur þeir sem hafa komist í kast við lögin. Meðalgreindarvísitala Dana er um 100. Verðandi foreldrar vilja upplýsingar um persónuleika sæðisgjafa DR, danska ríkisútvarpið , hefur eftir forstöðumanni sæðisbankans, Jakob Schöllhammer Knudsen, að síðustu tíu til fimmtán ár hafi sæðiskaupendur í meira mæli óskað eftir upplýsingum um persónuleika sæðisgjafa. Hann segir upplýsingum um greind og sakarferil bætt við með hag verðandi foreldra í huga. Hann telur það ekki vera siðferðislega rétt að selja eitthvað sem hann geti ekki ábyrgst. Siðfræðingur geldur varhug við nýju reglunum Þá hefur DR eftir Danielu Cutas, dósent í siðfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, að það sé skynsamlegt að skima sæðisgjafa fyrir erfðafræðilegum sjúkdómum. Það sé hins vegar hæpin forsenda að há greindarvísitala sé endilega trygging fyrir góðu lífi barnsins. Hún óttast að valkostir sem þessir geti orðið til þess að foreldrar hafi svo miklar væntingar til barnsins að erfitt geti orðið fyrir það að standa undir þeim.

Byggjum fyrir síðustu kaup­endur

Byggjum fyrir síðustu kaup­endur

Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili.

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Ég gekk út af sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet í liðinni viku. Mér ofbauð niðrandi meðferðin á einu stórbrotnasta verki heimsbókmenntanna. Um leikritið hafði leikstjórinn, Kolfinna Nikulásdóttir, haft þau orð að hún hygðist „stinga [því] í samband við nútímann“. Það tókst ekki betur til en svo að verkið sjálft verður á köflum „hálfgert aukaatriði eða Lesa meira

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Það var að sjálfsögðu rætt um landsliðshópinn sem Arnar Gunnlaugsson opinberaði á dögunum. Þar var Jóhann Berg Guðmundsson snúinn aftur eftir að hafa óvænt verið sniðgenginn í hópnum í síðasta mánuði. „Það læddist að Lesa meira

„Dagur, enga frasapólitík hér“

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.