Spá því að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Spá því að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum. Peningastefnunefnd birtir næstu vaxtaákvörðun sína eftir viku. Skýr merki um kólnun á fasteignamarkaði og versnandi efnahagshorfur vegast á við þráláta verðbólgu og miklar verðbólguvæntingar, segir greiningardeildin. Hún telur að það takmarki svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar að hafa síðasta hálfa árið bundið frekari lækkun vaxta afdráttarlaust við að verðbólgan hjaðnaði. Greiningardeildin telur að vaxtalækkunarferli gæti hafist á ný í febrúar og vextir gætu lækkað talsvert fram á haust. Höfuðstöðvar Íslandsbanka.RÚV / Ragnar Visage

Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“

Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“

Listamaðurinn og hönnuðurinn Þorleifur Kamban Þrastarson er látinn aðeins 43 ára að aldri. Þetta kom fyrst fram á Vísi.  Þorleifur fæddist í Reykjavík 28 nóvember 1981.  Hann lést í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland....

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmaður og heilbrigðisráðherra, verður væntanlega kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fer fram fljótlega eftir næstu áramót. Í gær staðfesti hann við fjölmiðla að hann hefði til alvarlegrar skoðunar að gefa kost á sér til embættis formanns en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni þá draga sig í hlé. Lesa meira

Strandabyggð: hafnar því að 20 km lengri lína fari í matsáætlun

Strandabyggð: hafnar því að 20 km lengri lína fari í matsáætlun

Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnaði því á fundi sínum í gær að fara fram á að 20 km lengri leið fyrir raflínu frá Hvalárvirkjun yrði í væntanlegu umhverfismati. Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar hafði lagt til við sveitarstjórnina að þetta línustæði yrði tekið til umhverfismats ásamt öðrum kostum. Af hálfu Landsnets sem er framkvæmdaaðili var það skýrt tekið […]