Spá því að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í febrúar
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum. Peningastefnunefnd birtir næstu vaxtaákvörðun sína eftir viku. Skýr merki um kólnun á fasteignamarkaði og versnandi efnahagshorfur vegast á við þráláta verðbólgu og miklar verðbólguvæntingar, segir greiningardeildin. Hún telur að það takmarki svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar að hafa síðasta hálfa árið bundið frekari lækkun vaxta afdráttarlaust við að verðbólgan hjaðnaði. Greiningardeildin telur að vaxtalækkunarferli gæti hafist á ný í febrúar og vextir gætu lækkað talsvert fram á haust. Höfuðstöðvar Íslandsbanka.RÚV / Ragnar Visage