Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Dýrkeypt að lækka ekki vexti strax

Dýrkeypt að lækka ekki vexti strax

Vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir slétta viku. Samtök iðnaðarins hafa unnið greiningu þar sem niðurstaðan er að bankinn þurfi að lækka vexti eftir atburði undangenginna vika. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir samtökin sérstaklega horfa til raða áfalla sem hafi dunið á útflutningsatvinnuvegum síðustu mánuði í greiningunni. Áföllin hafi gert það að verkum að efnahagshorfur hafi versnað til muna. „Síðan sjáum við mjög glögglega í tölum að það er farið að hægja verulega á og komið reyndar samdráttur á öllum megingreinum iðnaðarins til að mynda sem að náttúrlega vegur þungt í okkar hagkerfi.“ Hann segir hagvaxtarhorfur hafa versnað en að hliðarverkunin af því sé að verðbólgan lækki; því séu miklar líkur á því að verðbólgan fari niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans á næsta ári, vextirnir bremsi hagkerfið hratt af. Samtök iðnaðarins kalla eftir stýrivaxtalækkun og Ingólfur segir það brýnt að strax verði farið í lækkunina, bankinn þurfi að vera framsýnn í sínum aðgerðum. Samtökin kalli sömuleiðis eftir því að verðbólgan verði metin eins og hún kemur til með að vera á næstu tveimur árum og hagvaxtarskilyrði á þeim tíma. „Áhrifin af stýrivöxtunum tekur alveg 12 - 18 mánuði að hafa áhrif. Að vera bregðast við verðbólgu eins og hún var í síðasta mánuði eða þá verðbólgu eins og hún kemur til þess að vera í næsta mánuði er ekki rétt peningastjórnun.“ Ingólfur telur kostnaðinn við það að lækka ekki stýrivextina í næstu viku vera mikinn, langt sé í næsta vaxtaákvörðunardag og það sé til mikils að vinna að bíða ekki með svo stóra ákvörðun. Hildur Margrét Jóhannsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir að ýmislegt hafi breyst frá seinustu vaxtarákvörðun, til dæmis hafi vaxtadómur fallið á lánveitendur og þeir brugðist við honum. Landsbankinn spáir fyrir um að stýrivextir haldist óbreyttir. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og Hildur segir hækkunina hafa borið þess merki að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist og að verðbólguhorfur til allra næstu mánaða séu ekki nægilega bjartar. „Við sem höfum það hlutverk að spá fyrir um ákvörðun seðlabankans við þurfum að reyna horfa á þá mælikvarða sem að vega þyngst í þeirra ákvörðunum og svona miðað við þá mælikvarða eru horfurnar ekki nógu bjartar.“ Meginhlutverk Seðlabankans er að tryggja verðstöðugleika í landinu. Hildur telur að Seðlabankanum sé annt um að tryggja sinn trúverðugleika og taki sínu meginhlutverki mjög alvarlega. Íslandsbanki gaf út hagspá sína í dag, bankinn spáir líkt og Landsbankinn óbreyttum vöxtum í bili. „Þannig að ég held að þeim gæti fundist dálítið erfitt að taka strax skref til lækkunar vaxta í næstu viku með þessar verðbólgutölur til grundvallar.“ Hildur tekur þó fram að ákvörðun Seðlabankans sé ekki augljós. Hugsanlega taki peningastefnunefnd þá ákvörðun að vera framsýnni heldur en hún hefur verið. Þá megi vera að vextirnir komi til með að vera lækkaðir lítillega núna til þess að koma í veg fyrir kólnun hagkerfisins á næsta ári. Sjálf telur hún þó líklegra að Seðlabankinn bíði með lækkunina og sjái hvert hagkerfið stefni á næstu vikum og mánuðum. Vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir slétta viku. Samtök iðnaðarins hafa unnið greiningu sem birt verður á morgun, aðalhagfræðingur samtakanna segir það vera dýrkeypt að lækka vextina ekki strax, Seðlabankinn þurfi að horfa til lengri tíma.

Nik neyddur í breytingar

Nik neyddur í breytingar

Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks var neyddur í breytingar á sínu liði fyrir fyrri leikinn gegn dönsku meisturum Fortuna Hjörring sem tapaðist 1:0 í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United er til í að taka slaginn við Lyon um Endrick, ungstirni Real Madrid, samkvæmt breska miðlum Standard. Endrick hefur ekki fengið stórt hlutverk frá því hann kom til Real Madrid fyrir síðustu leiktíð, ekki batnaði það með komu Xabi Alonso í sumar. Brasilíumaðurinn vill fá spiltíma fyrir HM vestan hafs næsta sumar og Lesa meira

Búi sig undir að berja í borðið

Búi sig undir að berja í borðið

Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið.

Eitthvað sem við þurfum að venjast

Eitthvað sem við þurfum að venjast

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og erfitt að koma sér upp úr svona holu sem við vorum komnar ofan í á móti svona sterku liði eins og Serbía er,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir eftir 25 stiga tap Íslands á móti Serbíu í 1. umferð undankeppni EM 2027 í körfubolta.

Eitthvað sem við þurfum að venjast

Eitthvað sem við þurfum að venjast

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og erfitt að koma sér upp úr svona holu sem við vorum komnar ofan í á móti svona sterku liði eins og Serbía er,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir eftir 25 stiga tap Íslands á móti Serbíu í 1. umferð undankeppni EM 2027 í körfubolta.

Eitthvað sem við þurfum að venjast

Eitthvað sem við þurfum að venjast

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og erfitt að koma sér upp úr svona holu sem við vorum komnar ofan í á móti svona sterku liði eins og Serbía er,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir eftir 25 stiga tap Íslands á móti Serbíu í 1. umferð undankeppni EM 2027 í körfubolta.