Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Heimir Guðjónsson hjólaði í Arnar Svein Geirsson, fyrrum leikmann Vals, harðan stuðningsmann liðsins og í dag sparkspeking. Arnar tjáir sig mikið um Val og hefur verið gagnrýninn Lesa meira

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni er að einn fyndnasti, eða kannski hlægilegasti, fundur ársins hafi verið á Grand Hotel í gær. Þar komu Sjálfstæðismenn saman til að fá peppræðu frá formanninum og skoða photoshoppaða útgáfu af fálkanum sem ku eiga að vera hin nýja „ásýnd“ flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir fann öllum öðrum en Sjálfstæðismönnum allt til foráttu og Lesa meira

Íslandsbanki byrjar að veita verðtryggð lán aftur

Íslandsbanki byrjar að veita verðtryggð lán aftur

Íslandsbanki hefur ákveðiðað hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Bankinn gerði tímabundið hlé á lánveitingunum eftir dóm Hæstaréttar í síðasta mánuði. Nýju lánin eru á föstum vöxtum til fimm ára í senn en vaxtakjörin byggja á vaxtaviðmiði Seðlabankans. Lánin standa öllum fasteignakaupendum til boða, bæði fyrstu kaupendum og öðrum.

Íslandsbanki veitir verðtryggð lán á ný

Íslandsbanki veitir verðtryggð lán á ný

Íslandsbanki hefur ákveðiðað hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Bankinn gerði tímabundið hlé á lánveitingunum eftir dóm Hæstaréttar í síðasta mánuði. Nýju lánin eru á föstum vöxtum til fimm ára í senn en vaxtakjörin byggja á vaxtaviðmiði Seðlabankans. Lánin standa öllum fasteignakaupendum til boða, bæði fyrstu kaupendum og öðrum. Í tilkynningu frá bankanum segir að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur ákvarðist vextirnir af því sem lægra er: sambærilegum kjörum á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum með sama binditíma vaxta og veðsetningarhlutfalli eða föstum lánstímavöxtum Seðlabankans fyrir verðtryggð fimm ára lán að viðbættu vaxtaálagi.

Bretar líta til Danmerkur í innflytjendamálum

Bretar líta til Danmerkur í innflytjendamálum

Stjórnvöld í Bretlandi ætla að kynna hertari reglur í útlendingamálum síðar í mánuðinum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að innanríkisráðherra landsins, Shabana Mahmood , hafi sent sendinefnd til Danmerkur til að kynna sér danska innflytjendalöggjöf en hún þykir ein sú harðasta í Evrópu. Í Danmörku hefur umsækjendum um hæli fækkað snarlega á síðustu árum og í fyrra voru þeir færri en nokkru sinni síðustu fjörutíu ár, ef frá er talið árið 2020 þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands.EPA / ADAM VAUGHAN