Urmull af jólalegum örnefnum

Urmull af jólalegum örnefnum

Urmull er af íslenskum örnefnum og varla sá hóll eða hæð sem ber ekki sérstakt nafn. Náttúrufræðistofnun tók saman jólaleg örnefni og gerði kort í örnefnasjá sem sýnir dreifingu jólalegra örnefna um landið. Mörg þessara örnefna tengjast tröllum, skessum eða Grýlu. Sunnan við Surtsey er Jólnir , eyja sem varð til í Surtseyjargosinu en hvarf aftur í hafið tíu mánuðum eftir að gosið hófst þar. Í Vestmannaeyjum er Jólaborðin , móbergshella sem er milli Háar og Skiphella. Rétt norðan við Kirkjubæjarklaustur er að finna Jóltorfu og ofan við Reyðarfjörð er Grýluklettur. Hægt er að skoða jólaörnefnin í örnefnasjá Náttúrufræðistofnunar .

Útkall á heilögustu stund

Útkall á heilögustu stund

Neyðin getur kallað hvenær sem er, í vitlausu veðri og jafnvel á heilögustu stund. Landinn hitti tvo félaga í björgunarsveitum sem hafa farið í krefjandi útköll um hátíðarnar. Anna Filbert, í Kili á Kjalanesi og Guðjón Örn Sigtryggsson í Þorbirni í Grindavík, hugsuðu sig ekki tvisvar um og svöruðu kallinu um jólin. Anna, sem byrjaði seint í björgunarsveit, rauk í útkall þegar þau hjónin og börnin fimm voru í þann mund að byrja að opna gjafirnar. Elsta dóttir þeirra var þá nýbyrjuð í björgunarsveitinni. Anna brást skjótt við. „Við ætluðum að gefa henni björgunarsveitarjakka en hún vissi það auðvitað ekki, svo ég óð undir tréð og rótaði í pökkunum. Að lokum kastaði ég pakkanum í hana og sagði: Við erum að fara!“ Mæðgurnar skunduðu á mótsstað björgunarsveitarinnar og mætingin var óvenju góð þrátt fyrir aðstæðum, fólk var í sparifötunum undir göllunum. Guðjón Örn sótti barnshafandi konu til Grindavíkur í snarvitlausu veðri og kom henni á fæðingardeildina í Reykjavík. Reykjanesskaginn var allur kolófær og fastir bílar út um allt. Veðrinu hafði ekki slotað daginn eftir og Guðjóni var falið foreldrana nýbökuðu og soninn á fæðingardeildina og koma þeim heim til Grindavíkur. Bíllinn braust í gegnum skaflana með tilheyrandi hnykkjum og vélargný og ekki heyrðist tíst í barninu. Guðjón er sannfærður um að þarna hafi fæðst verðandi félagi í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og ætlar að mæta með gallann til drengsins þegar hann hefur aldur til. Björgunarsveitarfólkið Anna Filbert og Guðjón Örn Sigtyryggsson hugsuðu sig ekki tvisvar um og hlýddu útkalli um hátíðarnar. Anna Filbert og Guðjón Örn Sigtryggsson sögðu frá björgunarsveitarútköllum á heilögum stundum í Jólalandanum á Rás 1. Þátturinn er í spilaranum hér fyrir ofan.

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Bryndís Hera Gísladóttir og mágkona hennar Alexandra Ósk Jónsdóttir tóku sig saman á aðfangadagskvöld og plötuðu aðra fjölskyldumeðlimi upp úr skónum. Stórfjölskyldan sat og var að opna pakkana þegar Alexandra réttir Heru pakkann frá sér og sínum manni, bróður Heru. Hera er greinilega himinlifandi yfir gjöfinni, enda sjálf búin að athuga með hlutinn sem var Lesa meira