Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur ráðið Rob Edwards sem nýjan knattspyrnustjóra karlaliðsins. Skrifaði hann undir þriggja og hálfs árs samning.
Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi.
Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það vonbrigði að Ísland og Noregur fái ekki undanþágu vegna verndaraðgerða Evrópusambandsins varðandi kísilmálm. Ríkisstjórnin telji að þetta sé ekki í samræmi við það sem standi í samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Hanna Katrín segir að ekki sé búið að taka endanlega afstöðu til málsins.
„Þessi skerðing, afnám línuívilnunar, mögulegt afnám almenns byggðakvóta og afnám rækjubóta mun enda í heildarskerðingu upp á um 230 tonn fyrir byggðarlagið okkar og einfaldlega eyða heilsárs útgerð og vinnslu af svæðinu,“ segir framkvæmdastjóri Vissu Útgerðar ehf. og Vilja Fiskverkunar ehf. á Hólmavík.
NBA-deildin í körfubolta kynnti í gærkvöldi breytingar á stjörnuleiknum og útskýrði frekar hvernig nýja fyrirkomulagið verður þar sem Bandaríkin mæta restinni af heiminum.
Fjórtán ára piltur sem viðurkenndi þaulskipulagt morð á nágranna sínum þarf að sitja í ungmennafangelsi þar til hann verður 21 árs. Pilturinn sem um ræðir er búsettur í Fairfax í Ohio en hann notaði meðal annars gervigreindarforritið ChatGTP til að skipuleggja ódæðið. Fórnarlamb hans var hin 64 ára gamla Sheila Tenpenny sem var nágranni piltsins. Lesa meira
Nýi 2 milljarða punda heimavöllur Manchester United hefur fengið stuðning til að hýsa stórmót í framtíðinni. Félagið vonast til að flytja inn á glæsilegan nýjan völl árið 2030, þó það sé enn talið bjartsýnt markmið. Borgarstjóri Manchester, Andy Burnham, sem situr í verkefnateymi sem stýrir byggingu vallarins, telur að mannvirkið muni verða mikilvæg stoð fyrir Lesa meira
„Þetta eru auðvitað vonbrigði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra um þá ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að undanskilja Ísland og Noreg ekki tollum á kísilmálm. Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði frétt RÚV um ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar að umræðuefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Ólafur sagði þetta enn eitt áfallið fyrir atvinnusvæðið á Grundartanga og krafði ráðherra svara um hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við. Hanna Katrín sagði að það væri skoðun stjórnvalda að ákvörðunin væri í ósamræmi við EES-samninginn. Því hafi verið haldið á lofti í hagsmunagæslu Íslands og svo verði áfram. „Ég veit að utanríkisráðherra og forsætisráðherra eru með sínu fólki í þéttum samtölum og við erum áfram samhliða félögum okkar í Noregi að halda því til streitu við aðildarríkin að þau snúi þessu við. Það er plan A.“ Sagði Hanna Katrín að plan B væri að ná því fram að tollkvótum og lágmarksverði á útfluning verði haldið í lágmarki þannig að áhrifin á Ísland verði sem allra minnst. Hún sé hins vegar vongóð um að plan A gangi upp.
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýrinni.
Selma og Hansa sameinast á sviði með Jóni Ólafssyni á morgun.
Selma og Hansa sameinast á sviði með Jóni Ólafssyni á morgun.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Oscar hneig niður á æfingasvæði brasilíska félagsins Sao Paulo í gær.
Starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum er grunaður um að hafa í lok júní ráðist á fjórtán ára barn sem var skjólstæðingur á heimilinu. Lögregla hefur málið til rannsóknar.
Stærsti hluti greiðslna fór til opinberra stofnana, ráðgjafarfyrirtækja og háskólastofnana