Býst við erfiðum leik

Býst við erfiðum leik

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, er spennt fyrir leik kvöldsins gegn Fortuna Hjörring. Breiðablik mætir danska liðinu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á Kópavogsvelli kl. 18 í kvöld.

Býst við erfiðum leik

Býst við erfiðum leik

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, er spennt fyrir leik kvöldsins gegn Fortuna Hjörring. Breiðablik mætir danska liðinu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á Kópavogsvelli kl. 18 í kvöld.

Trump í Epstein-skjölunum: „Hún varði klukkustundum með honum heima hjá mér“

Trump í Epstein-skjölunum: „Hún varði klukkustundum með honum heima hjá mér“

Nafn Bandaríkjaforseta birtist að minnsta kosti í þrígang í tölvupóstsamskiptum bandaríska kynferðisbortamannsins Jeffrey Epsteins. Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu tölvupóstsamskipti Epsteins í morgun. Þingmennirnir segja tölvupóstana fengna úr dánarbúi Epsteins. Afrit af þeim voru birt á samfélagsmiðlum og þar er minnst á Trump í nokkur skipti og Ghislaine Maxwell, vinkonu Epsteins sem var dæmd fyrir aðild að glæpum hans. Nefndin segist nú yfirfara alls 23.000 skjöl frá dánarbúi Epsteins. „Varði klukkustundum með honum“ Þingmennirnir segja að í póstsamskiptum frá 2011 hafi Epstein sagt Maxwell frá því að Trump hefði varið klukkustundum með einu fórnarlamba Epsteins á heimili hans. „Ég vil að þú áttir þig á því að hundurinn sem ekki hefur gelt er Trump. [Nafn fórnarlambs] varði klukkustundum heima hjá mér með honum. Hans nafn hefur aldrei borið á góma,“ segir í póstinum sem Epstein sendi Maxwell. „Ég hef verið að hugsa um það...“ svaraði Maxwell. Í öðrum pósti segir Epstein „Auðvitað vissi hann af stúlkunum því hann bað Ghislaine um að hætta.“ Mikið hefur verið deilt um birtingu hinna svokölluðu Epstein-skjala. Trump og Epstein voru í það minnsta kunningjar á tíunda áratugnum en Trump segir þá ekki hafa verið í neinum samskiptum frá 2004 – tveimur árum áður en Epstein var handtekinn í fyrsta sinn. „Ófrægingarherferð Demókrata“ Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Karoline Leavitt, segir birtingu tölvupóstanna vera hluta af ófrægingarherferð Demókrata gegn Trump. Þingmenn Demókrata reyni með þessu að dreifa falsfréttum um forsetann. „Þessar sögur eru ekkert annað en tilraunir til að draga athygli frá sögulegum afrekum Trumps forseta. Hver Bandaríkjamaður sem býr yfir almennri skynsemi sér í gegnum þetta,“ sagði Leavitt. Hún segir Trump ekki tengjast neinum brotum. Að sögn Hvíta hússins er Virginia Giuffre sú sem minnst er á í tölvupósti Epsteins til Maxwell. Hún svipti sig lífi í vor en sjálfsævisaga hennar var gefin út í haust. Þar er fjallað um kynferðisbrot Epsteins og fleiri sem brutu gegn henni og öðrum. Í yfirlýsingunni segir að Trump hafi verið vinalegur við Giuffre. „Staðreyndin er sú að Trump forseti vísaði Epstein úr klúbbi sínum fyrir áratugum síðan fyrir að haga sér ósæmilega gagnvart kvenkyns starfsfólki, þar á meðal Giuffre. Í umfjöllun New York Times í sumar kom fram að Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði upplýst Trump um að nafn hans væri að finna í Epstein-skjölum. Trump hefur neitað því að vita nokkuð um glæpi Epsteins og hefur ekki verið sakaður um brot í tengslum við Epstein-málið. Hann hefur sagt allar ásakanir á hendur sér í tengslum við Epstein vera gabb úr smíðum Demókrata. Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna ræddi við Maxwell í júlí og þá sagðist hún ekki hafa séð Trump haga sér með óviðeigandi hætti.

Í­búar kvarta undan myrkri

Í­búar kvarta undan myrkri

Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar.

Enn eitt áfallið fyrir stóriðju á Íslandi

Enn eitt áfallið fyrir stóriðju á Íslandi

Það er alvarlegt mál og gífurlega mikil vonbrigði að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndaraðgerðum gagnvart kísilmálmi. Þetta segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins (SI), í samtali við fréttastofu. „Við vorum að gera ráð fyrir því og vorum bjartsýn á að það fengist ágætis lending í þessu. Því miður þá virðist svo ekki vera. Það sem við höfum auðvitað áhyggjur af er bara fordæmið sem þetta skapar til framtíðar þá gagnvart öðrum mörkuðum og framleiðsluvörum,“ segir Sigríður. Það sé óboðlegt að íslenskir framleiðendur búi við sama íþyngjandi regluverk og evrópskir framleiðendur án þess að njóta ávinningsins sem fylgir aðgangi að innri markaði ESB. Segir stjórnvöld þurfa að halda áfram virkri hagsmunagæslu „Við höfum haft talsverðar áhyggjur af dvínandi samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi og þetta er enn annað áfallið sem blasir núna við,“ segir Sigríður. Orkufrekur iðnaður hafi átt undir högg að sækja vegna hás framleiðslukostnaðar og hækkandi flutningskostnaðar raforku. „Það sem skiptir mestu máli að átta sig á er að íslenskir framleiðendur eru að keppa, og evrópskir líka, við framleiðendur í ríkjum þar sem gerðar eru miklu minni kröfur til framleiðslunnar og framleiðslukostnaður er mun lægri. Það er mjög ójafn leikur. Þess vegna skiptir öllu máli að þessi prinsipp EES-samningsins séu virt,“ segir Sigríður. Nú skipti sköpum að stjórnvöld stundi virka og þétta hagsmunagæslu á alþjóðavettvangi næstu misseri eins og verið hefur. „Við ætlum enn að leyfa okkur að vona að það verði hægt að snúa þessari ákvörðun við. Það eru fundir í næstu viku á vettvangi EFTA. Ég mun sitja þá fundi og ætla að leggja mikla áherslu og þunga á þessi mál þar,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

„Ólíðandi í íslenskri umferð“

„Ólíðandi í íslenskri umferð“

„Við erum klárlega búnir að sjá þetta og þetta er eitthvað sem er ólíðandi í umferðinni hjá okkur á Íslandi. Við ætlum ekki að líða svona,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um uppátæki ökumanna sem keyrðu á móti umferð með bílflautur í botni.

Segir að Yamal sé afar sorg­mæddur og sár

Segir að Yamal sé afar sorg­mæddur og sár

Lamine Yamal verður ekki með spænska landsliðinu í þessum glugga eftir að Barcelona sendi hann í litla aðgerð án þess að láta spænska knattspyrnusambandið vita. Stærsta íþróttablað Spánar, Marca, slær því upp að það sé stríð í gangi á milli spænska sambandsins og Barcelona vegna málsins.

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Félagsmálaráðherra grét í upphafi atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Félagsmálaráðherra grét í upphafi atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, brast í grát eftir að hún kom úr ræðustól vegna atkvæðagreiðslu um frumvarp um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég gæti næstum farið að gráta, ég er svo glöð að vera komin hingað,“ sagði Inga þegar hún tók til máls um atkvæðagreiðsluna. „Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðstoðar, vegna öldrunar, örorku, atvinnuleysis og hvers annars sambærilegs. Þetta boðar stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þrátt fyrir það hef ég ítrekað staðið hér til að verja tilverurétt fatlaðs fólks, sem á í rauninni þegar þennan stjórnarskrárvarða rétt, vegna þes s að þau eru talin hugsanlega kosta of mikið.“ En í dag þá munum við greiða atkvæði um þessi réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hjartans þakkir fyrir að vera komin hingað,“ sagði Inga. Hún gekk svo aftur í sætið sitt þar sem tilfinningarnar báru hana ofurliði.

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Frank Lampard viðurkennir að hann hafi ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir samtal við leikmann Manchester United. Goðsögn Chelsea og Englands ákvað að hætta sem atvinnumaður árið 2016 eftir farsælan feril hjá New York City. Lampard, sem á 109 landsleiki að baki og er markahæsti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 174 mörk, vann Lesa meira