„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“

„Manni finnst svolítið sorglegt að það hafi ekki verið lagt meira upp úr ásýndinni. Upplifunin er að þetta sé bara fyrir gróða og ekki verið að reyna að gera vel, að það sé engin hugsjón á bak við þetta,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir um uppbyggingu sem hafin er í Skaftafelli.  Svanhvít er meðal íbúa í Öræfum sem flest hafa verið...

Lögregla lokaði fleiri útibúum netverslana með áfengi

Lögregla lokaði fleiri útibúum netverslana með áfengi

Lögregla hafði áfram eftirlit með ólöglegri sölu áfengis víðs vegar um höfuðborgina í gær eftir að tvö fyrirtæki voru sektuð fyrir að afhenda áfengi í leyfisleysi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fyrirtækin sem brutu reglugerð um smásölu og veitingar áfengis geta átt von á sektum. Lögregla lokaði tveimur fyrirtækjum í gær, það voru Smáríkið og Nýja Vínbúðin. Það eru netverslanir sem selja áfengi og bjóða upp á heimsendingu eða að áfengi sé sótt. Lögregla hafði í framhaldi eftirlit með ólöglegri sölu áfengis og lokaði verslun á fjórum stöðum í höfuðborginni. Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta hafa meðal annars verið verslanir Smáríkisins. Fyrirtækið hafi brotið þriðju grein reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis, sem segir að sölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar. Reglugerð um smásölu og veitingar áfengis Í þriðju grein reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis kemur fram að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí. 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Smásala áfengis. 3. gr. Afgreiðslutími útsölustaða áfengis skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00. Áfengisútsölustaðir skulu vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Árni segir að fyrirtækin hafi ekki verið sektuð á staðnum en gerð hafi verið skýrsla og að málið fari svo í rannsókn. „Þessi fyrirtæki geta átt von á sektum.“ Áfengislög Í sjöttu grein áfengislaga (lög nr. 75/1998) segir að óheimilt sé að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Áfengislög. II. kafli. [Framleiðsla áfengis og sala á framleiðslustað.] 6. gr. a. Óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Þessi fyrirtæki gerðust líka brotleg við sömu reglugerð á sama degi í fyrra. Árni segir að það sé ákærusviðs lögreglu að meta hvort fyrirtækin hljóti hærri sekt þar sem þetta er ekki fyrsta brot.

Loðnir gestir á hóteli í Hörgársveit

Loðnir gestir á hóteli í Hörgársveit

Fólk sem fer af landi brott yfir hátíðarnar þarf jafnan að skilja gæludýrin eftir. Á hundahóteli í Hörgársveit fer vel um loðna gesti og engar áhyggjur þarf að hafa af sprengjulátum. „Það er ekkert skotið upp hérna í sveitinni,“ segir Óskar Harðarson, hundahótelstjóri. Óskar segir mikilvægt að eigendur fái að fylgjast náið með sínu dýri og líðan þess meðan á dvölinni stendur. „Þess vegna sendi ég alltaf á morgnana þegar þau fara út í leik. Þá tek ég myndband af hundunum sem eru úti og sendi á fólkið þannig að það sjái hvernig aðstæðurnar eru.“ Eftir dekur um jólin geta hundarnir svo dvalið í ró og næði í sveitinni fjarri sprengingum og látum á meðan nýtt ár gengur í garð. „Það eru sumir sem eru að koma hérna yfir áramótin bara út af flugeldum sko. Bara til að komast í rólegheitin.“

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, er á því máli að Cristiano Ronaldo sé ekki að hugsa um það að ná þúsund mörkum á sínum ferli. Það eru ansi athyglisverð ummæli en Ronaldo verður 41 árs gamall í febrúar og spilar í dag í Sádi Arabíu. Ronaldo er búinn að skora 955 mörk á sínum ferli sem Lesa meira

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Á jóladag hóf DV upprifjun á þeim stjórnsýsluúrskurðum sem vöktu einna mesta athygli á árinu og nú verður birtur seinni hluti umfjöllunarinnar en þar koma meðal annars við sögu vantrú Skattsins á að kona væri heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali sem stóð sig ekki í stykkinu þegar kom að myglu, þvottavél sem fékkst ekki keypt á kostakjörum Lesa meira