Um 30 Íslendingar í Bakú
Um 30 stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta verða á leik Íslands og Aserbaídsjan í undankeppni HM karla í Bakú á fimmtudag.
Um 30 stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta verða á leik Íslands og Aserbaídsjan í undankeppni HM karla í Bakú á fimmtudag.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Norbert Walicki, í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á gistiheimili í Kópavogi í júní árið 2023.
„Nýleg rannsókn Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við HÍ leiðir í ljós að varla sé byggt það fjölbýlishús á Íslandi sem eigendur upplifi án galla. Í mörgum tilvikum bregðast verktakar vel við og laga það sem að er en í um 40% tilvika bera eigendur kostnaðinn sjálfir. Hann getur hlaupið á milljónum,“ segir Helga Sigrún Harðardóttir, Lesa meira
Þórhallur Gunnarsson, stjórnendaráðgjafi og -þjálfari hjá Góð samskipti, fagnar 62 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins deilir hann því að hann er að opna Klakinn stúdíó. „Ég ætla í barnslegri gleði að deila þessu með ykkur: Ég er í þessum töluðu orðum að opna nýtt stúdíó sem heitir Klakinn Stúdíó. Klakinn Stúdíó (skýrt í Lesa meira
Fyrir mörgum eru klementínur frá framleiðandanum Robin ómissandi í aðdraganda jólanna og um jólin. DV hafa borist ábendingar um að þessi vinsæla tegund verði ekki fáanleg í verslunum landsins fyrir þessi jól. Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf, sem hafa flutt inn Robin klementínur í gegnum árin, staðfestir þetta og er ástæðan uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna Lesa meira
Forráðamenn Real Madrid hafa ákveðið að setja verðmiða á brasilísku stjörnuna Vinicius Junior eftir að samningaviðræður milli aðila hafa siglt í strand. Sacha Tavolieri á Sky segir að verðmiðinn á Vinicius sé 150 milljónir vera. Þetta gerir Real Madrid vegna þess að illa gengur að framlengja samning Brasilíumannsins, en sá sem nú er í gildi Lesa meira
Reyktur silungur og reyktur lax sem Geitey framleiddi hefur verið innkallaður vegna listeríusmits. Listería greindist í afurðum sem eru með best fyrir dagsetningu 1. október og síðar. Fyrirtækið hvetur fólk sem á taðreyktan silung eða lax frá fyrirtækinu sem innköllunin nær til að farga honum eða skila í þá verslun þar sem hann var keyptur. Fiskurinn var til sölu í verslunum um allt land. Umbúðir af vörunum sem voru innkallaðar.Aðsend
Kona finnst myrt í Vestmannaeyjum!
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er.
Kjörbúðirnar taka nú upp Prís verð og lækka verð á 200 algengum nauðsynjavörum fram að áramótum. Þessar vörur verða fáanlegar í öllum 18 Kjörbúðunum um land allt, sem flestar eru staðsettar í minni bæjarfélögum. Þetta kemur fram í fréttatilynningu frá Dröngum hf. Vörurnar á Prís verði í Kjörbúðunum verða á sama verði og í lágvöruverðsversluninni […]
Þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson úr hljómsveitinni Valdimar mættu í spjall og sögðu frá því hvernig sveitin er að vakna úr dvala um þessar mundir. Í haust kom út fyrsta lagið þeirra í heil sex ár, lagið Lungu. Núna fyrir helgi kom annað nýtt lag, Karlsvagninn, út og greinilegt að hljómsveitin er í miklu stuði. Þá léku þeir fyrir fullu Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið á Airwaves og var almenn ánægja með þá tónleika. Í spilaranum hér að ofan getur þú séð þegar þeir heimsóttu Rás 2 á Loft hostel en þar fluttu þeir tvö lög, lagið Lungu og klassíkina Ryðgaður dans .
Viðskiptavinir Bónus sýndu mikinn samhug og lögðu samtals tæpar fjórar milljónir króna til málefnisins með því að bæta 500 krónum við innkaupin sín í sjálfsafgreiðslukössum verslana um allt land.
Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham ætla að leggja allt í sölurnar til þess að framlengja samning hollenska varnarmannsins Micky van de Ven.
Ríkissjóður verður af tíu til ellefu milljörðum króna árlega vegna skorts á skýru regluverki og virku eftirliti á íslenskum peningaleikjamarkaði. Áætla má að 36 til 39 milljarðar króna streymi árlega frá íslenskum almenningi í hendur rekstraraðila erlendra peningaleikjasíðna.