Skaðabótalög – tíma­bærar breytingar

Skaðabótalög – tíma­bærar breytingar

Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa.

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona

Því er haldið fram á Spáni að Sunderland hafi áhuga á að kaupa miðjumanninn Fermin Lopez frá Barcelona. Samkvæmt þessum afar óvæntu sögusögnum eru nýliðarnir, sem eru að gera frábæra hluti í ensku úrvalsdeildinni, til í að greiða yfir 70 milljónir punda fyrir Lopez. Lopez, sem er 20 ára gamall, hefur gert vel á þessari Lesa meira

Ætlar sér að spila á meiri hraða

Ætlar sér að spila á meiri hraða

„Tilfinningin er nokkuð góð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pekka Salminen um komandi leiki Íslands gegn Serbíu og Portúgal í undankeppni EM kvenna í körfubolta. „Við höfum átt góða fimm daga saman og ég held að við verðum samkeppnishæf.“ Pekka tók við liðinu í mars og fær loks núna sínu fyrstu leiki. Hann hefur þó áður verið með landsliðsæfingar og fylgst vel með íslensku deildinni: „Þetta er sterk deild og ég er líka ánægður að sjá þjálfarateymið og leikmennina vinna saman, ég er bjartsýnn.“ Markmið Pekka er að komast í aðra umferð forkeppninnar og til þess þarf liðið að vinna allavega einn leik. Einhverja leikmenn mun væntanlega vanta í serbneska liðið svo þar er möguleiki sem og gegn Portúgal úti sem er neðar en Serbía á heimslistanum. „Við munum líka spila öðruvísi en Ísland gerði áður.“

Syni Gaddafis sleppt úr fangelsi

Syni Gaddafis sleppt úr fangelsi

Hannibal Gaddafi getur um frjálst höfuð strokið í fyrsta sinn í áratug. Honum var í gær sleppt úr fangelsi. Þar mátti hann dúsa í tíu ár án þess að réttað væri yfir honum. Stjórnvöld í Líbanon töldu að Gaddafi byggi yfir upplýsingum um hvarf þriggja manna í Líbanon 1978. Þeir voru líbanskur klerkur, Mussa Sadr, að nafni og samferðamenn hans sem hurfu í Líbíu. Grunur vaknaði um að Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu og faðir Hannibals, hefði staðið á bak við hvarf þeirra. Hannibal var tveggja ára. Líbönsk yfirvöld handtóku Gaddafi yngri fyrir áratug og kröfðust þess að hann upplýsti um hvarf mannanna. Hann hafði flúið til Sýrlands eftir fall stjórnar föður síns. Þar var honum rænt og fluttur til Líbanons. Dómari fyrirskipaði í síðasta mánuði að Hannibal Gaddafi gæti fengið lausn úr fangelsi gegn 11 milljóna dollara tryggingafé. Sú upphæð var lækkuð í 900 þúsund dollara í síðustu viku. Tryggingaféð var greitt í gær og Gaddafi yngri sleppt úr fangelsi. Lögmaður hans sagði leið hans nú liggja úr landi. Hannibal Gaddafi er ekki eini maðurinn sem slapp úr fangelsi í gær vegna mála sem tengjast einræðisherranum fyrrverandi. Fyrir tilviljun var Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta einnig sleppt úr fangelsi í gær. Hann var byrjaður að afplána fimm ára fangelsisdóm fyrir að þiggja fjárframlög í kosningasjóði af Gaddafi. Dóminum var áfrýjað og fær hann lausn þar til dómur verður kveðinn upp.

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni.