Jólaklippingin í ár er mullet

Jólaklippingin í ár er mullet

Jólaklippingin í ár er mullet að sögn Heiðdísar Austfjörð hárgreiðslukonu. „Þetta er eiginlega komið og farið,“ segir hún. Fyrir mörgum er nauðsynlegt að komast í klippingu fyrir jólin, þó eru ekki allir svo heppnir að fá tíma fyrir jól því það er líklega hvergi meira að gera á aðventunni en á hárgreiðslustofum. Heiðdís segir jólin alveg koma þó að jólaklippingin náist ekki. Óðinn Svan Óðinsson heimsótti hárgreiðslustofu á Akureyri í jólaþætti Kastljóss og ræddi við hárgreiðslukonur og viðskiptavini.

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir leik gegn Crystal Palace í kvöld. Spilað var á Emirates í London en heimaliðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Maxence Lacroix mun vilja gleyma þessum leik sem fyrst en hann skoraði sjálfsmark fyrir Palace og klikkaði á sinni spyrnu í vítakeppninni. Marc Guehi skoraði eina mark Palace á Lesa meira

Martha Stewart orðin eigandi í Swansea

Martha Stewart orðin eigandi í Swansea

Lífsstílsgúrúinn Martha Stewart hefur keypt hlut í enska meistaradeildarliðinu Swansea. Stewart er þannig orðin minnihlutaeigandi í velska liðinu og slæst þar í hóp með rapparanum Snoop Dogg og króatíska fótboltamanninum Luka Modrić. Martha Stewart er 84 ára gömul viðskipta- og sjónvarpskona, rithöfundur og milljarðamæringur. Hún var viðstödd sigur Swansea í leik gegn Wrexham á föstudaginn. „Martha er náin vinkona Snoop Dogg og hún kom á Wrexham-leikinn sem gestur okkar,“ er haft eftir Brett Cravatt og Jason Cohen, aðaleigendum Swansea, í frétt AFP.„En það er okkur sönn ánægja að staðfesta að Martha, sem hefur byggt upp langan og farsælan feril sem fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í heimilishaldi og lífsstíl, hefur fylgt í fótspor Snoop og Luka Modrić og orðið minnihlutaeigandi í knattspyrnufélaginu okkar.“ Markmið Swansea er að gera félagið sýnilegra og auka tekjur til að geta eytt meira fé í nýja leikmenn. Fyrrum stjarna Real Madrid, Luka Modrić, sem nú spilar með AC Milan, fjárfesti í Swansea í apríl. Rapparinn Snoop Dogg gerði slíkt hið sama í júlí.

Martha Stewart eignast hlut í Swansea

Martha Stewart eignast hlut í Swansea

Bandaríski lífsstílsgúrúinn Martha Stewart hefur keypt hlut í enska meistaradeildarliðinu Swansea. Stewart er minnihlutaeigandi í velska liðinu og slæst þar í hóp með rapparanum Snoop Dogg og króatíska fótboltamanninum Luka Modrić. Martha Stewart er 84 ára viðskipta- og sjónvarpskona, rithöfundur og milljarðamæringur. Hún var viðstödd sigur Swansea á Wrexham á föstudaginn. „Martha er náin vinkona Snoop Dogg og hún kom á Wrexham-leikinn sem gestur okkar,“ er haft eftir Brett Cravatt og Jason Cohen, aðaleigendum Swansea, í frétt AFP. „En það er okkur sönn ánægja að staðfesta að Martha, sem hefur byggt upp langan og farsælan feril sem fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í heimilishaldi og lífsstíl, hefur fylgt í fótspor Snoop og Luka Modrić og orðið minnihlutaeigandi í knattspyrnufélaginu okkar.“ Markmið Swansea er að gera félagið sýnilegra og auka tekjur til að geta sett meira fé í nýja leikmenn. Fyrrum stjarna Real Madrid, Luka Modrić, sem nú spilar með AC Milan, fjárfesti í Swansea í apríl. Rapparinn Snoop Dogg gerði slíkt hið sama í júlí.

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur komið varnarmanninum Micky van de Ven til varnar. Van de Ven fór í umdeilda tæklingu um helgina í leik Tottenham og Liverpool sem varð til þess að Alexander Isak meiddist illa. Carragher segir að það hafi ekki verið ætlun Van de Ven að meiða Isak og að Svíinn hafi bara Lesa meira

Hæstiréttur telur ekki þörf á þjóðvarðaliði í Chicago

Hæstiréttur telur ekki þörf á þjóðvarðaliði í Chicago

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag áætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump um að senda þjóðarvarðliða til Chicago-borgar. Dómarar höfnuðu beiðni dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem farið hafði fram á að felldur yrði úr gildi úrskurður sem komið hefur í veg fyrir að hundruð þjóðvarðarliðsmanna verði sendir til borgarinnar. Úrskurðurinn kom eftir að embættismenn í Illinois-ríki höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni. Dómsmálaráðuneytið hafði beðið Hæstarétt um leyfi til að senda þjóðvarðarliðið til borgarinnar á meðan réttarhöld færu fram. Þjóðvarðliðið er hluti bandaríska hersins sem ríkisstjórar geta kallað til vegna hættu- eða neyðarástands. Við sérstakar aðstæður er forseta heimilt að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Mikið þarf því að liggja við svo liðið sé kallað út. Ríkisstjórn Trump hafði áður kallað út þjóðvarðliðið meðal annars til borganna Los Angeles í Kaliforníu og til Washington-borgar. Trump hafði lýst því yfir að neyðarástand ríkti í borgunum vegna glæpa og mótmæla. Atkvæði dómaranna voru sex á móti þremur og taldi meirihluti þeirra að ekki hefði verið sýnt fram á nauðsyn þess að senda þjóðvarðlið til Chicago-borgar. Þeir töldu yfirvöld borgarinnar hafa næg úrræði til þess að leysa mögulegan vanda borgarinnar án inngrips frá ríkisstjórninni. Þeir þrír dómarar sem töldu að leyfa ætti þjóðvarðliða í Chicago voru þeir Samuel Alito, Clarence Thomas og Neil Gorsuch sem alla jafna eru þeir dómarar sem taldir eru hvað hægri sinnaðastir.