Á floti í fíkniefnum

Á floti í fíkniefnum

Stærsta fangelsi landsins, Litla-Hraun við Eyrarbakka á Suðurlandi, er „á floti“ í fíkniefnum og neysla þar algeng meðal fanga. Auðveldara er jafnvel að verða sér úti um fíkniefni á Hrauninu en utan fangelsisveggjanna. Umhverfi þetta er afleitt fyrir fanga sem glíma við fíknivanda og þrá bata. Þetta segja fangar sem Morgunblaðið ræddi við.

Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“

Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“

Á sunnudagsmorgni í nóvember hringja kirkjubjöllur víðs vegar um bæinn og í Vesturbæ Reykjavíkur sem og annars staðar gerir trúrækið fólk sér leið í messu. Það er nokkuð milt veður miðað við árstíma þegar blaðamaður, sem hefur ekki sótt messu áður á fullorðinsaldri, sest aftast í kirkjuskipinu. Háskólakórinn, sem á að syngja í messunni, er að æfa sig áður en...

Tveir lögreglumenn týndu lífi í sprengingu í Moskvu

Tveir lögreglumenn týndu lífi í sprengingu í Moskvu

Lögreglumenn rannsaka vettvanginn þar sem Fanil Sarvarov lét lífið.EPA / MAXIM SHIPENKOV Rannsókn stendur yfir í rússnesku höfuðborginni Moskvu vegna „alvarlegs atviks“ í gær þar sem tveir umferðarlögreglumenn týndu lífi. Þeir höfðu stöðvað grunsamlegan vegfaranda þegar sprenging varð. Svæðið var fljótlega girt af. Fjölmiðlar segja sprenginguna hafa orðið skammt þaðan sem bílsprengja drap hershöfðingjann Fanil Sarvarov á sunnudag og að sérstök rannsóknarnefnd um alvarlega glæpi hafi málið á sinni könnu. Úkraínumönnum hefur verið kennt um nokkrar árásir á háttsetta herforingja í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu. Stjórnvöld í Kyiv hafa gengist við nokkrum atlaganna en hafa ekki enn tjáð sig um tilræðið við Sarvarov.

Lögregla hafði tvisvar afskipti af sama manninum og leitar hóps vegna líkamsárásar

Lögregla hafði tvisvar afskipti af sama manninum og leitar hóps vegna líkamsárásar

Lögreglumenn að störfum í miðborginni fyrr á þessu ári.RÚV / Kristín Sigurðardóttir Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af sama manninum, fyrst eftir að hann var með uppsteit og heitingar við lögreglumenn sem ætluðu að koma honum brott af bráðamóttöku Landspítalans, þaðan sem hann þvertók fyrir að fara. Manninum var leyft að yfirgefa lögreglustöðina með loforði um að bæta ráð sitt. Skömmu síðar var hann handtekinn fyrir ótilgreint athæfi gegn öðru fólki í búsetuúrræði. Þetta er meðal þess sem segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var fundinn í morgun úr hópi manna sem réðust á mann í miðborginni og lögreglumenn aðstoðuðu öryggisverði við að vísa manni brott úr samkomuhúsi þar um slóðir.

Lögregla leitar hóps vegna líkamsárásar

Lögregla leitar hóps vegna líkamsárásar

Lögreglumenn að störfum í miðborginni fyrr á þessu ári.RÚV / Kristín Sigurðardóttir Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af sama manninum, fyrst eftir að hann var með uppsteit og heitingar við lögreglumenn sem ætluðu að koma honum brott af bráðamóttöku Landspítalans, þaðan sem hann þvertók fyrir að fara. Manninum var leyft að yfirgefa lögreglustöðina með loforði um að bæta ráð sitt. Skömmu síðar var hann handtekinn fyrir ótilgreint athæfi gegn öðru fólki í búsetuúrræði. Þetta er meðal þess sem segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var fundinn í morgun úr hópi manna sem réðust á mann í miðborginni og lögreglumenn aðstoðuðu öryggisverði við að vísa manni brott úr samkomuhúsi þar um slóðir.

Lögregla leitar hóps manna vegna líkamsárásar

Lögregla leitar hóps manna vegna líkamsárásar

Lögreglumenn að störfum í miðborginni fyrr á þessu ári.RÚV / Kristín Sigurðardóttir Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af sama manninum, fyrst eftir að hann var með uppsteit og heitingar við lögreglumenn sem ætluðu að koma honum brott af bráðamóttöku Landspítalans, þaðan sem hann þvertók fyrir að fara. Manninum var leyft að yfirgefa lögreglustöðina með loforði um að bæta ráð sitt. Skömmu síðar var hann handtekinn fyrir ótilgreint athæfi gegn öðru fólki í búsetuúrræði. Þetta er meðal þess sem segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var fundinn í morgun úr hópi manna sem réðust á mann í miðborginni og lögreglumenn aðstoðuðu öryggisverði við að vísa manni brott úr samkomuhúsi þar um slóðir.

Jólaveðrið hvasst og blautt með gulum og appelsínugulum viðvörunum

Jólaveðrið hvasst og blautt með gulum og appelsínugulum viðvörunum

Sunnan hvassviðri eða stormur gengur yfir stóran hluta landsins í dag, aðfangadag jóla. Hvassast verður norðanvert á landinu. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að spáð sé talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir stærstan hluta landsins og Veðurstofan hvetur fólk til að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurstofan varar við að lausamunir geti fokið, flóðum, skriðuföllum og auknu álagi á fráveitukerfi. Víða getur skapast hætta fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að gæta varkárni í ljósi þeirrar miklu rigningar og hlýinda sem spáð er á Vestfjörðum og Vesturlandi. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur varað við auknum líkum á grjóthruni og skriðum yfir vegi sem liggja undir bröttum hlíðum. Landsnet varar við að rafmagnslínum geti slegið saman á vestanverðu Norðurlandi og truflunum, einkum vegna sviptivinda í sunnanáhlaupinu sem gengur þar yfir. Hins vegar verður lengst af þurrt norðaustan- og austantil á landinu. Óvenju hlýtt verður í dag, sjö til átján stiga hiti, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Á morgun, jóladag, dregur smám saman úr vindi með sunnanstinningskalda, allhvössum vindi eða hvassviðri síðdegis. Áfram rignir talsvert eða mikið á sunnan- og vestanverðu landinu, en léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi og áfram hlýtt í veðri. Skil fara yfir landið aðfaranótt föstudags og þá dregur loksins aðeins úr vætu. Líklegt þykir að öllu innanlandsflugi Icelandair verði aflýst í dag vegna veðursins. Síðustu flugferð gærkvöldsins hjá Icelandair var aflýst vegna veðurs og segir Guðni Sigurðsson, upplýsingsfulltrúi Icelandair svipaða veðurspá fyrir daginn í dag. Allt flug til og frá Keflavík er á áætlun samkvæmt upplýsingum á vef Isavia .

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

Það er eitthvað töfrandi við aðventuna. Þrátt fyrir eril, innkaupa- og gátlista, endalaus þrif og ákveðið stress, þá fylgir henni á einhvern undarlegan og þversagnarkenndan hátt líka ákveðin innri ró. Í sítengdri veröld sem krefst þess að við svörum skilaboðum samstundis og stöðugrar kröfu um afköst, er kærkomið að leyfa sér smá kæruleysi. Það má Lesa meira

„KR er langstærsti klúbburinn á Íslandi“

„KR er langstærsti klúbburinn á Íslandi“

Fótboltakappinn Arnór Ingvi Traustason er genginn til liðs við KR í efstu deild karla. Koma Arnórs heim bar hratt að og segir hann Vesturbæjarliðið langstærsta klúbb á landinu. Arnór ræðir samtöl við Óskar Hrafn, „pressu“ tengdafjölskyldunnar, sögusagnir um Keflavík og þyngsli KR treyjunnar. „Tilfinningin er mjög góð. Ég er rosalega peppaður að fá að byrja. Ég er búinn að tala við þau sem eru mér næst og mér líður ekkert eins og ég sé að fara heim. Mér líður bara eins og ég sé að fara í næsta verkefni og það er stórt verkefni fyrir framan mig,“ sagði Arnór. Bar hratt að Arnór lék síðast með Norrköping í Svíþjóð og var þar fyrirliði. Liðið féll nokkuð óvænt og heimkoma Arnórs bar hratt að. Hann sagði ýmsa möguleika hafa verið í stöðunni en að samtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara KR hafi breytt öllu. „Það voru aðrir möguleikar í stöðunni en þetta gerðist fljótt. Ég sjálfur var ótrúlega spenntur fyrir þessu, að fá að spila fyrir KR og komast í KR. Mig langaði til þess eftir öll samtölin við Óskar og Indriða Sigurðsson og fleiri.“ Það var ekki hugsunin fyrir mánuði síðan að þetta yrði lendingin. Svo ákváðum við bara að kýla á þetta. Við tökum þessu með opnum hug og jákvæðninni. Þetta verður geðveikt.“ Engin pressa en tengdafjölskyldan sátt Það má segja að Arnór sé giftur inn í KR. Maki Arnórs er Vesturbæingurinn Andrea Röfn Jónasdóttir en faðir hennar Jónas Kristinsson, var framkvæmdastjóri KR í fjölda ára. Þá er Rúnar Kristinsson náfrændi Andreu. Hann fann ekki fyrir neinni pressu en segist spenntur fyrir áskoruninni að spila með KR. Félagið sé það stærsta á landinu, með skemmtilegustu söguna og því fylgir pressa. „Þau eru sátt með mig. En þau voru ekkert að pressa á mig eða neitt svoleiðis. Að ég færi heim þyrfti ég að fara í KR. En að sama skapi er ég búinn að vera mikið inni í þessari fjölskyldu og uppi í KR. En KR er fyrir mér langstærsti klúbburinn á Íslandi. Liðið hefur langskemmtilegustu söguna. Það er pressa að spila fyrir KR og það eru þyngsli í treyjunni. Það er gaman að vera í svoleiðis liði.“ Keflavík í raun aldrei í myndinni Arnór lék með Keflavík áður en hann hélt út en hann fór að hluta til í gegnum yngri flokka Njarðvíkur. Hann segir sögusagnir um endurkomu í Keflavík ekki hafa verið sannar. „Það var aldrei neitt þannig. Ég heyrði í Halla Guðmunds sem er félagi minn og við þekkjumst þokkalega vel. Ég heyrði í honum fyrir nokkuð löngum tíma. Hann var að heyra í mér hljóðið og hvernig hugur minn væri.“ „Á þeim tíma var þetta ekki komið langt hjá neinum og við vorum ekkert að hugsa um að koma heim þá. En svo hef ég ekkert heyrt meira frá þeim, þó svo að það væru sögusagnir um að við værum nálægt hvort öðru. Hvort ég væri á leiðinni í Keflavík. En meira var það ekki en eitt smá símtal við Halla.“ Á nóg eftir Arnór skrifar undir þriggja ára samning og er 32 ára gamall. Hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013 og hefur síðan leikið fyrir fimm lið í fjórum löndum. Hann var á mála hjá Rapid Wien, New England Revolution, Malmö, AEK Aþenu og Norrköping. Auk þess á hann 67 landsleiki og hefur skorað sex mörk. Hann ætlar sér stóra hluti með KR. „Ég er kominn heim til að vera stór leikmaður fyrir þetta félag, bæði innan sem utan vallar. Ég á fullt að gefa og á nóg eftir. Ég byrja á þessum þremur árum svo tökum við stöðuna eftir það. Ef mér líður vel þá held ég áfram að hjálpa og vera til staðar fyrir KR.“ Lítur ekki á KR sem fallbaráttulið KR átti nokkuð erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Liðið tryggði sæti sitt í Bestu deild í lokaleik tímabilsins. Þrátt fyrir það lítur Arnór ekki á KR sem fallbaráttulið. Hann sjálfur hefur reynslu af því hvernig viðsnúningur getur orðið milli tímabila. „Alveg 100% ekki. Ég sjálfur hef reynslu af því að vera í svoleiðis stöðu, árið 2014 með Norrköping. Við vorum nálægt því að falla. Það er þessi reynsla sem þessir ungu leikmenn fengu og búa að núna. Þeir búa að þessari reynslu sem þeir voru ekki með fyrir síðasta tímabil. Að spila í efstu deild og spila fyrir KR á hæsta stigi.“ „Þeir geta tekið það með sér í þetta tímabil núna og byggt ofan á það. Við unnum sænsku deildina árið eftir, árið 2015. Ég er ekki að segja að við ætlum að fara að vinna Íslandsmeistaratitilinn. En að sama skapi býrðu yfir ótrúlega mikilli reynslu sem þú tekur inn á næsta tímabil. Ég kem líka að borðinu með hellings hluti, mína hæfileika og leiðtogahæfileika, sem ég vona að nýtist vel,“ bætti Arnór við. Evrópa kallar Arnór hefur fylgst með deildinni úr fjarska síðustu 12 ár en segir hana alltaf verða sterkari. Hann dreymir um Evrópuævintýri með KR. „Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það sést líka á því hvað Víkingur og Breiðablik eru að gera í Evrópu, sem er geðveikt. Það er geggjað fyrir deildina og Ísland, að koma Íslandi á kortið, byggja upp þessa deild og gera hana enn þá sterkari. Ég held að það sé markmið allra að komast út í Evrópu og fá skerf af Evrópufénu. Fleiri lið munu gera það á næstu árum,“ sagði Arnór að lokum.

Fimm háttsettum Evrópumönnum meinað um vegabréfsáritun

Fimm háttsettum Evrópumönnum meinað um vegabréfsáritun

Frakkinn Thierry Breton er meðal fimm Evrópumanna sem Bandaríkjastjórn hefur meinað um vegabréfsáritun þangað. Nokkrir þeirra vinna fyrir stofnanir sem ætlað er að draga úr upplýsingaóreiðu. Utanríkisráðherrann Marco Rubio sakar þá um ritskoðunartilburði í garð þarlendra hátæknifyrirtækja með það markmið að hamla útbreiðslu bandarískra viðhorfa, sem þeim líki ekki. Þannig hafi lengi háttað í Evrópu. Fimmmenningarnir eru kallaðir öfgafullir andófsmenn í yfirlýsingu stjórnvalda. Breton átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og var einn af valdamestu embættismönnum hennar, fór meðal annars með málefni innri markaðarins. Hann sagði skyndilega af sér í september 2024. Breton segir nornaveiðar McCarthy-tímabilsins snúnar aftur vestra, þegar stjórnvöld ofsóttu fólk grunað um að vera hallt undir kommúnisma eða hliðhollt Sovétríkjunum.