Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Græn­landi

Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Græn­landi

Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni.

Seinagangur og mistök en trúir ekki á kerfislæga hlutdrægni hjá BBC

Seinagangur og mistök en trúir ekki á kerfislæga hlutdrægni hjá BBC

Um helgina hættu bæði útvarpsstjóri BBC Tim Davie og fréttastjórinn Deborah Turness. Þau og vísuðu bæði til umfjöllunar um fréttaskýringarþáttinn Panorama sem væri farinn að skaða stofnunina. Ingibjörg Þórðardóttir sem var lengi ritstjóri hjá BBC og CNN segir að þótt oft hafi verið deilt á BBC séu afsagnir þeirra fordæmalausar og mikið högg fyrir stofnunina. Togstreita hafi verið milli stjórnendanna og stjórnarinnar um viðbrögð. Hún telur ekki að þar sé kerfislæg hlutdrægni, en um hana hefur BBC verið sakað. Á hverjum degi séu birtar hundruð frétta á vegum fréttaþjónustunnar og það verði mistök en þar sé oft brugðist seint og illa við krísum. Í erfiðu umhverfi fjölmiðla í dag sé afar slæmt ef traust á fréttaþjónustu BBC rýrni og óskandi að stofnunin standi af sér storminn.

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Djimi Traore, hefur tekið upp hanskann fyrir Ibrahima Konate eftir að Jamie Carragher gagnrýndi Frakkann í kjölfar 3–0 taps Liverpool gegn Manchester City á sunnudag. Carragher, sem nú starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, tók Konate sérstaklega fyrir eftir fyrsta mark leiksins, þar sem Erling Haaland skoraði með skalla. Hann sagði varnarmanninn Lesa meira

David Szalay hlýtur Booker-verðlaunin fyrir Flesh

David Szalay hlýtur Booker-verðlaunin fyrir Flesh

David Szalay hlýtur Booker-verðlaunin í ár fyrir sjöttu skáldsögu sína, Flesh. Þar fylgja lesendur István frá unglingsárunum í ungversku íbúðahverfi til vistunar í uppeldisheimili, þaðan í herþjónustu í Írak og síðar í starf sem lífvörður hinna ofurríku í London. Formaður dómnefndarinnar, Roddy Doyle, sem hlaut verðlaunin árið 1993, segir bókina einstaka og ólíka nokkurri annarri bók sem þau hafi lesið. Aðalpersónan, István, er að mörgu leyti dæmigerður karlmaður; líkamlegur, hvatvís og varla í nokkurri tengingu við eigin tilfinningar – og stóran hluta bókarinnar er hann varla í tengingu yfirhöfuð. Hann hlýtur að teljast til fámálustu persóna bókmenntanna, að mati dómnefndarinnar. Samt sem áður verður þessi bók, sem byggir á knappri og agaðri setningagerð, að seiðandi, spennandi og hrífandi frásögn sem spyr hvað það sé sem geri lífið þess virði að lifa. Szalay er fyrsti ungversk-breski rithöfundurinn til að hljóta Booker-verðlaunin. Hann fæddist í Kanada en ólst upp í London og hefur búið í Líbanon, Ungverjalandi og nú í Vínarborg í Austurríki. Flesh er sjötta skáldsaga Szalay og hafa verk hans verið þýdd yfir á rúmlega 20 tungumál og aðlöguð fyrir silfurskjáinn. Hann er margverðlaunaður höfundur og komst meðal annars á stuttlista Booker-verðlaunanna árið 2016 fyrir bókina All That Man Is. Szalay er þó ekki eini höfundurinn af ungverskum uppruna sem hlýtur verðlaunin því László Krasznahorkai, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin árið 2015. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi bókmenntum sem gefnar hafa verið út í Bretlandi eða á Írlandi en árið 2014 var bandarískum útgáfumarkaði hleypt að líka. Sú skáldsaga sem hreppir hnossið fær 50.000 pund í verðlaunafé en hver tilnefndur höfundur hlýtur 2.500 pund. Á meðal tilnefndra í ár voru bæði fyrrum verðlaunahafi og þrír höfundar sem aldrei hafa komist á stuttlistann áður. Höfundarnir hafa rætur að rekja til fjögurra þjóðerna og þriggja heimsálfa. Dómnefndina í ár skipa Booker-verðlaunahafinn frá 1993, Roddy Doyle, formaður nefndarinnar; Ayọ̀bámi Adébáyọ̀ sem tilnefnd var á langlista Booker-verðlaunanna 2023; leikkonan og útgefandinn Sarah Jessica Parker; höfundurinn og dagskrárgerðarmaðurinn Chris Power; og metsöluhöfundurinn Kiley Reid sem einnig hefur verið tilnefnd á langlista Booker-verðlaunanna. Verðlaununum er jafnframt ætlað að beina sjónum að rithöfundum sem eru lítt eða ekki þekktir meðal almennings. Salman Rushdie og Margaret Atwood eru á meðal þeirra sem hlotið hafa Man Booker-verðlaunin.