Jólaútstilling íslensks bakarís í Kaupmannahöfn slær í gegn

Jólaútstilling íslensks bakarís í Kaupmannahöfn slær í gegn

Jólakúlur, greni og piparkökukallar settu svip sinn á bakaríið Bake My Day á Amager í Kaupmannahöfn í aðdraganda jóla. Þar hefur mikið verið lagt upp úr jólaskreytingum síðustu ár að sögn Ynju Mistar Aradóttur, sem stofnaði bakaríið ásamt móður sinni. Rúmlega tuttugu manns starfa hjá Bake My Day sem opnaði sitt annað útibú í fyrra. Það er kærasti Ynju, Aziz Nabiyev, sem er helsta sprautan í skreytingunum. Hann kemur frá Aserbaísjan og var ekki vanur því að halda upp jól áður en hann flutti til Danmerkur. Ynja segir hann vera orðinn mikið jólabarn og elski að skreyta. „Þannig að það verður oft svolítið mikið skraut hérna hjá okkur,“ segir Ynja. Kakan úr frauðplasti en allt skrautið er úr sykri Miðpunktur athyglinnar er stór kaka sem tekur á sig mynd leiksviðs. „Þetta er ein svolítið stór kaka sem er gerð úr frauðplasti, þannig að þetta er ekki alvöru kaka að innan. En allt skrautið á henni er alvöru, sem sagt gert úr sykri.“ Útstillingin er innblásin af balletti Tsjækofskís um hnotubrjótinn en Aziz ólst upp við að horfa á Hnotubrjótinn á áramótum. Bakaríið leggur sitt lóð á vogarskálarnar til að skapa jólastemningu víðar í dönsku höfuðborginni. „Við höfum líka verið beðin um að gera alls konar fyrir önnur fyrirtæki. Til dæmis kökur og piparkökuhús sem önnur fyrirtæki nota sem útstillingu hjá sér,“ segir Ynja. Rataði í auglýsingu danska ríkisútvarpsins Útstillingin hefur vakið mikla athygli að sögn Ynju og hún rataði í auglýsingu hjá nágranna bakarísins í DR Byen, sjálfu danska ríkisútvarpinu, DR. „Þetta hefur fengið svolítið mikla athygli á Instagram hjá okkur, þannig að fólki finnst þetta flott,“ segir Ynja Mist.

Jólaútstilling íslensks bakarís í Kaupmannahöfn slær í gegn

Jólaútstilling íslensks bakarís í Kaupmannahöfn slær í gegn

Jólakúlur, greni og piparkökukallar settu svip sinn á bakaríið Bake My Day á Amager í Kaupmannahöfn í aðdraganda jóla. Þar hefur mikið verið lagt upp úr jólaskreytingum síðustu ár að sögn Ynju Mistar Aradóttur, sem stofnaði bakaríið ásamt móður sinni. Rúmlega tuttugu manns starfa hjá Bake My Day sem opnaði sitt annað útibú í fyrra. Það er kærasti Ynju, Aziz Nabiyev, sem er helsta sprautan í skreytingunum. Hann kemur frá Aserbaísjan og var ekki vanur því að halda upp jól áður en hann flutti til Danmerkur. Ynja segir hann vera orðinn mikið jólabarn og elski að skreyta. „Þannig að það verður oft svolítið mikið skraut hérna hjá okkur,“ segir Ynja. Kakan úr frauðplasti en allt skrautið er úr sykri Miðpunktur athyglinnar er stór kaka sem tekur á sig mynd leiksviðs. „Þetta er ein svolítið stór kaka sem er gerð úr frauðplasti, þannig að þetta er ekki alvöru kaka að innan. En allt skrautið á henni er alvöru, sem sagt gert úr sykri.“ Útstillingin er innblásin af balletti Tsjækofskís um hnotubrjótinn en Aziz ólst upp við að horfa á Hnotubrjótinn á áramótum. Bakaríið leggur sitt lóð á vogarskálarnar til að skapa jólastemningu víðar í dönsku höfuðborginni. „Við höfum líka verið beðin um að gera alls konar fyrir önnur fyrirtæki. Til dæmis kökur og piparkökuhús sem önnur fyrirtæki nota sem útstillingu hjá sér,“ segir Ynja. Rataði í auglýsingu danska ríkisútvarpsins Útstillingin hefur vakið mikla athygli að sögn Ynju og hún rataði í auglýsingu hjá nágranna bakarísins í DR Byen, sjálfu danska ríkisútvarpinu, DR. „Þetta hefur fengið svolítið mikla athygli á Instagram hjá okkur, þannig að fólki finnst þetta flott,“ segir Ynja Mist.

Gervigreni ekki síður eldsmatur en lifandi greinar

Gervigreni ekki síður eldsmatur en lifandi greinar

Kertaljós, kransar, ljósaseríur og metnaðarfull eldamennska eru að baki mörgum útköllum slökkviliða um hátíðarnar. Gervigreni er töluvert eldfimara en marga grunar. Kertaljós, kransar, ljósaseríur og metnaðarfull eldamennska eru að baki mörgum útköllum slökkviliða um hátíðarnar. Gervigreni er töluvert eldfimara en marga grunar. Slökkvilið landsins minna á mikilvægi þess að fara varlega og kunna að bregðast við ef eldur kviknar. Slökkviliðið vill reykskynjara ofarlega á forgangslistann um hátíðirnar. Nú er tíminn til að taka hring á heimilinu, ýta á takkana og sjá hvort skynjararnir eru virkir.

Smám saman öðlast maður tæki og tól til að takast á við sorgina og eiga gömlu jólin og minningarnar

Smám saman öðlast maður tæki og tól til að takast á við sorgina og eiga gömlu jólin og minningarnar

Mæðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason vörðu jóladagsmorgni með hlustendum Rásar 1 og Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér. Þau sögðu frá jólahefðum og hvernig þau hafa fundið jólagleðina á ný eftir sáran missi. Jóladagur er hálfgert himnaríki, að mati Eddu. „Fyrir mér er það guð, aðrir tala kannski um almætti eða hvað sem er, andlega fegurð. Hún er hvað mest í dag, finnst mér. Það er búið að vera undirbúningur, spenna, fjör og fúm fram að þessu. Svo kemur aðfangadagur og jóladagur er einhvern veginn svona himnaríki.“ Björgvin segist eiga erfitt með að þurfa að fara í jólaboð á þessum degi. „Það ætti að banna þau.“ Þarf stundum blíðlegu gúmmíkylfuna í höfuðið Edda og Björgvin eru mjög náin og tala saman á hverjum degi. Nú eru þau aftur orðnir nágrannar og deila því skoðunum, bíl og mat. Björgvin segir móður sína gjarnan koma með góð ráð, hvort sem þau séu umbeðin eða ekki. Bæði hafa þau unnið heilmikið í sjálfu sér og segja það í raun nauðsynlegt. „Nú erum við bara með alls konar fíknisjúkdóma, erum með meðvirkni og alla sjúkdóma. Ef við erum ekki í prógrammi þá erum við óalandi og óþegjandi,“ segir Edda. „Nú tala ég fyrir mig en ég veit að við eigum þetta sameiginlegt mörg sem höfum verið tiplandi á eggjaskurn kannski allt of mikið í gegnum lífið, út af ýmsu.“ Björgvin segist alveg sammála móður sinni. „Ég reyni bara að vera í núinu og reyni að hafa ekki skoðun á því. Það gengur betur og betur en þetta er rosalega erfitt fyrir mann eins og mig sem lifir annað hvort í gærdeginum eða morgundeginum.“ Edda segist ekki kalla þetta sjálfsvinnu lengur og þykir það heldur gamaldags orð. Hún kalli þetta viðhald. „Ef ég er ekki í viðhaldi og stanslausum viðgerðum, sem er annað fólk að minna mig á þegar ég er farin að detta á hliðina og farin að gefa ofboðslega mikið af óumbeðnum ráðum og vera full af gremju gagnvart ófullkomnu fólki sem mér finnst vera til óþurftar.“ „Þá þarf ég bara litlu blíðlegu gúmmíkylfuna í hausinn og heiðarlegt fólk til að segja mér að nú skulum við leiðrétta.“ Hún talar um að fá lánaða dómgreind frá fólkinu í kringum sig, hvort sem það séu vinir og sérfræðingar. „Ef ég ber ekki gæfu til að biðja um dómgreind þá fer ég að skekkjast. Þá fer fíflunum að fjölga í kringum mig og alls konar ósiðir og óþekkt.“ Þurfti ekkert að hafa fyrir jólafjörinu með Gísla Edda segir jólin uppáhaldstímann sinn en viðurkennir þó að vera ekki alveg búin að ná „þessu fljúgandi fjöri og látum“ sem hún var vön að upplifa um jólin, eftir að Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, lést fyrir fimm árum. Hann hafi verið einn mesti jólasveinn landsins. „Hann var sturlað jólabarn. Það var svo gaman að dansa með því. Þá þurfti maður ekkert að hafa fyrir því. Ég er ekki alveg enn búin að ná að anda djúpt og græt yfir lögum.“ Hún minnist þess að vera á síðustu stundu að hjálpa Gísla að pakka inn gjöfum og segir hann hafa verið með þumalputta á öllum fingrum. „Hann gaf mér kakó og við vorum að pakka inn og gáfum rosa mikið saman. Hann var alltaf að svindla og gefa meiri gjafir. Þetta var alveg brjálæðislegt fjör og jólatónlistin í botn.“ „Svona var öll okkar sambúð og svo þegar við vorum ekki í sambúð lengur þá var ég samt inni í hans jólafjöri,“ segir Edda. „Mér finnst þetta dásamlegur tími samt.“ Það taki tíma að ná nýjum takti og siðum eftir að missa einhvern nákominn. „Þannig að maður búi til nýja gleði og orku.“ Syngja og dansa og hella kaffi latte á gröfina Á jólunum heimsækir fjölskyldan leiði Gísla og syngur fyrir hann Jólainnkaupin með Guðmundi Jónssyni. „Fyrstu jólin voru bara þannig að maður dróst varla eftir stígunum til þess að koma að gröfinni.“ Björgvin, litli gleðistubburinn eins og móðir hans lýsir honum, hafi vitað hve erfið þessi stund yrði og mætti því með hátalara og setti lagið í gang. „Nú skulum við gleðja pabba.“ Gísli hafi hlegið sig máttlausan yfir þessu lagi. Þau dönsuðu, sungu og helltu kaffi latte á gröfina. Nú sé þetta orðin hefð. „Þegar ég er komin þarna við hliðina á eftir svona 40 ár þá vona ég sannarlega að þau haldi þessu áfram. Þetta verður svo skemmtileg stund,“ segir Edda. Fékk jólagjafir sem engum hefði dottið í hug að biðja um eða gefa Björgvin minnist æskujólanna með mikilli hlýju. Foreldrar hans, og þá faðir hans sérstaklega, sáu til þess að þau yrðu sem mikilfenglegust. Þó varð oft uppi fótur og fit og jólin voru með heldur óhefðbundnara sniði en margir þekkja. „Við gerðum oft grín að því að við vorum kannski að borða um miðnætti og opna pakka um þrjú á næturnar því það þurfti svo mikið að gera við og gera upp húsið,“ rifjar hann upp. „Pabbi var svolítið æstur, eins og sonurinn.“ Hann segist eiga margar minningar af því að biðja um eitthvað „rugl í jólagjöf sem engum hefði dottið í hug og enginn fékk. En mamma og pabbi sáu til þess að ég fékk það.“ Eitt árið langaði hann í hárkollu eins og tannlæknirinn í Litlu hryllingsbúðinni bar og þá þótti Gísla ekkert sjálfsagðara en að fá Rögnu Fossberg förðunarfræðing hjá RÚV að hnýta hárkollu fyrir drenginn. „Ég fékk sérsniðna hárkollu!“ Edda minnist þess að stuttu síðar hafi Björgvin farið í klippingu og verið svo óánægður að hann neitaði að fara í skólann nema setja upp hárkolluna til að fela hárið. Það þótti henni fallegast af öllu. „Ég hélt ég myndi aldrei líta glaðan dag aftur“ Þó svo að jólin geti verið mikill gleðitími þá er það gjarnan þá sem söknuður til látinna ástvina er hvað mestur. „Þetta tóm er svo öskrandi, eins og með mömmu og pabba. Það er alveg sama hvað þau eru gömul, það er bara svo vont þegar þau fara,“ segir Edda. „Svo var bara hræðilegt að missa Gísla. Þetta auða sæti er svo öskrandi á mann.“ Þar til maður tekur auðu sætin í sátt og fyllir þau af gjöfum í staðinn. Edda fór í sálgæslunám til að vinna úr missinum. „Ég hélt ég myndi aldrei líta glaðan dag aftur og þurfti bara að læra allt um sorgina og áföll.“ Ekki hægt að flýja sorgina Þar hafi hún lært hina óþægilegu staðreynd sem hefur verið margrannsökuð og sönnuð. Það sé ekki hægt að flýja sorgina og allar þær erfiðu tilfinningar sem fylgja henni. „Maður verður að gjöra og svo vel að dvelja þar. Vegna þess að ef maður tekur á sprett og fær sér í glas eða hleypur eða fer í fjör, þá bíður sorgin handan við hornin.“ Þá sé alveg eins gott að fá sér sæti og gráta á meðan tilfinningin fari yfir. „Eina leiðin til að takast á við sorgina er að fara í gegnum hana og dvelja í henni. Þetta er svo ótrúlega vont.“ Að sama skapi geti hún ekki tekið yfir þjáningu barna sinna þó svo að hún myndi vilja það. „En það get ég alls ekki. Börnin mín verða að bera sína þjáningu og fara í gegnum sína sorg.“ Heilun í því að búa til nýjar hefðir og gráta með öðrum Nú vinnur Edda mikið með Sorgarmiðstöðinni og Píetasamtökunum. Henni þykir áríðandi að fólk viti, sérstaklega fyrstu jólin eftir missi, að það er hægt að fara inn á vef Sorgarmiðstöðvarinnar og sækja sér þar fróðleik sem tekur sérstaklega fyrir jólin. „Smám saman öðlast maður tæki og tól til þess að búa til nýtt, eiga gömlu jólin og minninguna en búa til alls konar nýtt og nýja siði.“ Björgvin tekur undir þetta og segir það heilandi að prófa eitthvað nýtt, borða nýjan mat eða vera á öðrum stað, gera hlutina öðruvísi. Hann tekur einnig fram að klisjan um góð tengsl vera sanna. „Það er svo mikil hlýja í því.“ Það sé fínt að vera einn stundum en enginn gangi í gegnum missi einn og enginn eigi að gera það einn. „Bara það að sitja hlið við hlið og gráta. Það er heilun í því að vera tveir,“ segir Edda. Hún segist bera mikla gæfu til að eiga nánar vinkonur sem hún geti grátið með. Björgvin segist sjálfur alltaf hafa verið hræddur við að gráta fyrir framan aðra en einn daginn hafi hann brotnað saman fyrir framan vinnufélaga sína og fann hve gott það gerði honum og dagurinn varð miklu betri fyrir vikið. Getur nú hlegið af skondnum atvikum Annað bjargráð í sorginni sé húmor og það hafi Edda sjálf fundið á eigin skinni. Stuttu eftir fráfall Gísla gat hún ekki deilt með öðrum skondnum augnablikum sem gerðust á þeim tíma. „Ég gat það ekki. Ég hafði ekki húmor fyrir því.“ „En ég var svo glöð því um daginn gat ég sagt sögu sem var pínulítið ósmekkleg, þar sem einn maður var með svo skringilegt viðbragð þegar hann frétti af þessu erfiða andláti.“ Allt í einu hafi hún fengið hláturskrampa og getað deilt því með ástvinum sínum. „Þetta færir tíminn manni.“ Mæðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz minnast með mikilli hlýju jólanna sem þau áttu með Gísla Rúnari heitnum. Það sé ekki hægt að flýja sorgina en þeim þykir heilandi að skapa nýjar hefðir og vera með ástvinum. Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason voru gestir í Segðu mér á Rás 1. Þáttinn má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Áskoranir ungs fólks miklar en framtíðin björt

Áskoranir ungs fólks miklar en framtíðin björt

Áskoranir barna og ungs fólks eru margvíslegar og þau þurfa skilning og stuðning samfélagsins, að mati Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups. Í prédikun hennar í Dómkirkjunni í dag fjallaði hún um stöðu barna. Börn og ungt fólk fái fréttir af stríði og óróleika og öfga í stjórnmálum víða um heim. Þau þurfi stöðugt að greina á milli sannleika og tilbúnings á samfélagsmiðlum, sem verði sífellt erfiðara. „Unga fólkið þarf stöðugt að greina á milli þess sem er raunverulegt og satt og því sem er tilbúningur og verða því mögulega færari í því en við sem eldri eru. Já, og heimurinn þeirra er stór því þau fylgjast ekki einungis með íslenskum fjölmiðlum heldur efni frá ólíkum heimshornum.“ Unga fólkið getur svo margt og er með hjartað á réttum stað, sagði Guðrún Karls Helgudóttir biskup í jólaprédikun sinni. Hún vill að börn og ungt fólk mæti meiri skilningi og umburðarlyndi innan samfélagsins. Draga þurfi úr neikvæðni í umræðu um málefni barna, sem vilji að samfélagið taki betur á kvíða og andlegum veikindum, styðji við réttindi hinsegin fólks og þar eigi fullorðna fólkið að ganga undan með góðu fordæmi. „Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni er þetta unga fólk tekur við. Þau kunna og geta svo margt og eru með hjartað á réttum stað. Já, þau eru svo miklu klárari og réttsýnni en við höfum tilhneigingu til að halda. Það er síðan hlutverk okkar sem eldri erum að styðja þau þar sem eitthvað skortir, kenna þeim seiglu og úthald en einnig að hlusta á þau og læra af þeim þá þekkingu sem þau hafa að miðla til okkar.“

Kristrún íhugaði tónlistarferil en praktíkin tók yfir

Kristrún íhugaði tónlistarferil en praktíkin tók yfir

Kristrún er sprenglærð á píanó, kláraði 7. stig í píanónámi. Þá lærði hún einnig á harmónikku - aðallega til þess að geta spilað undir í fjöldasöng í fjölskylduboðum. „Ég notaði tónlist mjög mikið og var að semja og svona og það hjálpaði mér ótrúlega mikið,“ segir Kristrún og staðreyndin að hún hafi verið að semja tónlist vekur athygli. „Ég veit nú ekkert hversu gott þetta var. En ég fékk útrás með þessu og ég átti alveg tímabil í lífinu þar sem ég hélt að ég myndi gera eitthvað meira við þetta. Ekkert stórbrotið, ætlaði kannski að fara í meira píanónám og gera eitthvað,“ segir Kristrún og bætir svo við að hún sé með mjög praktískt bein í sér og hafi því frekar leitað í öryggið að vera í bóknámi. Þú getur hlustað á viðtalið í spilaranum að ofan, í RÚV-appinu eða spilara RÚV á ruv.is .