Fordæma ákvörðun Ísraels

Fordæma ákvörðun Ísraels

Stjórnvöld í Sómalíu hafa fordæmt ákvörðun Ísraels um að viðurkenna, fyrst ríkja, sjálfstæði Sómalílands og krefjast þess að Ísrael dragi ákvörðunina til baka. Sómalíland var sjálfsstjórnarhérað í Sómalíu en lýsti einhliða yfir sjálfstæði 1991. Síðan þá hefur það kallað eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Ali Omar, utanríkisráðherra Sómalíu, sagði í viðtali við Al Jazeera að stjórnvöld myndu leita allra diplómatískra leiða til að mótmæla ákvörðuninni. Hann segir ákvörðunina sýna árásargirni Ísraels og lýsti henni sem afskiptum af innanríkismálum landsins. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hringdi í forseta Sómalílands til að segja honum frá ákvörðun Ísraels. Myndin er úr safni.EPA / ABIR SULTAN / POOL

Fordæma ákvörðun Ísraels

Fordæma ákvörðun Ísraels

Stjórnvöld í Sómalíu hafa fordæmt ákvörðun Ísraels um að viðurkenna, fyrst ríkja, sjálfstæði Sómalílands og krefjast þess að Ísrael dragi ákvörðunina til baka. Sómalíland var sjálfsstjórnarhérað í Sómalíu en lýsti einhliða yfir sjálfstæði 1991. Síðan þá hefur það kallað eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Ali Omar, utanríkisráðherra Sómalíu, sagði í viðtali við Al Jazeera að stjórnvöld myndu leita allra diplómatískra leiða til að mótmæla ákvörðuninni. Hann segir ákvörðunina sýna árásargirni Ísraels og lýsti henni sem afskiptum af innanríkismálum landsins. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hringdi í forseta Sómalílands til að segja honum frá ákvörðun Ísraels. Myndin er úr safni.EPA / ABIR SULTAN / POOL

Fjölmargir skora á Pétur sem liggur undir feldi

Fjölmargir skora á Pétur sem liggur undir feldi

Pétur Marteinsson rekstrarstjóri og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu hefur fengið hvatningu frá fjölda Samfylkingarfólks til að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ein lýst því yfir að hún vilji leiða flokkinn í borginni, en heimildir fréttastofu herma að leit hafi staðið yfir, bæði leynt og ljóst, að frambjóðanda sem gæti skorað hana á hólm. Fram kom í Speglinum fyrir nokkru að nokkuð sé síðan fólk með tengingar við forystu flokksins hafi farið að kanna hjá ýmsu nafntoguðu fólki hvort það hefði áhuga á að fara fyrir flokknum í komandi sveitastjórnarkosningum. Tæpur mánuður er í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem verður 24. janúar og niðurstaðan verður bindandi fyrir sex efstu sætin en uppstillingarnefnd raðar í önnur sæti. Frestur til að skila inn framboði rennur út 3. janúar og flokksmenn einir hafa atkvæðisrétt. Í samtali við fréttastofu segir Pétur að undanfarnar vikur hafi honum borist fjöldi áskorana frá Samfylkingarfólki í Reykjavík og víðar um að gefa kost á sér til að leiða listann. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun, en „liggi undir feldi“. Pétur hefur ekki komið að starfi flokksins áður, en hefur látið sig skipulagsmál talsvert varða, m.a. í störfum sínum fyrir Borgarbrag sem starfaði meðal annars fyrir KSÍ og Reykjavíkurborg.

Fjölmargir skora á Pétur sem liggur undir feldi

Fjölmargir skora á Pétur sem liggur undir feldi

Pétur Marteinsson rekstrarstjóri og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu hefur fengið hvatningu frá fjölda Samfylkingarfólks til að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ein lýst því yfir að hún vilji leiða flokkinn í borginni, en heimildir fréttastofu herma að leit hafi staðið yfir, bæði leynt og ljóst, að frambjóðanda sem gæti skorað hana á hólm. Fram kom í Speglinum fyrir nokkru að nokkuð sé síðan fólk með tengingar við forystu flokksins hafi farið að kanna hjá ýmsu nafntoguðu fólki hvort það hefði áhuga á að fara fyrir flokknum í komandi sveitastjórnarkosningum. Tæpur mánuður er í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem verður 24. janúar og niðurstaðan verður bindandi fyrir sex efstu sætin en uppstillingarnefnd raðar í önnur sæti. Frestur til að skila inn framboði rennur út 3. janúar og flokksmenn einir hafa atkvæðisrétt. Í samtali við fréttastofu segir Pétur að undanfarnar vikur hafi honum borist fjöldi áskorana frá Samfylkingarfólki í Reykjavík og víðar um að gefa kost á sér til að leiða listann. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun, en „liggi undir feldi“. Pétur hefur ekki komið að starfi flokksins áður, en hefur látið sig skipulagsmál talsvert varða, m.a. í störfum sínum fyrir Borgarbrag sem starfaði meðal annars fyrir KSÍ og Reykjavíkurborg.

Vínsalarnir og vit­orðs­menn þeirra

Vínsalarnir og vit­orðs­menn þeirra

Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist.

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.