Bandaríkin senda sitt stærsta flugmóðurskip í átt að Venesúela

Bandaríkin senda sitt stærsta flugmóðurskip í átt að Venesúela

Sjóher Bandaríkjanna hefur sent stærsta flugmóðurskip sitt í átt að Venesúela og spenna í samskiptum ríkjanna stigmagnast. Talið er að um 15.000 bandarískir hermenn séu á herskipum úti fyrir Venesúela eða á leiðinni þangað. Á flugmóðurskipinu eru yfir 70 flugvélar, þar á meðal orrustu- og eftirlitsvélar. Bandaríkjaher hefur varpað sprengjum á 20 fiskibáta frá Venesúela síðan í september og drepið 76, hið minnsta. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir, án þess að leggja fram sannanir, að þetta hafa verið gert af því að um borð hafi verið fíkniefni sem ætlunin var að smygla til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Venesúela telja tilganginn ekki að berjast við fíkniefnasmygl heldur að koma Maduro forseta frá völdum. Mun meira er flutt til Bandaríkjanna af fíkniefnum frá öðrum ríkjum en Venesúela.

Lífskjör fatlaðs fólks muni batna, en gæti kostað sveitarfélög að fara eftir lögunum

Lífskjör fatlaðs fólks muni batna, en gæti kostað sveitarfélög að fara eftir lögunum

Rúnar Björn segir það tímamót að samningurinn skuli nú loks lögfestur á Íslandi, og bindur vonir við að það verði hvatning fyrir önnur lönd að lögbinda hann. Til lengri tíma muni þetta hafa mikla þýðingu fyrir daglegt líf fólks, og sérstaklega í dómsmálum, þar sem nú verði að taka tillit til ákvæða samningsins. „Ég vil benda á að þetta þýði ekki bara aðeins betri félagsþjónusta fyrir fatlað fólk, heldur snýst þetta um svo miklu miklu meira. Þetta snýst um aðgengi, þetta snýst um vinnumál, skólamál, fjölskyldulíf fatlaðs fólks,“ segir Rúnar Björn. „Það hafa tapast mál um aðgengismál á Íslandi, en nú munu kannski dómarar hafa betri leiðbeiningar, sem geta nú unnist þegar aðgengi er ábótavant, eins og til dæmis á opinberum byggingum. Þá hafa dómarar nú skýrar leiðbeiningar um hvað eru réttindi fatlaðs fólks.“ Rúnar telur að það hafi skipt sköpum að Ísland skuli nú lögfesta samninginn, að tveir ráðherrar í ríkisstjórn þekki málaflokkinn af eigin raun. „Við verðum að koma að ákvarðanatökum um okkar mál, og það er klárt mál þarna hvað það skiptir miklu máli að þeir sem um málið varða séu með í ráðum. Ég vona að við sjáum líka bara í fleiri flokkum að fatlað fólk nái framgangi í þeim flokkum og að fleiri fatlað fólk sitji á alþingi og í sveitastjórnum,“ segir hann. Lögfestingu samningsins gæti fylgt meiri kostnaður fyrir sveitarfélög, því nú komast þau ekki undan að framfylgja ákvæðum samningsins. „Þau verða nú að fara eftir lögunum sem eru skýr, og það gæti verið meiri kostnaður fólginn í því, að fylgja lögunum,“ segir Rúnar Björn. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson lamaðist í slysi fyrir 22 árum. Hann er viss um að lögfesting samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi muni bæta lífskjör þess til lengri tíma, og vonar að það verði hvatning fyrir önnur lönd.

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Breiðablik tapaði naumlega gegn danska stórliðinu Fortuna Hjörring í Evrópubikarnum í kvöld. Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar var að ræða og fór hann fram á Kópavogsvelli. Mark Joy Omewa snemma í seinni hálfleik skildi liðin að í kvöld og leiða Danirnir fyrir seinni leikinn. Sá fer fram í Danmörku eftir slétta viku Lesa meira

Breiðablik tapaði fyrir dönsku meisturunum

Breiðablik tapaði fyrir dönsku meisturunum

Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu dönsku meistarana í Fortuna Hjørring í heimsókn í kuldann á Kópavogsvöll í kvöld. Þar fór fram fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar, nýrrar Evrópukeppni í kvennaflokki. Markalaust var eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið sköpuðu sér fín marktækifæri. Það var hins vegar aðeins ein mínúta liðin af seinni hálfleik þegar danska liðið komst yfir með marki Joy Ogochukwu. Færin urðu fleiri á báðum liðum en mörkin létu á sér standa og 0-1 urðu lokatölur fyrir Fortuna Hjørring. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku.