Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt
Það verður boðið upp á stórleik í enska boltanum í dag þegar Liverpool sækir Manchester City heim og þá er nóg um að vera í NFL deildinni eins og gjarnan á sunnudögum.
Það verður boðið upp á stórleik í enska boltanum í dag þegar Liverpool sækir Manchester City heim og þá er nóg um að vera í NFL deildinni eins og gjarnan á sunnudögum.
Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi veit svarið.
Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi veit svarið.
Sex manns létust og einn slasaðist á laugardagsmorgun þegar eldur kviknaði í geymslu fyrir ilmvatn í Kocaeli-héraði í norðvesturhluta Tyrklands. Eldsvoðinn varð í iðnbænum Dilovasi, sem er í um 70 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. Björgunarteymi og slökkvilið voru strax send á vettvang og réðu niðurlögum eldsins innan klukkustundar. Sjónarvottur greindi fréttamiðlinum Sabah frá því að sprenging hefði orðið áður en eldurinn kviknaði. Sveitarstjóri Kocaeli, İlhami Aktaş, staðfesti við fjölmiðla að sá sem slasaðist hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann er sagður lífshættulega slasaður vegna brunasára. Aktas sagði eldsupptökin enn ókunn. Tahir Büyükakın, borgarstjóri Kocaeli-stórborgarsvæðisins, sagði tvær táningsstúlkur, 16 og 17 ára, vera meðal hinna látnu. Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti vottaði ættingjum hinna látnu samúð sína og sagði tyrkneska atvinnumálaráðuneytið hafa hleypt rannsókn af stokkunum. Yılmaz Tunç dómsmálaráðherra sagði þrjá hafa verið handtekna vegna málsins.
Friðarviðræðum milli Afganistans og Pakistans lauk án niðurstöðu í Tyrklandi í gær. Talibanastjórn Afganistans kenndi „óábyrgri og ósamvinnuþýðri“ nálgun Pakistana um endalok viðræðanna. „Í viðræðunum reyndi Pakistan að varpa allri ábyrgð á öryggi sínu yfir á afgönsku ríkisstjórnina en gaf hvorki til kynna neinn vilja til að axla ábyrgð á öryggi Afganistans né sínu eigin,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana. Mujahid áréttaði að Afganir vildu ekki óöryggi í heimshlutanum og að þeir hefðu ekki áhuga á stríði. „En ef stríð brýst út eigum við rétt á að verja okkur.“ Þrátt fyrir endalok viðræðnanna sagði Mujahid að vopnahlé milli ríkjanna yrði áfram virt. Ríkin sömdu um vopnahlé í október eftir mannskæðustu átök á landamærum þeirra í mörg ár. Pakistan hefur sakað Talibanastjórnina í Afganistan um að halda hlífiskildi yfir pakistönskum systursamtökum sínum sem hafa framið hryðjuverk innan Pakistans. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu fyrr á þessu ári þar sem fullyrt var að pakistanskir Talibanar (Tehreek-e-Taliban Pakistan) hlytu verulegan stuðning frá Talibanastjórninni í Kabúl. Khawaja Asif, varnarmálaráðherra Pakistans, staðfesti í viðtali við fréttastöðina Gao að vopnahléð yrði virt nema að Afganir rjúfi það. „Það er engin áætlun eða von um neina fjórðu umræðulotu,“ sagði Asif. „Hlé hefur verið gert á viðræðunum um óákveðinn tíma.“ Á fimmtudaginn brutust til skamms tíma út átök við landamærin á ný. Afganskir embættismenn greindu frá því að fjórir almennir borgarar hefðu verið drepnir og fjórir til viðbótar hefðu særst.
Þing Serbíu hefur samþykkt lög sem heimila fasteignaþróunarfélagi í eigu Jareds Kushner, tengdasonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að byggja lúxushótel og íbúðabyggingar á rústum höfuðstöðva júgóslavneska hersins í Belgrad. Höfuðstöðvarnar, sem eru staðsettar í miðborg Belgrad, eyðilögðust að hluta í loftárásum Atlantshafsbandalagsins árið 1999. Margir Serbar líta á bygginguna sem tákn um andspyrnu þjóðarinnar gegn Bandaríkjunum, auk þess sem byggingin er talin táknræn fyrir júgóslavneska byggingarlist á 20. öld. Hugmyndin um að rífa það sem eftir er af byggingunni til að rýma til fyrir bandarísku lúxushóteli hefur því farið öfugt ofan í suma. Frumvarp til að heimila framkvæmdir á lóð gömlu höfuðstöðvanna var samþykkt á þingi með 130 atkvæðum gegn 40 þrátt fyrir götumótmæli við þinghúsið. Zdavro Ponos, fyrrum leiðtogi í serbneska hernum, sem er nú þingmaður fyrir stjórnarandstöðuna, sagði ríkisstjórnina hyggja á að útrýma þjóðartákni með framkvæmdunum. „Með samningnum sem þið hafið gert við mikilvægasta tengdason hnattarins hafið þið skuldbundið ykkur til að rífa þetta niður og hreinsa burt á kostnað skattgreiðenda Serbíu,“ sagði Ponos. Serbnesk stjórnvöld tóku rústir höfuðstöðvanna af lista yfir vernduð mannvirki í fyrra og skrifuðu undir 99 ára leigusamning við Affinity Global Development, fasteignaþróunarfélag Kushners. Verkefnið tafðist hins vegar þegar serbneskir saksóknarar hófu rannsókn á því hvort gögn sem notuð voru til að taka bygginguna af verndarlista hefðu verið fölsuð. Aleksandar Vučić forseti Serbíu hefur fullyrt að rannsókninni hafi verið hleypt af stokkunum að beiðni erlendra aðila „til að koma í veg fyrir að Serbía bæti samband sitt við Trump-stjórnina“. Í viðtali við fréttastofu BBC í júní sagði Vučić jafnframt nauðsynlegt að landið varpaði af sér byrðinni frá árinu 1999.
Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess.
Stærsta stéttarfélag Portúgals, CGTP, tilkynnti í dag að efnt yrði til allsherjarverkfalls þann 11. desember til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á atvinnulögum. Tiago Oliveira, aðalritari CGTP, kallaði breytingarnar „eina mestu árás sem gerð hefur verið á verkafólk“ í Portúgal. Luís Montenegro forsætisráðherra segir breytingarnar ætlaðar til að auka framleiðni og sveigjanleika á atvinnumarkaðinum. Ríkisstjórnin vill breyta rúmlega 100 ákvæðum atvinnulaga, meðal annars til að auðvelda uppsagnir og stytta sorgarleyfi kvenna sem hafa misst fóstur. Einnig er áætlað að með breytingunum verði atvinnurekendum gert auðveldara að bjóða sveigjanlegan vinnutíma. „Ef breytingarnar eru samþykktar verður það afturför í lífi okkar allra,“ sagði Oliveira á fjöldasamkomu í Lissabon. Þúsundir mótmælenda gengu um götur borgarinnar og kröfðust þess að hætt yrði við breytingarnar.
Annar keppnisdagur Íslandsmótsins í sundi í 25 metra laug fór fram í dag þar sem þrjú Íslandsmet féllu en önnur þrjú féllu í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar.
„Ég hugsaði með mér hvort fólk væri að grínast þegar ég las um moskítóflugur á Íslandi á mbl.is, þetta hafa verið stórfréttir í Evrópu núna,“ segir Serbinn Milan Djurovic við mbl.is en þau Ana kona hans fundu meintar moskítóflugur í Engihjallanum.
Íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is heldur áfram að gramsa í myndasafni Morgunblaðsins og birta á mbl.is á laugardögum.
Við breytingar vegna stólaskipta í borgarráði breytast greiðslur til borgarráðsmanna með þeim hætti að Líf Magneudóttir fékk áður 40% álag á grunnlaun sín fyrir að vera formaður borgarráðs, en fær nú 25% álag á grunnlaun fyrir að vera áheyrnarfulltrúi í borgarráði og 25% álag fyrir að vera formaður umhverfis- og skipulagsráðs.
Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna.
Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast.
„Þetta var aðeins erfiðara en ég átti von á,“ sagði Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikmaður Hauka í samtali við mbl.is eftir stórt tap gegn Málaga frá Spáni, 36:18, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins á Ásvöllum í kvöld.