Jarm ársins

Jarm ársins

Grunnskólanemendur víða um allt land rugluðu kennara í rýminu með því að góla „six - seven“ og gera ákveðna handahreyfingu í hvert sinn sem tölurnar voru nefndar í kennslustundum. „Six - seven“ er óneitanlega jarm ársins 2025. Fréttastofan fjallaði um þetta internet-fyrirbæri í nóvember og fékk kennara og nemendur til að útskýra þennan merkingarlausa gjörning. „Þetta meikar ekki sens og á ekki að meika sens og það er eiginlega það fyndna við þetta,“ segir Haraldur Jóhannsson, nemandi í 9. bekk Réttarholtsskóla.

Birta 27. desember - Jarm ársins

Birta 27. desember - Jarm ársins

Grunnskólanemendur víða um allt land rugluðu kennara í rýminu með því að góla „six - seven“ og gera ákveðna handahreyfingu í hvert sinn sem tölurnar voru nefndar í kennslustundum. „Six - seven“ er óneitanlega jarm ársins 2025. Fréttastofan fjallaði um þetta internet-fyrirbæri í nóvember og fékk kennara og nemendur til að útskýra þennan merkingarlausa gjörning. „Þetta meikar ekki sens og á ekki að meika sens og það er eiginlega það fyndna við þetta,“ segir Haraldur Jóhannsson, nemandi í 9. bekk Réttarholtsskóla.

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spákonan Ellý Ármanns er gestur í áramótaþætti Fókuss, viðtalsþætti DV, þar sem hún spáir fyrir þekktum einstaklingum og öðru áhugaverðu sem hefur verið í deiglunni undanfarið ár. Það hafa öll spjót staðið á Guðmundi Inga Kristinssyni, barna- og menntamálaráðherra, núna í loks árs og er hann kominn í veikindaleyfi. Við spurðum Ellý: „Hvernig sérðu 2026 Lesa meira

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Það eru litlar sem engar líkur á því að miðjumaðurinn Paul Pogba fái að spila aftur fyrir franska landsliðið. Þetta segir landi hans og fyrrum landsliðsmaðurinn Frank Leboeuf en Pogba er mættur aftur á völlinn eftir að hafa tekið út bann fyrir steranotkun. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, er mikill aðdáandi Pogba en það kæmi verulega Lesa meira

Lögregla lokaði fleiri útibúum netverslana með áfengi

Lögregla lokaði fleiri útibúum netverslana með áfengi

Lögregla hafði áfram eftirlit með ólöglegri sölu áfengis víðs vegar um höfuðborgina í gær eftir að tvö fyrirtæki voru sektuð fyrir að afhenda áfengi í leyfisleysi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fyrirtækin sem brutu reglugerð um smásölu og veitingar áfengis geta átt von á sektum. Lögregla lokaði tveimur fyrirtækjum í gær, það voru Smáríkið og Nýja Vínbúðin. Það eru netverslanir sem selja áfengi og bjóða upp á heimsendingu eða að áfengi sé sótt. Lögregla hafði í framhaldi eftirlit með ólöglegri sölu áfengis og lokaði verslun á fjórum stöðum í höfuðborginni. Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta hafa meðal annars verið verslanir Smáríkisins. Fyrirtækið hafi brotið þriðju grein reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis, sem segir að sölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar. Reglugerð um smásölu og veitingar áfengis Í þriðju grein reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis kemur fram að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí. 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Smásala áfengis. 3. gr. Afgreiðslutími útsölustaða áfengis skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00. Áfengisútsölustaðir skulu vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Árni segir að fyrirtækin hafi ekki verið sektuð á staðnum en gerð hafi verið skýrsla og að málið fari svo í rannsókn. „Þessi fyrirtæki geta átt von á sektum.“ Áfengislög Í sjöttu grein áfengislaga (lög nr. 75/1998) segir að óheimilt sé að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Áfengislög. II. kafli. [Framleiðsla áfengis og sala á framleiðslustað.] 6. gr. a. Óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Þessi fyrirtæki gerðust líka brotleg við sömu reglugerð á sama degi í fyrra. Árni segir að það sé ákærusviðs lögreglu að meta hvort fyrirtækin hljóti hærri sekt þar sem þetta er ekki fyrsta brot.