Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn

Hönnuðurinn og listamaðurinn Þorleifur Kamban Þrastarson er látinn 43 ára að aldri. Frá þessu greinir Vísir og vitnar í tilkynningu frá aðstandendum. Hann lést í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember. Í tilkynningu aðstandenda segir: „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Lesa meira

Ísland og Noregur fá ekki undanþágu frá verndaraðgerðum ESB

Ísland og Noregur fá ekki undanþágu frá verndaraðgerðum ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti íslenskum og norskum stjórnvöldum í gærkvöld að ríkin tvö fengju ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum ESB vegna kísilmálms, sem verið hafa í undirbúningi síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var utanríkismálanefnd Alþingis upplýst um þetta í gærkvöld, og utanríkisráðuneytið hefur verið í sambandi við hagsmunaaðila, meðal annars Samtök iðnaðarins og Elkem á Íslandi. Embættismaður hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við fréttastofu að þessi niðurstaða væri vonbrigði, en stjórnvöld bæði í Noregi og á Íslandi hafa undanfarið róið að því öllum árum að ríkin tvö - sem eru hluti af Evrópska efnahagssvæðinu - fengju undanþágu frá þessum fyrirhuguðu aðgerðum. Vonast hafði verið til að Ísland og Noregur yrðu undanþegin aðgerðum af þessu tagi, ekki síst eftir að Evrópusambandið tók slíka ákvörðun þegar tilkynnt var nýlega um verndaraðgerðir vegna stálframleiðslu í ESB-ríkjunum.

Varnarmálasamstarf við ESB

Varnarmálasamstarf við ESB

Gert er ráð fyrir að samstarfsyfirlýsing milli Íslands og ESB um öryggis- og varnarmál líti dagsins ljós um næstu helgi, en líkt og fram kom í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi á mánudag hefur utanríkisnefnd þingsins fjallað um hana á lokuðum fundum.

Eik byggir á Völlunum

Eik byggir á Völlunum

Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir.

Arnar: „Þeir voru ekkert slakir á Laugardalsvelli, við vorum bara á okkar degi“

Arnar: „Þeir voru ekkert slakir á Laugardalsvelli, við vorum bara á okkar degi“

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Aserbaídsjan þar sem liðin mætast annað kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands, býst við svipuðum leiksstíl Asera en þó má reikna með hefndarhug. „Ég býst við að þeir leggist niður eins og þeir eru búnir að vera að gera. En þeir eru náttúrulega á heimavelli og vilja gera betur, hefna fyrir 5-0. Ég býst við að við þurfum að brjóta þá niður og halda svo áfram að keyra á þá.“ Hákon talar um að heimaleikurinn gegn Aserum sé einn skemmtilegasti sem hann hefur spilað. „Það virkaði allt, sendingar, skot. Við vorum gjörsamlega með þá. En það er langt síðan og það gefur okkur ekkert fyrir morgundaginn.“ Eftir leikinn á Laugardalsvelli var Fernando Santos látinn fara úr starfi þjálfara Asera. Þá tók Aykhan Abbasov við og annar bragur er á liðinu. Aserar gerðu jafntefli við Úkraínu í september en Úkraína vann nauman sigur 2-1 í glugganum í október. „Þeir voru ekkert slakir á Laugardalsvelli, við vorum bara á okkar degi,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Mikael Egill ekki með Mikael Egill Ellertsson er að glíma við meiðsli og verður því ekki með í þessum glugga. „Við vildum gefa honum allan séns í heiminum en því miður fengum við þær fréttir áðan að hann er ekki í standi til að koma til móts við okkur og verður ekki í Úkraínuleiknum heldur.“ Arnar segir líklegt að einhver verði kallaður í hans stað fyrir Úkraínuleikinn. Ferðalagið og tímamismunrinn krefjandi Arnar segir að ferðalag íslenska liðsins og tímamismunurinn muni mögulega minnka bilið á milli leikmanna. „Þetta á ekki að hljóma eins og einhver afsökun en ég er bara sjálfur búinn að eiga erfitt með að sofna síðustu tvær nætur. Maður finnur að leikmenn eru svona smám saman að komast í gírinn. Þú verður að leyfa líkamsklukkunni að jafna sig.“ Leikur Aserbaídsjan og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Spá því að vextir lækki ekki fyrr en í febrúar

Spá því að vextir lækki ekki fyrr en í febrúar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum. Peningastefnunefnd birtir næstu vaxtaákvörðun sína eftir viku. Skýr merki um kólnun á fasteignamarkaði og versnandi efnahagshorfur vegast á við þráláta verðbólgu og háar verðbólguvæntingar, segir greiningardeildin. Hún telur að það takmarki svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar að hafa síðasta hálfa árið bundið frekari lækkun vaxta afdráttarlaust við að verðbólgan hjaðnaði. Greiningardeildin telur að vaxtalækkunarferli gæti hafist á ný í febrúar og að vextir gætu lækkað talsvert fram á haust. Höfuðstöðvar Íslandsbanka.RÚV / Ragnar Visage

Spá því að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Spá því að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum. Peningastefnunefnd birtir næstu vaxtaákvörðun sína eftir viku. Skýr merki um kólnun á fasteignamarkaði og versnandi efnahagshorfur vegast á við þráláta verðbólgu og miklar verðbólguvæntingar, segir greiningardeildin. Hún telur að það takmarki svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar að hafa síðasta hálfa árið bundið frekari lækkun vaxta afdráttarlaust við að verðbólgan hjaðnaði. Greiningardeildin telur að vaxtalækkunarferli gæti hafist á ný í febrúar og vextir gætu lækkað talsvert fram á haust. Höfuðstöðvar Íslandsbanka.RÚV / Ragnar Visage