Telur ákvörðun að hafna Vélfagi um undanþágu brjóta gegn meðalhófsreglu

Telur ákvörðun að hafna Vélfagi um undanþágu brjóta gegn meðalhófsreglu

Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags segir það brjóta gegn reglum um meðalhóf að fyrirtækinu hafi verið synjað um undanþágur frá efnahagsaðgerðum ESB. Enn sé beðið eftir niðurstöðu úr dómsmáli fyrirtækisins gegn ríkinu. Vélfag varð á þessu ári fyrsta og eina íslenska fyrirtækið sem féll undir efnahagsþvinganir ESB. Vélfag, sem var áður í eigu rússneska útgerðarfélagsins Norebo, hefur haldið því fram að engin tengsl séu lengur við Norebo og eigendur þess, Vitaly og Nikita Orlov. Engin starfsemi fyrr en dómur er upp kveðinn Hingað til hefur Vélfag getað starfað á undanþágu frá utanríkisráðuneytinu. Í gær hafnaði ráðuneytið frekari framlengingu á henni. Alfreð segir stöðvunina hafa áhrif á um 23 starfsmenn. „Við ákváðum að stöðva starfsemi bara til þess að við værum alveg örugg um að við værum ekki að brjóta á neinu, varðandi undanþágur eða frystingu eigna. Þannig að það var ákveðið öryggisins vegna að stoppa starfsemina þar til dómur verður kveðinn upp,“ segir Alfreð. Búist er við dómi í máli Vélfags gegn ríkinu í þessari viku. Alfreð segir það liggja ljóst fyrir að haldi þetta ástand áfram muni fyrirtækið fara í þrot. „Það liggur náttúrulega í augum uppi að ef við höfum ekki aðgang að reikningum þá fer fyrirtækið sjálfkrafa í þrot,“ segir hann. Fullyrðingar ráðuneytisins standist ekki Í yfirlýsingu í gær sagði Utanríkisráðuneytið að sú ákvörðun að synja Vélfagi um frekari framlengingu hafi verið tekin þar sem ekki engin gögn hafi verið send á Arion banka sem sýni fram á að tengsl við Norebo hafi verið rofin með sölu á fyrirtækinu. Arion banki frysti eignir Vélfags þann 8. júlí seinastliðinn. Þá sagði ráðuneytið að Vélfag hefði ekki sýnt samstarfsvilja í málinu. Því er Alfreð ósammála. „Við getum ekki verið annað en óssamála vegna þess að það eru þarna fullyrðingar sem eru bara hreinlega rangar. Til dæmis um að við höfum ekki sýnt samstarfsvilja. Það er bara kolrangt. Við höfum sent inn tugi gagna, fundað ítrekað og svarað öllum fyrirspurnum frá þeim,“ segir hann. „ sömuleiðisðis líka að segja að félagið hafi grafið undan undanþágu er bara óstaðfest og órökstutt. Það er bara enginn fótur fyrir svona fullyrðingum.“ Alfreð segir fyrirtækið hafa skilað inn öllum gögnum til bankans. Þá hafi Arion banki sent ráðuneytinu bréf þar sem fram kemur að það sé ekki á valdi bankans að aflétta frystingu fjármuna Vélfags. Tekist hefur verið á um fyrir dómstólum hvort það verði á endanum Arion banki eða utanríkisráðuneytið sem afléttir frystingu eigna Vélfags. „Enda væri það líka skrýtið að afhenda einkafyrirtæki meðhöndlun á lagaumhverfi sem er samþykkt á Alþingi,“ segir Alfreð sem telur að ákvörðun ráðuneytisins um að hafna Vélfagi um undanþágu brjóti gegn reglum um meðalhóf þar sem dómsmál sé enn í gangi. „Í rauninni er þetta bara pólitísk ákvörðun, ekki lagaleg,“ segir Alfreð.

„Voðalega lítið reynt á þetta“

„Voðalega lítið reynt á þetta“

Lítið hefur reynt á reglur um óbeðinn erindisrekstur fyrir dómi sem fjármálaráðherra tiltekur í matsbeiðni til héraðsdóms til grundvallar því að fá mat á kostnaði ríkisins af aðgerðum sem farið var í á Reykjanesskaga til að koma í veg fyrir tjón í eldgosahrinunni. Ráðherra vill fá slíkt mat til að skoða hvort rétt sé að fyrirtæki við Svartsengi eigi að bera hluta af kostnaði ríkisins vegna þessara aðgerða.

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Þýska lögreglan hefur handtekið 49 ára karlmann sem er sakaður um að hafa óskað eftir rafmyntaframlögum á netinu til að borga fyrir launmorð þekktra þýskra stjórnmálamanna. Maðurinn er sagður hafa haft lista yfir 20 einstaklinga sem hann hafði „dæmt til dauða“, meðal annars fyrrum kanslarar Þýskalands, Angela Merkel og Olaf Scholz, sem og fyrrum ráðherrar. Lesa meira

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og yngri flokka þjálfari kallar eftir því að skólastarf og íþróttastarf vinni betur saman. Hann telur að þeir einstaklingar sem haga sér illa í grunnskóla eigi ekki að fá að komast upp með slíkt. Gunnar var til viðtal í hlaðvarpinu Dr. Football þar sem rætt var um yngri flokka starf Lesa meira

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron Sigurbjörnsson gengur til liðs við Njarðvík. Hafsentinn, Eiður Aron hefur gert samning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur um að leika með liðinu út árið 2026 hið minnsta. Eiður sem er 35 ára gamall þarf vart að kynna fyrir íslensku fótboltaáhugafólki, en hann hefur undanfarin ár verið einn allra besti hafsent Bestu deildarinnar í liði Vestra, Lesa meira