Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is. Hermann Hreiðarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Vals en umræðan hefur verið á þann veg að hann fái aðeins takmörkuð völd á Hlíðarenda. „Hann fær ekki að ráða sér aðstoðarmann. Allir þjálfarar í öllum efstu deildum heims velja Lesa meira

Notuðu lögreglubíla til að stöðva hraðan flótta ökumanns

Notuðu lögreglubíla til að stöðva hraðan flótta ökumanns

Lögreglumenn þurftu að aka á bifreið til að stöðva flótta ökumanns hennar, en hann hafði ekki sinnt merkjum um að nema staðar þegar kanna átti ástand hans og ökuréttindi. Í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi valdið mikilli hættu með því að aka yfir hámarkshraða töluverða vegalengd. Hann var að lokum handtekinn, grunaður um að aka sviptur ökuréttindum undir áhrifum ávana- og fíkniefna ásamt vörslu fíkniefna og fyrir að hlýða ekki stöðvunarmerki lögreglu. Auk þess greinir lögreglan frá tveimur líkamsárásarmálum þar sem fleiri en einn veittust að einum. Annað þeirra reyndist minni háttar þótt einn árásarmanna hefði verið sagður munda skóflu til árásar. Hitt málið er til rannsóknar eins og líkamsárás í miðborginni þar sem árásarmaðurinn er einnig grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Smávægilegur eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar og þar um slóðir brást lögregla einnig við samkvæmishávaða og tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir.

Almenn flugumferð stöðvuð tímabundið vegna eldflaugaárása Rússa á Úkraínu

Almenn flugumferð stöðvuð tímabundið vegna eldflaugaárása Rússa á Úkraínu

F-16 orrustuþota pólska flughersins.EPA / JAKUB KACZMARCZYK Eldflaugaárásir Rússa á Úkraínu hafa orðið til þess að öll almenn umferð hefur verið stöðvuð tímabundið um tvo flugvelli í austanverðu Póllandi, við borgirnar Rzeszów og Lublin. Pólsk flugmálayfirvöld og flugherinn greina frá þessu í færslu á X. Nokkrar pólskar orrustuþotur eru í viðbragðsstöðu og hið sama má segja um loftvarnir og eftirlitskerfi á jörðu niðri.

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Allir eru sammála um að töfrar og vinsældir vinnunnar hafa minnkað. Kulnun og örmögnun vegna vinnu eru tískugreiningar samtímans. Mikill fjöldi fólks er í langtímaveikindaleyfi vegna atvinnutengdrar þreytu og þunglyndis. Vinnutíminn hefur verið styttur í áföngum til að minnka þetta vinnuböl en allt kemur fyrir ekki. Margir spekingar hafa skrifað um síðustu hugleiðingar manna á Lesa meira

Vopnahlé tekur umsvifalaust gildi milli Taílands og Kambódíu

Vopnahlé tekur umsvifalaust gildi milli Taílands og Kambódíu

Stjórnvöld í Kambódíu og Taílandi hafa undirritað vopnahléssamkomulag sem ætlað er að ganga í gildi umsvifalaust. Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Kambódíu að samkomulag hafi náðst eftir þriggja daga viðræður, sem hófust á aðfangadag. Þeim var komið á eftir neyðarfund utanríkisráðherra Samtaka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN). Ákvæði samkomulagsins ná til beitingar allra vopna og banna árásir á almenna borgara, borgaralega og hernaðarlega innviði beggja ríkja, alltaf og alls staðar. Bæði ríki halda óbreyttum fjölda hermanna, en hvorugt má kalla meira lið að landamærasvæðunum. Haldi ríkin skilmála vopnahlésins næstu þrjá sólarhringa verður átján kambódískum stríðsföngum sleppt. Ríkin féllust einnig á samvinnu um eyðingu jarðsprengja og baráttu gegn tölvuglæpum. Næstum 50 hafa týnt lífi í átökum á landamærum ríkjanna og hundruð þúsunda, jafnvel nærri milljón manns, hafa neyðst til að flýja eftir að aldagamlar deilur blossuðu upp í sumar. Því fólki verður liðsinnt við að snúa aftur til síns heima. Samkomulag náðist um vopnahlé í október fyrir milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta en það rann út í sandinn snemma í desember og átök hófust að nýju. Bandaríkin, Kína og Malasía hvöttu ríkin til að koma á vopnahléi.

Vopnahlé tekur umsvifalaust gildi milli Taílands og Kambódíu

Vopnahlé tekur umsvifalaust gildi milli Taílands og Kambódíu

Stjórnvöld í Kambódíu og Taílandi hafa undirritað vopnahléssamkomulag sem ætlað er að ganga í gildi umsvifalaust. Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Kambódíu að samkomulag hafi náðst eftir þriggja daga viðræður, sem hófust á aðfangadag. Þeim var komið á eftir neyðarfund utanríkisráðherra Samtaka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN). Ákvæði samkomulagsins ná til beitingar allra vopna og banna árásir á almenna borgara, borgaralega og hernaðarlega innviði beggja ríkja, alltaf og alls staðar. Bæði ríki halda óbreyttum fjölda hermanna, en hvorugt má kalla meira lið að landamærasvæðunum. Haldi ríkin skilmála vopnahlésins næstu þrjá sólarhringa verður átján kambódískum stríðsföngum sleppt. Ríkin féllust einnig á samvinnu um eyðingu jarðsprengja og baráttu gegn tölvuglæpum. Næstum 50 hafa týnt lífi í átökum á landamærum ríkjanna og hundruð þúsunda, jafnvel nærri milljón manns, hafa neyðst til að flýja eftir að aldagamlar deilur blossuðu upp í sumar. Því fólki verður liðsinnt við að snúa aftur til síns heima. Samkomulag náðist um vopnahlé í október fyrir milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta en það rann út í sandinn snemma í desember og átök hófust að nýju. Bandaríkin, Kína og Malasía hvöttu ríkin til að koma á vopnahléi.

Þúsundum flugferða frestað vegna vetrarveðurs

Þúsundum flugferða frestað vegna vetrarveðurs

Um það bil 1.500 flugferðum hefur verið frestað eða aflýst í miðvestur- og norðausturhluta Bandaríkjanna vegna sjókomu og illviðris. Meira en helmingur þeirra átti að fara um þrjá flugvelli New York-borgar. Næstum sex þúsund ferðum var frestað. Umferð er yfirleitt mjög mikil í kringum jólin. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Pennsylvaníu, New Jersey og Connecticut ásamt hluta Michigan, Massachusetts og Rhode Island. Veðurstofa Bandaríkjanna hvetur vegfarendur á jörðu niðri einnig til að gæta mikillar varúðar. Viðvaranirnar hafa áhrif á líf meira en 40 milljóna auk þess sem úrhellisrigning í Kaliforníu snertir 30 milljónir til viðbótar. Íbúar New York mega búast við allt að 25 sentímetra djúpum snjó. Ekki hefur snjóað meira þar í fjögur ár og borgarstjórinn Eric Adams segir allt kapp verða lagt á að ryðja helstu leiðir.

Hálfþrítugur karlmaður handtekinn grunaður um hnífaárásir á jarðlestarstöðvum

Hálfþrítugur karlmaður handtekinn grunaður um hnífaárásir á jarðlestarstöðvum

Parísarlögreglan hefur handtekið hálfþrítugan mann frá Malí grunaðan um að hafa stungið þrjár konur á jafnmörgum jarðlestarstöðvum í gærdag. Maðurinn fannst með því að rekja slóðina gegnum símann hans og með fulltingi eftirlitsmyndavéla. Innanríkisráðuneytið segir manninn hafa hlotið fangelsisdóm í janúar 2024 fyrir kynferðisbrot og grófan þjófnað. Honum hafi verið gert að yfirgefa Frakkland eftir að hann var látinn laus í júlí undir eftirliti en ekki fengið nauðsynleg ferðaskilríki. Því hafi honum verið sleppt níutíu dögum síðar, lögum samkvæmt. Innanríkisráðherrann Laurent Nunez kveðst harma það og áréttaði að áhersla væri lögð á að koma skilríkjalausum útlendingum sem hefðu framið glæpi brott úr landinu hið fyrsta. Lögreglustjóri fagnar skjótum viðbrögðum Patrice Faure, lögreglustjóri Parísar, fagnar því hversu skjótt tókst að hafa hendur í hári árásarmannsins, en hann náðist innan við þremur klukkustundum eftir fyrstu atlöguna. Það megi þakka skjótum viðbrögðum margra deilda lögreglunnar. Bráðaliðar sinntu konunum og fluttu tvær þeirra á sjúkrahús, hvorug er sögð alvarlega særð. Sú þriðja leitaði sjálf læknisaðstoðar að sögn lögregluyfirvalda. Nunez kallaði í síðustu viku eftir auknum viðbúnaði lögreglu yfir hátíðarnar um gervallt Frakkland í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar og hættu á almennri upplausn. Einkum yrði að hafa vakandi auga með almenningssamgöngum. Svipað er uppi á teningnum í fleiri evrópskum höfuðborgum, vegna uppljóstrana um skipulagningu hryðjuverka á viðburðum tengdum jólum og helgihaldi.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 skammt frá Kleifarvatni

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 skammt frá Kleifarvatni

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð við Kleifarvatn tólf mínútur fyrir tvö í nótt. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands , segir allmarga mun smærri eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið. Tilkynningar bárust að sögn Elísabetar frá Hafnarfirði um að skjálftinn hefði fundist og einnig fannst fyrir honum hér í Efstaleiti. Elísabet segir engin merki um gosóróra og að jarðskjálftar séu algengir þarna um slóðir. Fyrir rúmum mánuði tilkynnti Veðurstofan að landsig við Krýsuvík hefði nokkurn veginn stöðvast. Á Þorláksmessu greindi Veðurstofan frá því að kvikusöfnun undir Svartsengi væri hæg en stöðugt, svipað og síðustu vikur. Hæg kvikusöfnun valdi aukinni óvissu um tímasetningu næsta eldgoss en áfram séu auknar líkur á kvikuhlaupi og gosi. Næstu tvær vikur á undan hafði jarðskjálftavirkni verið lítil og óbreytt hættumat gildir því til 6. janúar. Það verði uppfært verði breytingar á virkninni.