Verðbólguhorfur hafi skánað

Verðbólguhorfur hafi skánað

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,15% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga hjaðnar úr 4,0% í 3,8%. Verðbólga mælist því enn á ný undir 4% vikmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, en verðbólgan hefur undanfarna mánuði flökt í kringum þau vikmörk.

Sæunnarsundið á morgun

Sæunnarsundið á morgun

Sæunnarsundið í Önundarfirði verður þreytt í sjöunda sinn á morgun. Það verður það fjölmennasta hingað til þar sem 39 þátttakendur eru skráðir til leiks. Margir þátttakendanna eru að synda í fyrsta sinn. Lagt af stað frá Valþjófsdal kl 10, fyrstu keppendurnir gætu verið að koma að landi við Flateyrarodda kl 10:40, og svo koll af […]

Er hárið skemmt eða bara þurrt?

Er hárið skemmt eða bara þurrt?

Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða.

Ísraelsher segist hafa endurheimt líkamsleifar tveggja gísla frá Gaza

Ísraelsher segist hafa endurheimt líkamsleifar tveggja gísla frá Gaza

Ísraelsher segist hafa endurheimt líkamsleifar tveggja gísla frá Gaza. Í tilkynningu hersins segir að herinn hafi endurheimt líkamsleifar Ilan Weiss og annars gísls, sem var ekki nafngreindur, í sérstakri hernaðaraðgerð á Gaza. Weiss var drepinn 7. október 2023 og eiginkonu hans og dóttur var rænt af Hamas-samtökunum. Þeim var sleppt í nóvember sama ár. Benjamín Netanjahú segir í yfirlýsingu að herferðin til að endurheimta alla gíslana sé enn í gangi. Hvorki stjórnvöld né herinn uni sér friðar fyrr en allir gíslarnir eru komnir aftur til Ísraels. Talið er að fjörutíu og sjö séu enn í haldi Hamas, þar af um tuttugu séu enn á lífi. Hertrukkar Ísraelshers nærri landamærunum að Gaza 12. ágúst 2025.EPA / ABIR SULTAN