Lífs­björg okkar er í veði

Lífs­björg okkar er í veði

Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið.

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskylduföður tókst að missa 63,5 kíló á rúmlega ári, án þess að nota þyngdartapslyf eða gangast undir megrunaraðgerð. Martin Fletcher, 46 ára, er tveggja barna faðir frá Liverpool í Bretlandi. Hann glímdi við offitu í tuttugu ár og var byrjaður að hafa áhyggjur hvað áhrif það myndi hafa á heilsu hans. Hann var þegar byrjaður Lesa meira

Lét gamlan draum rætast eftir að hafa sagt skilið við áfengi: „Lífið varð miklu betra“

Lét gamlan draum rætast eftir að hafa sagt skilið við áfengi: „Lífið varð miklu betra“

„Ég hef aldrei fundið þetta stolt eins og að fá þessa bók í hendurnar. Ég var alveg eins og lítill krakki því þetta er gamall draumur,“ segir Sváfnir Sigurðarson tónlistarmaður sem í haust gaf út bókina Brandarabíllinn. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Sváfni í Segðu mér á Rás 1 um þörfina að setjast niður og skrifa bók um brandarabíl og ákvörðunina að hætta að drekka sem bætt hefur líf hans til muna. Varð eins og stórt skrímsli sem hann var hræddur við Fyrir fimmtán árum var Sváfnir enn að vinna í auglýsingabransanum og að reyna að skrifa bók sem væri innblásin af risum skáldskaparins á borð við Gyllta vitann. „Það var dystópískt ævintýri um eitthvert land eða tortryggilegan heim þar sem ímyndunarafl var bannað og það dreymdi engan neitt og enginn mátti teikna neitt sem var abstrakt.“ „Þetta varð á endanum svo mikið skrímsli hjá mér, þessi saga, að ég bara gafst upp. Ég var hræddur við hana – fannst eins og ég hefði fundið einhvern lítinn kettling á víðavangi og tekið hann heim, klappað honum og gefið honum mjólk en svo allt í einu var ég bara með mannskætt ljón úti í bílskúr sem ég þorði ekki að opna inn til.“ Sú hugmynd liggur á stafrænu háalofti og safnar ryki en Sváfnir útilokar ekki að draga hana fram aftur síðar. Sem krakki bar Sváfnir með sér þá von í brjósti að verða rithöfundur en seinna fór tónlistin að flækjast fyrir honum. Hann minnist þess að hafa setið heillaður fyrir framan sjónvarpið á haustin, horft á jólabókaauglýsingarnar og farið að hanna bókakápur sjálfur. Það hefur alltaf gefið honum mikið að lesa góðar bækur þó svo að í seinni tíð hafi hann fundið minni tíma til þess. „Maður gat týnt sér í bókum. Ég sakna svolítið þeirrar tilfinningar, að hverfa inn í einhverja bók.“ „Ég hef alltaf verið að pukrast við að skrifa. Ég skrifaði þetta allt of stóra ævintýri síðast og í kjölfarið á því sagði ég við sjálfan mig að nú þyrfti ég að byrja og klára.“ Hann eigi nefnilega fjölda byrjana að skáldsögum í skúffunni. Hann einsetti sér því að klára handritið og fór svo að eltast við útgefendur án þess að neinn biti á agnið. Undir lok síðasta árs datt honum svo í hug að hafa samband við Sölku bókaútgáfu. „Þær bara bitu strax á þetta, fannst þetta frábær hugmynd og hafa þróað þetta með mér. Á fyrsta fundi fullyrtu þær að þær væru einmitt að leita að bókaflokki. Nú stendur aftan á bókinni, takk fyrir, að þetta sé fyrsta bókin í nýjum bókaflokki og ég er bara þegar byrjaður að skrifa næstu bók.“ Ætlar að hætta að skammast sín fyrir afrekin Sváfnir segist vera að skemmta sér virkilega vel og að skrifin eigi hug hans allan. „Ég hef varla tekið upp gítar eða sest við píanó í langan tíma.“ Fyrir skemmstu tók Sváfnir þá ákvörðun að hætta að afsaka sjálfan sig þegar hann talar um eigin verkefni. „Nú ætla ég bara að segja með stolti frá því sem ég er að gera og hætta þessum formála um að það sé nú ekki gott að hampa sjálfum sér. Ég ætla bara að segja skilið við það, án þess að verða einhver montrass.“ Brandarabíllinn segir frá Marteini Engilbjarti sem býr í Bjarkarey sem fær nafn sitt vegna þess að Sváfnir mundi eftir því að Björk Guðmundsdóttir hafi eitt sinn keypt eyju. „Kannski er þetta eyjan hennar.“ Þar býr vitavörðurinn Hagbarður sem passar gjarnan Martein litla þegar foreldrar hans eru á ferðalögum sem sirkúslistafólk. Allt er með kyrrum kjörum þar til uppfinningakonan Katarína Kristrós, systir Hagbarðar, kemur í heimsókn á undarlegum bíl. „Þetta er eini bíllinn í heiminum sem gengur fyrir skemmtilegasta orkugjafa í heiminum, það þarf að segja honum brandara.“ Hún biður þá að passa bílinn, því svona bíla þarf að passa. „Marteinn forvitnast eðlilega um bílinn og honum verður það á, ásamt hundinum Hringi, að segja eitthvað fyndið. Það vill svo til að bíllinn er bæði bremsulaus og bakkgírslaus. Þeim er nauðugur einn kostur; að reyna að komast hringinn í kringum eyjuna og til þess að svo megi vera þurfa þeir að segja eitthvað fyndið.“ Á leiðinni hitta þeir Hönnu Stínu, sem er bæði hugrökk og fyndin sem er ekki endilega besta uppskriftin þegar brandarabíllinn á í hlut, og ömmu hennar, sem er þráhyggjukenndur þjófur sem stelur hunangi af býflugunum sem eru í hefndarhug. „Atburðarásin spinnst í kringum þetta allt saman.“ Henti sér á teiknibrettið eins og óður maður Bókin er fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára en bæði yngri og eldri börn hafa lesið bókina og notið. Sváfnir segist hafa fengið þrjóskukast og ákveðið að teikna allar myndirnar í bókinni sjálfur. Hann notaði hverja lausa stund til þess og gerði hátt í 77 myndir. „Ég henti mér á teiknibrettið og teiknaði eins og óður maður. Útkoman er nú bara ágæt, þetta er eitthvað sem ég hef alltaf gert og haft gaman af svo ég tók bara fastar utan um það.“ Hætt að vera gaman að drekka Fyrir fjórum árum tók Sváfnir þá afdrifaríku ákvörðun að segja skilið við áfengi án þess að hafa átt við sérstaka erfiðleika að stríða varðandi það. Honum fannst einfaldlega vera nóg komið og ákvað að hætta að drekka. „Þetta er hætt að vera gaman. Ég lokaði bara þeim kafla í lífinu því þetta var ekki að vinna með mér.“ „Áður en ég tók þessa ákvörðun fannst mér þetta ekki vera neitt vandamál en þegar ég var búinn að taka þessa ákvörðun þá fannst mér þetta vera gríðarlega mikil lausn. Það var einhver gormur sem slaknaði innra með mér og ég fór að fókusa betur.“ Hann viti ekki hvort það sé vegna þess að hann hafi öðlast meiri ró innra með sér eða fengið meiri tíma eftir að hann hætti að eyða laugardagsmorgnum í að finna fyrir því að hann hafi fengið sér þrjá bjóra deginum áður. „Ég fann bara einhverja taug í þessu sem mér fannst alltaf verða betri og betri.“ „Núna er þetta bara orðið varanlegt og ég sé ekki eftir því“ Í byrjun fannst honum óþægilegt að horfast í augu við að hann fengi sér aldrei rauðvínsglas með steikinni aftur. „Þessar glansmyndir sem eru til dúkkuðu alveg upp og hafa dúkkað upp. En svo er þetta bara ekki þess virði.“ Honum þykir þó enn gaman að hitta fólk sem fær sér í glas þó svo að hann geri það ekki og dæmir engan sem drekkur. „Ég er ekki frá því að þetta hafi búið til eitthvað nýtt rými til að takast betur á við lífið.“ „Ég gengst við því hér í útvarpi allra landsmanna að ég er búinn að skila skírteininu þegar kemur að þessu og mér finnst ég hitta æ fleiri sem segja það sama, að þetta bara hentar mér ekki.“ Hann segist hafa hitt fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja, að lífið hafi orðið miklu betra eftir að það hætti að drekka áfengi vegna þess að það hafi ekki verið að gagnast því lengur. „Ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu en ef það er mögulega einhver að hlusta og er að velta þessu fyrir sér, gefið þessu séns.“ Í upphafi hafi hann aðeins ætlað að taka sér pásu því hann gat ekki horft í spegilinn og sagt með vissu að hann myndi aldrei drekka aftur. „Svo bara varð þessi pása alltaf betri og betri og núna er þetta bara orðið varanlegt. Ég sé ekki eftir því, engan veginn.“ Sváfnir Sigurðarson hefur lengi borið þá von í brjósti að gefa út bók sem er orðin að veruleika. Fyrir fjórum árum ákvað hann að segja skilið við áfengi, án þess að hafa átt við vanda að stríða. Lífið hafi orðið margfalt betra og draumar ræst. Rætt var við Sváfni Sigurðarson í Segðu mér á Rás 1. Viðtalið má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Watford hefur ákveðið að ganga ekki frá samningi við framherjann Emmanuel Dennis að svo stöddu. Hinn 27 ára gamli sóknarmaður, sem er samningslaus um þessar mundir, var í viðræðum við félagið um 18 mánaða samning og gekkst undir læknisskoðun og líkamlegt ástandspróf á þriðjudag. Samkvæmt enskum hefur félagið þó ákveðið að skrifa ekki undir samning Lesa meira