„Held ég hafi góða fjarveru“

„Held ég hafi góða fjarveru“

„Við Baltasar erum báðir verkmenn og eigum það sameiginlegt að vera fremur ósérhlífnir,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson höfundur leikritsins Íbúðar 10B sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Samdi lag til barnsmóður sinnar sem lést fyrir nokkrum árum

Samdi lag til barnsmóður sinnar sem lést fyrir nokkrum árum

Guðleifur fékk tónlistarmanninn Einar Ágúst Víðisson til að túlka lagið fyrir sig en hann segir það koma beint frá hjartanu. „Fyrir nokkrum árum lést barnsmóðir mín. Saman eigum við tvær dætur, sem eru í dag 20 og 25 ára. Nóttina sem þetta gerist þá dreymir stelpurnar okkar nákvæmlega sama drauminn: að mamma þeirra kemur brosandi og segist elska þær og hún verði alltaf með þeim,“ segir Guðleifur í póstkortinu. „Í kringum draum og móðurást kom lag og texti í kjölfarið,“ bætir hann við. Þú getur heyrt lagið og póstkortið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hafa engu svarað um Brákarborg

Hafa engu svarað um Brákarborg

Ekki hefur enn verið orðið við ítrekuðum óskum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði um kynningu á þeim framkvæmdum sem enn standa yfir í húsnæði leikskólans Brákarborgar við Kleppsveg, þrátt fyrir að ráðið hafi samþykkt einróma á fundi sínum 24. september sl. að það fengi kynningu á framkvæmdunum og að þeim fulltrúum ráðsins sem þess óskuðu yrði gefinn kostur á að kynna sér framkvæmdirnar á verkstað.

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Parið Katrín Tanja Davíðsdóttir CrossFit-afrekskona og Brooks Laich, fyrrum íshokkíleikmaður, eignuðust dóttur 6. október. Dóttirin hefur fengið nafnið Emberly Heba. Foreldrarnir greina frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í dag og á Instagram birta þeir fallega myndaröð af fyrstu stundum fjölskyldunnar.   View this post on Instagram   A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)

Piff: Barnabrúðir og rokkari sigursæl

Piff: Barnabrúðir og rokkari sigursæl

Myndin Nawi: Dear Future me var valin besta myndin í fullri lengd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni PIFF á dögunum. Hún fjallar um unga stúlku að nafni Nawi sem er föst á milli framtíðardrauma um menntun og hefða og hafta fjölskyldunnar þegar hún er seld í hjónaband með mikið eldri manni. Myndin afhjúpar grimmilegar afleiðingar barnahjónabanda, hvernig […]