Dætur teknar af þolanda heimilisofbeldis

Dætur teknar af þolanda heimilisofbeldis

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 18. júlí um að tvær systur skyldu dvelja utan heimilis í allt að tólf mánuði frá júní 2025. Málið snýst um fjölskyldu sem flúði til Íslands árið 2019 og hefur verið undir eftirliti barnaverndar frá árinu 2022. Móðirin er ein forsjáraðili barna sinna, tveggja drengja og tveggja stúlkna, en foreldrarnir skildu árið 2021....

Stórfelldur laxadauði vegna þörungablóma í Berufirði

Stórfelldur laxadauði vegna þörungablóma í Berufirði

Þörungablómi drap vel yfir 200 þúsund eldislaxa í Berufirði í júlí. Kaldvík segir þetta áfall og ætlar að herða mjög eftirlit og sjósýnatöku og breyta fóðrun þegar ákveðnar tegundir þörunga eru við yfirborð sjávar. Tvær bylgjur þörungablóma Þörungar taka að vaxa og fjölga sér hratt í sjónum þegar sólarljós eykst á vorin og laxeldisfyrirtæki þurfa að búa sig undir tvær bylgjur þörungablóma. Fyrst í maí þegar mikil næring er fyrir þörunginn sem hjaðnar í júní þegar hann hefur étið upp. Í júlí getur blóminn vaxið aftur. Þetta olli miklu tjóni hjá Kaldvík í Berufirði í sumar. Tölur um laxadauða í júlí eru nýbirtar í mælaborði Fiskeldis og kemur í ljós að yfir 236 þúsund laxar drápust í firðinum eða yfir 16% af fiskinum. Það var lax sem átti að slátra í haust og vetur og fóru mikil verðmæti í súginn. Matvælastofnun staðfestir að þetta hafi verið vegna þörungablóma. Ákveðnar tegundir þörunga eru skæðar, geta sest í tálkn fiskanna og líka étið upp súrefni úr sjónum. „Þetta ýtir á okkur að fylgjast betur með“ „Þetta var áfall fyrir fyrirtækið að lenda í þessu en þessi þörungablómi er til staðar á sumrin og við höfum brugðist við með ýmsum hætti. Til að mynda með því að taka örar sjósýni og auka fræðslu hjá starfsfólkinu um hvernig á að vinna úr þeim sýnum og greina þá mögulega að fyrirbyggja að þetta gerist aftur. Það sem er hægt að gera er að koma í veg fyrir að fiskurinn komi upp í yfirborðið í þennan þörungablóma. Til dæmis með því að breyta fóðrun, draga úr henni eða jafnvel að sleppa því að fóðra, þannig að fiskurinn komi ekki alveg upp í yfirborðið. Við fylgjumst með súrefni, fóðrun og öðru slíku, sjóndýpi og öðru slíku. En því miður var bara burðist of seint við og því fór sem fór. Menn þurfa bara að vera á tánum með þetta og þetta ýtir á okkur að fylgjast betur með. Við bara lærum af reynslunni,“ segir Kristján Ingimarsson, öryggis- og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Fiskur sem drepst í eldikvíum er unninn í svokallaða meltu en þá er hann hakkaður, maurasýru bætt saman við og hann seldur úr landi meðal annars til áburðarframleiðslu. Þessi nýting skilar ekki hagnaði eins og nú háttar til heldur þurfa eldisfyrirtæki að standa straum af kostnaði við að losna við dauðfiskinn með þessum hætti.

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið.

Réttir 2025

Réttir 2025

Sveitarstjórnir eða fjallskilanefndir skulu árlega fyrir 20. ágúst, semja fjallskilaseðil þar sem mælt er fyrir um hvernig fjallskilum skuli hagað og réttir ákveðnar. Þar skal tilnefna leitarstjóra og réttarstjóra, einn eða fleiri, sem stjórni því að réttir og leitir fari vel og skipulega fram. Þetta hefur nú víðast hvar verið gert og venju samkvæmt birtir […]

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Samkvæmt frétt Daily Mail eru ítalska stórliðið Napoli farið að sýna áhuga á miðjumanninum Kobbie Mainoo hjá Manchester United. Mainoo óskaði eftir því í gær að fá að fara á láni frá United. Spurningar hafa vaknað um spiltíma Mainoo og hlutverk hans í leikkerfi þjálfarans Rúben Amorim, sérstaklega frá lokaspretti síðasta tímabils. Óvissan hefur aukið Lesa meira