Varar Moldóvu við að sýna Rússum fjandskap

Varar Moldóvu við að sýna Rússum fjandskap

Dmítríj Peskov, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnar Rússlands, varaði Moldóvu við því að sýna Rússlandi fjandskap á sunnudaginn. Hann ýjaði að því að ef moldóvsk stjórnvöld héldu áfram á sömu braut yrðu afleiðingarnar í Moldóvu svipaðar og í Úkraínu. Flokkur aðgerða og samstöðu (PAS), sem vill leiða Moldóvu inn í Evrópusambandið, vann afgerandi sigur í þingkosningum í lok september. Í aðdraganda kosninganna hafði Maia Sandu forseti Moldóvu varað við að Rússar stunduðu markvissa undirróðursstarfsemi til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í síðustu viku samþykktu moldóvsk stjórnvöld síðan nýja áætlun í varnarmálum þar sem Rússland var skilgreint sem helsta öryggisógnin gegn Moldóvu. Í áætluninni var einnig varað við möguleikanum á að innrásarstríð Rússa í Úkraínu kunni að teygja anga sína til Moldóvu. Áréttað var í áætluninni að moldóvski herinn skyldi hafa meginreglur um „hlutleysi og eingöngu varnarhlutverk“ að leiðarljósi við uppbyggingu sína. „Þetta er áframhald á fremur herskárri línu gegn landinu okkar, óvinsamlegri línu,“ hafði rússneski ríkismiðillinn TASS eftir Peskov. „Núverandi leiðtogar Moldóvu eru, að okkar mati, að gera alvarleg mistök. Þeir halda að sú stefna að efla sambandið við Evrópu feli í sér algeran fjandskap gegn Rússlandi. Eitt ríki hefur þegar gert þessi mistök. Þau leiddu ekki til neins góðs fyrir þetta eina ríki.“

Forseti Madagaskar flúinn úr landi

Forseti Madagaskar flúinn úr landi

Andry Rajoelina, forseti Madagaskar, er flúinn úr landi í skugga fjöldamótmæla. Rajoelina staðfesti í ávarpi á Facebook í beinni útsendingu að hann hefði komið sér á öruggan stað. Orðrómar höfðu verið uppi daginn áður um að forsetinn hefði flogið úr landi í franskri flugvél. Í ávarpinu biðlaði Rajoelina til landsmanna að virða stjórnarskrá landsins. Hann fullyrti jafnframt að herinn hefði reynt að bola honum á völdum og koma honum fyrir kattarnef þann 25. september, þegar mótmælin hófust. Hann hafi engu að síður snúið aftur til landsins frá New York, þar sem hann sótti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Mótmæli hafa skekið Madagaskar í margar vikur. Líkt og mótmæli í mörgum öðrum löndum um þessar mundir eru þau leidd af ungmennum úr Z-kynslóðinni. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa að minnsta kosti 22 mótmælendur verið drepnir í mótmælunum. Þáttaskil urðu á laugardaginn þegar hópur hermanna gekk til liðs við mótmælendurna og hvatti aðra hermenn til að óhlýðnast skipunum um að skjóta á þá. Rajoelina lýsti þessu sem valdaránstilraun. Stuttu eftir þessi ummæli forsetans lýsti háttsett deild innan madagaska hersins, CAPSAT, því yfir að hún hefði tekið yfir stjórn hersins. Hún hafði áður lýst því yfir að hún myndi ekki skjóta á mótmælendur. Franski ríkismiðillinn RFI sagðist hafa heimildir fyrir því að Rajoelina hefði flogið úr landi með franskri herflugvél á sunnudaginn eftir samkomulag við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hann hafi flogið til frönsku eyjunnar Réunion á Indlandshafi en ekki sé vitað hvar hann er nú. Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitaði að staðfesta við fjölmiðla hvort Frakkar hefðu forðað Rajoelina úr landi.

Telja ekki endilega tilefni til bjartsýni yfir friðaráætluninni

Telja ekki endilega tilefni til bjartsýni yfir friðaráætluninni

Hallgrímur Indriðason, blaðamaður á RÚV, Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi ræddu um núverandi breytingar á Gaza. Valgeir Örn Ragnarsson stýrði þættinum. Birna segir að um tvær milljónir manna séu í mannúðaraðgerð á aflokuðu svæði sem hafa verið svipt öllum innviðum sem tryggja möguleika lífs og mannvirðingar. Hún sagði yfirmann Unicef hafa kallað vefkefnin framundan stærstu mannúðaraðgerð mannkynssögunnar. „Það þarf að byggja allt upp, alla innviði, vatnsinnviði, allir spítalar og skólar eru skemmdir eða ónýtir. En fyrsta lagi að stöðva hungursneyðina og koma í veg fyrir að börn og feiri íbúar á Gaza deyi úr hungri“ segir Birna. Birna sagði flutning hjálpargagna inn á Gaza eftir að vopnahléð hófst ekki fara hratt af stað. „Miðað við það að matið er 600 trukkar á dag, helst inn frá mörgum punktum inn á svæðið, þá höfum við verið að sjá tugi bíla koma inn á svæðið. Það fóru engir bílar í dag, það var lokað út af fanga- og gíslaskiptum milli Ísraels og Hamas, og á morgun er helgidagur svo líklega verður lokað þá líka.“ Birna sagði áætlaða fjárþörf bara hjá Unicef fyrir næstu 30 daga vera 22 milljarða króna. Hallgrímur sagði umfang eyðileggingarinnar á Gaza vafalaust ekki vera orðið ljóst enn þar sem fjölmiðlum hefði ekki verið hleypt þangað á stríðstímanum. Þó kunni að taka mörg ár áður en öll kurl verða komin til grafar. Magnea varaði við því að vopnahléð kynni að fara sömu leið og vopnahléð sem samið var um í janúar. „Það var auðvelt í sjálfu sér að framkvæma fyrsta áfangann en seinni áfanginn er mun erfiðari út af því að hann gengur miklu meira út á að semja um hvað tekur við. Það er eitt að stöðva stríðið og það þjóðarmorð sem hefur verið í gangi og fara að vinna í að bæta skaðann fyrir alla þá eyðileggingu sem hefur átt sér stað, og annað að ná friðnum.“ Magnea benti á að Palestínumenn ættu ekki beina aðild að samkomulaginu og þótt gert sé ráð fyrir því að Hamas afvopnist og láti af völdum hafi samtökin ekki fallist á slíkt. Hún sagðist sumpart hafa glatað bjartsýninni yfir friðaráætluninni eftir að hafa hlustað á ræður Donalds Trump og Benjamíns Netanjahú við Knesset í dag. „Þessar forsendur friðar eru ekki neitt á forsendum Palestínumanna. Þeir eru ennþá viðfang, eins og þeir hafa alltaf verið, alveg frá Balfour-yfirlýsingunni frá 1917.“ Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Rætt var um ástandið á Gazaströndinni í Silfrinu í kvöld í kjölfar vopnahléssamkomulagsins sem gert var í síðustu viku.

Telur ekki ástæðu til bjartsýni um frið á Gaza

Telur ekki ástæðu til bjartsýni um frið á Gaza

Neyðaraðstoð berst hægt inn á Gaza eftir að vopnahléð tók gildi þar en búist er við að flytja þurfi um 600 vörubílsfarma inn á Gaza á hverjum degi með allra helstu nauðþurftum fyrir íbúa. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi í Silfrinu. Þar ræddu hún, Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV og Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur um það sem koma skal á Gaza eftir að vopnahléð tók gildi. Valgeir Örn Ragnarsson stýrði þættinum. Birna segir að koma þurfi tveimur milljónum til hjálpar á aflokuðu svæði. Þetta sé fólk sem hafi verið svipt öllum innviðum sem tryggja möguleika lífs og mannvirðingar. Hún sagði yfirmann Unicef hafa kallað vefkefnin framundan stærstu mannúðaraðgerð mannkynssögunnar. „Það þarf að byggja allt upp, alla innviði, vatnsinnviði, allir spítalar og skólar eru skemmdir eða ónýtir. En fyrsta lagi að stöðva hungursneyðina og koma í veg fyrir að börn og feiri íbúar á Gaza deyi úr hungri,“ segir Birna. Birna sagði flutning hjálpargagna inn á Gaza eftir að vopnahléð hófst ekki fara hratt af stað. „Miðað við það að matið er 600 trukkar á dag, helst inn frá mörgum punktum inn á svæðið, þá höfum við verið að sjá tugi bíla koma inn á svæðið. Það fóru engir bílar í dag, það var lokað út af fanga- og gíslaskiptum milli Ísraels og Hamas, og á morgun er helgidagur svo líklega verður lokað þá líka.“ Birna sagði áætlaða fjárþörf bara hjá Unicef fyrir næstu 30 daga vera 22 milljarða króna. Unicef á Íslandi hefur síðan sent frá sér tilkynningu þar sem segir að uppfært mat á fjárþörfinni séu 22 milljarðar króna næstu mánuðina. Hallgrímur sagði umfang eyðileggingarinnar á Gaza vafalaust ekki vera orðið ljóst enn þar sem fjölmiðlum hefði ekki verið hleypt þangað á stríðstímanum. Þó kunni að taka mörg ár áður en öll kurl verði komin til grafar. Magnea varaði við að vopnahléð kynni að fara sömu leið og vopnahléð sem samið var um í janúar. „Það var auðvelt í sjálfu sér að framkvæma fyrsta áfangann en seinni áfanginn er mun erfiðari út af því að hann gengur miklu meira út á að semja um hvað tekur við. Það er eitt að stöðva stríðið og það þjóðarmorð sem hefur verið í gangi og fara að vinna í að bæta skaðann fyrir alla þá eyðileggingu sem hefur átt sér stað, og annað að ná friðnum.“ Magnea benti á að Palestínumenn ættu ekki beina aðild að samkomulaginu og þótt gert sé ráð fyrir því að Hamas afvopnist og láti af völdum hafi samtökin ekki fallist á slíkt. Hún sagðist sumpart hafa glatað bjartsýninni yfir friðaráætluninni eftir að hafa hlustað á ræður Donalds Trump og Benjamíns Netanjahú við Knesset í dag. „Þessar forsendur friðar eru ekki neitt á forsendum Palestínumanna. Þeir eru ennþá viðfang, eins og þeir hafa alltaf verið, alveg frá Balfour-yfirlýsingunni frá 1917.“ Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Fréttin var uppfærð 14. október með nýjum upplýsingum frá Unicef Rætt var um ástandið á Gaza-ströndinni í Silfrinu í kvöld í ljósi vopnahléssamkomulagsins sem gert var í síðustu viku.

Tveir úrslitaleikir framundan

Tveir úrslitaleikir framundan

„Við vildum ná í úrslit í þessum leik, það var mjög mikilvægt til að vera inni í næstu tveimur leikjum sem eru úrslitaleikir,“ sagði Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 2:2-jafntefli við Frakkland í undankeppni HM á heimavelli í kvöld.

Tveir úrslitaleikir fram undan

Tveir úrslitaleikir fram undan

„Við vildum ná í úrslit í þessum leik, það var mjög mikilvægt til að vera inni í næstu tveimur leikjum sem eru úrslitaleikir,“ sagði Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 2:2-jafntefli við Frakkland í undankeppni HM á heimavelli í kvöld.

Höfðum engu að tapa

Höfðum engu að tapa

„Alltaf gaman að spila fyrir framan fulla stúku, fyrsta skiptið mitt á Laugardalsvelli og það var mjög gaman,“ sagði Logi Tómasson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir sterkt 2:2-jafntefli við Frakkland í undankeppni HM á heimavelli í kvöld.

Rukka og rukka og rukka svo enn meira

Rukka og rukka og rukka svo enn meira

Miðaverð á stórtónleika úti í heimi hefur rokið upp síðustu ár. Nýjar tölur frá Bretlandi sýna að meðalverð hefur hækkað um 521% frá 1996 til 2025, úr 17 pundum í 106 sem er um 17 þúsund íslenskar krónur. Þessar tölur taka til allra tónleika en ef bara er horft til stórra tónleika verður myndin öllu svartari.